Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 22. sept. 1948 ,,íslendingur“ spyr 8. þ. m., hvar bjargráð Framsóknarmanna séu út úr því öngþveiti, sem óstjórn Ólafs Thors og komm- únista hefir leitt af sér. Ritstjórinn veður elginn um það í alllöngu máli, að þau bjargráð fyrirfinnist hvergi. Annað hvort er, að hann er nauð- illa að sér í stjórnmálasögu síð- ustu ára, eða hann talar á móti betri vitund. Sannleikurin ner sá, að Fram- sóknarflokkurinn hefir alltaf haft ákveðna stefnu í dýrtíðar- og verðbólgumálum og heldur fast við hana. Sjálfstæðisflokkurinn hefir á hinn bóginn hringlað aft- ur og fram í þessum málum; á einum tíma hefir hann dærat dýrtíð og verð'bólgu hina verstu meinsemd ,sem skylda allra væri að berjast á móti, hinn sprettinn hefir flokkurinn borið lof á dýr- tíðina, því að hún væri svo ein- staklega vel fallin til þess að dreifa stríðsgróðanum milli landsins barna. Fyrir atbeina Eysteins Jóns- sonar þáverandi viðskiptamála- ráðherra voru í lok Alþingis vor- ið 1941 afgreidd fyrstu lögin um varnir gegn dýrtíðinni. En þegai' til kom, neituðu ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins að framkvæma þessi lög. Morgunblaðið, sem upphaflega var með lögunum, tólc því vitanlega einnig að vinna á móti þeim, en talaði þó jafn- framt um verðbólguna sem mjög hættulegt fyrirbrigði og komst m. a. svo að orði: „En við megum ekki gleyma því, að sú velgengni, sem er hjá almenningi í augnablikinu, á enga rótfestu. Fyrr en varir verður allt runnið út í sandinn." Skyldi Mbl. þá hafa órað fyrir því, að mótspyrna þess og Sjálf- stæðisflokksins gegn stefnu og tillögum Framsóknarmanna fyrr og síðar yrði þess valdandi, að velgengni almennings rynni út í sandinn og að eftir yrði aðeins auðn? Þó að svona færi með hin fyrstu dýrtíðarlög, gerðu Fram- sóknarmenn aðra tilraun um varnir gegn dýrtíðinni. Síðla sumars 1941 lagði því Eysteinn Jónsson fyrir ríkisstjórnina nýtt frumvarp til dýrtíðarlaga, og var aukaþing kvatt saman haustið 1941 ti lað fjalla um það mál. Áður en aukaþingið kom sam- an ,eignuðu ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins sér sem mest af þessu fiumvarpi. Mbl. sagði, að í frumvarpinu fælist úrræði ríkis- stjórnarinnar í heild gegn dýr- tíðinni, þó að Eysteinn Jónsson hefði tilfært það. í byrjun haust-' þingsins virtust leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins vera mjög áhugasamir um framgang þess. Um það sagðí Mbl.: „Að hika er sama og tapa. Að láta dýrtíðina leika lausum hala áfram, án til- raunar til þess að hafa á henni hemil, er ægilegt gáleysi.“ 1 lok greinarinnar segir svo blaðið, að nú reyni á það, hvort leiðtogar þjóðarinnar kjósi „pólitískan loddaraleik eða ábyrgar aðgerð- ir.“ Varla hafði Mbl. sleppt orðinu, þegar leiðtogar Sjálfstæðis- flokksi'ns lögðu á flótta frá frum- varpinu og völdu sér hlutskipti loddaranna að dómi Mbl. og margra annarra. Frumvarp stjórnarinnar var síðan fellt fyrir atbeina Sjálf- stæðis-, Alþýðu- og Kommún- istaflokksins gegn Framsóknar- flokknum, en valin hin svokall- aða 'frjálsa leið, sem var í því fólgin að gera ekki neitt. Er þetta ein sú mesta niðurlæging, sem Alþingi hefir gert sjálfu sér, og átti Sjálfstæðisflokkurinn mesta sök á því. Olafui' Thors reyndi að koma sökinni yfir ó veikamanna- félagið Oðinn, sem ekki hafi vilj - að, að kaupgjald yrði lögbundið. Jafnframt lýsti Ólafur þeirri geigvænlegu bölvun, sem af því eliddi, að dýrtíðin yrði látin leika lausum hala. Eins og vænta mátti reyndist frjálsa leiðin eða aðgerðalaysið ekki haldgott vopn gegn dýrtíð- arbölinu. í ársbyrjun 1942 neyddist því stjórnin til að gefa út bróðabirgðalög í kaupgjalds- og verðlagsmálum, þar sem ókveðinn gerðardómur skyldi ákveða kaup- og verðlagshækk- anir. Eins og fyrri var Mbl. upp til handa og fóta að lofa þessa löggjöf og kvað 'hana vera hina þörfustu fyrir alþýðu manna,sem sett hefð’i verið, síðan styrjöldin hófst, og að hver sá stjói'nmála- flokkui', sem gerðist móthverfur gerðardómslögunum, ætti engan tilverui'étt. Ólafur Thors lagði og mikla áherzlu á nauðsyn laganna, vegna hættunnar af aukinni verðbólgu. En þi'átt fyrir allt þetta orða- skvaldur völdu forkólfar Sjálf- stæðisflokksins sér á nýjan leik hlutskipti . loddaranna. Þeir reyndust gersneyddir allri ábyrgð, samþykktu frumvarp Alþýðuflokksins um breytingu á stjórnarskrónni (kjördæmamál- ið) og rufu heit sín um að breyta ekki kjördæmaskipuninni. Fram- sóknarflokkurinn sá þá að óger- legt var að treysta á Sjálfstæðis- flokkinn til fylgis við sig um baráttu gegn dýrtíðinni, og ráð- herrai' hans sög'ðu af sér vorið 1942. Upp úr þessu hófst makk Ólafs Thors við kommúnista, sem end- aði með fullkominni stjórnar- samvinnu Sjálfstæðisflokksins og kommúnista. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins geta ekki afsakað sig með því, að þeir hafi ekki vitað um afstöðu kommúnista til dýrtíðarinnar. Þann 20. febr. 1942 segir Morg- unblaðið: „Kommúnuistum er það ljóst, ekki síður en öðrum, að því meiri sem dýrtíðin verður í landinu, því erfiðara verður björgunar- starfið, og ef ekkert er aðgert, er allsherjai'hrun óumflýjanlegt. En það er einrnitt það, sem komm- únistar sækjast eftir, því að þá er von til þess, að jarðvegui' fáist fyrir undirróðurs- og byltinga- starf þeirra.“ Af þessu ei’ það ljóst, að Sjálf- stæðisflokksforkólfarnir hafa vit- andi vits bundist stjórnarsam- vinnu við þá menn, sem blátt áfram vinna að því, að allsherj- arhrun verði óumflýjanlegt. Mik- ið mega þessir leiðtogar vinna sér til ágætis, til þess að ábyrgir menn gleymi þessari pólitísku stórsynd þeirra, miklu meira en nokkur von er til um nokkurn þeirra. Ritstjóra „ísalndings" þykir Frmsóknarmönnum verða ráða- fátt við endui'reisnarstarfið, síð- an þeir tóku þátt í ríkisstjórn- inni. Framsóknarmönnum var það fyrir löngu ljóst, að því erf- iðara yrð ium endurbygginguna, því lengur sem það drægist að veita viðnám gegn dýrtíð og verðbólgu. Þess vegna spöruðu þeir ekki að áminna fyrrv. ríkis- stjórn og flokka hennar í þessum efnum. En eins og öllum er kunnugt, tóku Sjálfstæðismenn þeim óminningum með hrópyrð- um um „barlómsvæl“ og „hrun- söng“, sem landsmenn ættu að fyrirlíta. Nú loks, þegar í óefni er komið, eru Sjáflstæðisflokks- menn farnir að brynna músum út af því, að dýrtíðin sé að „sliga at- vinnulíf landsmanna og stöðva nýsköpunina." En það mætti nú kannske spyrja ritstj. ísl.: Hvar eru ráð flokksmanna hans, leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins? Þeir voru nógu borubrattii', á meðan Ólafur Tþors og kommúnistar voru að sóa nær 1300 millj. kr. gjaldeyri þjóðarinnar á tveimur árum. Þá sögðust þeir haf ráð undir rifi hverju, þegar á því þyrfti að halda að losa þjóðina við verð- þólgun, ef þess gerðist nokkuj'n tíma þörf. Þeim er vissulega sk’yldast að lækna það ástand, er þeir haf skapað. Hvar er unú ráð þeirra? . Stefna Framsóknaflokksins í dýrtíðarmálunum hefiralltafver- ið glöggt mörkuð. Hann hefir viljað lækka dýrtíðina með þátt- töku allra þjóðfélagsstétta, m. a. með lækkun á verði innlendra neyzluvara, lækkun kaupgjalds, verzlunarkostnaðar, farmgjalda, byggingakostnaðar og iðnvara. Hann hefir viljað láta miða laun og kaupgjald við tekjur þjóðar- innar af vöruframleiðslu. Hann hefir bai'izt fyrir sérstöku alls- herjarframtali eigna í landinu og sérstakri álagningu skatta á stór- gróða, sem orðið hefir hjá skatt- skyldum aðilum á stríðsárunum. En hver hefir stefna Sjálfstæð- isflokksins verið í þessum mál- um? Eins og sýnt hefir verið hér að framan, var hún svona á víð og dreif, svo að útkoman varð algert stefnuleysi þar til haustið 1944. Þá myndaði Ólafur Thors ríkis- stjórn, sem hjálpaði kc:.nnúnist- um til að beitc. verðbólgunni sem vopni í baráttunni um að kolfella ríkjandi þjóðskipulag. Auglýsið í Degi IMóðir mín, M INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, sem andaðist 16. þ.‘ m., vcrður jarðsungin fimmtudaginn 23. i september. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili mínu, | Geislagötu 12, kl. 1 e. h. — Jarðað verður að Glæsibæ. Eftir ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afbeðnir. Grímur Valdimarsson. i |íbúð 1 eitt til tvö lierbergi og eldhús, óskast til leigu I i :{ 6—12 mánuði, eftir atvikum. — Há leiga og í i lyrirfarmgreiðsla. I Afgreiðslan vísar á. Spyrnuhjól á Fordson dráttarvélar i Tveggja og þriggja skera plógar i fyrirliggjandi. i BXLASALAN H.F., Hafnarstræti 100Í | • ■'iiiiMiliimiiiiiiiiiiimiMmiiMiiiimniimiiiibmiiuiilÍmiiiimmiimiiiiiiiiiiiilmiiimiiiiimmiimiiiiiiiiiiiMii* *«ilmimimmmil'iimiiiliiimmiiiiimmimiiiimlimiimiiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiimmim*iljtmi"mr/ >s Téldmeskar rakstrarvélar Sænskar rakstrarvélar | Sænskar sláttuvélar | Verzl. EyjafjÖrður hi. ;„lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli:illllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII| .................................................................... ii'U* verður settur 1. október. Kennt verður á fiðlu, orgel og pianó, ennfremur tón- i = fræði og tónlistarsaga. I Umsækjendur snúi sér til Finnboga S. Jónassonar é ! í K. E. A. j í Tónlistabandalag Akureyrar. i T ilkynning Ár 1948, þann 16. september, framkvæmdi notarius publicus, í Akureyrarkaupstað 5. útdrátt á skuldabréf- um bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 4% láui frá 1943 til aukningar Laxárvirkj unar. Þessi bréf voru dregin út: Litra A: Nr. 11, 13, 14, 30, 35, 54, 98, 140, 142, 152, 194, 208, 234, 240, 244, 251, 254, 284. Litra B: Nr. 11, 19, 26, 34, 38, 40, 46, 62, 72, 83, 84, 110, 152, 154, 161, 236, 239. 240. 264, 269, 273, 275, 280, 315, 342, 355, 382, 383, 369, 420, 465, 478, 480, 481, 544, 545, 553, 561, 581, 599, 600. 605, 713, 729, 731, 738, 744, 764, 765, 821, 846, 856, 873, 944, 948, 955. ' Skuldnbréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjald- kerans á Akureyri eða í Landsbanka íslands í Reykjavík þann 2. jan. 1949. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. sept. 1948. Steinn Steinsen. immmmmmmmmmmmm "*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.