Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið keraur út á hvcrjum miðvikudcgi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODUS BJORNSSONAR H.F. Þegar síldveiðin bregzt. Þorskurinn kemur enn við sögu, sem betur fer, og á þorskveiðun- um byggist /itvegur þjóðarinnar í ríkum mæli og vaxandi. Og þá má hvorki iðnaðurinu né land- búnaðurinn gleymast. Ekki eru að vísu nema fjögur ár liðin, síðan aðalmálgagn kommúnista hér á landi orðaði það svo, að „frá þjóðhagslegu sjónarmiði mundi borga sig betur fyrir ríkið að kosta íbúa sumra þessarra staða (þ. e. sveitanna) á spítala og láta mata þá þar árið um kring, held- ur en kosta fé og orku í að flytja þeim nauðsynjar,“ — og síðan þá hafa bæði Kommúnistaflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn streitzt við að sitja á hverju rétt- lætis- og hagsmunamáli hinna dreifðu byggða. Þessum flokkum virðist hafa tekizt að sjást yfir þá staðreynd, að landbúnaðurinn færir þó ennþá þjóðinni verð- mæti í hlutföllunum 13 : 19, borið saman við hlut sjávarútvegsins, svo sem áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu með tölum, sem ekki verða vefengdar með réttu. Og víst er það því bót í máli, þegar síldveiðarnar bregð- ast, að tíðarfar hefir að undan- förnu verið hagstætt fyrir land- búnaðinn, svo að mjólkurafurðir, kjöt, ullar- og skinnaframleiðsla mun ekki bregðast til bjargar, þótt síldin dvelji niður í undir- djúpunum og láti lítt sjá sig á yf- irborðinu. Kennið drengjunum húsverkin! Móðir, kona, meyja! Vel má vera, að ykkur verði á að spyrja, eftir lest- ur þessa „dálks“, í þetta skipti: „Hvað hafa karl- menn hingað að gera, og hvað halda þeir svo sem, að þeir geti leiðbeint okkur, móður, konu eða meyju? Hafa þeir ekki hingað til, að minnsta kosti allflestir, orðið að sækja til okkar flest það, sem þeir hafa þurft á að halda, til þess að geta litið út, í klæða- burði að minnsta kosti og e. t. v. fleiru, þannig, að við ekki þyrftum að skammast okkar fyrir þá?“ ÞÓTT SÍLDIN sé óneitanlegá harla duttlunga- full skepna, sem hvorki hagar sér eftir útreikn- ingum og athugunum fiskifræðinganna né spá- dómum og reynsluvísindum hinna gerhugulustu óg greindustu fiskimanna, virðist nú svo komið — því miður — að óhætt sé að kalla það staðreynd, að síldveiðarnar á Norðurlandsmiðunum hafa hrapallega brugðizt á þessu sumri, og er það þá fjórða árið í röð, sem svo tekst til um þennan þýð- ingarmikla atvinnuveg. Undanfarna daga og vikur hefir lengstaf verið ágætt veiðiveður og síldveiði- flotinn flæmzt fram og aftur um allan sjó, en ár- angurinn verið harla lítill. Þótt ekki tjói að telja hér neinar harmtölur í þessu sambandi, né heldur spá neinu um afleiðingarnar, er hitt víst, að allir landsmenn munu kenna á þeim, áður en langt um líður, og þá naumast þurfa annarra vitna við um þýðingu síldarafurðanna fyrir þjóðarbúskapinn í heild. NAUMAST FER HJÁ ÞVÍÍ að rifjist glögglega upp fyrir mönnum í >þessu sambandi, hvílíkum geysifúlgum fjármuna og starfsorku þjóðin hefir fórnað á síðustu árum til þess að búa sig undir að veita síldaraflanum móttöku og hag- nýta hann á sem arðvænlegastan hátt. Mikill fjöldi síldarverksmiðja hefir verið byggður meðfram allri strandlengjunni, er veit að beztu og fengsæl- ustu síldarmiðunum, og slíkt ofurkapp hefir jafn- vel verið lagt á að hraða byggingu sumra þeirra, að stofnkostnaður þeirra hefir orðið tvöfalt — svo að ekki sé sagt margfalt — meiri en hann hefði þurft að vera, ef gengið hefði verið að verki með eðlilegum hætti og skaplegri ráðdeild og fyrir- hyggju. Svipaða sögu er að segja um aukningu skipastólsins, og þá einkum þeirra skipa, er næst- um því einvörðungu eru ætluð til síldveiða, en liggja annars ónotuð allan ársins hring. En þó er það e. t. v. tilfinnanlegast í þessu sambandi, að þúsundir verkafólks, kvenna og karla, bíður ár hvert eftir síldarfengnum á síldveiðiflotanum, í verksmiðjunum og á síldarverkunarstöðunum — margir algerlega auðum höndum, en þó með kauptryggingum, á meðan aðrir framleiðslu-at- vinnuvegir landsmanna búa meira og minna við tilfinnanlega fólkseklu og skerta framleiðslugetu, sökum skorts á nægilegu vinnuafli. SÍZT SÆTI ÞAÐ á málgagni Framsóknarflokks- ins að kasta steini að þeim mönnum, sem beitt hafa sér fyrir þróun síldarútvegsins á síðustu árum, því að ekki verður með réttu mælt á móti þeirri stað- reynd, að þeir hafa oft verið í fararbroddi í þeim málum, og áttu t. d. frumkvæði og úrslitaatkvæði um það, að ríkisvaldið hófst handa um byggingu og rekstur síldarverksmiðja á sínum tíma, þótt aðrir menn og flokkar hafi hins vegar ráðið hinum flaumósa hraða og óvitahætti, sem viðhafður var í sambandi við byggingu verksmiðjunnar á Skaga- strönd, svo að dæmi séu nefnd. En reynsla síðustu ára bendir vissulega ótvírætt í þá átt, að ráða- mönnum þjóðarbúsins væri hollt og nauðsynlegt að stinga við fótum og athuga betur sitt ráð, áður en þeir leggja hærri fjárfúlgur og meira af dýr- mætu vinnuafli en þegar er orðið undir í hinu stopula happdrætti síldarinnar. Það er vissulega rétt, sem bent var nýlega á hér í blaðinu, að af- koma þjóðarinnar byggist þó ekki öll á síldinni. FOKDREIFAR Gamall sjómaður leggur orð í belg um aflabrestinn. UM FÁTT er nú að vonum tal- að meira en síldina, eða þó öllu heldur — síldarleysið. Fiskifræð- ingar og aðrir vísindamenn, út- lendir og innlendir, hafa þegar látið ljós sitt skína m. a. í blaða- viðtölum, og alþýða manna vill auðvitað líka leggja hér orð í belg. Eg hefi nýlega heyrt einn óbreyttan alþýðumann, er stund- aði síldveiðar á sumrum fyrir svo sem fimmtán til tuttugu árum síðan, segja sitt álit um þetta efni, og af því að eg hefi aldrei áður heyrt rætt um aflabrestinn fi'á því sjónarmiði, þykir mér ómaksins vert að geta hér kenn- inga hins gamla fiskimanns að nokkru. ÞAÐ ER VÉLTÆKNIN nýja, sem er að eyðileggja fyrir okkur síldveiðarnar, sagði hann. Síld- ai'torfurnar hafa bókstaflega ekki fyrr leitað upp undir yfirborð sjávarins en búið er að styggja þær niður í djúpið aftur með alls konar hávaða og 'illum látum. Síldarskipin streyma tugum sam- an á þennan eina blett í hreinustu kappsiglingu. En það er engan veginn nóg með það, heldur er nú kominn skellandi og þrumandi hreyfill í hvern nótabát. að kalla. Og allur þessi floti stórra og smárra skipa gín nú yfir torfunni, strax og hún nálgast yfirborðið með þungum boðaföllum í allar áttir og hvers kyns skrölti og há- vaða ,hrópum og vélagný, og hrekur hana samstundis niður í hyldýpið aftur. ÖÐRU VÍSI mér áður brá, sagði þessi gamli sjómaður að lokum, — þegar eg var á síldveiðum forðum daga með duglegustu og fisknustu skipstjórum og nóta- bössum flotans. Þá máttu menn naumast draga andann, meðan verið var að loka síldartoi'funa inni í herpinótinni. Við urðum beinlínis að læðast að síldinni, þar sem hún óð í vatnsskorpunni, róa sem hljóðlegast kringum torfuna, eins og köttur að mús, og hver sá, dirfðist að hósta eða hnerra, hvað þá heldur að æpa eða hrópa, fékk samstundis harðar ákúrur hjá nótabassanum eða skipstjóranum. Síldin er félagslynd skepna, og komi styggð að einhverjum ein- staklingum í útjaðri torfunnar, er hún viss með að stinga sér öll í djúpið og láta ekki sjá sig oftar | nálægt yfirborðinu þann daginn. EKKI SKAL EG, leikmaður í síldveiðum og hreinn landkrabbi, dirfast að leggja nokkurn dóm á sannleiksgildi þessarra ummæla. En óneitanlega hafa þau oft rifj- ast upp fyrir mér nú þessa síð- ustu daga, þegar eg hefi þrásinn- is heyrt fregnir af vaðandi síld- artorfum víðs vegar um veiði- svæðið og vænlegum aflahorfum, en alltaf hefir þó farið á sömu leið: Síldin hefir ekki náðst, torf- urnar hafa stungið sér og horfið frá yfirborðinu fyrr en varði. Það mundi þó aldrei vera svo, að gömlu og reyndu sjómennirnir hefðu hér réttari og nærtækari skýringar á aflabrestinum en all- ir hinir hálærðu vísindamenn, sem mæla og merkja og telja hryggjaliði síldarinnar um allan sjó, þótt engan veginn skuli hér lítið gert úr þýðingu slíkra at- hugana út af fyrir sig. Sóðaleg umgengni. „Bæjarbúi“ skrifar: ÞAÐ VAR betur gjört en vel, er Dagur minntist fyrir stuttu á ástandið hjá benzínskúr KEA og fiskgeymsluna þar Við, sem und- anfarin ár höfum gengið þar fram hjá svo til daglega, getum varla skilið hvernig á því stendur, að þetta hefir ekki verið fært í betra lag. Eg held að með fáa eða enga matvöru sé farið eins illa og eskimóalega og blessaðan fiskinn, þennan holla og ljúffenga mat, sem fiskimennirnir færa okkur nærfellt á hverjum morgni, og eg hygg, að engum sé heldur ljúft að fara svona með hann, ef annars væri kostur. En eins og við vitum koma fiskimennirnir oftast snemma dags. Um líkt leyti kemur svo fólkið úr sveitunum með mjólk- urbílunum. Það þyrpist fram að bátunum til að ná sér í nýmetið, en þegar kaupin eru gerð byrja vandræðin — þá eru oftast ekki önnur ráð fyrir hendi en ganga með hann upp að benzínskúrn- um og leggja hann þar niður í sandinn og óþverrann — þar ligg- ur hann stundum daglangt, í steikjandi sólarhitanum á sumr- in, og soðnar þar og grotnar. — Það mun heldur ekki dæmalaust, að bílarnir, og fólkið sem með þeim er, gleymir í annríkinu og ösinni þegar það er að leggja af stað heimleiðis kippunum, svo þær fá að dúsa þarna til næsta dags. I sveitunum eru ekki síður (Framhald á 7. síða). Eg, sem þenna „dálk“ rita nú, geri það næstum því óbeðinn ,en þó ekki algjörlega, af því að hvort tveggja er, að ritstjóri ykkar hugðarefna, okkar kæra frk. Puella, er í sumarleyfi um þessar mundir, ritstjóri blaðsins fjarverandi, en eg þykist hins veg- ar vita, að þið mynduð verða vonsviknar, allar, ef ykkar málum yrði þar fyrir engin skil gerð. Einnig er mér kært að ræða við ykkur einslega, þótt eg hins vegar viti, að það það geti aldrei orðið, af þeim sökum, að karlmenn eru nú, eins og þið, margar hverjar, nokkuð forvitnir á stundum, og langar þá að læra af ykkur það, sem þeir álíta, að geti orðið þeim sjálfum til gagns. Og er það einmitt þetta, sem mig langar til að ræða við hverja þá móðui', eða verðandi móður, sem þessar línur kunna að' lesa. ----o—■— Okkar kæra Puella hefir ekki viljað særa tilfinn- ingar okkar karlmannanna með því að benda ykkur á, hvernig þið skylduð og ættuð. að ala drengina ykkar upp. Nú vil eg hvetja ykkur, mæður, til þess að kenna drengjunum ykkar, á sama hátt og dætrunum, að vinna, hjálpa ykkur heima fyrir við hvaða störf, sem þið þarfnist aðstoðar við. Kennið þeim þetta, áður en þeim finnst þeir vera orðnir of gamlir til þess að vinna kvenverkin. Kennið þeim að þvo gólf, hjálpa ykkur við upp- þvottinn, þurrka af, sem svo er kallað, o. m. fl. — En þó, umfram allt, þegar þeir hafa náð þeim þroska, sem þið bezt sjálfar vitið að til þess þarf, þá kennið þeim að þvo af sér sokkana, gera við þá, strauja skyi'turnar sínar og hálsbindin, bursta skóna sína og pressa buxurnar sínar. — Hvað haldið þið, að margir ungir menn verði sér til skammar oft og ein- att af þeirri einu ástæðu, að þeir hafa misst þá kon- una, sem þeir urðu að sækja allt til í þessum efnum, meðan hennar naut við, en urðu síðar ósjálfbjarga, vegna þess að þeim hafði ekki í æsku verið kennt að bjargast af eigin ramleik að þessu leyti. Eg hefi lært þetta allt og gert, og skil því vel hvers virði það er að kunna og geta þetta. Nú bið eg ykkur, hverja og eina: Kennið drengj- unum ykkar þetta og það í tíma. Ykkur mun ekki iðra þess. Engin vettlingatök á karlmönnunum. Eg veit þið hafið allar átt von á öðru betra en þessu, en það verður bætt upp næst, það er eg viss um. H. J. ----o---- HVAÐ ER KONAN? Þegai' við skoðum fjölskylduna sem' heild, eða einn líkama, og þar af leiðandi eftir almenningsáliti köllum manninn höfuð hennar, getur spurningin: Hvað er þá konan? verið alveg réttmæt. En svarið við þeirri spurningu verður með ýmsu móti, og fer mjög eftir því, á hvaða hæfileikum ber mest hjá konunni. — Hin iðna kona er höndin. Hin eyðslu- sama er maginn, sem öllu eyðir. Hin gáfaða er aug- að. Hin námfúsa er eyrað, hin máluga er munnur- inn. Hin góðgjarna ei' hjartað. Hin vonda er beizk og illgjörn. — En sú kona, sem bæði er góð, blíð og ákveðin ,skynsöm og vingjarnleg, er höfuð, hönd, auga, eyra, munnur og hjarta. — Slík kona er sál fjölskyldunnar. (Lauslega þýtt).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.