Dagur - 28.07.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 28.07.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. júií 1948 DAGUR - Íþróttasíðan (Framhald af 2. síðu) Hástökk: 1. Áki Eiríksson K. A. 1.53 m 2. Arinbjörn Karlss. IC. A. 1.42 m Kringlukast: 1. Hörður Jörundss. K. A. 42.66 m 2. Guðm. Ö. Árnas. K. A. 32.45 m 3. Har. Ólafsson Þór 32.37 m Þrístökk: 1. Geir Jónsson K. A. 13.0 m 2. Áki Eiríksson K. A. 12.28 m 3. Haraldur Ólafsson Þór 12.05 m Hlaup 1500 m: 1. Stef. Finnbogas. Þór 4.54,6 mín. 2. Herm. Sigtrs. K. A. 4.54,9 mín. 3. Skjöldur —ónss. K. A. 5.06 mín. 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit K. A. 51.6 sek. 2. Sveit Þór 53.1 sek. Þríþraut, 4 keppendur: 1. Bladur Jónsson Þór 1964 stig (100 m. hl. 11.6, kúluvarp 13.52, langst. 5.80 m.). 2. Guðm. Örn Árnason K. A. 1468 stíg. 3. Hörður Jörundsson K. A. 1462 stig. 4. Har. Ólafsson Þór 1427 stig. Mót þetta var á óheppilegum tíma, þar sem margir voru fjar- verandi — í sumarfríi eða at- vinnu. Það hefði sennilega gert strik í reikninginn ef með hefðu keppt: Agnar Karl Óskarss., Axel Kvaran, Baldur Jónsson (komst aðeins síðasta kvöldið írá- starfi sínu) o. fl. — En til uppbótar mættu svo 3 „drengir1- frá Húsav. — Völsungar — og kepptu sem gestir. Eru það prýðileg manns- efni á íþróttavísu og „slógu Ak- ureyringunum við“ í mörgum greinum, t. d. kastaði Vilhj. Pálss. spjótinu 51.48 m., Kúlu 14.07 m. og kringlu 41.86 m. Guðm. Jónss. stökk 13.05 m. í Þrístökki, kastaði spjóti 45.03 m. og Karl Hannesson hljóp 400 m. á 59.8 sek. og 100 m. á 12 sek. Þór sá um þetta móí. Var það vel undirbúið — af drengjunum sjálfum — eftir því, sem aðstaðan leyfði og rösklega stjórnað af Tryggva Þorsteinssyni. En veður var óhagstætt og bæjarbúar flest- ir annars hugar, mættu mjög fáir til að horfa á. Tilkynning til garðleigjenda í Kotár- og öddeyrargörðum: Arfinn rýrir kartöfluupp- skeruna urn helming. — Munið að hreinsa arfann úr görðunum nú þegar. Gar'ðyrkjuráðunautur Akureyrar. 11 erkii I es-siáttuvél í góðu lagi, til sölu nú þegar. Ennfremur létt mjólkurkerra (fyrir hest), vagnkjálkaefni og aktygi. Afgr. visar á. AKUREYRI. — SÍMI 444. UR BÆ OG BYGGÐ Frú Barbara og Magnús Arnason: Málverkasýningin í Cagnfræða- skólanum Eru þau alveg kolbrjáluð! — Átta — 8 vikur norður í Grímsey, yzt út í hafsauga í kuldanum og sólarleysinu! — Er nokkuð að sjá þar! — Spyr sá, sem ekki veit! — En óneitanlega væri það til andlegr- ar heilsubótar fyrir alla þá, sem ganga stjörnublindir og sólarvana meginhluta ævinnar án þess að hafa minnsta grun um það, að bregða sér upp í sýningu þessa og fá þar svar við öllum sínum fár- ánlegu spurningum, og horfast síðan í augu við andlega örbirgð sína, berja sér á brjóst og segja með skáldunum: Ó, Gvöð, hefi eg þá verið blindur alla ævi! Þetta er afar fjölbreytt sýning og stórmerkileg. Og þar er geysi- mikið af ótvíræðri list — og al- gerlega óvæntri fyrir . hafsauga- fræðingana". — Hjónin hafa sem sé komið með faðminn fullan af fjölbreyttustu og fuvðulegustu Grímseyjar-fegurð í óteljandi lit- og blæbrigðum, sem fæsta mun hafa órað fyrir! — Og héðan af verður eigi Grímsey gleymd og grafin yzt á Ránarslóðum! Hrika- fegurð hennar og huldu-yndi og sumarbjarma-bros í fjölbreyft- ustu blæbrigðum! — Því .verður ekki lýst í fáum orðum. Það verða menn að sjá — og undrast og dást að! Hér eru heilar þrjár skólastofur fullar af Grímsey. Feiknastór ol- íumálverk eftir Magnús Árnason og fjöldi vatnslita-málverka og teikninga eftir frú Barböru. — Frúin er dásamlegur teiknari. eins og kunnugt er. — Og Magnús er einnig skáld. — En það eru auðvitað allir sannir listamenn. — Hér eru t. d. 2—3 skáldverk í lit- um, og meira að segja tónverk! Því að Magnús er einnig tón- skáld og margt fleira! Það væri mikil freisting að telja aðeins upp fjölda þessa at- hyglisverðu málverka og benda á einkenni þeirra. En hér verður það eigi gert, enda tel eg mig eigi - Þing sveitarfélaganna (Framhald af 1. síðu). margskiptingu þeirri, sem nú er á innheimtunni. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar starfar nú að því að athuga þessi mál. Höfuð- verkefni þeirrar nefndar er sam- ræming skattakerfisins og ein- faldara fyrirkomulag innheimtu og skiptingu skattanna í milli op- inberra aðila. Nefnd þessi mun skila störfum í haust og munu fulltrúar Sambandsins kynna sér niðurstöður hennar. Hér hefir verið drepið’lauslega á nokkur atriði úr skýrslu for- mannsins, en auk þeirra ræddi h'ann ýms önnur efni, sem Sam- bandið hefir tekið til meðferðar, svo sem endurskoðun sveitar- stjórnarlaganna, meðlagagreiðsl- ur með setuliðsbörnum, lán til skólabygginga, samræmingu á launakjörum starfsmanna' sveit- arfélaganna o. fl. í ráði er að Sambandið komi sér upp skrif- stofu í Reykjavík til þess að ann- ast málefni sveita’-félaganna. Verður skrifstofa þessi upplýs- ingastöð fyrir sveitarstjórnirnar og umboðsmaður þeirra syðra. — Taldi form. þetta og ú'.sáfu tíma- ritsins tvö höfuðverkefni Sam- bandsins næstu tvö árin. Á sunnudaginn hlýddu fulltrú- arnir á fróðlegt erindi Lárusar H. Blöndal, bókavarðar í Reykjavík, um framfærzlu og sveitarstjórn á þjóðveldisöld og á sunnudaginn flutti Gunnlaugur Jónasson, bæj- arfulltrúi á Seyðisfirði, erindi um byggðastjálfstæði, og Haraldur Guðmundsson, forstj., erindi um rekstur Almannatrygginganna 1947. Eftir að nefndir liöfðu skilað álitum sínum og þau höfðu verið rædd og ályktanir gerðar, var þinginu slitið á mánudagskvöld. Ályktana þingsins verður síðar getið hér í blaðinu. dómbæran í þeim efrium nema fyrir sjálfan mig! — Eg er sem sé svo hlálegur, að eg tel allt þáð list, sem hrífur huga minn og sjón og veitir mér djúpa og dásamlega gleði inn í innstu afkima sálar minnar. Og þá er mér jafnkært, hvort sem það eru handaverk skaparans sjálfs eða einhverra barna hans! — Enda er öll list af sömu ró.tum runnin. Sé hún á annað borð list! Helgi Valtýsson. Kirkjan. Messað á Ak. kl. 2 e. h. sunnudaginn 1. ágúst. (F. R.). í Hlíðargötu er enn alldjúp rás yfir þvera götuna síðan síma- menn lögðu þar jarðstreng á sl. sumri. í júlílök 1948 er gatan enn óviðgerð og rásin enn hættuleg fyrir bifreiðar. Óséð er enn hvort bæjarverkfræð- ingunum muni endast sumar- ið til þess að kippa þessu í lag. Verkakvennafélagið Eining fer skemmtiferð að sumarbústað fé- lagsiils næstk. sunnudag. Lagt verður af stað kl. 10 f. h. Þátttaka óskast tilkynnt á skrifstofu verkalýðsfélaganna fyrir föstu- dagskvöld. Þeir, sem leggja leið sína niður á Oddeyraríanga, ættu að virða fyrir sér „nýsköpunarbátana“ tvo, sem Áki Jakobsson samdi um smíði á á sínum tíma fyrir reikning ríkisins. Þeir standa þar á kambinum og rifna í sól- inni þriðja sumarið í röð. Það eru nokkur hundruð þúsund krónur, sem ríkið í. geymdar þarna á kambinum fyrir for- sjálni og hyggindi Aka Jakobs- sonar og annarra nýsköpunar- ráðherra. Óperusöngvararnir Sigurður Skagfield og Stefán Islandi hafa haldið hljómleika hér að undan- förnu. Söng Stefán í Nýja-Bíó á miðvikudagskvöldið við húsfyllir og ágætar undirtektir. Skagfield hafði kirkjukonsert hér á mánu- dagskvöldið og var honum ágæt- lega tekið af áheyrendum, sem voru margir. í fjötrum. Amerísk stórmynd með Ingrid Bergman og Gregory Peck í aðalhlutverkum, verður sýnd mjög fljótlega í Skjaldborg- arbíó. Skáldsagan um efni myndarinnar er aðeins til sölu á þessum þrem stöðum á Akureyri: í Skjaldborg, Verzlun Ásbyrgi og Söluturninum Hamarstíg. Ódýr bók, sem allir þurfa að lesa áður en þeir sjá myndina. Hjúskapur. Laugardaginn 24. þ. m. voru gefin saman að Möðru- völlum í Hörgárdal, ungfrú Ólína Hólmfríður Halldórsdóttir, Bú- landi, og Ingvi Árni Hjörleifsson, rafvirki, Akureyri. Tíminn kemur nú daglega hing- að/-norður með flugvélum og bíl- um og er seldur á götunum og borinn út til kaupenda í bænum. Utsölumaður blaðsins hér er Steingrímur Jóhannesson, Eiðs- vallagötu 1. Blaðið fæst einnig í Bókaverzl. Eddu. Allir, sem vilja fj’Igjast með landsmálum, þurfa að lesa Tímann. Blaðið er ódýrt. Mörg norsk síldveiðiskip liafa leitað hafnar hér að undan- förnu. Sum þessara skipa hafa verið að veiðum síðnn í júnílok. Afli þeirra flcstra mun hafa verið heldur tregur. Þá liafa og leitað hafnar hér brezkur tundurduflaslæðari og norska eftirlitsskipið Andesnes, sem er í fylgd með norska síld- veiðiflotanuni. Strandgatan. Fyrir nokkru rit- uðu nær því allir húsráðendur við Strandgötu bæjarstjórninni bréf, þar sem þeir fóru þess ein- dregið á leit, að gerðar yrðu verulegar umbætur við götuna, einkum þær, að fylla upp óþverrapollinn, sem bátakvíin svokallaða er orðin, láta færa burtu ónýta og hálfónýta báta, sem liggja við kvína og laga götu- kantinn við sjóinn. Engin svör munu hafa borizt frá bæjar- stjórninni. í síðastliðinni viku voru hér á ferð gestir, sem höfðu tekið þátt í norræna heimilisiðnaðarþinginu er háð var í Reykjavík um miðjan júlí. Þessir ferðamenn voru frá Danmörku, Finnlandi og Noregi. Þeir voru að nokkru leyti á veg- um Heimilisiðnaðarfélags Norð- urlands hér norður frá. Konur úr stjórn félagsins voru leiðbeinend- ur þeirra. Sjónarhæð. Opinbera sam- koman kl. 5 fellur niður næsta sunnudag vegna mótsins við Ás- tjörn. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 1. ágúst. Kl. li f. h.: Helgun- arsamkoma. — Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. Allir vel- komnir! Sjötugur varð í gær Sigurvin Edilonsson útgerðarmaður á Litla-Árskógssandi. Blaðinu hefir borizt grein frá Steingr. Steinþórssyni búnaðar- málastjóra, þar sem hann gerir athugasemd við ummæli, sem birtust hér í blaðinu fyrir nokkru um bændaför Sunnlendinga. — Grein þessi bíður næsta blaðs, vegna þrengsla í blaðinu í dag. Erlendu veiðiskipin, seni hing- að leita, fá leyfi til að kaupa ýmsar vörur og greiða í gjaldniiðli sínum. Talsvert af þeim vörum munu vera doll- aravörur og hagur íslendinga af þeim viðskiptum því vafa- samur. Vörukaup erlendra veiðiskipa hér er mál, sem þarfnast athugunar Endurbólusetning gegn barna- veiki fer fram í Baríiaskólanum á morgun (fimmtudag) kl. 2—5 síðdegis. Verður nýja tízkan í baðfötunum svona? Bömor athugið! Sérfræðingur frá Reykjavík í andlitsböðum verður hér í nokkra daga. Pöntunum veitt móttaka í hárgreiðslu- stofunni FEMINA. Tjaldbeddar Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og gleruörudeildin. Til sölu Fordson sendiferðabíll, í mjög góðu lagi, lítið keyrður. Uppl. gefur KARL JÓNSSON, Brúarlundi. iiiiiliiiiiiiliiiniiii | Leiðbeining til skrúðgarðaeigenda I 1 sumar hefur borið mikið á blaðlús á runnum og 1 trjágróðri. Athugið því trjágróðurinn I tíma því að i i berjarunna má ekki sprauta eftir að berin faraaðroðna. Nánari upplýsingar í síma 497 frá kl. 12 til 14 alla virka | daga hér eftir. . = Finnur Arnason, Hafnarstræti 103. Kraft-talíur 1/2, 1, 1 1/2, 2, og 3ja tonna. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin, Til söln ein stofa og eldhús á efri hæð. F.innig tvær stofur og eldhús á neðri hæð, á- samt geymslum og að- gangi að þvottahúsi. A. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.