Dagur - 22.09.1948, Síða 6

Dagur - 22.09.1948, Síða 6
6 DAGUR lVIiðvikudaginn 22. sept. 1948 MAGGIE LANE $aga eftir Frances Wees 45. DAGUR. (Framhald). „Hvað gengur að þér, Ant- hony?“ spurði frú Carver. „Þú veizt ekki hvað þú ert að segja. Díana er aðeins barn. Ef hún hefir ratað í erfiðleika og lent í slæmum félagsskap, þá veit ég fullvel, hverjuni það er að kenna. Hún hefur þar að auki drukkið vín. Það segir til um, hvers kon- ar félagsskapur þetta hefur verið. Engin almennileg' manneskja gef- ur barni vín. Díana er vel upp- alin og hún hefur aldrei umgeng- ist svoleiðis fólk, fyrr en nú, að hún hefur verið leidd út í það. Hvar var hún? Iivað var hún að gera?“ „Eg held að það sé bezt, að við gerum okkur Ijóst, hvar við stöndum“, svaraði Anthony um leið og hann smeygði sér úr yfir- frakkanum. Díana var um það bil að fara að heiman. Fyrir fullt og' allt. Hún ætlaði að gifta sig á morgun. En maðurinn var þegar giftur, augsýnilega óþokki. Hvernig hún kynnttist honum er mér ráðgáta.“ „Hvað heitir hann?“ „Karl Gulick. Hann stjórnar lélegri danshljómsveit. Frú Carver hélt við yfirliði. „Auðvitað einn af vinum þínum", sagði hún við Maggie. „Hættu þessu mamma.“ sagði Anthony. „Það er orðin tízka í þessu húsi að útdeila móðgunum. Eg held að það sé eitthvað at- hugavert .við það, hvernig við hugsum. Eg er búinn að segja þér, að Maggie fann Díönu og bjargaði henni úr klóm þessa þorpara. En þú ásakar hana fyrir að hafa komið Díönu í vandræði." Eg veit vel, að hún ber ábyrgð- ina. Hvernig í ósköpunum hefði Díana átt að kynnast þessari persónu nema með hennar aðstoð Ertu blindur, Anthony? Hvernig getur þú talað svona heimsku- lega?“ „Við skulum byx-ja á byrjun- inni,“ svaraði Anthony, rólegur að vanda. „Hvað ertu búin að þekkja þennan Gulick, lengi Díana?“ spui'ði hann og sneri sér að syst- ur sinni. „Eg kynntist honum í fyrra,“ svaraði Díana. „Áður en Maggie kom hing- að?“ „Já.“ ' „Hafði Maggie nokkur áhrif á það, að þú kynntist þessum manni?" „Nei, en ef hún hefði ekki verið þá hefðum við ekki haft tækifæri til þess að koma með hann hingað heim. En eftir að Maggie kom, var mamma alltaf svo sorgmædd yfir ástandinu og eftír það var ómögulegt að bæta á það með því að koma með hann hingað.“ „Þú ert ósköp bai'naleg, Dí- ana,“ svaraði Anthony. „Þú veist ósköp vel að við hefðum aldrei leyft þessum Gulick að koma inn fyrir þröskuld. Enþúviðurkennir að þú hafir kynnst honum án þess að Maggie hafi átt þar nokkurn hlut að? Og þú viðurkennir einn- ig, að hún hafi aldrei minnst á þennan mann við þig?“ Eg skil ekki hvernig hún vissi, hvar ég var í dag.“ sagði Díana, Ósköp aum. „Eg vissi ekki til að nokkur hér vissi um mig og Kai'l. Þai-na sérðu mamma,“ sagði Anthony. „Mér finnst að þú ættir að biðja Maggie afsökunar." ,.Nei, aldrei að eilífu,“ svai'aði frú Carver með þykkju. „Þolin- mæði mín er þrotin. Hún eitrar allt lífið í húsinu. Þetta er mitt heimili. Eg þoli ekki návist henn- ar stundinni lengur.“ Maggie ætlaði að ganga burt, en Anthony greip í hana og hélt henni kyrri. Hann hélt áfram að tala við móður sína. „Það sem þú í í'auninni átt við,“ sagði hann, „er það, að líf okkar hér heima sé svo þrungið falsi og veikleika, að það þoli ekki snertingu við neitt utanaðkomandi. Ef gustui' að utan kemur inn fyrir dyrnar, þá leiki allt á reiðiskjálfí." „Eg hefi ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um, Ant- hony,“ svaraði móðir hans. „Víst skilurðu það. Útkoman úr öllum þessum vandræðum — aumingjaskapur Geoi-gs og drykkjuhneigð, leit Díönu eftir einhvei-ju alls ólíku því, sem hún á að venjast, er sú, að eitthvað meira en lítið er bogið við ástandið hér heima. Eg held að þú hafir gert allt, sem ein kona getur gert, til þess að halda fjöl- skyldunni saman og ala börn þín vel upp, samkvæmt þeim reglum, sem gilda um slíkt í okkar stétt. En þessar reglur eru slæmar. Georg og Díana hafa ekki fundið hamingju eftir þeim leiðum. Þau hafa verið svo örugglega vernd- uð af peningum og þægindum, að þau geta ekki séð framan í veru- leikann. Og þegar á hei'ðir, rata þau í vandræði. Eru ekki menn til þess að standa óstuddir. Þú getur ekki komið sökinni á fjöl- skylduvandræðum okkar yfir á Maggie. Það gæti meii'a að segja fai'ið svo, að við og okkar líkar beri ábyrgð á því, hvað Maggie er. Mér kæmi það ekki á óvart, þótt Maggie hefði ratað í raunir vegna þess, að sumt fólk, eins og við, setur sér falskar og ói-aun- hæfar lífsreglur og neyðir annað fólk til þess að lifa eftir þeim.“ (Framhald). § ULLARDÚKAR, margar gerðir, i | KAMGARNSBAND, margir litir, | "i LOPI, margir litir, I i venjulega fyrirliggjandi í öllum i kaupfélögum landsins. i Z K | Ullarverksmiðjan GEFIUN I • »« lni 1111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiuniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíhiiiii,imiuii,im, iiimiiiiiiiiiiinmi# <mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmimmmmimnn(iim 11 iimmmmmmmimmimm n* | um sölu og útflutning á vörum | | Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að samninganefncl utan- i I ríkisviðskipta skuli hætta störfum frá deginum í dag. Jafnframt hefur verið ákveðið, samkv. heimild í lög- í i um nr, II, 12. september 1940 og reglugerð, dags. í dag, i | um sölu og útflutning á vörnm, að leyfi viðskiptadeildar | I utanríkisráðuneytisins þurfi til að bjóða ísienzkar af- i i urðir til sölu á erlendum markaði, selja þær eða ílytja i Í úr landi. | Leyfi til títflutnings á íslenzkum afurðum má binda i Í skilyrðum, er nauðsynleg þykja. \ Viðskiptamálaráðuneytið veitir leyfi til litflutnings i Í á erlendum vörum og ennfremur íslenzkum afurðum, i Í öðrum en sýnishornum, ef þær eiga ekki að greiðast í er- i Í lendum gjaldeyri. Forsætisráðuneytið, 6. sept. 1948. | ! Stefán Jóh. Stefánsson. f í Birgir Thorlacius. i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiI»* I Við önnumst vöruflutningana f Bifreiðastöðin Stefnir s.f. i i Sírni 218 — Akureyri. | Mifci 11111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii 11111 iiiii 11111 iiiimiiiitiiiiiimini iiii 11111111111111111111111111? Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um ævintýri oít hetiudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS —15 „Mig langar til að binda endir á þennan hcfndarhug,“ sagði hún. HEIFTIN sauð í mér á meðan Teleia sagði mér frá heimsókn Ralls. „Þegar hann hóf upp svipuna,“ sagði hún, „sagði eg: Mér hefir verið sagt frá Angelique, Ralls.“ Þetta bjargaði mér. Hann lét svipuna falla. „Fyr- irgefðu, Angelique,“ tautaði hann og hélt á burt. „Þú vai’s theppin," sagði eg. „Þú þyi-ftir að hafa ein- hvex-n til þess að gæta þín. Heldurðu að hann láti þig í fi'iði eftir þetta?“ Hún lagði hendina á öxlina á mér. „Eg held það, Sam. Mig langar til að binda endir á þennan heiftar- og hat- urshug.“ Eg heyrði naumast hvað hún sagði. „Eg hefi spui-ningu ■frarn að bera,“ sagði eg. Mig langaði mest til þess að spyrja hvort hún gæti hugsað sér að elska Sam Rosen á ókomnum kviárum, eg þóttistsjáglampaíaugumhennar. En mig bi’ast kjarkinix. X stað þess sagði eg, sái'gramur við sjálfan mig: „Eg verð líklega að fara. Ralls verður vitlaus ef eg kem ekki á réttum tíma.“ Eg sneri mér við „Ert þú að fara eitthvað?“ spurði Ralls. og gekk hvatlega að hliðinu. Þar leit eg við og sá að hún horfði undrandi á eftir mér. „Þú gafst mér góð ráð í gærkveldi,“ kallaði eg til hennar. „Eg gæti þegið fleiri i'áðleggingar.“ „Hittu mig í kvöld við tjörnina,“ svaraði hún. Skipið lá hreyfingai'laust á læginu. Tveir Malajar störfuðu að því að bika skipsskrokkinn, aðrir voru önn- um kafnir við að gera við toppseglin. Eg staldraði við í fjörunni, til þess að hugleiða hvað þessi lífsmei'ki um borð mundu merkja. Ætlaði Ralls að sigla? Eg ákvað að binda endir á þæi' ráðagerðir. Eg sá hvar hann stóð uppi í í'eiðanum á forsiglunni. „Sæll skipstjóri," kallaði eg til hans. „Sæll,“ svaraði hann. „Eg ætlaði ekki að svíkja þig. Eg var lagður af stað um sólarupprás, eins og við töluðum um, en þá sá eg þig koma út um hliðið, en þú snerir við, eins og þú hefðir gleymt einhverju.“ „Ætlar þú að fara eitthvað?“ spurði eg. „Já, það var meiningin. Ætli þig gruni ekki, hvert föi’inni er heitið?“ „Þetta er illa farið með tímann,“ sagði eg beim. / „Nei,“ svai-aði eg. „Kæi'i mig að minnsta kosti ekki um að hugsa um það. Sú tíð er liðin, Ralls, að þú getir haft öi'lög mín í hendi þinni.“ Skipverjar hoi'fðu á okkur. Ralls hló. Mér rann í skap og vildi helzt gera upp við hann strax. „Hættið þið þess- um viðgei’ðum,“ sagði eg við skipverjana, sem voru að bjástra við seglin. „Þær eru bara tímaeyðsla. Skipið verður kyrrt hér.'“ „Gáðu að, hvað þú segir, Sam,“ kallaði Ralls ofan úr reiðanum. „Og hverjum skyldi eg svo sem þurfa að standa reikn- ingsskil á því?“ svaraði eg með þjósti og hraðaði mér til káetunnar. Fimm mínútum síðar seig mér fyrir brjóst. Þegar eg opnaði augun aftur, sá eg sólina skína skært á kóral- lægið. Skipið var enn kyrrt á sínum stað. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.