Dagur - 01.09.1948, Side 2

Dagur - 01.09.1948, Side 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 1. september 1948 Sfórþvoitur rrlslendin§s'' JON ÞORSTEINSSON skáld á Arnarvatni „íslendingur var í þvottahús- inu í síðustu viku. Og' það var enginn smáræðis þvottur, sem blaðið hafði með höndum. Þvott- urinn var hvorki meira né minna en fyrrv. forsœtisráðhcrra í „ný- sköpunarstjórninni". Gallinn var bara sá, að þó að stofnað væri til mikillar hreingerningar og þvott- urinn væri mikill fyrirferðar, þá kom hann ekkert lireinni úr þvottahúsi „íslendings“, en hann var áður. ísl .hyggst að þvo Ólaf Thors hreinan af öllum stjórnmála- syndum með því að beina árásum á núverandi stjórn. Blaðið vill hreinsa fyrrv. stjórn á þann hátt að halda því fram, að núverandi ríkisstjórn hafi tekist stjórnar- störfin miklu miður en stjórn Ól- afs Thors og kommúnista. í þess- ari aðferð er fólgin meinleg rök- villa. Jafnvel þó að ritstjóra ísl. tækist að sýna fram á, að önnur stjórn væri ennþá verri en stjórn Ólafs og kommúnista, þá sannar það ekkert um það, ao sú síðar- nefnda hafi ekki getað verið meingölluð axarskaftastjórn. Synd Péturs verður ekki afmáð með annarri stærri synd, sem Páll drýgir. Þetta ætti hinu unga Akrablómi að vera vorkunnar- laust að skilja. ísl. heldur því fram, að stjórnin hafi stórversnað, síðan Ólafur Thoi’s og kommúnistar hurfu þaðan. Verðbólgan hafi farið hraðvaxandi, heildarupphæÖ fjárlaganna hækkað og gjaldeyr- iseyðsian augizt. Svona talar eitt af stuðningsblöðum núverandi stjórnar. En það er eins og hvarfl- að haíi að ritstjóra blaðsins, að þessi vitnisburður hans um auma frammistöðu núverandi ríkis- stjórnar mundi mælast misjafn- lega fyrir meðal flokksmanna hans, og því tekur hann það ráð að kenna ráðherra Framsóknar- flokksins um allar misfellumar. Þeir hafi aukið verðbólguna og þeir hafi sóað gjaldeyrinum. Það ei- helzt svo að heyra, að ráðherr- ar Framsóknarflokksins séu allt í öllu í ríkisstjórninni, en hinir ráðherrarnir bara núil. Þó segir ritstjcri ísl., að Framsóknarráð- herrarnir hafi vandalítil og óverpuleg embætti í ríkisstjórn- inni og raunar bara hvennaverk og það sé þetta, sem Óiafur Thors hafi átt við, þegar hann talaði um „þröngu dyrnar“. Fj-amsóknar- . ráðherrarnir hafi hvorki með höndum fjármál né viðskiptamál, og þó er allt, sem aflaga fer í þessum málum, þeim að kenna, að því er ísl. segist frá. Ósköp gerir íslending'sritstjórinn lítið úr fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins, Jóhanni úr Eyjum, sjálfsagt miklu minna en hann á skilið. Það má mikið vera, ef hinir hyggnari menn í Sjálfstæðis- flokknum líta ekki svo á, að með þessum heimskuvaðli hafi ísl. slegið vopnið úr hendi sér. í hreingerningarskrifi sínu mínnist ritstjóri ísl. ekkert á við- skiínað stjórnar Ólafs Thors. En hann var á þá lejð, sem öllum er kunnugt, að gjaldeyrissjþðir voru gjöreyddir, og lausaskuldir höfðu hrúgast upp, að ógleymdum ógrynni af gjaldeyrisleyíum, sem enginn gjaldeyrir var til fyrir. Ekki minnist Isl. heldur á ýms konar löggjöf, sem ekki var kom- in til framkvæmda við stjórnar- skiptin, en höfðu gífurleg útgjöld í för með sér, og sem kom í hlut núverandi stjórnar að fram- kvæma. Allur þessi arfur frá fyrrv. stjórn hefir valdið gífurleg- um örðugleikum, sem erfitt er að sigrast á, þó að sízt skuli því neit- að, að í endurreisnarsiarfinu hafi ríkisstjórninni verið mislagðar hendur. Eftir óstjórn Ólafs Thors og kommúnista verðum við að kenna á ofstjórn eins og jafnan vill verða, þegar svo stendur á. Eitt af því, sem fsl. ber á borð fyrir lesendur sína, er það, að öll ádeila Framsóknarblaðanna um fjársóun og verðbólgu í stjórnar- tíð Ólafs Thoi's sé „ábyrgðarlaus þvættingur", og að Framsóknar- menn hafi orðið oð „kingja" öll- um ummælum sínum um fjársó- un og verðbólgu á sama tíma. Hvenær hefir það gerzt, ritstjóri sæll? Þetta verður ekki skilið öðru- vísi en svo, að engin tjársóun né verðbólga hafi átt sér stað í stjórnartíð Ólafs og kommúnista. Það sé.bai'a „ábyrgðarlaus þvætt- ingur“ að halda slíku íram. Þetta þykist ritstjóri ísl. sanna með því, að Framsóknarmenn hafi ,,ekki' lcomið með nein frambæi'ileg ráð til úrbóta sjálfir.“ Hvað er nú að tarna? Ritstjór- inn er búin nað verja allmiklu af rúmi blaðs síns til þess að halda því fram, að allt hafi verið með himnalagi í stjórnartíð Ólafs Thors og kommúnista. Úndir lok greinar sinnar ámælir hann Framsóknarmönnum fyrir að hafa eklci komið fram með ráð til úibóta. En úrbóta á hverju, úr því að allt var í bezta lagi, eins og Ólafur skildi við það að hans dómi? Ritstjóra ísl. er ef til vill annað betur gefið en skýr mólafærsla. Tilgangurinn með skrifum rit- stjórans hefir sýnilega verið só að gera Ólaf Thors að leiftrandi stjörnu á stjórnmálahimninum. Þetta hefir mistekist. Ólafur er þegar hröpuð stjarna. Pallbíll til sö]u. Afgr. vísar á. Ferðaritvél til SÖltl. Afgr. vísar á. Daglega Sömuleiðis nýsaltað og nýreykt. Reykhúsi ð, Norðurgötu 2. Steingr. Matthíasson læknir MINNINGARORÐ „— Til þess tók eg fari, til þess flaut minn knör, til þess er eg kominn af hafi“. Sunnudag einn í' maímánuði 1933 gekk eg upp breþkuna til bústaðar Steingríms Matthíasson- ar læknis á Akureyri. Við höfð- um mælt okkur mót. Gengið skyldi til fjalla. Á þessari göngu fannst mér eg finna hann sjálfan í fyrsta sinn. Þá kynntist eg barni íslenzkrar náttúru, fagn- andi fegurð útsýnis og blíðu dagsins. — Eg kynntist íþrótta- unnandanum, er lét hlaupagarpa, valda hesta og hunda þreyta þol- rifin inn Eyjafjarðarbraut, en færustu sundmenn synda í braut- arskurðinum barmafullum af vatni. Af sjónarhól okkar sáum við í anda hvar þessi var síaddur eða hinn eftir tiltekinn tíma, og liversu líklegur hver vai' til að þreyta skeiðið lengra. Þarna horfði eg á sporléttan, frækinn íþróttamann. Við geng- um yfir forblautt flag. Ökladjúp eðja var ofan á, háll klakinn undir. — Flagið var í halla. Við gengur undan brekku. Allt í einu rann Steingrímur og svignaði til falls. Mér verður æ í minni af hversu mikilli stælingu og fimi hann varðist fallinu, ei' sýndist óumflýjanlegt, og hafði hann þó, er þetta gerðist, hátt á sjötta tug ára að baki. Og þarna kynntist eg alvöru- manninum, sem þekkti vel: Hættuna að ganga hála spöng sem höll yfir djúpi bungar.“ Rætt var um: „— Upphaf og endi, um Guð og mann“. En aldrei kom talið svo alvar- lega niður, að ekki biygði fyrir, æ ofan í æ, hnittinni ívndni, sem lýsti framundan, eins og Ijósrák, er sker húmið. Við komum í lítinn hvamm við Glerá, þai'.sem hún brýzt fram úr gljúfrinu. „Hér er tjaldstaður minn,“ sagði Steingrímur. „Hér skrifaði eg Hjúkrun sjúkra að mestu. — Þegar eg ha;tti læknis- störfum, ætla eg að koma til Grímseyjai'. Þar fæ eg næði til að skrifa.11 Mér fannst þetta í gamni mælt. Nú er eitt ór liðið, síðan eg var staddur inni í Kelduhvei'fi. Mér var harmui' í hug. Eg stóð þar yf- ir moldum sonar mms, 17 ára gamals ,sem miklar vonir voru tengdar við. — Þá barst mér kveðja frá Steingrími Matthías- syni og það með, að nú færi hann bráðum að koma til Grimseyjar til að setjast þar að. Mér birti fyrir augum. Nú fannst mér þetta alvara. Nú hefir hann tekið sér fari yf- ir hafið, og er kominn. En ekki til Grímseyjar, heldur til að sofna síðasta blundinn heinia á fslandi, undir geislum rísand isólar. Vertu velkominn heim. „— Breiddu nú ofan á barnið þitt brekánið græna, fóstra góð“. Kristjón Eggertsson. Eg skyldi öllum gera gott og rótt, scm ganga og mæðast undir liugar þröng, og kalla á glugga og segja: sól í nótt! og senda geisla sína í krókótt gönr- Eg held, að Jón hafi, með þessu erindi, lýst sjálfum sér bezt, svo sem hann var lifandi kominn. Og nú er hann ekki í lifenda tölu lengui'. Við Jón sáust fyrst fyrir rösk- lega 25 árum. Dvaldi hann þá hér á Akureyri samfellt nokkuð á annað missii'i. Enda þótt það væri honum heldur daprir dag- ar„ sá liann þó við og við „sól- skinsblett í heiði“ og settist þá þar, hvenær sem hann mátti og kom því við, og þar var gott og gaman með honum að vera. Hann var þá tæplega hálfsjötugur, en eg rúmlega þrítugur. En allt um það eru mér kynni mín við hann, bæði þá og upp frá því, svo kær, að þai' á eg ei orð yfir. Hann var listamaður, óvenju skyggn á allt, sem fyrir augu bar, dautt og lif- andi, og óvenju næmur á allt, sem hann heyrði, ekki sízt. ef það var gamansamt og glettið. Ef hann hefði haft aðstæður til að sýna mönnum allt slíkt, eins og það kom honum fyrir sjónir, eða segja frá, svo sem hann nam, væru ís- lenzkai' bókmenntir stórum auð- ugri, því að skáldmæltur var hann í bezta lagi, orðhagur og orðheppinn með afbrigðum. Árið 1933 kom út eftir hann dálítið ljóðakver, sem sannar, að eigi er héf ofmælt. Mun þó, við útgáfu þess kvers, hafa undan dregist ýmislegt, líklega meira en lítið, hvort sem það kemur nokkru sinni í leitirnar eða ei. Jón mun verið hafa dului' maður og við- kvæmur í lund, en annars í sín- um hóp kátur og kíminn og mjúkfyndinn, svo að af bar. Og ógleymanlegur mun bann verða öllum þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast .bonum að nokkru ráði. Og á meðan létt ljóð og lausar vísur eru nokkurs metnarmetnar á landi hér, mun hans minnzt af alþjóð. Jón Þorsteinsson var fæddur á Grænavatni í Mývatnssveit 22. september 1859, sonur séra Þor- steins Jónssonar, pi'ests Þor- steinssonar í Reykjahiíð, og konu lians, Guðbjargar Aradóttur. — Hann missti föður sinn átta ára gamall, og ólst upp með móður sinni eftir það. Hann kvæntist 1891 Halldóru Metúsaiemsdóttur, Húfuprjónar töpuðust hér í bæniim s. 1. föstudag. — Finnandi geri góðfúslega aðvart á afgr. Dags. Norðurlandsmót í knattspyrnu hefst á Akureyri 23. þ. mT Til- kynningai' um þátttöku skulu sendar Knattspyi'nufél. Akureyr- ar fyrii' 18. þ. m. bónda að Arnarvatni, og þar reistu þau hjónin bú. Halldóra er látin fyi’ir fáum árum. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Þorbjörgu, fyrri konu Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra, en hú.n lézt 1923, og Karolínu Soffíu, sem ávallt dvaldi með foreldrum sínum. 24. ágúst 1948. Sv. B. 75 ára: Sigtr. Þorsteinsson deildarstjóri Einn hinna kunnustu og merk- ustu borgara bæjarins Sigtryggur Þorsteinsson deildarstjóri og fyrrv. kjötyfirmatsmaður, varð 75 ára sl. sunnudag. Sigtryggur ev eyfirzkrar ættar, fæddur að Ein- arsstöðum í Kræklingahlíð, og voru foreldrar hans Þorgerður Sigfúsdóttir frá Ytri-Bakka í Arnarneshreppi og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og bókbindai'i í Hvassafelli, en Þorsteinn afi Sigtryggs var Hallgrímsson og bróðir Jónasar skálds. Mun Sig- tryggur nánasti ættingi Jónasar, sem nú er á lífi. Sigtryggur átti þess ekki kost að komast til mennta, varð snemma að vinna fyrir sér. Var hann um hríð ráðs- maður á Möðruvöllum, hjá Stef- áni skólameistara, og þar fékk hann að nokkru svalað löngun sinni til mennta með lestri í tóm- stundum sínum og varð brátt ágætlega vel að séi'. Árið 1911 gerðist hann starfsmaðui' KEA og stýrði hinu nýja sláturhúsi fé- lagsins um langt skeið. Yfirkjöt- matsmaður í Norðlendingafjórð- ungi var hann árin 1919—1932. — Eftir að Sig'tryggur fluttist til bæjarins, tók .hann brátt mikinn þátt í félagslífi bæjarmanna. Hann var hvatamaður að stofnun sjúkrasamlags hér árið 1921 og hefir unnið ósleitilega að þeim málum alla tíð síðan og verið for- maður sjúkrasamlagsstjórnarinn- ar frá 1938. Hann gerðist deildar- stjóri Akureyrardeildar KEA ár- ið 1924 og hefir verið það síðan. Sigtryggui' hefir alla ævi verið áhugasamur samvinnumaður og hefir. innt af höndum mikið starf innan deildarinnar og utan fyrir framgangi samvinnufélagsskap- arins hér. Þá hefir Sigtryggur tekið mikinn þátt í leikstarfsemi bæjarmanna og var um langt skeið einn af glæsilegustu og kunnustu leikurum hér um slóð- ii'. Þá hefir hann og verið virkur þátttakandi í starfi goodtempl- ara hér. Sigtryggur hefir notið mikils traust samborgara sinna, enda er hann ágætur starfsmaður, hug- sjónamaður og' áhugamaður, þétt- ur á velli og þéttur í lund, góður drengui' í samskiptum öllum, hjartahlýr og vinfastur. Fjöl- margir vinir og yenzlamenn minntust hins aldraða sæmdar- manns á sunnudaginn var með skeytum, gjöfum og hiýjum handtökum. Dagui' sendir honum alúðai’kveðjur á þessum tíma- mótum og þakkar honum .langa og ánægjuiega samvinnu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.