Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Ræddar orsakir þess, að vandi verzlunarmálanna er enn óleystur. Dagur Fiinmta síðan: Jón á Laxamýri ritar um bændadag og uppskeru- hátíð. XXXI. árg. Akureyri, miðviltudaginn 18. ágúst 1948 32. tbl. Verða þeir enn sendir út á blóðvöllinn? Enn skálma hersveitir stórveldanna gráar fyrir jámuni um götur höfuðborganna, en margir óttast, að ekki inuni líða á löngu — eins og útlitið er nú í hciminum — að stríðsguðinn sigi Heim enn á ný út á vígvellina til þátttöku í stríði, sem e. t. v. táknar endalok allrar menningar. 75 ára á morgun r Eg er stoltor af því a§ hafa verið óhvikull fiðsmaður samvinnu- hreyfingarinnar öll mín manndómsár - sagði Ágúst á Sílastöðum, þegar fréttamaður blaðsins kom að máli við hann i fyrradag í tilefni 75 ára aðmælis hans, sem er á morgun. Gamii maðurinn stóð þá, bjartur og liýr á svip »ð vanda, á verði við hliðið á sauðfjárveiki- varnagirðingunni úti við Lónsbrú, en bá varðstöðu hefir hann ann- azt af mikilli trúmennsku og árveluú síðustu árin, cða frá því skömmu eftir að hann brá búi og fluttist hingað til bæjarins með Þórumii dótur sinni og manni hcnnar, Eggert Þorkelssyni frá Flatatimgu, en f jölskyldan á nú heima að Helgamagrastræti 19 hér í bæ. — Þessi hrekklausi og drengilegi bændaöldungur þekkir að vonum lítt til klækja blaðamannanna og grunar því sízt, að livert hans orð kunni að verða látið „á brykk út ganga“, begar hann fylgir mér á leið, léttari í spori og snarari í snúningum en margur sá, sem er honuni aldarfjórðungnum yngri að árum. i; Vísvitandi skemmda-ii i; starfsemi framin á Itrjágróðri hér í bænum i; J Garðyrkjuráðunautur bæj- !! arins hefir skýrt blaðinu svo 1; frá, að íalsvert hafi að undan- J; 2 förnu borið á spjöllum á trjá- 'J; i; gróðri hér í bænum, bæði á 1; !; svæðum þeim, sem bærinn ;! !; hefir prýtt meðtrjáplöntum,og '1 ;i einnig í görðum einstakra manna. Mest hefir ennþá !j ;J kveðið að þessu við andakíl- i; inn í Laugarskarði, enþarji !; hafa tré og runnar verið stór- ;i J; skemmdir, t. d. með því að ;i J; brjóta toppinn af stofnum og <i ;i greinum og einnig með því að !i ;i fletta berkinum af trjánum.!; ;i Tclur ráðunauturinn fullvíst, J; !; að hér sé um beina og vísvit- J; !; andi skemmdarstarfsemi ó- !; hlutvandra manna og óknytta- J; stráka að ræða, og er það þá !j !; enn á ný mikið furðuefni öll- !; ;! um sæmileguin mönnum, að 1; ;! einstaklingar á svo lágu;; !i þroska- og vitsmunastigi, sein ;i !; verk á borð við þetta bera ljóst;! !; vitni um, skuli dyljast í hópi J; annarra borgara og sleppa við ;; setu í hegningarhúsum eða !; ;! geðveikraspítölum. ;; Verð á líflömbum ákveðið 4 kr. kg. Verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða hefir nú ákveðið verð á líf- lömbum, sem seld verða á næst- unni og í haust til fjárskipta- svæðanna. Verða lömbm aðallega eða eingöngu keypt á Vestfjörð- um. Er verði^S ákveðið fjórar krón- ur fyrir hvert kg. í lifandi lambi, án tillits til þess hvort um væn lömb eða rýr sé að ræða. Það er að segja, að aðeins verður um einn verðflokk að ræða. Barnaleikvöllurinn í innbænum verður senn fullgerður Unnið hefir verið að því að undanförnu að skipuleggja, jafna og girða með steingirðingu fyrir- hugaðan barnaleikvöll norðan við Búðargil í innbænum. Verkið hefir verið unnið undir yfirum- sjón Finns Árnasonar, garðyrkju- ráðunauts bæjarins, og er því nú senn lokið. Verður þetta hið prýðilegasta svæði til þessarra hluta, en ekki telur ráðunautur- inn sennilegt ,að varzla verði tek- in þar upp fyrr en á næsta ári, þótt ekki hafi hins vegar verið við því amazt, að böm hæfu þar strax leiki sína í hinum eftirsóttu sand- kössum, sem eru svo sem kunn- ugt er eftirlætisleikvangur yngstu bamanna á öllum slíkum stöðum. Vel hefir það reynzt þér, vega- nestið, sem þú lagðir með út á æfileiðina fyrir þremur aldar- fjórðungum. Ojá. Ekki væri rétt að van- þakka það. Forsjónin hefir verið mér góð. Eg hefi alltaf örugglega treyst æðri handleiðslu, og hún hefir heldur aldrei brugðizt mér. — En af þvi veganesti. sem sam- ferðamennirnir hafa gefið mér, held eg, að heilræði iósturföður míns, Sigurðar bónda Jóhannes- sonar frá Torfufelli, hafi enzt mér bezt, enda minnist eg Iians ávallt, er eg heyi'i góðs manns getið. — „Vertu glaður og trúr“, sagði hann, og þeim ráðum hans hefi eg reynt að fylgja síðan. Hann og kona hans, Helga Páisdóttir frá Kolgrímustöðum, bjuggu lengi á Jórunnarstöðum í Saurbæjar- hreppi, og þar fæddist eg í þeirra húsum og ólst upp hjá þeim ágætu myndarhjónum til fullorð- insaldurs. Þau höfðu flutzt bú- ferlum að Hrafnagili nokkrum (Framhald á 8 síðu). N iður suðu verksraið j an í Ólafsfirði tekin til starfa Niðursuðuverksmiðjan nýja í Ólafsfirði tólc til starfa sl. föstu- dag. Mun hún geta soðið niður í 30 þús. dósir á dag, þegar fullum afköstum er náð. Vélsmiðjan Héðinn annaðist niðursetningu véla í verksmiðju þessa, og eru þær sagðar mjög fullkomnar. Verksmiðjan tekur síld til nið- ursuðu þessa dagana, ef eitthvað veiðist. Frá Hóladegi og prestastefnu Hólastiptis: Verður Hólabiskups- dæmi endurreist? Hugmyndin rædd á ,,Hóladeginum“ síðastliðinn sunnudag og á miklu íylgi að fagna meðal presta og lokmanna í Norðlendingafjórðungi Fjársöfnun til minnisvarða }óns biskups Arasonar gengur að óskum Allmikið fjölmenni var saman- komið á Hóhim urn síðustu helgi vegna „Hóladagsins" og presta- stefnu Iiólastiptis, er þar var þá haldin. Má þó telja víst, að hin fjölsótta héraðshátíð, er skag- firzkir framsóknarmenr. efndu til þennan dag, hafi dregið verulega úr aðsókninni „heim að Hólum“ og e. t. v. sömuleiðis samkoma sjálfstæðismanna, er haldin var þá um daginn á Blönduósi. 14 prestar úr Hólastipti sóttu prestastefnuna, og höfðu þó fundarboð til presta vestan Vatnskarðs — og e. t. v. vill víð- ar — misfarizt. í erindi því, er séra Óskar Þor- láksson, prestur á Siglufirði, hélt við þetta tækifæri, læddi hann allýtarlega þá hugmynd, að Hóla- stipti verði gert að sérstöku og sjálfstæðu biskupsdæmi með biskupsstóli annað hvort hér á Akureyri eða á Hólum. Var uppástungu þessari vísað til hinna grlegu héraðsfunda einstakra prófastsdæma í fjórðungnum til nánari athugunar. Það er að vísu ekki í fyrsta skipti, að tillaga þessi kemur op- inberlega fram. Séra Gunnar Árnason á Æsustöðum í Langa- dal mun einna fyrstur manna hafa hreyft henni á prestafundi árið 1929, en Magnús prófessor Jónsson alþm. mun hafa flutt hana í frumvarpsformi á Alþingi 1937, en hún dagað þar uppi í það sinn. En sennilegt er, að Norð,- lendingar muni ekki sætta sig við annað í framtíðinni en að ekki aðeins skóli heldur einnig stóll Hólabiskupsdæmis hins forna verði endurheimtur mn í fjórð- unginn, og kemur þá til athugun- ar, hvort ekki væri rétt, að Aust- firðingafjórðungur ætti aðild að þeim biskupsdómi fremur en til Reykjavíkur. Minnismcrki og ártíð Jóns Arasonar. Frá því var skýrt á Hólafund- inum, að fjársöfnun í því skyni að reisa Jóni biskupi Arasyni og sonum hans veglegt minnismerki á Hólastað, gengur mjög að ósk- um. Hinn árlegi merkjasöludagur í þessum tilgangi, 7. nóvember, hefir gefið sjóðnum ágætar tekj- ur, og mun hann nú eiga röskar 80 þús. kr. handbærar. Sigurður Guðmundsson húsameistari í Rvík hefir gert uppdrátt að minnisvarðanum, er viðkomandi forráðamenn hafa samþykkt. — Verður reistur í kirkjugarðinum 20 m. hár turn í 10 m. fjarlægð frá dómkirkjunni og tengdur við kirkjuna með yíirbyggðum göngum og verður það hið veg- legasta mannvirki. Skortir nú ekkert til þess, að framkvæmdir geti hafizt, annað en nauðsynlegt fjárfestingarleyfi, og skoraði Hólafundurinn á viðkomandi yf- irvöld að veita það hið bráðasta, svo að minnisvarðinn geti orðið afhjúpaður á 400 ára ártíð Jóns biskups, 1950, svo sem ávallt hefir verið til ætlazt af forgöngumönn- um þessa máls. Aska Steingríms læknis jarðsett að viðstöddu fjölmenni Siðastliðinn fimmtudag var aska Steingríms Matthíassonar jarðsett í leiði foreldra hans í kirkjugarð- inum hér. Áður var haldin minn- ingarathöfn í kirkjunni að við- stöddu fjölmenni. Flutti séra Friðrik Rafnar, vigslubiskup, minningarræðu, en kirkjukórinn söng. Fánar blöktu í hálfa stöng um gervallan bæinn, og verzlun- um og' skrifstofum var lokaðmeð- an á minningarathöfninni stóð. V erzluna r jöf nuður- inn hagstæður um 10,5 millj. kr. í júlí, en 1,8 millj. kr., það sem af er árinu Samkvæmt upplýsingum Ilag- stofunnar nam útflutningurinn í júli alls 39.1 millj. króna, cn innflutningurinn 28.6 millj. kr. og var verzlunarjöfnuður því hagstæður um 10.5 millj. kr. í þessum mánuði. Alls nam útflutningurinn það sem af er árinu (til júlí- loka) 237.9 millj. kr„ en inn- flutningur á sama tíma 236.1 millj. kr. Er verzlunarjörfnuð- ur hagstæður um 1.8 millj. kr. á þessu ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.