Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. ágúst 1948 D AGUR 5 — Dómur sögunnar (Framhald a£ 4. síðu). völdum í verkalýðshreyfing- unni hér síðasta kjörtímabilið — aðeins með því að beita alls konar bolabrögðum og ólýð- ræðislegum aðférðum. Enginn sá, er þekkir nokkuð til þess- arra rnála, efast um það, að þeir muni neyta allra bragða til þess að halda þeirri aðstöðu í lengstu lög. Þeir munu sízt skirrast við að hafa hvers kon- ar ójöfnuð og hlutdrægni í frammi í hverju einstöku verkalýðsfélagi, til þess að lialda þar sínum ldut. Og ekki munu þeir heldur hlífast við að reka „óhlýðin" félög og jafnvel heil félagasambönd úr Alþýðusambandinu, ef þeir telja þess þörf til þess að lialda meirililuta-aðstöðu sinni á Al- þýðusambandsþingi. Og loks munu þeir kippa eindregið og sterklega í leyniþræðina, sem tengja þá við blindustu íhalds- öflin í félögunum og þjóðfé- laginu. Það er ekki að ófyrir- synju, að einn forsvarsmaður Sjáffstæðisflokksins gerir svo- liljóðandi játningu fyrir hönd flokksfélaga sinna, í blaðinu „Siglfirðingur“ 17. þ. mán.: „Með áhugaleysi okkar (þ. e. Sjálfstæðismanna) og aðgerða- leysi styrkjum við aðstöðu kommúnista í félagasamtökum íslenzku þjóðarinnar, og gefum þeim skaðlegt vopn í hönd til þess að vinna þjóðinni óþurftar verk.“ VÍST ER fróðlegt að fylgj- ast með því, hversu iangt þess- ar aðferðir og svo góð liðveizla fleytir kommúnístum við næstu kosningar til Alþýðu- sambandsþings nú í haust. En hitt er allsendis öruggt, að þótt slík vinnubrögð kunni að tefja þróunina um stund, fá þau þó ekki til langframa kornið í veg fyrir lirörnun flokksins og fall. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). moll, svo sem alkunnugt er! Eða þegar ritstj. „refererar“ ræður föður síns, sjálfs forseta samein- aðs alþingis. En ekki verður þó sagt, að hinn ungi kúnstnari sé ennþá sérlega leikinn í list sinni að þessu leyti, því að þótt hann geri að vísu ærlegar tilraunir til þess, að „transpónera“ lofsöng- inn, kennist þó alltaf gjörla, að það er ein og sama platan, sem spiluð er við öll hin mörgu og ólíku tækifæri, og á sömu leið fer með ,,stefin“ og „mótívin“, að þau eru endurtekin í sífellu án nýrra eða óvæntra tilbrigða, svo að söngurinn allur verður harla leiðigjarn og þreytandi til lengd- ar. Stcinkcrin og dreifðu smáhóparnir! ÞÓ BREGÐUR fyrir skrítnum og skemmtilegum glömpum inn- an um allt staglið, svo sem þegar skýrt er frá því, að þingforsetinn, faðir ritstjórans, hafi í hátíðaræðu sinni á Blönduósi skýrt héraðs- búum einkum og sér í lagi frá því mikla afreki, að sér hafi tekizt Norræna skólamólðS í Stokkhólmi iimiii n ii n 11111111 in iii 1111111111 iii iii 111111 ll■llllll■ll•lllll■■•l■lllllllllllll■llllllllllllllll■ltllllll iii iiirtaiiiuiiii Svo sem um var getið í síðasta blaði, er SNORRI SIGFÚSSON námsstjóri nýkominn heitn úr utanlandsför. Sat hann m. a. 15. norræna skólamannainótið, sent lialdið var í Stoklthólmi í byrjun þessa mánaðar. — Tíðindamaður Dags kom að ntáli við Snorra nú um hclgina og spurði hann frétta af mótinu og af högum frændþjóðanna á Norðurlönd- um. Leysti námsstjórinn fúslega úr spurningunt blaðsins í þessu sambandi. Má vænta þess, að ýmsum lesendum blaðs- ins þyki fróðlegt og athyglivert að kynnast umræðum þeim, er urðu á fundinum um ýntte þau vandantálskólaoguppeldis, sem nú eru ofarlega á haugi hér á landi, ekki sízt í sambandi við fyrstu framkvæmd skólalöggjafarinnar nýju. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllnllllllll »• ii i n i ■ 11111111 Hvað er að segja af ferðalagi þínu til Norðurlanda? Það er orðið svo algengt, að menn fari til annarra landa, að það tekur varla að segja frá því, en einhvern tíma hefði það þótt í frásögur færandi, að vera jafn- fljótur frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar og Svarfdælingur- inn var á góðhesti til Akureyrar um aldamótin, eða rúmar 6 klukkustundir, án þess þó eigin- lega að vita af því að vera á ferðalagi, því að flest sátum við í stólum í klefum flugvélarinnar og spiluðum „bridge“ eins og í stofunni heima. Og svo eru menn allt í einu dottnir niður á götu einhverrar stórborgarinnar á Norðurlöndum og í þetta skipti var það Kaupmannahöfn. En eig- inlega var ferðinni heitið með smá-útúrdúrum á hið 15. norr- æna kennaraþing í Stokkhólmi. En hinn glæsti „Gullfoxi" átti ekki leið þangað í það skipti. Hvað er unt þessi kennaramóý annars að segja? Þau hafa verið haldin fimmta hvert ár að jafnaði, en stundum hafa styrjaldir truflað þetta, því að síðasta kennaramót var haldið 1935. Átti þetta víst að réttu lagi að vera í Oslo, en vegna erfiðleika Norðmanna tóku Svíar að sér að með harðfylgi sínu og skörungs- skap að útvega Skagstrendingum '60 m. langt steinker frá Englandi, enda vonist hann til þess, að blómleg og fjölmenn byggð geti haldizt áfram í héraðinu! En bezt tekst ritstj. unga þó upp með skemmtilegheitin, þegar hann er að kenna „Verkamanninum11 að telja hjörðina á útisamkomum, svo að hann þurfi ekki framar að rengja frásagnir sjálfstæðisblað- anna um mikinn mannfjölda, er leynzt geti á slíkum mannfund- um flokksins. Segir svo orðrétt um þetta efni: „---Þegar menn sitja víðs vegar í smáhóputn, þá sýnast samkomugestirnir til muna færri en þegar þeir eru saman komnir undir einu þaki.“ (!) Hér er vissulega ekki nema einn galli á kennslunni, og hann er sá, að tilsögnin er alls- endis óþörf: „Verkam.“ kann áreiðanlega vel að telja — á sína vísu — engu síður en íhaldsblöð- in, samanber frásögn blaðsins af 1. maí-kröfugöngunni hér, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt af fjöl- mörgum, er sanna ótvírætt frá- bæra hæfileika „Vm.“ að kasta tölu á hjörðina og fá út háar og glæsilegar útkomur, og það eins, þótt „menn sitji víðs vegar í smá- hópum“, eða gangi bæði strjált og dreift undir kröfuspjöldum og rauðum fánurn! halda mótið einnig í jietta skipti, en ákveðið er að næsta mót verði í Oslo 1953. Hvernig hefir þátttaka íslend- inga verið í þessum kennaramót- um? Framan af mun hún hafa verið lítil eða engin, en um síðastliðin 40 ár munu oftast nær einhverjir fslendingar hafa sótt mótin, og lang flestir, að eg ætla, úr hópi bamakennara, enda ber jafnan mest á þeim á þessum mótum, sem eðlilegt er, þar sem sú stétt er fjölmennust meðal kennara. Þó var það áberandi á þessu móti, hve mikið af uppeldisfræðingum og vísindalega menntuðum mönnum komu þar fram frá hin- um æðri skólum og ráðgefandi uppeldisstofnunum. Síðasta norræna kennaramótið sóttu tiltölulega margir kennarar héðan, en að þessu sinni aðeins 14, undir forustu fræðslumála- stjórans. Fræðslumálastjórnin gerði það sem unnt var til að tryggja þáttakendum gjaldeyri til uppihalds, meðan á mótinu stóð, þótt sumum „Iuxuskörlunum“ mundi hafa þótt sá skammtur fremur naumur. En það bjai'gað- ist allt. Og enginn af okkur, sem sóttum mótið, munum sjá eftir þeim krónum, en aðalkostnaður- inn liggur auðvitað í ferðunum fram og aftur. Og svo er það kennaramótið sjálft? Það sóttu yfir 3000 kennarar frá öllum Norðurlöndunum. Lang- flestir að sjálfsögðu úr Svíþjóð. Finnar voru margir, hátt á fimmta hundrað. Og sagt var að aðeins 300 hefðu haft gjaldeyris- leyfi, en einhvern veginn komust hinir líka! Svo óðfúsir voru þeir að komast til hinna norrænu bræðra, eins og þeir orðuðu það oft. Og áberandi var, hve þeir fjölmenntu á fyrirlestrana og voru þaulsætnir á hinni miklu skólasýningu. Áður en mótið hófst, bauð sænska móttökunefndin öllum stjórnarnefndum landanna til kvöldverðar og kynningar í hinu mikla ráðhúsi borgarinnai'. Seinna var þar einnig tedrykkja í boði kennslumálastjórnar Stokk- hólms og síðar veizla á vegum menntamálaráðuneytisins, og var það nokkuð þrengri hringur. Mótið var sett í Blasiehólms- kirkjunni, og fluttu þar ávörp forvígismenn fræðslumálanna frá hverju landi, en þjóðsöngvar vor usungnir. Svo hófust fyrir- lestrar á tveim til þrem stöðum í einu, meðan mótið stóð, og nokkrar umræður urðu vtanlega um suma þeirra. Og þeir, sem fyrirlestrana fluttu, voru hinir kunnustu og reyndustu menn hver úr sínu landi, úr svo að segja öllum skólaflokkum. Og unt hvað fjölluðtt svo þessir fyrirlestrar? Því er ekki fljótsvarað. En segja má, að þeir hafi fjallað um öll helztu vandamál skóla — og uppeldis á vorum dögum, og allir sterkt mótaðii' af hinu þýðingar- mikla verki skólanna og alvöru tímanna. Kom það ekki sízt fram í ýmsum fyrirlestrum frá Dan- mörku, Finnlandi og Noregi. Fyrst og fremst voru flutt er- indi um skólalöggjöf hvers lands og lýst framkvæmdum hennar. Gerði Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri það af okkar hólfu. Tvennt er þar einkurn athyglis- vert, en það er skólaskyldan og framhaldsnámið. ÁöllumNorður- löndum hefir verið 7 ára skóla- skylda um alllangt skeið, þar til Danir fyrir nokkru lengdu hana í 8 ár, þó að í framkvæmdinni sé að sumu leyti ekki um lengingu að ræða. Norðmenn hófu 8 ára skyldu sl. ár, og Finnar hafa 9 ára skólaskyldu, en í reyndinni ljúka henni þar margir á 8 árum. Svíar hafa aftur á 'móti haft 7 ára skólaskyldu í lögum og hafa enn, en frá 1936 hefir þó víða verið framkvæmd 8 ára skylda. En 1940 skipuðú þéir fjölmenna nefnd skólamanna og sérfræðinga til að gera tillögur um nýja skóla- skipun. Hún vann geysimikið verk, en í ársbyrjun 1946 tók þar önnur nefnd við, sem nú hefir skilað áliti í 550 bls. bók í stóru broti. Leggur sú nefnd til, að skólaskyldan skuli vera 9 ár og skólinn óklofinn fyrstu 8 árin, en að hann tví- eða þríklofni þá, og veiti 9. árið eins konar gagn- fræðapróf. Og til viðbótar sé svo menntaskóli í 3 ár. Virtist, sem till. þessarar nefndar myndu sæta nokkurri mótspyrnu, og af ýms- um ástæðum, sem ekki verður hér nánar getið. ( Annars er um framkvæmd lengdrar skólaskyldu það að segja í flestum þessum löndum, er öll hefja skólaskylduna við 7 ára aldur, að 15. árið — eða 8. ár skólaskyldunnar — er nokkuð frjálst. Þannig er það t. d. sums staðar, að þar sem 14 ára ungling- ur hefir fengið eitthvert starf, þá nægir, að hann sæki kvöldskóla til áréttingar barnaskólanáminu, og er það nám þá í einhverju sambandi við starfsgrein hans. Er slík framkvæmd stórum at- hyglisverð fyrir ökkur. Hvað er þá að scgja um fratn- haldsnámið? Um það mætti mai'gt segja, en hér verður aðeins drepið á ein- stök atriði. í fyrsta lagi má geta þess ,að allar þessar þjóðir virð- ast glíma við þann vanda, sem þær telja að stafi af of mikilli að- sókn í menntaskólana. Einkum kom þetta berlega fram hjá Finn- um. Þar var t. d. talið, að af hverjum 1000 íbúum Finnlands séu 3.16 innritaðir við einhvern háskóla, og hefir sú tala fjórfald- azt á síðustu 25 árum. Tilsvarandi tala í Danmörku er 3 og í Svíþjóð 2.15. (Hver skyldi þessi hlutfalls- tala vera hér á landi?) Nefndir eru starfandi til athugunar á því ástandi, sem mundi skapast við of öra stúdentafjölgun, og þar með verulegt fráhvarf fjölda Deirra frá framleiðslu- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Og þá einn- ig hætt við, að sumir þeirra ættu erfitt með að finna sér annan starfsvettvang. Virtist það mál sumra manna, að slíta ætti menntaskólana úr tengslum við aðra skóla. En um fram allt auka möguleika ungra manna til „praktisks11 framhaldsnáms. Er nokkuð fleira að segja um nám unglinganna? Yfirleitt má segja það, að ár- lega séu stórlega aukin öll vinnu- brögð í framhaldsskólunum, sem og í efri bekkjum barnaskólanna. En langt merkilegast við allt framhaldsnám á Norðurlöndum hefir mér jafnan fundizt hið mikla frjálsa fræðslu- og menningar- starf, sem þar fer fram. Hafa lýð- háskólarnir þar í hundrað ár haft forustuna. Má segja, að þeir starfi vetur og sumar með alls konar námskeiðum. En höfuð-þættirnir í starfi þöirra flestra er saga þjóð- arinnar, bókmenntir hennai' og kristnar erfðir. í Finnlandi starfa t. d. 74 lýðháskólar. Til marks um, hvers Finnar vænta sér af slíkutn skólum, má geta þess, að 10 þeirra eru stofnaðir á síðustu stríðsárum, fátæklegir að vísu af verald.legum hlutum, en má- ske þeim mun sterkari í þreng- ingunum. Auk hinna frjálsu lýðháskóla er svo öll fræðslu- og menningar- starfsemi hinna margþættu fé- lagasambanda um öll N orðurlönd. Má þar t. d. nefna hið víðtæka fræðslustarf samvinnumanna og verkamanna, sem þó er sennilega lengst komið meðal Svía. Má svo að orði kveða, að þar sé nálega hver maðui' í einhvers konar námi og starfi í hinum ýmsu les- hringum og fræðsluklúbbum hinna einstöku starfsgreina. Eg held, að þjóðmenning Svíþjóðar og annarra Norðurlanda hvíli eigi sízt á hinum sterku stoðum þess- arar frjálsu fræðslu- og menn- ingarstarfsemi, og hjálpi mest til að halda huganum vakandi og opnum fyrir hvers konar menn- ingarlegum umbótum, persónu- legu frelsi og þegnskap. Og allur námskeiðafjöldinn á Norðurlönd- um er athyglisverður fyrir okkur. Þar fullyrða hinir reyndustu og beztu menn, að námskeiðin séu miklir aflgjafar til hvers konar átaka og framfara. Þau hvetja hugann, efla viljann og auka kynningu. Eg þekki þetta, jafnvel frá hinum styttztu námskeiðum meðal kennaranna. Þau hafa gert stórt gagn. Og bændurnir munu einnig við þetta kannast. Eg held, að námskeiðin mörgu í gamla daga hafi stórum glætt áhuga og framfarahug bænda og búaliðs. „Við auðguðumst án þess að læra mikið,“ var þá haft eftir einhverj- um bóndanum. Viltu nefna nokkra fleiri af fyrirlestrum þeini, setn þarna voru fluttir? (Framliald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.