Dagur


Dagur - 25.08.1948, Qupperneq 1

Dagur - 25.08.1948, Qupperneq 1
Forusíugreinm: Dómur reynslunnar hefir gengið yfir starfsemi kommúnistaflokkanna á Norðurlöndum. ■Fimmta síðan: Snorri Sigfússon námsstjóri segir frá skólamannamótinu I í Stokkhólmi o. fl. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. ágúst 1948 3 32. tbl. K, E. Á. fekur upp sköinmlun á öffuin fáanfegum, nauðsyn- legum vefnaðarvörum Ókjákvæmilegt að jafna vörunum milli félags- manna, þar eð birgðir eru mjög takmarkaðar Samkvæmt auglýsingu frá Vefnaðarvörudeild Kaupfélags Eyfirð- inga, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu í dag, hefst é föstudag- inn kemur vefnaðarvöruúthlutun íil félagsmanna í Akureyrardeild Kea, en n. k. mánudag hefst sam skonar úthlutun til félagsmanna í öðrum deildum kaupfélagsins. Vörur þessar verða aðeins af- hentar gegn vefnaðarvörueining- um skömmtunarskrifstofu ríkis- ins, nr. 51—150 úr skcmmtunar- bók nr. 1, 1948, en auk þess hefir Kea gefið út í þessu skyni sér- staka vörujöfnunarseðla, sem af- hentir verða félagsmönnum í skrifstofu félagsins í dag og næstu daga. Vefnaðarvörur þær, sem af- hentar verða á þennan hátt, með- an birgðir endast, eru þessar: Handklæði og efni í sængurver, morgunkjóla, milliskyrtur og vinnuskyrtur. Blaðið hafði í gærmorgun tal af Kára Johansen, deildarstjóra vefnaðarvörudeildai' KEA, og spurði hann um ástæðu fyrir þessarri ráðstöfun. Kvað hann óhjákvæmilegt að taka upp slíka* vörujöfnun sökum þess, hversu litlar birgðir eru nú fáanlegar af hvers konar vefnaðarvörum, enda líklegast, að þær yrðu keyptar upp á svipstundu af þeim, sem bezta hefðu aðstöðuna og fyrstir kæmu á vettvang, ef | Þórunn litla Jóhanns-1 } dóttir væntanleg j | hingað til bæjarins | í næstu viku = Tónsnillingur á tíunda ári, ; I Þórunn, dóttir Jólianns söng- j = stjóra Tryggvasonar frá Ytra- = í Hvarfi í Svarfaðardal, hefir \ \ vakið óskipta undrun og j 1 hrifningu höfuðstaóarbúa með i í meistaralegum slaghörpuleik = 1 sínum á hljómleikum þeim, i i sem hún hefir haldið í Keykja- i = vík þessa síðustu daga. Þór- = i unn litla er væntanleg norður i j hingað í næstu viku, og mun \ I efna hér til tónlcika. Tónlist- i f arvinir í hænum munu vafa- = j laust sízt vilja verða af þeirri j i fágætu og ágætu skemmtun að i | hlusta á litlu stúlkuna. Ekki j i er enn ákveðið til fulls, hve- i i nær og hvar hljómleikar þess- j | ir verða haldnir hér í hænum, i i og verður það því auglýst nán- i j ar, þegar þar að kemur. j salan væri höfð algerlega frjáls ög hömlulaus. Fyrirhuguð skömmtun nær því sem næst bókstaflega til allra vefnaðar- vörutegunda, sem fáanlegar eru í deildinni, eins og sakir standa, en mun einnig verða tekin upp á öðrum nauðsynlegum vefnaðar- vöi'um, jafnóðum og nýjar birgð- ir fást í það ríkum mæli, að unnt sé að dreifa þeim á þennan hátt. Þá kvað -deildarstjói inn vera í ráði, að selja með sama hætti nýjar birgðir af gúmmískófatn- aði, sem væntanlegar eru í haust, enda viðbúið að slík skömmtun reynist nauðsynleg við dreifingu enn fleiri vörutegunda síðar.- Allt stafar þetta af því, sagði deildarstjórinn að lokum, að vöruúthlutun skömmtunarskrif- stofu ríkisins er að því leyti fölsk, að því fer fjarri, að til séu í verzl- unum vörubirgðir á móti öllum þeim skömmtunarseðlum, sem úthlutað hefir verið og neytendur hafa því í höndunum. Þess vegna verða hin einstöku verzlunarfyr- irtæki að taka til sinna ráða með þrengri vörujöfnun, ef þau vilja stuðla að því, að enginn við- skiptamaður þeirra verði alger- lega afskiptur vegna hinna, sem bezta og hægasta hafa aðstöðuna að ná til varanna, jafnóðum og þær koma á markaðinn. Jón skáld á Arnarvatni dáinn Jón Þorsteinsson skáld á Arn- arvatni í Mývatnssveit andaðist miðvikudaginn 18. þ. mán., tæpra 89 ára að aldri.. Þessa þjóðkunna sæmdaimanns verður nánar minnzt í næsta blaði. Þekktur læknir frá Winnipeg heimsækir Akureyri Fyrir tæpri viku voru hér á ferðalagi góðir gestir frá Winni- peg, Manitoba, Kanada. Voru það hjónin dr. Þoi'björn Thorláksson læknir, kona lians, frú Gladys Tliorláksson, og dóttir þeirra. í fylgd með þeim var Eggert Stein- þórsson læknir, sem í fjögur ár (Framhald á 8. síðu). Frá setningarathöfninni á Olympíuleikjunum í London ísiendingar ganga fylktu liði fram lijá konungsstúkunni á Wembleyvellinum við setningu Oiym- píuleikjanna í sumar. 6000 frjálsíþróttamenn frá 58 þjóoum gengu fram hjá konungsstúku Georgs VI. við þetta tækifæri. Aðalfundur Sféttarsambands bænda haldinn í Reykjðskófð I byrjun septemhermáriððar Tveir fulltrúar úr hverri sýslu sækja fundinn auk margra gesta Aðalfundur Stéttarsamhands bænda verður haldinn aðKeykja- skóla í Hrútafirði dagana 2 .og 3. sept. næstk. Um fimmtíu bændur, fulltrúar og gestir, ímmu sækja þingið, og þar verða rædd ýms Stormur Iieftir hamlað veiðitm en ýmsir síldveiðimcnn gera sér góðar vonir um afla, þegar aftur gefur á miðin. Þegai' blaðið átti tal við Siglu- fjörð í gærmorgun, fór veður batnandi þar, og ýmis skipanna, er legið höfðu þar inni, voru í þann Veginn að halda aftur út til veiða. Heildarsöltun á öllu land- inu var í fyrrakvöld svo sem héi' segir, en síðan hefir ekkert aflazt, er nokkru máli skiptir, og bræðslusíldaraflinn hefir heldui' ekki aukizt að nokkru váði frá því í síðustu viku. Akureyri og umhverfi Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Sauðárkrókur Skagaströnd Hólmavík Drangsnes ísafjörður Húsavík Raufarhöfn 672 tn.\ 4516 — 2388 — 2273 — 49179 — 208 — 2139 — 2366 — 3101 — 1793 — 95 — 6835 — 1135 — Samtals 76.700 tn. helztu hagsmunamál landbúnað- arins. Tveir fulltrúar úr hverri sýslu landsins eiga sæti á þinginu, en auk þess munu sækja það ýmsir gestir, svo að alls munu sækja þangað um 50 bændur auk stjórn- ar. Á þinginu verða rædd margs konar hagsmunamál landbúnað- arins á svipaðan hátt og gert var í fyrra. Verða þar meðal annars tekin fyi'ir verðlagsmál, gjaldeyr- ismál, tryggingamál o. m. fl. Þá mun fundurinn einnig taka til athugunar og ganga endanlega frá samþykktum fyrir Stéttar- sambandið. Stjórn Stéttarsambands bænda skipa nú: Sverrir Gísiason, bóndi í Hvammi, formaður, Einar Ól- afsson, bóndi, Lækjarhvammi, Pétur Jónsson, bóndi, Egilsstöð- um, Jón Sigurðáson, bóndi, Reynistað og Siguijón Sigurðs- son, bóndi í Raftholti. Fjárleitum Húnvetn- inga flýtt um 3 vikur Fjárleitum á afréttum Hún- vetninga og Borgfirðinga á Arn- arvatnsheiði verður flýtt um þrjár vikur að þessu sinni vegna fjárskiptanna, sem fram eiga að fara á svæðinu frá Miðfirði til Héraðsvatni. Réttað verður við Réttarvatn á Amarvatnsheiði 2. sept. Er svo til ætlazt. að slátrun verði lokið á öllu fjárskipta- svæðinu um 20. sept. i Gjaldeyrisstaðan | [batnaði um 13 millj. i | kr. í júlí | i Gjaldeyriseign bank- \ \ anna 49,7 millj. kr. i = I lok júlímánaðar sl. nani = i inneign bankanna erlendis, = = ásanit erlendum \ erðbréfum i i o. fl., 49,7 millj. kr., að frá- i = dreginni þeirri upphæð, sem | i bundin er vegna togarakaupa. j i Áhyrgðarskuldbindingar i 1 bankanna námu á sama tíma j i 38,6 millj. kr., og áttu því i j bankamir 11,1 millj. kr. inni j i hjá viðskiptabönkum sínum j j erlendis í lok síðasta mánaðar. = i Við lok júlímánaðar voru j j bankarnir í 1,9 millj. kr. skuld i = við viðskiptabanka sína, og i j batnaði gjaldeyrissl aðan þann - j j ig um 13 millj. kr. í júlí. i Tónlistaskólinn verður settur 1. októher Tónlistarbandalag Akureyrar auglýsir hér í blaðinu í dag, að Tónlistarskóli Akureyrar verði settur 1. okt. næstk. Frú Margrét Eiríksdóttir, er verið hefir skóla- stjóri frá upphafi skóians, og auk þess aðal-píanókennari hans, hafði eindregið óskað eftir því að láta af störfum fyrir skólann, sökum annríkis í hinni erfiðu og umfangsmiklu stöðu sinni sem húsfreyja Menntaskóla Norður- lands. En nú hefir frúin orðið við mjög eindregnum tilmælum skólastjórnar Tónlistaskólans og fallizt á að annast stjórn skólans í vetui', en mun hins vegar lítið sem ekkert kenna þar. Aðal- kennarar í píanóleik verða þær ungfrú Þórgunnur Ingimundar- dóttir og' frú Þyri Eydal. Ungfrú Kuth Hermanns kennir á fiðlu, en Jakob Tryggvason organleik- ari annast kennslu í crgelleik og kennir ennfremur tónfræði og tónlistarsögu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.