Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 18. ágúst 1948 Sigfús Hallgrímsson, Ytra-Hóli: Nú vantar bara veiðina hans Lárusar Ólafi Thors sagðist svo frá á landsfundi Sjálfstæðismanna, að ríkisstjórnin hefði átt örðuga að- komu 1944. Þessi öruga aðkoma, sem Ól. Th. var að lýta, var á þann veg, að fjármunir voru afgangs í ríkis- sjóði, og þjóðin átti nær 600 milljónir króna í erlendum gjald- eyi'isinnstæðum. Stjórnin 1944 tók því við mestu auðæfum, sem íslendingar hafa nokkru sinni átt utan lands og innan. Þau tvö ár, er hún stjórn- aði, bjó hún allan þann tíma við svo hátt útflutningsverð að dæmalaust var í sögunni. Þessa stórglæsilegu aðstöðu ríLisstjórnar Ólafs Thors og kommúnista falsar formaður Sjálfstæðisflokksins á þá lund, að aðkoman hafi verið örðug. Það virðist nokkuð bíræfið að bregða þessari fölsun á loft fiammi fyrir 400 fulltrúum, sem að minnsta kosti flestir hafa hlotið að sjá í gegnum blekkingarvefinn, en Ól- afur Thors mun hafa treyst því, að þeir mundu láta allt kyrrt liggja, enda mun honum hafa orðið að þeirri trú sinni, því að blöð hans segja, að íulltrúarnir hafi óspart klappað honum lof í lófa. Blekking Ólafs Thors um hina örðugu aðkomu ríkisstjórnarinn- ar 1944 er vitanlega gerð í þeim tilgangi að nota hana sem gyll- ingu á fyrrverandi stjórn, með því að láta í veðri vaka að hún hafi sigrast á miklum örðugleik- um og „komið mörgu góðu til leiðar“. En sá galli er á gjöf Njarðar, að gyllingin er fölsk. Engri stjórn hefir verið lagt upp í hendumar annað eins tækifæri til þess að vinna þjóðinni gagn eins og stjórn Ólafs Thors 1944, ef hún hefði kunnað með að fara. En það kunni hún ekki,þvímiður. Þess vegna varð hún að leggja niður völd eftir tvö á'. Hafði þó Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn samanlagt nægan meiri hluta í báðum deildum þingsins. Auk þess hafði þjóðin falið þeim í nýlega afstöðnum kosningum umboð til að fara áfram með stjórn af því að tals- menn þeirra höfðu fuilyrt, að allt væri í bezta lagi, og meiri hluti þjóðarinnar trúað því. Þrátt fyrir allt þetta varð fyrr- verandi stjórn að hrökklast úr valdastólunum og stuðnings- flokkar hennar biðja andstöðu- flokkinn, sem þeir höfðu hrakyrt á allar lundir, að koma sér til hjálpar við stjórn landsins. Menn geta gert sér í hugarlund hvernig málum hafi verið komið, þegar slíkir atburðir gerðust, að stjórn Ólafs Thors varð að gefast upp þrátt fyrir nægilegt at- kvæðamagn og nýunninn kosn- ingasigur. Hreystiyrði og raup Ólafs Thors um það, að ekki hafi verið fullreynt um stjórnarmyndun hans, eftir að hann hafði þraut- pínt sig á annað hundrað daga, við að klastra saman stjórn ár- angurslaust og varð loks að til- kynna forseta íslands, að hann væri orðinn uppgefinn við það strit, er í meira lagi brosleg. Þau sannindi blasa við augum manna, að Ólafur Thors gat ekki myndað stjórn, af því að hann var búinn að glata trausti stuðningsmanna sinna eftir tveggja ára stjórn. Lófatakið og fögnuðurinn, sem Sjálfstæðisflokksblöðin skýra frá að mætt hafi Ólafi Thors á lands- fundinum, mun því aðeins hafa verið plástur á ógróið sár, sem f ormaður S j álfstæði sf lokksins hlaut við það ,að samflokksmenn hans treystu honum tkki til að halda áfram stjórnarstörfum við síðustu stjórnarskipti. Alþýðu- flokkurinn þorði ekki heldur að hafa hann í stjórnarforustu leng- ur. ★ Eins og fyrr er að vikið, var að- koma stjórnarinnar 1944 þannig, að fjármunir voru afgangs í rík- issjóði, og erlendar gjaldeyris- innstæður voru upp undir 600 millj. kr. En hvernig var svo viðskilnað- ur ríkisstjórnar Ólafs Thors, þeg- ar hún veltist frá völdum eftir rúmlega tvö ár. í stuttu máli var viðskilnaður- inn á þessa leið: Ríkissjóðurinn var tómur, gjaldevriseignir þrotnar og hlað- izt höfðu upp vanskilaskuldir. í framkvæmdamálum ríkti öng- þveiti og skipulagsleysi. Sjávar- útvegurinn hafði fengið ábyrgð hjá ríkinu á framleiðsluverði allt að 30% yfir því, sem markaður- inn hafði skilað. Vísitalan var komin upp í 316 stig og fór ört vaxandi. Landbúnaðurinn hafði orðið fyi'ir óvinsamlegri löggjöf og vanefndum á niðurfærslu framleiðslukostnaðar. Fyrrver- andi stjórn neitaði að viðurkenna stéttarsamband bændá og traðk- aði þannig á mannréttindum þeirra, sem á öðrum sviðum voru þó viðurkennd, svo sem í Al- þýðusambandinu. Stjórnin lét ráðherra sinn skipa Búnaðarráð og sagði við bændur: Þið hafið engan rétt til að velja sjálfir full- trúa ykkar, heldur skal hann vera stjórnskipaður. Þessi skipan var einstæð í sögu stéttarsamtaka á íslandi. Enda varð algjör stefnubreyting í landbúnaðai-málum, eftir að Framsóknarflokkurinn tók þátt í ríkisstjórninni. Stéttarsamband bænda var þá viðurkennt, leið- rétting gerð á verðlagi á fram- leiðslu bænda og upp íekin ábyrgð ríkissjóðs á útflutnings- verði landbúnaðarvara eins og sjávarafurða. Þá var og Búnaðai'- málasjóði ráðstafað með lögum á þann hátt, sem bændur óskuðu, í stað þess að áður fengu þeir ekki að ráðstafa sínum eigin sjóði, eins og þeir vildu. ★ Viðskilnaður fyrrv. stjórnar hefir komið hart niður á þjóðinni og mun þó það versta eftir enn. Taumlaus fjáreyðsla og skipu- lagslaus fjái'festing til nytsamra og ónauðsynlegra framkvæmda veldur því ,að nú búa íslendingar víð svo megnan gjaldeyrisskort, að þeir geta tæplega aflað sér brýnustu lífsnauðsynja. sem þeir verða að fá erlendis frá. Tals- menn fyrrv. stjórnar hampa æ því vopni henni til varnar, að hún hafi varið 300 millj. kr. til kaupa á atvinnutækjum, sem Fram- sóknarmenn hafi barizt á móti og fjandskapazt við, en þeim rógi hafa þeir orðið að kyngja þegj- andi, þar sem það er sannað, svo ekki verður um deilt, að Fram- sóknarmenn vildu láta leggja 450 millj. kr. í Nýbyggingarsjóð til nýsköpunar, en sjálfir „nýsköp- unarmennirnir“ felldu þá tillögu. Framsóknarmenn héldu því jafnan fram, að stórhuga fram- faravilji kæmi því aðeins að full- um notum, að gætni og skynsam- legur sparnaður væri honum samfara. Þess vegna vildu þeir, að skipulagi og stjórn yrði komið á fjárfestinguna í stað skipulagS- leysis og stjórnleysis, sem var ríkjandi í-stjórnartíð Ólafs Thors og kommúnis'ta. En engu var hægt um að þoka í þessum efn- um, þar til fyrrv. stjórn hrökkl- aðist úr valdastólunum og áhrifa Framsóknarmanna tók að gæta í stjórn landsins. Þá fyrst kom fjárhagsráð til sögunnar, sem leitast við að fara vel með þann gjaldeyri, sem til fellst, en sú skipun kom bara allt of seint. Ef farið hefði verið að ráðum Framsóknarmanna í tíma, væri atvinnulífið nú í blóma og gildir gjaldeyrissjóðir fyrir hendi til tryggingar afkomunni. Ef skyn- samlega liefði veiúð farið með gjaldeyri þjóðarinnai' í tíð fyrrv. stjórnar, væri nú fé fyrir hendi til að reisa sementsverksmiðju, áburðarverksmiðju, lýsisherzlu- stöð og fleiri mannvirki, sem tryggja gjaldeyrisafkomu þjóð- arinnar. Það er alveg þýðingarlaust fyrir blöð fyrrv. stjórnar að berja höfðinu við steininn og neita þessu, því að öll þjóðin veit nú orðið, að þetta er sannleikur. Oll þjóðin veit, að Framsókn- armenn einir sögðu henni sann- leikann á ej'ðslu- og' sóunartíma- bili stjórnar Ólafs Thors, en hinir drógu hana á tálar með fölskum gyllingum. Þjóðin trúði hinum síðartöldu betur, og þess geldur hún nú og í framtíðinni. Tapað Síðastliðið sunnudagskvöld tapaðist pakki með hálf- unnu, hekluðu milliverki. Finnandi vinsamlegast skili pakkanum að Hótel Norð- urland. vantar mig hið fyrsta. Þórður Gunnarsson, Póstluisinu. Hefilbekkjg- skrúfur jyirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin i Degi 20 .maí sl. birtist grein eftir Lárus Rist, sem ber nafnið „Stúlkurnar á jakanum“. Þessi grein gaf mér fullkomið tilefni til nokkurra athugasemda, þótt eg hefði ekki ætlað mér að eyða mörgum orðum um ásökun þessa háttvirta höfundar í minn garð. í greininni segir, að eg hafi skil- ið eftir tvær stúlkur á hafísjaka í hörmulegasta ástandi „holdvot- ar og klæðlitlar“ í norðan roki og stórhríð. Eg stundaði ferju- mannsstarf við Eyjafjörð meir en tíu ár, eða alla mína æsku. Aldrei kom neitt óhapp fyrir mig öll þessi ár, þótt eg flytti hundruð manna og mikinn far- angur yfir fjörðinn, fyrr en eg lenti í hafíshroða á firðinum og báturinn nær fylltist af sjó, en við öll, sem í honum vorum, komust upp á jaka. Jakinn var stór og sat fastur á grynningum. Þessu atviki lýsir Lárus Rist í æfisögu sinni, en sú lýsing er svo ósönn og full af meinfýsi, að þegar eg las hana, ákvað eg að gefa upp nafn mitt og viðurkenna þann klaufaskap minn, að rekast á jak- ann, en reka hins vegar það, sem ósatt var þar sagt, heim til föðui'- húsa. Ekki get eg komið með nema þrjú vottorð viðvíkjandi þessu, en þau hreinsa mig líka af svívirðingum þeim, er hr. Lárus Rist dembir á mig sem ferjumann. Fleira er nú ekki á lííi af þessu fólki, nema ef „yngismeyjarnar" væru einhvers staðar lifandi, og ef að svo væri, og þær læsu þess- ar línur, skora eg á þær að gefa sig fram. En eg er óhræddur við dóm þeirra. Hr. Guðm. Ólafsson kennari á Laugarvatni varð fyrstur 'til að votta það, að hann var þarna á jakanum líka, og tvær stúlkur auk „yngismeyjanna". Hann vott- ar þetta í grein sinni í Degi 10. marz 1948. Þar vottar hann enn- fremur að Lárus Rist hafi komið að jakanum og boðið sér far til Akureyi'ar ,en hann ekki þegið. En tvær stúlkur hefði Lárus tek- ið og farið með. Ungfrú Svava Árnadóttir, sem beið eftir, að hún yrði sótt af ferjumanni, vottar þannig: Eg undirskrifuð votta hér með, að eg var ein af fólki því á jakanum, sem Lárus Rist segir frá, og fór með ferjumönnum til austurlandsins, ásamt einum kai’lmanni og kvenmanni, er voru þarna einnig, og var þá enginn maður eftir á jakanum, er við yfirgáfum hann. , x 24. maí 1948 Svava Árnadóttir, Hólabraut 20, Akureyri. Þriðji Farlmaðurinn, sem á bátnum var í þessari för, heitir Ágúst Jóhannsson. Kann hefir alltaf verið á Akureyri og er nú orðinn gamall maður. Hann reri með mér í land til þess að losa bátinn, vegna þess að við gátum ekki tæmt hann við jakann, svo að óhætt væri að svona margt fólk færi aftur um borð. Ágúst vottar þetta: Eg undirritaður var farþegi með Sigfúsi frá Varðgjá í ferð þeirri, er Lárus Rist getur um í bók sinni. Er bátinn hafði næst- um fyllt við jakann, fór eg með Sigfúsi í land til að losa bátinn. Að því loknu fórum við strax að sækja fólkið á jakann, en þá var Lárus búinn að taka tvær stúlkurnar og farinn til Akureyrar með þær, en við fluttum hitt fólkið austur yfir. Akureyri 7. júlí 1948. Ágúst Jóhannsson. Hvort má sín meira, samhljóða umsögn okkar fjögurra, sem þarna vorum á jakanum, um það, að eg skildi aldrei eftir tvær varnarlausar stúlkur þar — eða tilhæfulausar bollaleggingar Lár- usar Rist um þetta. En þetta sýn- ir, hversu miklu er fórnað raup- girninni. Eg hefi alltaf haldið Lárus Rist hetju, alltaf síðan eg 9 ára dreng- ur stóð ofan við fjöruna og sá hann koma af sundi yfir Eyja- fjörð. Mér fannst þetta þá vera ómögulegt, en eg hafði séð þetta. Nú veit eg, að Lárus er hetja, því að hann býður lesendum þá sögu —■ og ætlast til að þeir trúi henni — að við þrír karlmenn, Guð- mundur, Ágúst ogeg,hefðumver- ið svo samtaka þorparar að skilja tvær stúllíur eftir á hafísjaka. í grein sinni í Degi um „stúlkurnar á jakanum" birtir hann tvisvar fullyrðingu þá, að ckkert hafi verið lifandi á jakanum, nema þessar tvær stúlkur. Við allir, Guðm., Ágúst og eg, neitum þessu alveg og hörmum það, að skáld- skaparfýsnin skuli hafa gi'ipið höfundinn svona föstum tökum. Með þessari grein í Degi lætur Lárus fylgja aðra útgáfu af hinni ófögru lýsingu á mér og fram- komu minni við stúlkurnar, en smíðar stórhríð úr élaveðri til þess að sýna hetjuskap sinn við kolaveiðarnar. Herra Rist gefur það í skyn, að fákænska mín hafi ráðið í þessari för og fífldirfska ef til vill setið við stýrið. Ójá, eg verð að játa . það, að eg varð sekur um fífl- dirfsku þó nokkrum sinnum, er eg var að bjarga ungum Akur- eyringum, sem dottið höfðu í sjó- inn við bryggjurnar þar, en eg lítið syntur. En það var samt fífl- dirfska, sem dugði. Og fari svo, er við báðir verðum ferjaðir að lok- um yfir fjörðinn mikla, að fífl- dirfskan verði ekki fyrirgefin, þá verður raupgirnin og ósannindin það ekki heldur. Ytra-Hóli, í ágúsí 1948. Seiidlabíll lil sölu. Ai’gr. \ísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.