Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Þegar síldveiðarnar bregð- azt. — Happdrætti, sem ekki má verða eina bjarg- ráð þjóðarbúsins. Dagub Fimmta síðan: Prófessor Richard Beck skrifar um hina nýju ljóða- 1 bók Davíðs Stefanssonar. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. ágúst 1948 31. tbl. Aska Steingríms heitins Matthíassonar hefir, sam- kvæmt ósk hans sjálfs, verið flutt hingað til Akureyrar og verður lögð í leíði foreldra hans í kirkjugarðinum hér á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst. Að tilhlutun bæjar- stjórnar Akureyrar verður haldin minningarathöfn í kirkjunni hér klukkan 2 þá um daginn, áður en jarðsetn- ing jarðneskra leifa hins mik- ilsvirta læknis og ástkæra borgara fer fram í Veiði þjóð- skáldsins og konu hans. Dóttir Steingríms heitins, frú Anna, og maður hennar, Árni Kristjánsson píanóleik- ari, fluttu ösku hans norður hingað. Málarinn vill, að Akureyrarbær komi sér upp listasafni Gefur sjálfur fagurt málverk í því skyni Magnús Á. Árnason, listmálari, hefir sýna Akureyrarbæ þann höfðingsskap að afhenda honum að gjöf stærsta og eiti athyglis- verðasta málverk sitt, sem var.á sýningu þeirri, er hjónin, Bar- bara og Magnús Árnason, héldu hér á Akureyri síðustu dagana í júlí. Með gjöf þessari íylgdi bréf frá gefanda (dagsett 30. júlí) og segir þar meðal annars: „Leyfi mér hér með að tilkynna yður, að eg hef ákveðið að gefa Akureyrarbæ eitt af málverkum þeim, sem er á sýningu þeirri, sem við nú höldum í Gagnfræðaskólan- um — sem fyrsta vísi til listasafns á Akureyri. Myndin heitir Stokka- lækjargil (á Rangárvöllum). — Ástæðan er m. a. sú, að við höfum nú haldið fjórar sýningar hér, og alltaf verið tekið fádæma vel, en einkum þó atvik, sem kom fyrir í gær. (Bréfið er dags. 30. júlí. — Ritstj.). Tvær alþýðuk.onur komu á sýninguna og greiddu aðgangs- eyri, eins og lög gera ráð fyrir, en þegar þær fóru út, heimtuðu þær að fá að borga aftur vegna þess, að þær hefðu skemmt sér svo vel! Þar sem alþýða manna hugsar þannig, finnst mér að hún ætti að hafa skilyrði til að njóta listar betur en nú er, bæði hér á Akureyri og annars staðar á landinu ÞaS er von mín, að þessi litli vísir geti orðið til þess, að Akureyrarbær sjái sér fært að auka við safnið smátt og smátt eftir því sem tímar líða. Sé nokkuð að þakka, þá megið þér þakka þessum tveim fátæku kon- um fyrir myndina —----------" Æskan á næsta leikl Þessi litla stúlka er einaf níutiu hörnum, sem lóku þátt i smdbarnaleikfimi Frœðslu- deildar KEA siðastliðinn vet- ur. Neðst í Ijorninu til hcegri sjdið þið fleiri falleg og glað- leg andlit og hraustlega lík- ama, gœdda yndisþokka og œskuþrótti, úr þessarri sigur- sveit framtíðarinnar. ismskipgfélag Islands fekur aftur upp tætlunarsiglingar fil hafna utan Rvíkur Landkynningarferðir Ferðaskrifstofunnar Starfsfólk Keflavíkurflugvall- arins kom nýlega með Katalínu- flugbát hingað til Akureyrar á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Gisti ferðafólkið hér í bænum, en síðan var ekið í bifreið norður í Mývatnssveit og til baka og kom- ið til Reykjavíkur að kveldi ann- ars dags. Þessi ferð tókst ágæt,- lega í hvívetna og pantaði starfs- fólk Keflavíkurflugvallarins þeg- ar aðra sams konar ferð. Seinna mun Ferðaskrifstofan gefa ís- lendingum kost á slíkum ferðum um helgar. Flugvallarhótelið í Reykjavík rúmar 80 næturgesti, en getur auk þess látið í té leigupláss fyrir fólk, sem hefir með sér svefnpoka. Lendingarbrauf fyrir sjóflugvélar raiuiiroi Undanfarið hefir verið unnið að því á vegum Siglufjarðarbæj- ar og flugmálastjórnarinnar að byggja bráðabirgða lendingar- braut fyrir sjóflugvélar í víkinni norðan Skútugranda. Er þetta merkilegur áfangi á sviði flug- málanna norður þar, því eins og kunnugt er, er tafsamt og oft erf- itt að afgreiða flugvélar af sjó. Ennfremur getur oft verið nauð- synlegt að taka flugvélar á land, t. d. ef eitthvað verður að veðri, svo að ekki er hægt að komast á brott ,ef gera þarf við eitthvað o. s. frv. Umboðsmenn Flugfélags ís- lands og Loftleiða á Siglufirði, Jón Kjartansson og Alfons Jóns- son, hófu máls á því við flug- málastjórnina í vor, að komið yrði þar upp lendingarbraut fyrir flugvélar. Voru sendir þangað sérfræðingar frá Akureyri og Reykjavík til að kynna sér stað- hætti, og féllust þeir á, að brautin yrði byggð á áðurnefndum stað. Var síðan leitað til bæjarstjórnar um fjárframlag til þessa mann- virkis, og samþykkti hún að greiða alla vinnu við fram- kvæmdirnar • úr bæjai-sjóði, en ríkið lagði til efni. Er brautin gerð úr járnplötum, sams konar og þeim, sem notaðar voru í styrj- öldinni til byggingar bráða- birgðaflugvalla og lendingar- bi-auta fyrir sjóflugvélar. Hefir jarðýta verið notuð lil að jafna undir plöturnar. Er kostnaðurinn við framkvæmdir þessar. tiltölu- lega lítill. Hægt verður að taka tvær flug- vélar á land í brautinni. Eins og áður var minnzt-á, er mikil bót að þessari braut, og væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að komið verði upp Siglingar Eimskipafélagsskipanna og af greiðsla á vörur til dreifbýlisins færist loks að nokkru í svipað horf og á friðartímum, enda full þrjú ár in frá stríðsli Svo sem kunnugt er, hafa skip Eimskipafélags ís- lands þótt alltof sjaldséðir gestir á höfnum úti um land síðan í foyrjun síðustu heimsstyrjaldar og til þessa dags. Þetta hefir að sjálfsögðu valdið miklum óþægmdum, 4>gídkM •hefir það heldur bætt úr skák, að engiu heildaráætlun hefir ver- ið birt um ferftir skipanna með- fram strandlengjunni, og virðast þær oftast hafa verið ákveðnar eftir dúk og disk og þá jafnan verið auglýstar méð litlum fyrir- vara og þá langoftast aðeins- í Reykjavík, og hafa því aðrir landsmenn tíðum fátt um þær vitað fyrr en í ótíma. Var þetta e. t. v. eðlilegt og óhjákvæmilegt á stríðsárunum, en virðist hafa færzt mun seinna í eðlilegt horf en æskilegt og eðli- legt mætti virðast. Nú hefir félagið hins vegar tek- ið rögg á sig og birt heildaráætl- un um ferðir þriggja skipa sinna frá júlíbyrjun (!) til næstu ára- móta. Eru það skipin „Fjallfoss", á Siglufirði fullkominni lending arbraut og skýli fyrir flugvélar, „Lagarfoss og „Reykjafoss", sem sem gætu þá haft þar fast aðset- ur. — Þyrftu þau mannvirki að vera einhvers staðar nær bænum, því oft er ófært austur fyrir fjörðinn sökum snjóa. Þá er bíl- vegurinn að lendingarbrautinni á kafla nærri því ófær bílum, og því brýn nauðsyn, að hann verði lag- .aður hið fyrsta. áætlun þessi nær til. Má geta þess hér, að „Fjallfoss" er ætlað að koma þrem sinnum hingað til Akureyrar á þessu tímabili, „Reykjafoss" í önnur þrjú skipti, en „Lagarfoss" aldrei, enda verð- ur hann í strandsiglingum frá Reykjavík austur um land til út- landa og þaðan til Rvíkur aftur. Svo sem þegar er getið, er áætl- un þessi aðeins um ferðir þriggja skipa félagsins, og er, að því er segir í greinargerð félagsstjórn- arinnar, samin með það fyrir augum, að verða við óskum þeim, sem fram hafa komið um reglubundnar áætlunarferðir frá útlöndum til hafna úti um land, þannig að flytja megi vörurnar beint á ákvörðunarstaðinn án umhleðslu. Áætlun er ekki hægt að gera (Framhald á 8 síðu). Bæjarbrura í Húnoþingi Bæjarbruni varð í Húnavatns- sýslu siðari hluta vikunnar sem leið. Kom upp eldur í bænum Þver- árdal í Laxárdal árla dags á fimmtudag, og varð ekki ráðið við hann ,svo að bærinn brann til grunna. Hefir tjón bóndans orðið mikið, því að verðmæti var lítið vátryggt, eins og víða er um sveitir. Telpnaflokkur á fimleikanámskeiðinu. Þriggja vuínaða ndmskeið, sem Frœðsludeild KEA hélt hér i bænum siðastliðinn vetur, var fjölsótt og bar dgœtan drangur. Þdtitakendur voru d a.ldriimm 4—7 ára. Kennari var frk. Anna S. Snorradóttir, en frk. Rósa Gísladóttir annaðist undirleik og aðstoðaði d ýmsan háti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.