Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 25. ágúst 1948 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 40. DAGUR. (Framhald). eftir þetta samtal, var hún að hugleiða þessi orð. Allt í einu kom hún auga á Díönu og Karl. Hún stanzaði andartak og horfði undrandi á þau. Þau gengu á undan henni og virtist liggja mik- ið á. Karl leiddi hana og Díana horfði upp til hans með augljósri hrifningu. Maggie hafði aldrei séð þennan hamingjusvip á Díönu fyrr. Það var auðséð, hvernig þessum kunningsskap var háttað. Karl leit út eins og hann væri að vernda hana og Díana virtist hvergi una sér betur en við hlið hans. Maggie varð órótt innanbrjósts við þessa sjón. Það var ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig þessi kunningsskapur hefði haf- izt. Díönu hefði auðvitað þótt hann glæsilegur, og hver sá, sem þekkti Karl, gat vel ímyndað sér, hvers vegna hann hafði haldið áfram að áuka kynni þeirra, og hvaða markmið hann mundi hafa í huga. Karl Gulick var ekki fínn pappír, sem kallað var. Hann mundi hafa augastað á aurunum hennar fyrst og fremst. Hún brosti með sjálfri sér, er henni flaug þetta í hug. Skrítið að henni skyldi einmitt detta þetta í hug! í síðara skiptið, sem hún sá Dí- önu og Karl saman, var samband þeirra ennþá augljósara. Maggie hafði stanzað á kaffihúsi dag nokkurn, áður en hún lagði af stað heim úr borginni. Á meðan hún sat þar úti í horní, komu þau Díana og Karl inn. Þau völdu sér sæti í afþiljuðu hólfi, en Maggie gat vel séð til þeirra þar í spegli, sem var við hennar borð. Þau voru ekki fyrr setzt við borðið, en Karl tók um hendur hennar. Hún tók gælum hans með gleðibrosi. Auðséð var, að Karl hafði hana, þar sem hann vildi. Barn, eins og Díana, var algjörlega varnarlaus gegn manni eins og Kavli. Líklega var hún að hugsa um að giftast honum. Og ekki var ósennilegt, að Karl hefði fitjað upp á því um- talsefni við hana. liann mundi hika við fátt, til þess að komast í þá aðstöðu, að Carver-fjöl- skyldan yrði að greiða honum fé. Líklega ætti eg að gera eitthvað í málinu, hugsaði Maggie í fyrstu. Líklega væri réttast að segja Anthony frá öllu saman. En svo fannst henni að aðstaða hennar væri slík, að henni færist ekki um 'að tala. Þannig hugsaði hún, þangað til það var orðið of seint að gera nokkuð. Klukkan í dagstofunni sló níu. Maggie var að blaða í tímariti og hún hlustaði varla eftir klukku- slættinum. En frú Carver, sem hafði gengið óþolinmóðlega um gólf, stanzaði allt í eiiiu og leit á klukkuna. Anthony kom inn í stofuna og mætti móður sinni i dyrunum. Hann var glæsilegur á að líta í veizluklæðum. Hann var ekki stór maður, ekki eins mikill vexti að sjá og Georg, þótt iiann væri e. t. v. lítið eitt hærri. En hann var herðabreiður og andlitið var drengilegt og karlmannlegt. Hann var eiginlega fríðari en Georg, við nánari athugun. ,,Hvað er að, mamma?“ spurði hann. „Anthony! Eg er orðin hrædd um Díönu. Hún er ekki komin heim. Eg vona að það sé ástæðu- laust, en vegurinn er svo slæmur og Soffía sagði------■“ ,,Soffía?“ „Ó,“ andvarpaði frú Carver, og leit snöggt um öxl í átt til Maggie, sem leit út fyrir að vera niður- sokkin í tímaritið. „Díana og Soffía fóru í dálitla siíemmtiferð. Og nú er ísing á veginum og mað- ur veit aldrei, hvað fyrir kann að koma.“ „Díana er ekki með Soffíu. Þú heíir ruglast eitthvað í dögunum, mamma. Eg sá Soffíu í klúbbn- um klukkan fimm.“ „Það er ómögulegt,“ sagði frú Carver. „Díana hlýtur að vera með Soffíu. Þig hlýtur að mis- minna. Díana er búin að vera burtu í allan dag og þetta var einmitt dagurinn, sem ákveðið var — —“ „Hvert ætluðu þær að fara?“ „Eg verð að tala við Soffía,“ sagði frú Carver og flýtti sér fram í anddyrið, að símanum. Anthony hélt áfram inn í dag- stofuna. Maggie fletti blaði, og virtist halda áfram að lesa. Ant- hony settist í sófann fyrir framan hana. Eftir ofurlitla stund leit hún upp úr blaðinu. Augu hennar voru róleg, en köld. Hann virtist liafa verið að bíða eftir þessu augnabliki. Maggie sagði ekkert, en stóð á fætur. Frú Carver kom hlaup- andi inn í stofuna, sneri sér að syni sínum og sagði: „Hún er ekki með Soffíu, hún var aldrei með Soffíu. Þær ætluðu að fara í morgun til Penfield, en — —“ Hún þagnaði og sneri sér ásak- andi að Maggie. „Til Penfield?1 ‘spurði Maggie, lágum rómi. „Þetta er allt þér að kenna. Hvers vegna þurftir þú að koma hér og eyðileggja alla gleði í þessu húsi?“ hrópaði frú Carver. Anthony stóð á fætur og greip um handlegg Maggie .„Heyrðu, mamma,“ sagði hann rólega. „Hvað kemur Maggie þetta við?“ (Framhald). •iiiiliiiiililiiiliiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii iiiiiiIIIIII11111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiimiiit’iiiiiiniiii n GEFJUNAR ULLARDÚKAR, margar gerðir, ] KAMGARNSBAND, margir litir, | LOPI, margir litir, i venjulega fyririiggjandi í öllum kaupfélögum landsins. i | Ullarverksmiðjan GEFJUN I Tii iiiiiiiiiinii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 mi ii ii n iiii iii iiiiiuiii iiii» T ilkynning I Að gefnu tilefni skal á það bent, að þeir, sem leita 1 i þurf'a læknishjálpar í Reykjavík, verða jafnan, nerna I í óviðráðanlegar ástæður hamli, að hafa tilvísun frá lækni i i snuin um það, til hvers konar sérfræðings þeir skuli 1 i snúa sér, áður en Jreir leita til Reykjavíkur, og hafa um í i förina sarnráð við skrifstofu samlagsins. i f Sjúkrasamlag Akureyrar. ! «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiii,ii,,li,iiilli,,i,ll~ •llllllll IIIIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 11111111111,111 II 111111111111,1 II IJlllllll,|IU)l,ll|lll||ll|ll||l|M«l|lllllll„lf Tónlistaskóli Ákureyrar | i verður settur 1. október. i Kennt verður á fiðlu, orgel og pianó, enn fremur i i tónfræði og tónlistarsaga, | Umsækjendur snúi sér til Finnboga S. Jónassonar Í i í K. E. A., ifyrir 15. september næstkomandi. i i Tónlistabandalag Akureyrar. I ..................i*iiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiitii*iiiiiiiitiiiiiiiiiiiliiiiiii«*Kiiiii*«iiiiii,iiili«ii,«iiii,ii,iiiiii«(il|iiii|l:~ •iimmiiiimiimmmmmmfmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmimimmif.,- | Verkafólk það, sem unnið hefir á Sláturhúsi voru á I Akureyri undanfarin haust og óskar eft- I ir vinnu á næsta hausti, láti skrá sig á } Skrifstofu verksmiðjanna, hið fyrsta. Kaupfélag Eyfirðinga. Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS —11 Gullna hindin hvarf liljóðlega út á hafið. Nei, eg get ekki farið,“ sagði Angelique. „Þú crt heimskingi,“ Ralls. „Hirtu eign bína!“ ANGELIQUE hljóp fram og greip um hendi frænda síns. Skotið geigaði. Kúlan hljóp í öxl Ralls, en um leið hljóp hann á Frakkann. Þeir féllu báðir. Höfuð Desaix lenti á steini og hann hreyfði sig ekki aftur. Að undirlagi Sidneyes, kom Batjak Ltd. því til leiðar, að málið var þaggað niður. Brátt var nýr landsstjóri kominn til eyjunnar og Gullna hindin hvarf hljóðlega út á hafið með hinn dýrmæta perlufjársjóð innanborðs. Angelique sigldi einnig með þeim. Það var nú ráðið að Sidneye gengi að eiga hana, en Ralls var útnefndur skip- herra. Sidneye þótti sem Batjak Ltd. gæti notað fullhuga eins Ralls. Hann fól honum því skipstjórn á hinu fríða skipi og leyfði honum að leita ævintýra og auðæfa á víð- áttum Kyrrahafsins. Ralls auðgaðist vel á þessum ferðum, en hann skyldi sæg óvina eftir í hverri höfn. Hann varð brátt nafntog- aður fyrir harðneskju og óbilgirni og hvað eftir annað varð Sidneye að forða honum frá málarekstri og vand- ræðum. Loks rann upp sú tíð, að Ralls virtist tekinn að stillast. Jafnvel kreppan 1929, sem þurrkaði út eignir hans að mestu leyti, virtist ekki vekja löngun hjá honum til blóðstokkinna ævintýra. Hann var hægur og athugull daginn sem hann sigldi inn til Soerabaja og gekk á fund Angelique í garði þeirra Sidneyes. Hann gekk til hennar og sagði, formálalaust: „Eg elska þig, Angelique, og eg er kominn til að sækja þig.“ Hún starði á hann, og svaraði með titrandi röddu: „Eg get ekki farið. Eg hefi áður sagt þér það.“ „Eg hefi sigrast á sjálfum mér,“ sagði hann. „Það verður fullnaðarsigur með þér. Eg á engra kosta völ. Eg verð að taka þig með mér.“ Hún horfði frá honum, óttaslegin. Hún óttaðist þó ekki Ralls, heldur sínar eigin tilfinningar. Hann fylgdi henni fast eftir, og þegar hún hrasaði, greip hanu um mitti hennar. „Þú kemur með mér,“ sagði hann. „Og hvert, má eg spyrja?“ var spurt úr skugga trjánna um leið og Mayrant Sidneye gekk fram. Þau sneru sér bæði við og sáu hvar hann stóð glottandi. Angelique brast í grát og hljóp til hans og féll að fótum hans. Sidneye leit ekki á hana. „Já, þeir hafa haft rétt fyrir sér, sem hafa talað um þig, Ralls, í mín eyru, sagði hann. „Raunar væri maklegast að eg dræpi þig, en eg ætla ekki að gera það núna. Það væri of gott fyrir þig.“ Ralls virtist allt að því hógvær og bljúguv. „Herra Sidneye,“ sagði hann. „Eg elska hana og get ekki séð að hún elski þig. Líklega sérð þú það ekki heldur. En þú ert heimskingi. Hirtu eign þína!“ hrópaði hann að síð- ustu. Sidneye reisti hana upp, en Ralls skundaði burt. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.