Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 38. DAGUR. (Framhald). leita að ráðum til þess að skap- rauna mér og koma méi' út úr húsinu?" Anthony svaraði ekki. „Það hefur leynilögreglumaður verið á hælunum á mér í meira en viku. Var hann á launum hjá þér til að njósna um mig?“ „Þú getur naumast legið mér á hálsi fyrir það.“ „Og ef þessi útsendari þinn hefði uppgötvað eitthvað, sem miður fór, þá hefðir þú hikað og notað það í baráttunni gegn mér?“ „Mér finnst það vorkunnarmál, eins og högum okkar er háttað.“ „En þessi tilraun ykkar hefir mistekist," sagði húu háðslega. „Árangurinn varð enginn. Og þá er næsta skrefið að fara bónar- veginn að mér, tala blíðlega til mín og reyna að telja mér trú um að eg sé að eðlisfari mild og góð og full sumúðar með öllu, sem hrærist. Eg held nærri því, að þið mynduð notfæra ykkur hvaða tækifæri, sem gæfist. Georg lítur út eins og hann langi mest til að hengja mig í greip sinni. Móðir þín segir og gerir hundrað hluti á degi hverjum til þess minna mig á að eg sé ykkur ekki samboðin. En eg læri af þessu og tek mér það létt. Díana er að brugga eitt- hvert samsæri gegn mér, þótt eg sjái ekki að það verði henni til neinnar hamingju. Þú leigir þér leynilögreglumann til þess að lokka mig í gildru. Og Soffía Trethewy — unnusta þín — fín og fönguleg, hugsar upp ráðin til þess að flýta þessum fyrirætlun- um.“ „Unnusta mín?“ Maggie horfði undrandi á hann. -iS4j „Hver sagði að hún væri unn- usta mín?“ „Móðir þín.“ „Og hvenær?“ „Daginn, sem hún kynnti mig fyrir henni, það er sama daginn og þær sendu eftir mér til þess að geta skoðað mig í krók og kring.“ „Hefurðu hitt Soffíu síðan?“ „Já, oft. Hún er forstjóri fyrir kjóla- og hegðunardeildinni, sem hefir uppeldi mitt með höndum hér í húsinu. Og hún veit hvað hún syngur þar.“ Anthony stóð á fætur. „Nú er nóg komið,“ sagði hann stuttur í spuna og haltraði út úr herberg- inu og niður stigann. Fjölskyldan var enn í bókaher- berginu og beið hans þar. Hann gekk inn og skellti hurðinni á eft- ir sér. „Sagðir þú Maggie að Soffía Trehewy væri unnusta mín?“ spurði hann n;óður sína, allreiðilega. Hún leit upp, dálítið úndrandi. „Góði, taktu þessu rólega. Mér fannst það heppilegast eins og á stóð.“ „Og hvers vegna, mætti eg spyrja?“ „Æi, Anthony, þú skilur ekki þessa hluti------ég var hrædd um — — það var eiginlega til þess að vernda þig, sem eg gerði það.“ „Vernda mig frá hverju?“ „Nú, fyrst hún gat ekki haft Georg eins og hún vi!di,“ sagðir móðir hans, og átti augsýnilega bágt með að halda þessum við- ræðum áfram, „og Soffía benti á hversu aðlaðandi hún væri eigin- lega, og þar sem þú hefir svo ríkt hugmyndaflug, já og einkennileg-' ar hugmyndir stundum. þá fannst mér réttara að slá varnagla og láta hana vita strax, að það þýddi ekkert fyrir hana að iita í þá átt- ina,“ „Eg er næstum orðlaus,11 sagði Anthony, mæðulega. ,,Eg held þó, að eg fari að sjá þetta mál í nýju Ijósi. Eg held að við séum öll heimskingjar, snobbav og eigin- gjarnir idíótar. Stúikan þarna uppi hefir líklega réít fyrir sér, þegar hún er að lýsa eiginleikum okkar. Eg held eg hætti að liggja henni á hálsi fyrir það, sem hún hefir gert. Það fer að verða óþarft.“ Díana sat á tali við Soffíu. „Nei, hann er ekkert reiður við þig,“ sagði hún. Mamma tók alla ábyrgðina á sig. Þú getur ómögu- lega farið að andmæla því, sem mamma sagði, eða minnast yfir- leitt á þetta eftir á. Anthony er ekkert reiður við þig. Þú getur verið róleg." „Eg er að verða þreytt á öllum þeim vandræðum, sem þessi kvenmaður er búinn að koma af stað,“ sagði Soffía, mæðulega. „Já, en finnst þér þá ekki kom- inn tími til að við förum til Pen- field og athugum, hvort við get- um ekki uppgötvað eitthvað þar?“ „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa í slíku. Eg get alls ekki skilið, hvers vegna þetta allt hefir verið þolað svona lengi. Hvers vegna reynir Anthony ekki að láta lögfræðing fá málið. Hún á ekki von á barni?“ „Það veit enginn enn.“ „Auðvitað er það bara fyrir- sláttur. Hún var bara að slá ryki í augu okkar. Og karlmennirnir, heimskir fáráðlingar eins og þeir eru, létu blekkjast af þessu. Já, karlmenn eru svo óttalega fáráðir stundum.“ Díana horfði gaumgæfilega á hana. Soffía var eitthvað undar- leg í dag. Líklega af því, að kvöldboðið í gær hafði staðið fram á nótt. Hún var með dökka bauga neðan við augun og hún virtist ekki hafa lagt eins mikla rækt við andlitsförðunina og venjulega. Soffía var komin um þrítugt. Hún hafði verið talsvert (Framhald). ..............Illllllllllllllllllll......111II111111111111111111111111......1111111111111111II.......IIIIIIIII........111111111MIIIIII111III II1 GEFJUNAR- ULLARDÚKAR, margar gerðir, I KAMGARNSBAND, margir litir, I LOPI, margir litir, 1 venjulega fyrirliggjandi í öllum I kaupfélögum landsins. { Ullarverksmiðjan GEFjUN *lllll|llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|llllltl|||llllllllllllllllllllllltiltllllllllltlllllllttll|lt|lk* ! Við önnumsí vörufiuiningana ! i Bifreiðastöðin Stefnir s.f. I ! Sími 218 — Akureyri. í ............................................................................. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMM.Illlllllllllll.Illllll.Illllllllllllllllllllllllll... i Z | Auglýsing I Nr. 26, 1948 1 | frá skömmtunarstjóra f í Að gefnu tilefni skal atliygli almennings hérmeð ! i vakin á því, að 1. ágúst gengu úr gildi skömmtunarreitir § I þeir, er nú skal greina: § Vinnníataeiningar, svo og vinnuskóseðlar a£ vinnu- i \ fatastofni Nr. 2, prentaðir með rauðum lit á hvítan \ Í pappír, sem voru löglegar innkaupaheimildir frá 1. fe- f ! brúar til 1. júní, og framlengdir voru til 1. ágúst 1948. Þeim verzlunum, sem liafa undir höndum ofannefnda ! ! skömm tunarreiti, er gengu úr gildi 1. ágúst, skal liér \ \ með bent á að senda þá til Skömmtunarskrifstofu ríkis- ! ! ins, Reykjavík, í ábyrgðarpósti eða með öðrum hætti \ Í í síðasta lagi laugardaginn 14. ágúst 1948. | Skömmtunarreitum þessum verður skipt fyrir inn- i Í kaupaleyfi. 1 Reykjavík, 4. ágúst 1948. | Skömmtunarstjórinn. f 1IIIIIIMMMIIMMMMMMMMMIMMI1111MMIIIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIIIIMMMMIIIIIMMMMMII MIIIIMIIMIIIMli <IIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIMIIMIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIMIIMIIIMMIIIIIIIIMMI||t HÖTEL AKUREYRi ( Hafnarstræti 98. — Síini 271. \ z 5 «"imiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiimmm« Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger Fræg skáldsaga um ævintýri oe hetiudáðir Kjölfar Rauða drekans MYNDASAGA DAGS —9 „Réttast að þú giftist Sidneye,“ sagði Ralls. „Eg skal fara,“ sagði Ralls, með ískaldri ró. Kolkrabbinn færði sig aftur á bak og dró hann með sér. SIDNEYE KOM að máli við Jaques Desaix og bað um hönd frænku hans. Angelique bað um frest til að íhuga málið. Sannleikurinn var sá, að hún hafði orðið hugfangin af hinum karlmannlega og föngulega Ralls og hann endurgalt tilfinningar hennar. Ralls hafði orðið verulega ástfanginn í fyrsta sinn á sinni viðburðaríku ævi. En hann vissi sjálfur bezt, að hann Var of óstýrilát- ur og of mikill ævintýramaður til þess að verða góður eiginmaður, og hann dró sig í hlé. „Það er réttast að þú giftist Sidneye. Einhvern tíma, þegar eg hefi sigrast á sjálfum, mun eg koma til þín.“ Angelique var þungt inn- anbrjósts daginn sem innfæddu mennimir hófu undir- búning að því að flytja perlukistuna úr klóm kolkrabb- ans í hellismunnanum. Hún sat á þilfari Gullnu hindar- innuar í milli frænda síns og Sidneyes og horfði á und- irbúninginn. Blökkumennirnir bundu báta sína saman í hring á læginu. Ralls var á meðal kafaranna. Hann stóð í einum bátnum og hoi'fði á innfæddu mennina freista gæfunnar í undirdjúpunum. Allt í einu skaut bleiku, kúptu baki ófreskjunnar upp á yfirborðið og langir arm- ar með sogskálum teygðu sig eftir köfurunum. Annar kafarinn gat slitið sig lausan og forðað sér upp í bátinn, en hinn hvarf í djúpið. Innfæddu mennirnir ráku upp skelfingaróp. „Hver þoi'ir nú að reyna að ná perlunum?11 hrópaði höfðinginn. Allir horfðu á Ralls. „Eg skal fara,“ sagði hann, með ískaldi'i ró. Angelique stóð á fætur og hrópaði, titrandi röddu: „Nei, þú mátt það ekki, Ralls, það er til einskis.“ En Ralls stóð hreyfingarlaus í bátnum, sagði ekkert, en brosti við. Því næst steypti hann sér útbyrðis. I ann- að sinn flutti kolkrabbinn sig út úr hellismunnanum, Ralls hélt ótrauður áfram. Sogskál ófreskjunnar læsti sig í handlegg hans, og ískaldur, hrjúfur armur, lagðist um mitti hans. Ralls brá hnífnum með þeirii hendinni, sem frjáls var. Hann fann til trylltrar gleði í þessari bar- áttu um líf og dauða. Ófreskjan færði sig aftur á bak, er hún fann til áverkans, og dró hann með sér. Ralls beitti hnífnum ákaft. Þriðji og fjórði armurinn vöfðu sig utan um hann. Örvæntingar tilfinning vaknaði í brjósti hans þegar hann fann átök þessara jötunefldu arma. Þegar hann brauzt um til þess að losa sogskálarnar af handlegg sér, fann hann að ófreskjan var komin fast að honum með opinn kjaftinn. Hún ætlaði að gleypa hann með húð og hári! (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.