Dagur - 21.07.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 21.07.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 21. júlí 1948 i Hægt að rækta hér nytjaskóga af lerki, furu og greni Niðurstöður rannsóknar norska skógræktar- stjórans Bathen Norski skógræktarstjórinn Reidar Bathen, er kom hingað í boði ríldsstjórnarinnar og skóg- ræktar ríkisins, er nú farmn heim. Niðurstöður á athugunum hans á skilyrðum fyrir skógrækt hér eru þesSar: Með því að velja trjáplöntur frá nyrztu skógarhéruðum í Noregi og gróðursetja þær á stórum svæðum, verður hægt að fá hér upp timburskóga af lerki, furu og rauðgreni og sennilega einnig sitkagreni, hinu ameríska. Birkiskógar landsins geta aldr- ei framleitt nytjavið að ráði, enda er íslenzka björkin lakari en sú norska. Núverandi birkiskógar eru hins vegar tilvaldir til skjóls fyrir. uppvaxandi skógartré af er- Fundur um fræðslu- og félagsmál samvinnu- félaganna haldinn hér á Akureyri um síðustu » helgi Að tilhlutun fræðslu- og félags- máladeildar SÍS var sl. laugardag og sunnudag haldinn hér fundur með fræðslufulltrúum kaupfélaga hér á Norðurlandi. Var einn full- trúi mættur frá hverju félaganna á þessu svæði, að Kaupfél. Sigl- firðinga einu undanskildu. Fram- söguerindi á fundinum fluttu: Vilhjálmur Árnason, fræðslufull- trúi SÍS, um fræðslustarfsemi samvinnufélaga; frk. Anna Snorradóttir, fræðslufulltrúi Kea, um konuna og samvinnuhreyf- inguna; Gunnar Grímsson, kaup- félagsstjóri á Skagaströnd, um Verður hann forseti Bandaríkjanna í haust? Siguryonir Dewey’s aukast stór- um vegna hatramlegs klofnings, sem komimi er upp innan Demo- krataflokksins, einkum í Suður- ríkjunum, út af mannréttinda- frumvarpi Trumans forseta og frjálslyndis hans í garð negranna þar. lendum uppruna, sem gefa af sér gagnvið, þegar stundir líða. Álit sitt á framtíð íslenzkrar skógræktar byggir Bathen skóg- ræktarstjóri meðal annars á trjá- reitum, sem gróðursettir voru hér á Akureyri og að Grund í Eyja- firði og reynslu af barrviðum í Hallormsstaðaskógi og í hólma í Eiðavatni, en þar eru 30 ára gömul tré, sem gnæfa yfir birki- kjarrið. Vonir eru til, að frá trjárækt- arstöðvum í nyrztu skóghéruðum Noregs verði á næstu árum hægt að fá trjáplöntur í svo stórum stíl, að hér verði hægt að gróður- setja barrplöntur þaðan í stórum stíl. unga fólkið og samvinnuhreyf- inguna og loks Þórir Friðgeirs- son, frá K. Þ. á Húsavík, um menningarhlutverk samvinnu- hreyfingarinnar. Tókust hinar fjörugustu umræður um öll þessi efni og ýmis fleiri og voru marg- ar merkar ályktanir gerðar, er væntanlega verður síðar getið hér í blaðinu. Fundurinn var hinn ánægjulegasti í alla staði. Áður hafa slíkir fundir verið nýlega haldnir í Rvík fyrir Suðurland, og í Stykkishólmi fyrir Vestur- land. Sigurður Skagfield, óperusöngvarinn þjóðkunni heldur kirkjuhljómleika í Akur- eyrarkirkju á föstudaginn kemur. Við hljóðfærið verður Jakob Tryggvason. Meðal viðfangsefna má nefna: Panis Angelicus eftir César Franck, Cavatine úr ora- tóríinu Paulus eftir Mendelshon (Vertu trúrtil dauðans) og Faðir vor, eftir söngvarann sjálfan, en það lag söng Skagfield við há- tíðaguðsþjónustu 17. júní sl. í dómkirkjunni í Reykjavík með aðstoð Páls ísólfssonar, og er lag- ið tileinkað minningu séra Geirs Sæmundssonar vígslubiskups. — Hljómleikar þessir munu ekki verða endurteknir. Þegar óperusöngvarinn leit inn í skrifstofu blaðsins í gærmorgun, barst það í tal, að hann efnir til óperuskóla í Reykjavik í haust. Hefir Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra hlutazt til um, að skólinn fær vistlega sali í Þjóð- leikhúsinu til afnota. Aðsókn að skólanum er þegar mjög mikil. Hafa 35 nemendur innritazt, en fleiri nemendum getur einn kennari naumast annað að kenna. Sig. Skagfield hyggst nú setjast að hér heima, en mun þó bregða sér skyndiferð til Eng- lands í haust og syngja þar 24 lög á hljómplötur, þ. á. m. prógramm það, sem hann syngur við kirkju- hljómleikana hér á föstudaginn. Að „hnika til66 Upp úr síðustu bæjarstjórnar- kosningum á Akureyri gerðu all- ir flokkar í bæjarstjórninni með sér bæjarmálasamning og skuld- bundu sig með undirskriftum til þess að halda hann. Nú hefir einn þessara flokka,- kommúnistar, rofið þenna samn- ing, eins og kunnugt er af blaða- skrifum. Að vísu neitar „Verkamaður- inn“ því, að kommúnistar hafi svikið samninginn, þeir hafi að- eins „hnikað honum til“ og það sé óþörf „viðkvæmni“ af borgara- flokkunufn að ei’gja sig yfir því. Að hnika til þýðir nú að breyta til, og hefir þá „Verkamaðurinn“ viðurkennt, að kommúnistar hafi hoi’fið frá samningsatriði, sem þeir áður höfðu staðfest með und- ii’skrift, að þeir ætluðu að standa við. Annað eins og þetta hefir hing- að til verið kallað samningsrof, en kommúnistar vilja, að það sé táknað með mildari orðum, þegar þeir séu hinir seku, og þá nefnt að „hnika til“. Þessi tiltölulega litli atburður í bæjarmálum Akureyrar vai-par skæru ljósi á orðheldni og skoð- anafestu kommúnista á öðrum stærri sviðum, því að ekki er þetta í fyrsta skipti, sem þeir bregðast fyi-ri skoðunum sínum og kenningum, eða „hnikuðu þeim til“, eins og þeir sjálfir kallá, eftir hentugleikum í þjónustunni við austræna „lýði-æðið“. Áður en nazistar Þýzkalands rufu griðasáttmálann, sem kommún- istar Rússlands gerðu við þá sællar minningar, sögðu Rússa- vinir, að það væri bara „smekks- atriði“, hvort menn væru með eða móti nazistum. Það var þá, sem kommúnistar heimtuðu, að íslenzka þjóðin sýndi málstað Breta og Bandaríkjamanna fullan fjandskap, m. a. með því að banna landsmönnum að vinna nokkurt handtak í þjónustu Breta og og banna að flytja fisk til þeirra.1 Rússavinii-nir vildu þá svelta brezku þjóðina, einmitt um þær mundir sem hún barðist ein gegn nazismanum. Þá réðust kommúnistar hat- ramlega gegn' herverndai’sáttmál- anum við Bandaríkin voi'ið 1941. Þá voru Þjóðvei-jar heldur ekki búnir að ráðast á Rússa. Þá töl- uðu kommúnistar um landráða- menn, sem ætluðu að leggjast svo lágt að njóta hervéfndár Banda- ríkjaauðvaldsins, dg það, sem meira væi’i, að þessar vex’ur gengju á tveimur fótum og létust vei’a menn! Svo kom að því, að Þjóðverjar rufu grið á Rússum og réðust á þá. Samkvæmt orðalagi komm- únista mátti segja, að nazistar „hnikuðu til“. En þá voru Rússa- vinir ekki alveg á því að viðhafa svo vægt orðalag. Nú snei'ist allt við í hugum þeirra og hjöi’tum, og þeir tóku að tala nýjum tung- um. Það, sem áður hét landráða- vinna, hét nú landvarnarvinna. Ekki var lengur talað um „smekksatriði". Nú varð það allt í einu heilög skylda íslendinga að styðja og styi-kja Breta og Banda- ríkjamenn í stríðinu gegn „grimmum böðlum mannkynsins" Jarðarför föður míns, ALBERTS KRISTJÁNSSONAR, sem andaðist föstudaginn 16. júlí, fer fram frá heimili hins látna, Neðri-Dálksstöðum, laugardaginn 24. júlí n.k. kl. 1 e. h. F. h. aðstandenda. og „níðingum" alls siðgæðis, rétt- lætis og menningar. Sleikjuskap- ur kommúnista við Bandamenn varð blátt áfram viðbjóðslegur. Allt það, sem áður vissi niður, sneri nú upp. „Landráðamenn- irnir“, sem kommúnistar kölluðu svo áður, höfðu bjargað íslandi. Allt það, sem kommúmstar höfðu rógborið og barizt á móti áður, svo sem Bretavirxnan og hei’vei'nd- arsáttmálinn, snex’ist skyndilega í hugum kommúnista í landvarn- arframkvæmdir. Þessi hrikalegi „línu“-dans kommúnista ætti um óralanga framtíð að verða óbrotgjarn minnisvai’ði um þjónslund þeirra í garð austi-æna „lýðræðisins11 og skoðanahringl þeirra í sambandi þar við. Þarna „hnikuðu þeir til“, svo að um munaði, og því ekki að furða þó að þeir rjúfi bæjarmála- samning, þegar þeim finnst henta. Og svo kóróna kommúnistar skömm sína með yfii'lýsingu um, að þeir séu „eini flokkurinn, sem alltaf hafi ákveðna stefnu í utan- ríkismálum íslendinga“. Matreiðslunámskeið á vegum fræðsludeildar K. E. A. hafa nú verið haldin í 5 hreppum Lokið er matreiðslunámskeið- um þeim, er fræðsludeild KEA gengst nú fyrir, í 5 hreppum: Hrafnagilshr., Saurbæjarhr., Svalbarðsströnd og Glæsibæjar- hr., og í þessai'i viku lýkur slíku námskeiði í Arnarneshreppi. Eiga námskeið þessi miklum vinsæld- um að fagna og hafa verið mjög fjölsótt af konum á þessu svæði. Matreiðslunámskeiðið á Árskógs- strönd hefst í næstu viku. Útsvör á Siglufirði Jafnaðar var niður tæpum 2 millj. og 700 þús. krónum. Gjaldcndur voru 1070 að tölu. Útsvarsskrá Siglufjarðarbæjar fyrir árið 1948 var lögð fram 10. þ. m. — Þessir gjaldendur bera 12.000.00 kr. eða hærri útsvör: Kr. Aðalbúðin h.f.............17.000 Fanndal, Geoi’g...........14.500 Fanndal, Gestur ..........14.500 Gísli Stefánsson .........12.000 Gústav Þórðai-son........13.000 Hrímnir h.f...............17.000 Jóhann Stefánsson .... 13.000 Kaupfél. Siglfirðinga . . 15.000 Njöi'ður h.f..............12.500 Olíuverzlun íslands h.f. . . 44.000 Ólafur Þorsteinsson .... 12.000 Óskar Halldórsson h. f. . . 43.000 Ragnars Ólafur............ 20.000 Schiöth Aage ............. 22.000 Shellumboðið ........ 29.000 Sunna h.f.................13.000 Sveinn & Gísli h.f........ 32.500 Söltunai’fél. kaupfél.... 20.000 Valur h.f.................19.000 Verzlunarfélag Siglufj. . . 30.000 Halldór Albertsson. lÚRYALl k | | af góðum | [ varningi: | É iíaffi, brennt og malað. 1 i Kaffi, óbrennt. Kaffibætir. I | Strásykur. Flórsykur. | Hveiti. Rúgmjöl. Hrísgrjón. I | Hrísmjöl. Hafragrjón. i E Kartöflumjöl. Maizenamjöl. É = Mjólk, niðursoðin og 1 þurrkuð. i i Lyftiduft. Hjartarsalt. Natron. { \ Sítrónu-, Möndlu-, Karde- e I mommu- og Rom-dropar. i i Matarlím. Búðingar. i Borðsalt. Smjörsalt. Smjör- 1 [ pappír. Soya. Kjötteningar. { i Niðursoðin matvæli i \ margs konar. = i Harðfiskur. Hrökkbrauð. í Kex. Shredded. Whet. i i Pottar. Pönnur. [ Katlar. Könnur. i Í Hnífapör. Dósahnífar. Í Krystaldiskar og glös. i i Þvottavindur. Þvottabretti. I Í Þvottasnúrur. Þvottablámi. { Í Blævatn. Þvottaduft. Í Sápur. Shampo. Hárvatn. i E IlmVatn. Stálull. Fægilögur. é É Húsgagnaáburður. Gólfbón. i 1 Skóáburður. { { Flugnaveiðarar. { Í D. D. T. Skordýraeitur. é { Rakvélar. Rakblöð. { Burstavörur margs konar. É { Korkmottur. Gólfmottur. { i Leildöng. Bögglatöskur. { Regnhlífar. Tóbaksvörm-. { É Ö1 & Gosdryggir. é { Sjóklæði, t. d. Síðstakkar, i { gúmmí og olíubornir, { É Svuntur Pils, Buxur o. fl. ' { { Regnkápur á íúllorðna É og börn. { { Vinnufatnaður { { Vinnuvettlingar. é { Axlabönd. Nærföt. Peysur. { - * E { Sokkar. Fatapokar. { Þvóttapokar o. m. m. fl. [ Vöruhúsið hi. I Tapazt hefur brjóstnæla úr silfri, fiðr- ildislöguð. — Finnandi vin- samlegast hringi í sfma.424. Þoi’gr. Brynjólfsson .... 17.000 Þorm. Eyjólfsson ........12.000 Þorm. Eyjólfsson h.f. 28.000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.