Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 18. ágúst 1948 Er aflahrolan é koma? Saltað á öllum bryggjum á Siglufirði í nótt Rétt í þeim svifum, að blaðið er að fara í pressuna, berast þær fregnir, að ýmis síldar- skipanna bafi fengið góða veiði í gærkveldi og nótt. Verið er að salta af einu skipi á Oddeyrar- r tanga, ca. 300 tn. A Dalvík stendur og yfir sölt- un af 6-8 skipum, en tvö á leið þangað ineð nýjan afla, og önnur tvö væntanleg til Hrís- eyjar. Tvær sprengjur frá setuliðsáruimm gerðar óvirkar í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri. Sprengingarnar ollu miklu umróti í fjallshlíðinni Lögreglan hvetur til varfærni, því að fleiri sprengjur, sem enn kunna að vera virkar, hafa fundizt á þessum slóðum Blaðinu tókst ekki að ná síma- sambandi við Sigluí'jörð í tæka tíð ,en heyrzt hefir — að vísu á skotspónum — að mikil síld hefði borizt þangað í nótt. í gærkveldi var hins vegar út- litið þannig, að líklegast var tal- ið, að síldveiðiskipin myndu yfir- Fyrstu dilkunum var slátrað í sláturhúsi KEA hér í bænum á föstudaginn var. Voru þeir vel vænir á þessum tíma árs. Kjötbúð KEA selur að jafnaði lifur, hjörtu og mör, en ný svið munu senni- lega koma þar á markaðinn næstu daga. Þá mun kjötbúðin hafa nýj- an blóðmör og kæfu á boðstólum öðru hvoru, þegar hægt verður að koma því við. Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvað fyrsta hámarksverð á dilkakjöti af nýslátruðu 21 krónu hvert kg. í smásölu, en kr. 18.50 pr. kg. í heildsölu. Gilti verðlag þetta frá og með mánudeginum 26. f. m., en í gærkveldi tilkynnti ráðið lækkun, 3.10 kr. pr. kg. Þá hefir viðskiptanefnd ákveð- ið hámarksverð á hraðfrystu hvalkjöti, sem selt er í pöklcum, er vega 2 ensk pund. Skal pakk- inn af hvalkjötinu kosta lcr. 6.75 í smásölu og kr. 5.60 í heildsölu. Frá og með 2 ágúst skal heild- söluverð á kjöti af ungum hross- um vera kr. 5.50 pr. kg., sam- kvæmt ákvörðun fiamleiðslu- ráðsins. Góð laxveiði í sumar Samkvæmt upplýsingum veiði- málastjóra, hefir sumarið í sumar orðið með beztu sumrum, hvað laxveiði snertir. Er það lang- mesta laxveiðisumar nú í nokkur ár, en þess ber þó líka að geta, að síðustu sumur hafa verið mjög léleg laxveiðisumur. Yfirleitt hefir stangarveiði ver- ið góð í öllum veiðiám og lax sums staðar gengið nýjar ár. Þurrkar sunnanlands hafa hins vegar nokkuð torveldað laxgöng- ur í minni ám. leitt bráðlega hætta veiðum, ef ekki rætist úr með aflabrögðin á næstunni. Voru sum þeirra jafn- vel þegar hætt, svo sem ísleifur frá Hafnarfirði, bátur frá Norð- firði og loks einn bátur enn, þó vélbilun muni hafa ráðið þar nokkru um. Furðuleg fiskisaga: 10-15 tunnur síldar fást 6r tveimur hvölum, er veiddust 100 mílur út af Faxaflóa Mánudagsblað Vísis skýrir svo frá, að íslenzkifr hvalveiðibátar hafi sl. föstudagsnótt veitt fjóra hvali um það bil 100 mílur út af Faxaflóa. Þegar komið var með aflann á hvalveiðistöðina í Hval- firði, voru skepnurnar skornar og flaut þá síld af ýmsum stærð- um, allt upp í stóra hafsíld, um skui’ðvöllinn, þegar stungið var á iði-um tveggja hvalanna. Komu alls 10—-15 tunnur á land á þenn- an hátt. Þá er þess getið, að það sé daglegur viðburður að sjá rauðátu í innyflum hvalanna. Af þessu virðist ljóst, að tals- verð síld sé djúpt vestur af landi nú, rniklu dýpra en bátar leita og láta í’eka. Væri vissulega rétt að rannsaka þessar slóðir hið bi’áð- asta og ekki aðeins nú í sumar, heldur og á næstu árum. KOMINN HEIM. Snoi'i’i Sigfússon námsstjóri er nýkominn heim úr utanlandsför. Sat hann 15. norræna kennara- mótið, sem haldið var í Stokk- hólmi dagána 3.—5. þ. mán. Mun hann í næsta blaði segja lesend- um Dags frá tíðindum, er gerzt hafa í garði fi-ændþjóðanna,ogfrá þinginu, en þar voru saman- komnir um 3000 kennarar víðs vegar að af Norðurlöndum. Þrumuguð austursins merkir fleiri en fylgis- menn sína með hamri og sigð! „Die Welt“ð hið opinbera mál- gagn brezka setuliðsins í Þýzka- landi skýrði nýlega frá því, að ýmsir pólitískir fangar Rússa í Buchenwald-fangabúðum, konur jafnt sem karlar, séu tattoveraðir á berar herðarnar með kommún- istamerkinu, hamri og sigð.Blaðið nefnir þetta aðeins sem eitt dæmi af fjöldamörgum um hroðalegar misþyrmingar, er fangarnir verði að sæta, en flestum þeirra sé gefið að sök að hafa gagnrýnt Rússa og hernámsstjórn þeirra, og annað þ. u. 1. Nýlegar hefir öllum Naz- istum í fangabúðum verið sleppt lausurn, en 10.000 pólitískir fang- ar úr lýðræðisflokkum, þ. á. m. 170 konur, sitja þar nú í haldi við hin ömurlegustu skilyrði og miskunnarlausar ofsóknir. (Fi-amhald af 1. síðu). árum áður en fóstri minn dó, ár- ið 1887, en þaðan fluttist eg með fóstru minni að Botni og síðar að Syði’i-Tjöi-num á Staðarbyggð. Þú munt alltaf hafa ætlað þér að gerast bóndi? Já, ekki minnist eg annai’s. Og eg reyndi að búa mig undir það hlutskipti eftir föngum. Gekk í Hólaskóla á sínum tíma og lauk þaðan búfræðiprófi eftir tveggja ára nám. Skömmu síðar gekk eg að eiga Guði’únu dóttur Jónasar bónda og hagyrðings á Syðri- Tjörnum, Benjamínssonar, sem reyndist mér liinn ágætasti og ástfólgnasti lífsförunautur til æfiloka. Við hjónin eignuðumst 4 börn alls, dreng, sem dó í beinsku, og þrjár dætur, en tvær þeirra misstum við uppkomnar, svo að nú er aðeins ein dóttir eft- ir, Þórunn, sem eg dvelst nú hjá í bezta yfirlæti í ellinni. Fóruð þið hjónin strax að búa eftir giftinguna? Ónei. Fyrst réðumst við til Magnúsar bónda og kaupmanns á Grund í Eyjafii’ði, og var eg ráðsmaður fyrir búi hans um tveggja ára skeið. Þaðan flutt- umst við til Akureyrar, og starf- aði eg þar við tóvélamar fjögur Síðan hið erlenda setulið yfir- gaf landið hafa við og við fundizt sprengjur í námunda við staði þá, er það dvaldi á. Ei’u sumar sprengjurnar óvirkar, • en sumar stói’hættulegar og hafa valdið mannskaða, svo að enginn skyldi hreyfa þá hluti, sem fiimast kunna og líkjast spi’engjum. Síðastliðið sumar var hér á ferð ei’lendur liðsforingi, sem stai’faði að því að ónýta fundnar sprengjur. Hann kom hingað til Akureyrar og með honum lög- regluþjónn úr Reykjavík, Þorkell Steinsson, sem lærði af honum stai’fann. Þeir félagar eyðilögðu eina sprengju hér í nágrenninu og reyndist hún óvirk. Nú fyrir skömmu var Þoi’kell Steinsson aftur hér á ferð. Kom hann frá Seyðisfirði, þar sem hann hafði verið í umræddum erindum, og var hann fenginn til að eyðileggja tvær sprengjur, sem kunnugt var um að voru hér í Hlíðai’fjallinu. Voru þær virkar og gei’ðu mikið umrót, er þær sprungu. Lögreglunni hér hefir borizt vitneskja um fleiri sprengjtu- uppi í fjallinu og eru menn góð- næstu árin. Það var fyrst árið 1904, að við settum bú saman að Hraukbæ í Kræklingahlíð og bjuggum þar í tvö ár, en flutt- umst þaðan að Yti’i-Skjaldax’vík. En árið 1908 losnuðu Sílastaðir í sömu sveit og fluttumst við þá búferlum þangað og bjuggum þar æ síðan, unz kona min andaðist fyrir fjórum árum síðan. Og ekki get eg neitað því, að alltaf sakna eg Sílastaða, sveitarinnar og gróðui’moldai’innar, þótt vel og ágætlega hafi farið um mig í alla staði, síðan eg fluttist til bæjar- ins. Eg veit, að þú hefir komið all- mjög við sögu í félagsmálum sveitar þinnar og héraðs. Varla er nú oi’ð á því gex’andi. En yíst hafa þó sveitungar mínir trúað mér fyrir ýmsura opinber- um störfum. Eg átti t. d. sæti í hreppsnefnd Glæsibæjai’hrepps í 24 ár, var þar lengi foi’ðagæzlu- maður, í stjórn nautgrxparæktar- félags hreppsins og kom nokkuð við sögu ýmissa vei’klegra fram- kvæmda í sveitinni, svo að eitt- hvað sé nefnt. En af öllum slíkum stöi’fum er mér þó langkærast að minnast þátttöku minnar í Kaup- félagi Eyfii’ðinga frá upphafi fé- lagsins til þessa dags. Já, vel á minnzt. Þúhefir lengi fúslega beðnir að tilkynna henni, ef sprengjur finnast, og jafnframt er alvai’lega varað við að snerta á þeim. verið eindreginn samvinnumað- ur. Ójá. Eg hefi ávallt verið trúað- ur á mátt og hlutverk samvinn- unnar, og eg vona, að eg verði aldrei svo gamall og sljór, að eg gangi af þeirri trú. Hvar væru Eyfirðingar nú á vegi staddir, ef KaupfélagsEyfirðinga hefði ekki notið við? — Gamli maðui’inn færist allur í aukana, þegar hann segir þetta, og hann bætir við með áherzluþunga í rómnum: — Og eg hefi ávallt staðið hiklaus og ákveðinn með þeim eina stjói’nmálaflokki, er fylgt hefir málefnum samvinnumanna fast og hiklaust eftir í fullri einlægni og alvöru, en það er auðvitað Framsóknarflokkui’inn, því að allir aðrir flokkar hafa ýmist sýnt samvinnumálunurn fullt tómlæti og hálfvelgju, þegár bezt lætur, en oftast þó fullan fjar.dskap. Eg treysti því einlæglega, að Fram- sóknai-flokkurinn bi-egðist sam- vinnustefnunni aldrei. Þú munt eiga margs að minnast í sambandi við þátttöku þína í félaginu öll þessi ár. Víst er um það. Eg hefi átt sæti sem fulltrúi á öllum aðalfunduni KEA frá því, að félagið var stofn- að og allt til þessa dags. Og síðan deildaskipting komst á í félaginu, en það var fljótlega eftir stofnun þess, hefi eg verið deildarstjóri þess í Glæsibæjarhreppi og er það raunar enn, samkvæmt ein- dreginni ósk sveitunga minna, þótt eg sé fluttur burt af deildar- svæðinu. — — Ágúst Jónasson segir mér fjöldamargar sögur af einstökum atburðum í sambandi við kynni sín af félagsrekstrinum og samskipti sínu við stjórn fé- lagsins og framkvæmdastjóra öll þessi ár. Og margt fleira fi-óðlegt og skemmtilegt ber auðvitað á góma, þessa stuttu stund, sem við röbbum saman, þótt þoss sé eng- inn kostur, rúmsins vegna, að rekja þráðinn lengra að sinni. En þegar eg kveð þennan aldna og gjöi’vilega sæmdarmann, og hann hvei-fur aftm’ til varðstöðu sinnar á Lónsbrú, tekur hann rösklega og þéttingsfast í hönd mér að skilnaði og segir með áhuga- glampa í augum. —• Eg er stoltur af því að hafa verið ókvikull liðsmaður sam- vinnuhreyfingarinnar öll mín manndómsár. — Og eg er stoltur af félaginu mínu, eins og eg kalla það------félaginu okkar allra. Sumarslátrun hafin í sláíurhúsi K. E. A. á Oddeyrartanga Nýtt dilkakjöt kostar nú 17,90 kr. pr. kílógram Lækkaði í morgun um kr. 3,10 pr. kg. — Óhvikull liðsmaður samvinnuhreyfingarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.