Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Skýrsla utn starfshætti finnsku lögreglunnar undir stjórn kommúnista. Dagu Fimmta síðan: Haukur Snorrason bregð- ur upp skyndimyndum úr Finnlandsferð. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 1. september 1948 mM jy Krossanes fengid fæp Verksmiðjan getur nú brætt 3500 mál á sólarhring í gær höfðu borizt samtals 11.789 mál síldar til Krossaness- verksmiðjunnar og 100 mál af ufsa. Á sama tíma í fyrra, en þá voru vertíðarlok, hafði verk- smiðjan fengið samtals 43.526 mál. Þar að auki var síldin í fyrra miklu feitari en sú síld, sem nú hefir veiðzt. Fengust þá að að meðaltali 27 kg. af lýsi úr síldar- máli, en nú ekki nema 20 kg., að því er Hallgrímur Björnsson verksmiðjustjóri sagði í viðtali við blaðið í gær. Endurbætur verksmiðjunnar hafa reynst vel. Verksrniðjustjórinn sagði, að i Mjölskemman mikla } endurbyggð I Járn til endurbygg- i \ ingarinnar vegur nær j 600 smálestir ! Vinna er fyrir nokkru hafin j ; við endurbyggingu mjöl- i j skemmunnar iniklu í Siglu- \ | firði, sem hrundi í fyrravetur. \ i Er það Hamar h.f. í Reykjavík j : sem sér um verkið fyrir Síld- j i arverksmiðjur ríkisins. Efni til I i endurbyggingarinnar er kom- j j ið til Sigluf jarðar og er það i i geysimikið, t. d. vegur járnið i [ á sjötta hundrað smálestir. i i Reynt er að ganga tryggilega i i frá undirstöðum skemmunnar, j i en hún er, sem kunnugt er, i j hyggð á fúamýri, eins og lýsis- I : 'geymarnir, sem reistir voru í i \ sambandi við „nýsköpunina". j ! Vinnan hófst með því að i i rammaðir voru niður staurar i ! undir máttarstoðirnar. Voru ; ! reknir niður f jórir 9 m. langir j ! staurar, 30—40 cm. í þvermál, ! ! undir hverja súlu og síðan | ! steypt járnbent undirstaða um ! ! Vh m. á dýpt, 2 m. breið og 3 I 1 m. löng. Máttarstoðirnar voru ! i síðan reistar, en þær eru 24 i ! þuml. í þvermál og vega rúm | \ tvö tonn hver. Þessum nýju i burðarsúlum, ásamt grind og \ i sperrum, er ætlað að bera alla i i áreynslu vinda og veðráttu. ! i Allur þessi. umbúnaður er i stórum tryggilegri en sá, sem i flaustrað var upp um árið í i „nýsköpunar" óðagotinu, enda i lirundi mannvirkið, sem kunn- 1 ugt er. Hafa Síldarverksmiðj- f ur ríkisins orðið fyrir mill- I jónatjóni af þessum fram- i kvæmdum öllum. miklum mun betur gengi nú að bræða síldina en í fyrra. Eins og kunnugt er lét verksmiðjustjórn- in gera allmiklar endurbætur á verksmiðjunni í vetur og hefir það verk allt reynst ágætlega í sumar og verksmiðjan var þess megnuð að bræða miklu meira síidarmagn nú en nokkru sinni fyrr. Verksmiðjustjórinn sagði að afköstin á einni vaktinni í gær hefðu jafngilt 3600 mála bræðslu á sólarhring og taldi hann vanda- laust að bræða að jafnaði 3500 mál á . sólarhring. í fyrra muri verksmiðjan aldrei hafa afkastað meiru en 3000 málum á sólar- hring. Síðustu dagana hafa þessi skip landað í Krossanesi: 28/8, Auður 315 mál. 29/8, Pólstjarnan 870 mál, Snæfell 36 mál (afg. frá söltun). 30/8, Kristján 317 mál. 31/8, Straumey 605 mál og Pól- stjarnan 526 mál. í gær var bræla á miðunum og höfðu verksmiðj- unni ekki borizt fregnir um síld er blaðið átti tal við verksmiðju- stjórann síðdegis í gær. Vænar ki Á sláturhúsi KEA hér á Akur- eyri var 27. f. m. lógað tvílembdri á ásamt lömbum hennar og reyndust þau öll þrjú óvanalega frálagsgóð, sérstaklega þegar miðað er við að um þrjár vikur eru til gangna. Kjötþungi þeirra var: ærin 32% kg.,þyngralambið, hrútur, 24 kg. og hitt, gimbur, 22 kg. Mör var tæplega eins mikill miðað við kjötþunga, 9 kg., enda aðal mörsöfnunartími þeirra eft- ir. Eigandi kindanna var Bene- dikt Júlíusson bóndi í Hvassafelli í Saurbæjarhreppi. Maður verður úti á Sviplegt slys varð um helgina á Holtavörðuheiði, er Jón Jónsson stúdent úr Reykjavík varð úti á heiðinni eftir að hafa villzt í þoku. Tildrög slyssins eru þau, að Jón og kunningi hans frá Hvammstanga fóru að veiða á vatni á heiðinni. Á laugardaginn skall á niðaþoka og villtist Jón þá frá félaga sínum. Vai' þegar hafin leit og fannst Jón daginn eftir í mýrarfláka á heiðinni og var þá meðvitundarlaus og nokkuð skaddaður. Var hann fluttur til Hvamsstanga, en þar andaðist hann nokkru síðar. Eigi er ljóst með hverjum hætti slys þetta hefir orðið, því að vcður var milt þótt dimmt væri. iórsfer verkleoar Golfmeistari 1948 Meistaramót Akureyrar í golfi er nýlokið. Keppendur voru átta. — Akureyrarmeistari 1948 — eftir harða keppni við Tryggva Júlíus- son rakara og Jóhann Þorkelsson lækni — varð Jón Egils kaupm. Minningarsjóður slofnaður við Möðruvallakirkju Síðastliðinn sunnudag var kirkjunni á MöSruvöllum í Hörg- árdal færð myndarleg minningar- gjöf. Var það sjóður, aS upphæð kr. 6000.00 — sex þúsund — til eflingar kirkjusöngnum þar á staðnum, gefin af bræðrunum Ól- afi Tr. Ólafssyni, bónda í Dag- verðartungu, og Jóm Ólafssyni, bifreiðaeftirlitsmanni í Rvík til minningar um föður þeirra, Ólaf Tr. Ólafsson, fyrsta oi'ganista kirkjunnar, og Gísla Ólafsson, oi'ganista, sem lézt á unga aldri fyrir tæpum tveim árum. Var sjóðurinn stofnaður í tilefni af aldarafmæli Olafs, en hann var fæddui 30. ágúst 1848 og tók viö organistastarfi á Möðruvölluni haustið 1875. Ungi píanósnill- íngurum leiKur hér í kvöld Þórunn litla Jóhannsdóttir, píanósnillingurinn ungi, sem vak- ið hefir svo mikla hrifningu í höf- uðstaðnum að undanförnu, er nú komin hingað noi-ður og mun halda hér tvenna. hrjómleika. — Hinir fyrri verða í kvöld í Nýja- Bíó, kl. 6.30 e .h. Eru þeir fyrir meðlimi Tónlistarfélagsins og geta þeir vitjað aðgöngumiða í Hljóðfæraverzlun Akureyrar í dag. Þar verða ennfremur seldir aðgöngumiðar að þessum hljóm- leikum meðan húsrúm leyfir. — Síðari hljómleikarnir verða fyrir almenning annað kvöld, á sama stað, kl. 9 e. h. Þórunn litla mun ekki halda flciri hljómloika hér að sinni. . ít a teygj ia akvega- kerfið hringinn í kring; um landið Eftir EIRÍK SÍGURÐSSON. Ritstjóri „Dags" hefir farið þess á leit við mig að segja blaðinu eitthvað úr ferð, er eg fór nýlega um Austurland. Eg vii ekki með öllu skorast undan þessu, þótt eg viti vel, að heimsóknii á gamlar æskuslóðir, til ættingja og vina, er þess eðlis, að ekki verður skýrt frá þeim í blaðagrein. Þetta verð- ur því engin ferðasaga, heldur að- eins ofurlítið, almennt rabb um ýmislegt, sem fyrir augun bar á þessu ferðalagi. Samgöngur. í sveitunum frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar hafa til skamms tíma aðalsamgöngur verið á sjó, en slæmar samgöngur á landi. Nú hef eg ekki komið á þessar slóðir í 20 ár, og fannst mér margt hafa breytzt, þar á meðal samgöng- urnar. Nú er kominn akvegur úr Skriðdalnum yfir Breiðdalsheiði og um Breiðdalinn suður á Beru- fjarðarströnd. Og svo aftur frá Djúpavogi inn fyrir Hamrsfjörð um Álftafjörð og suður í Lón. Það vantar því aðeins akveg í kringum Berufjörðinn, og hefir þó verið farið með jeppa þá leið í sumar. Mikil áherzla er lögð á það af þeim ,sem þarna búa, að flýta þessari vegagerð, og heyrði eg sagt, að einstaklingar hefðu jafnvel lagt fram fé i því skyni. Veiður vegurinn sennilega kom- inn inn með firðinum norðan megin inn að Berufirði í haust. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að hafa bílferju á Berufirð- inum, en nú mun vera horfið frá því ráði. Akvegur hefir verið ruddur inn á innstu bæi í þessum sveitum, t. d. að Kambseli í Geithellnadal og Hamarseli í Hamarsdal, og er það mikill hægðarauki jEyrir þá, sem þar búa, að þurfa nú ekki lengur að flytja að sér á hestum. Hins vegar eru Vesturhús, innsti bær í Hamarsdal, nýlega komin í eyði, þó að hús séu þar enn öll uppi- standandi, en þangað er mjpg erf- itt að leggja veg. Síðasti bóndinn á Vesturhúsum, Snjólfur Stef- ánsson, hafði búið þar í 38 ár og komið' þar xipp sex mannvænleg- um börnum. Nú er mest ferðast á bílum og jeppum um þessar sveitir, en hestar lítið notaðir. Stöðvai'fjöi'ður er hins vegar enn alveg' einangraður, hvað snertir samgöngur á landi. Þar er sjórinn því aðalsamgönguleiðin eins og fyrr. En verið er að leggja veg þangað sunnan megin Fáskrúðsfjarðar, þótt þar sé enn mikið óunnið. Fáskrúðsfjörður er í vegarsambandi, því að bíll gengur þaðan norður í Hafranes, og þaðan bátur til Reyðaríjarðar. En verið er að ryðja veg út ströndina sunnan megin Reyðar- fjarðar. Aukin'jarðrækt og vélavinna. Víða hefur fólki fækkað m]ög á sveitabæjum, og víðast hvar eru það aðeins hjón með börn sín. En ýmsar framfarir í búnaðarháttum gera það að verkum, að hægt er að komast af með færra fólki en áður. Þeir bændur, sem hafa vél- tæk tún, og hafi þeim tekist að eignast sláttuvél og rakstravél, þá er heyskapurinn hjá þeim miklu auðveldari en áður var. En því miður gengur bændur erfiðlega að fá þessar nauðsynlegu vélar. Þá hefir mikið verið i-æktað með vélavinnu hin síðari ár, og eru bændur nú að byrja að njóta ávaxtanna af þessum nýræktum sínum. Dráttarvélar og jeppar, sem bændur hafa fengið, veita þeim ómetanlega hjálp og eru að gjörbreyta öllum vinnubröðum í sveitunum. Þeir hafa bara of lítið af þessum tækjum. Jepparnir, sem áttu að réttu lagi að fara í sveitirnar til hjálpar við fram- leiðslustörfin, eru margir hverjir í bæjunum, án þess að þeirra sé þar nokkur brýn þörf. Á einum sveitabæ sá eg drátarvél, sláttu- vél, rakstrarvél og heysleSa standa rétt við bæinn á renni- sléttu túni. Ekki verður heyskap- urinn erfiður þar, e£ sæmilega gengur að þurrka heyið. En oft gengur það erfiðlega í þessum sveitum, og var júlímánuður í sumar mjög óþurrkasamur. Og enn er súgþurikunin skammt á veg komin, en þeir fyrstu að reyna hana. En mig undrar, hve lítið bændur hafa af súrheys- gryfjum, og skil ekki hvers vegna því er þannig farið. (Framhald á 7. síðu). Reykvíkingar Islands- meistarar í knattspyrnu í II. flokki. Nýlega er lokið hér íslands- meistaramóti í knattspyrnu í II. flokki. Keppendur voru Reykvík- ingai', Akueryi'ingar og Siglfirð- ingar. Úrslit urðu þau, að Reyk- víkingar sigruðu, hlutu 4 stig, ÍBA 2 stig og K. S. 0 stig. Nánar verður greint frá mótinu í íþróttaþætti, í næsta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.