Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 8
8 Dagub Miðvikudaginn 1. september 1948 Rússneskur verkamaður verður að vinna 580 klst. fyrir alklæðn- aði, svissneskur verkamaður í 78 og hálfa klukkustund Lærdómsríkar upplýsingar um raunveruleg Lætur af ríkisstjórn lífskjör í „sæluríkinu44 í svissnesku blaði Það er venjulega miklum erfiðleikum bundið að gera raunhæfan samanburð á lífskjörum fólks í hinum ýmsu löndum. Veldur margt, t. d. hin misinunandi gengisskráning, verðbreytingar og skortur á fullnægjandi skýrslum og tölum. En til bess að menn geti gert sér nokkra hugmynd um ástandið í hinum ýmsu löndum og um raun- veruleg laun verkafólks fyrir vinnu sína, er auðveldast að reikna út hversu margar vinnustundir hver verkamáður verður að inna af hendi til þéss að geta keypt ákveðna nauðsynjavöru í hverju landi fyrir sig. Nýlega hefir svissneskt blað, „Bau- und Holzararbeiterzeit- ung“, gert slíkan satnanburð á raunverulegum launakjörum verkafólks í þremur löndum, nefnilega í Sviss, Rússlandi og Frakklandi. Samkva.Tnt niður- stöðum þessarar íannsóknar skýrir hið svissneska Wað frá því, að rússneskur verkamaður verði að vinna í 580 klst. og 15 mínútur til þess að geta keypt sér einn fatnað. Franskur verkamaður þarf ekki að starfa nema í 145 klst. til þess að geta keypt fatnað- inn og Svissneskur verkamaður aðeins í 78 klst og 34 mín. Síga- rettupakkinn (20 stk.) kostar Rússann 2 klst. og 4 rnín. vinnu, Frakkann 48 mín. og Svisslend- inginn 47 mín. Ef Rússinn vill kaupa mjólkurlítra jafngildir verð hans 3 klst. og 54 mín. vinnu, en Frakkinn kemst af með 26 mín. og Svisslendingurinn 10 mín. Karlmannsskór kosta Rússann 104 klst. vinnu, Frakkinn þarf ekki að vinna nema 20 klst. og Svisslendingurinn í 13 klst. og 13 mín til þess að uppskera andvirði skónna. Rússinn þarf að strita í 5 klst. og 40 mín. fyrir sykurkíló- inu, Frakkinn í 1 klst. og Sviss- lendingurinn í 23 mínútur. Kjöt- kíló kostar Rússann 11 klst. og 25 mín. Frakkann 6 klst. og 15 mín. og Svisslendinginn 2 ldst. og 3 mín. Upptalning svissneska blaðsins er mun lengri, en þessi dæmi nægja til þess að sýna hinn gífurlega mismun. Mer.n geta svo gert sér það til gamans að bæta íslenzkum tölum við þennan sam- anburð og sjá þar svart á hvítu, hversu gífurlega raunveruleg lífskjör íslenzkra verkamanna ei u betri en stéttarbræðra þeirra í Rússlandi og er þá að engu metið frelsið, sem hér ríkir, og kúgunin og öx-yggisleysi þegn- anna fyrir austan járntjaldið. — Það er eftirtektarvert að komm- únistablöðin íslenzku, sem jafnan eru fleytifull af fregnum um heildarafköst í einstökum fram- leiðslugreinum Sovétríkjanna, forðast það eins og heitan eldinn aldrei vera að þau óttuðust sam- anburð á lífskjörunum í „sælu- ríkinu" og möguleikum alþýðu í hinum óguðlegu, kapítalísku löndum. Wilhelmína Hollandsdrottning átti fimmtíu ára ríkisstjórnaraf- mæli í gær og lét þá jafnframt stjórnartaumana í hendur Júlí- önu prinsessu, dóttur sinnar, og manns hennar, Bcrnhards prins. Mikið hefir verið um dýrðir í Hollandi þessa síðustu daga. Hef- ir drottningin verið heiðruð á margvíslegan hátt og menn hafa minnzt starfa hennar fyrir land og þjóð, sérstaklega er mönnum kær þáttur hennar í baráttunni gegn kúgun Þjóðverja á stríðsár- unum síðustu. Myndirnar eru af * Wilhelmína t. h. og Bernhard prins tengdasyni hennar t. v. Skemmtileg bók um ísland nýkomin úf hjá amerísku forlagi Höfundurinn er amerísk kona, sem hér dvaldi í fyrra í fyrra dvöldu hér á landi um tíma amerísk lijón, prófessor Harry Eogers Pratt og kona hans, Agnes Pratt. Frúin er kunnur rithöfundur og skrifar undir nafninu Agnes Rothery. Maður hennar er pró- fessor við háskólann í Virginía- fylki. Frú Pratt — eða Miss Rot- hery, eins og hún kallar sig — kom hingað í þeim erindum að kynnast landi og þjóð og skrifa síðan bók um veru sína hér. Ferðaðist hún víða um landið og munu margir landsmenn hafa kynnst henni á þessum ferðum. Nú fyrir nokkrum vikum kom bók liennar út á vegum Viking Press í New York. Er þetta stærðar bók, 215 bls. og prýdd mörgum myndum frá íslandi. Heitir hún „Iceland, New World Outpost", eða ísland, útvirki nýja heimsins. Bókinni er skipt í 16 kafla, er heita m. a. Atlantshafs- flugvölilur, Reykjavík, Einstakl- ingshyggjumenn og sjálfstæði, Blessun náttúrunnar, Við sjóinn, Akureyri og veðuifarið, Tré, blóm og konur, Hin forna tunga Bækur og bókabúðir, ísland og Ameríka o. fl. Leizt vel á Akureyri. Frúin getur víða í bókinni veru sinnar hér á Akureyri og í Eyja- firði og ber frásögn hennar það með sér ,að henni hefir litist vel á sig hér. Rómar hún mjög nátt- úrufegurðina, legu bæjarins og telur hann sjálfan sérstaklega að- að upplýsa íslenzka verkamenn j laðandi og skemmtilegan dvalar- um raunveruleg lífskjör alþýðu | stað. Þá hefir hún orðið mjög manna í Rússlandi. Það skyldi þó ' hrifin af kirkjunni hér og telur hana mikið listaverk hið ytra, sem innra. Um framkvæmdir samvinnumanna hér hefir hún margt að segja. Hún heimsótti verksmiðjur SÍS og KEA og fannst mikið til um þann mynd- arbrag, sem þar var á öllu og um Hótel KEA segir hún, að það sé þægilegasta hótel landsins. í sam- bandi við frásögn sína af sam- vinnustarfinu á Akureyri segir frúin m. a. svo: „Fólk á Akureyri virðist naumast meðvitandi um að bævinn er glæsilegur merkisberi mikils félags- og fjármmálakerfis, sem náð hefir geysilegri út- breiðslu í Evrópu, og nokkurri fótfestu í Bandaríkjunum og Kanada. En íbúar bæjarins hugsa samt um bæinn sinn, sem sér- stæðan bæ, og að þessu leyti eru víst flestir íslendingar sammála þeim....“ Bók þessi er yfirleitt vinsam- lega skrifuð. Gefst e. t. v. tæki- færi til þess að rekja cfni hennar nánar síðar. Mikil þröng við vöru- úthlutun KEA Á föstudag, laugardag og mánu- dag, fór fram vöruúthlutun í vefnaðarvörudeild KEA samkv. áður auglýstu fyrirkomulagi. - Fengu félagsmenn þar nokkur'n skammt af nauðsynlegri vefnað- arvöru, fyrsta daginn bæjarmenn, en síðari daginn félagsmenn úr sveitum. Úthlutun þessi fór vel og skipulega fram, en mikil þröng var við dyr vefnaðarvörudeildar- innar alla dagana. Sjómenn vongóðir um sæmilega síldveiði í nokkurn tíma enn Bezta veiði sumarsins á Á sunnudaginn var - fékk vél- skipið Helgi Helgason úr Vest- inannaeyjuin beztu veiði sumars- ins á Þistilfirði, eða 1400 mál, er skipið kom með til Raufarhafnar. Nokkur önnur skip fengu allgóða veiði. Talsverð síld hefir verið á Þistilfirði og einnig hér úti á Grímseyjarsundi og liafa nokkur skip fengið þar nokkurn afla, er að mestu leyti hefir farið í salt. Sjómenn eru enn vongóðir um að sæmileg veiði muni fást í nokkurn tíma enn. Veiðisvæðið hefir verið mun líflegra undan- farna daga en oftast áður í sumar, en hins vegar dregur nú að hausti og veiðitíminn hlýtur að fara að styttast. Mundi ein aflahrota naumast geta bjargað því, að þessi vertíð verði sú lélegasta, sem arðið hefir síðan síldveiðar í stórum stíl hófust hér við land. Talsverð söltun. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags fslands nam heildaraflinn sl. laugardagskvöld 326.033 hektó- lítrum til bræðslu og búið var að salta í 93.473 tunnur (þessi tala er nú komin yfir 100 þús. tunnur). í fyrra var heidaraflinn á sama tíma 1.246.910 hl. og söltun 58.146 tn. Afli eyfirzku skipanna var sl. laugardagskvöld, samkv. skýsl- unni, sem hér segir, 1000 mál og þar yfir: Alden Dalvík 1634, Auð- ur Ak. 2962, Bjarmi Dalv. 2520, Eldey Ak. 2438, Ester Ak. 1132, Þistilfirði s.l. sunnudag Kristján Ak. 1303, Narfi Ak. 3059, Njörður Ak. 2450, Pólstjarnan Dalv. 3553, Snæfell Ak. 3395, Stígandi Ólafsf. 3894, Straumey Ak. 2159, Súlan Ak. 2543, Sædís Ak. 1157, Sævaldur Ólafsf. 1212, Ver Hrísey 1318, Von Grenivík 1566 og Vörður Grenivík 1969. í tölur þær, sem blaðinu bárust í gær vantaði afla Gylfa og Garð- ars frá Rauðuvík, en þeir eru báðir með aflahærri skipum hér. Þess ber að gæta, að mörg fram- antalin skip hafa komið með nokkurn afla að landi síðan á laugardagskvöld. í gær var norð- austan bræla á miðunum og lítil veiði. 70% landsmanna nota raforku til heimilisþarfa Aðalfundur Sambands ísl'. raf- veitna var nýlega haldinn í Rvík. Var þar rætt um erfiðleika raf- veitnanna vegna gjaldeyris- ástandsins og ýmsar nxarkverðar ályktanir gerðar. Á fundinum var m. a. upplýst, að 70% landsmanna nota nú raforku til heimilisþarfa um að nær því allur iðnaður lándsmanna byggist á ráforku. Fulltrúi rafveitunefndar Akur- eyrar á þinginu var Indriði Helgason bæjarfulltrúi, og flutti hann erindi á þinginu. Ungir Framsólmarmenn í Eyjafirði efla samtök sín Á síðasta flokksþingi ungra Framsóknarnianna, sem haldið var hér á Akureyri á sl. vori, notuðu nokkrir eyfirzkir fulltrú- ar tækifærið, er þeir voru hér saman komnir, til þess að ræða möguleika á því að cfla samtök ungra Framsóknarmanna í Eyja- fjarðarsýslu. Fram að þessu hefir ekki verið stai-fandi félag ungra Framsókn- armanna fyrir alla sýsluna, held- ur hafa aðeins nokkur hreppafé- lög starfað. Fulltrúarnir voru sammála um að æskilegt væri að stofna allsherjarfélag í sýslunni og kusu nefnd manna til þess að undirbúa málið. í nefndinni eiga sæti: Stefán Valgeirsson í Auð- brekku, Baldur Halldórsson í Hvammi, Steingrímur Bem- harðsson, Dalvík, Ingimar Bryn- jólfsson, Ásláksstöðum og Óttar Björnsson, Laugalandi. Að und- anförnu hafa nefndarmenn ferð- ast um héraðið og rætt félags- stofnunina við ýmsa áhugamenn. Segja þeir mikinn áhuga fyrir málinu og hefir nú verið ákveðið að efna til stofnfundar hér á Ak- ureyri sunnudaginn 12. sept. n.k. kl. 3 síðdegis. Fundurinn verður væntanlega haldinn í S^mkomu- húsi bæjarins, en nánara fyrir- komulag auglýst síðar í útvarpi. Á fundinum mun Bernharð Stef- ánsson alþm. flytja ávarp. Urn kvöldið verður haldin skemmti- samkoma fyrir flokksmenn í bæ og héraði, unga og aldna. Verður tilhögun hennar einnig auglýst nánar síðar. Þessi fyrirhuguðu samtök ungra Framsóknarmanna í sýslunni eru líkleg til þess að verða mikil stoð fyrir flokksstarf- ið í heild. Munu flokksmenn allir fagna þessu framtaki hinna ungu manna og óska þessum fyrirhug- uðu samtökum góðs gengis. Baldur Möller skák- meistari Norðurlanda 1948 Baldui1 Möller, skákmeistari íslands, vann glæsilegan sigur á Norðurlanda skákmótinu í Öre- bro í sl. viku. Varð hann efstur og skákmeistai-i Norðurlanda 1948. Er þetta glæsilegasti sigur, sem íslenzkur skákmaður hefir unnið á erlendum vettvangi. — Baldur Möller er sonur Jakobs Möller sendiherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.