Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Rætt um viðburði síð- ustu dagana í alþjóða- málum. Dagub Viðskiptamenn blaðsins eru beðnir að athuga, aS auglýs- ingar þurfa að berast fyrir há- degi á þriðjudaga til þess að þær fáist birtar á miðvikudag. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. september 1948 $ tbl. Templarar hyggjast reisa stórhýsi fyir bíó og æskulýðs- starfsemi Húsráð templara og Skjald- borgarbíós hefir sótt um lóð fyrir væntanlegt stórhýsi, er templar- ar hyggjast byggja hér til þess að hýsa kvikmyndahús þeirra og æskulýðshús, sem reglan hefir ákveðið að koma á fót. Bendir nefndin á stað norðan Bjarkans- trjágarðsins við Brekkugötu, norður að samkomuhúsinu Zíon. Nefndin fer þess á leit, að lóðin vei-ði iátin ókeypis í té. Bæjarráð frestaði að taka ákvörðun um mál þetta. 5 brezkir togara- sjómenn strandaglópar á Seyðisfirði Skipstjórinn skildi þá eftir! Á föstudagskvöldið komu hing-. að fimm brezkir togarasjómenn með m.s. Heklu frá Seyðisfirði. Höfðu þeir orðið strandaglópar þar. Tveir brezkir togarar voru inni á Seyðisfirði og var þessi hópur í heimsókn um borð í öðr- um togaranum, er skipstjóri þeirra lagði frá landi. Gegndi hann síðan engu loftskeytum um að koma og sækja þá. Var það ráð þá tekið að senda þá hingað til Akureyrar með Heklu, en héðan fóru þeir á laugardag með flugvél til Reykjavíkur, á vegum brezka konsúlatsins hér. Munu þeir verða sendir heim til Bret- lands með fyrstu ferð. Kommúnistar eru nú á undanha Símamálastjórinn staðfestir: Gjaldeyrisleyfi fyrir sjálfví símastöðinni hér ófengi 4000 manns voru á biðlista í Reykjavík áður en 2000 númera stækkunin kom Vill stofna skólagarð og fegrunarfélag Finnur Árnason garðyrkju- ráðunautur bæjarins, hefir ritað bæjarstjórninni bréf, þar sem hann leggur til, að efnt verði til skólagarðs hér í bænum, með svipuðu sniði og í Reykjavík. í skólagörðum þessum er börnum kennd garðyrkjustörf, trjáplönt- un o. fl. Garð.yrkjuráðunauturinn legg- ur til að landið fyrir ofan Kvennaskólann verði ætlað fyrir almenningsgarð og þessara nota. Bæjarstjórnin frestaði að taka ákvörðun í málinu þar til meiri upplýsingar lægju fyrir. Þá hefir Finnur Árnason farið þess á leit að bæjarstjórnin aðstoðaði við stofnun fegrunarfélags í bænum. Bæjarráð taldi æskilegt að á- hugamenn stofnuðu slíkt félag^ en eigiástæða til að bæjarstjórn- in gerðist aðili að því. Póst- og símamálastjórinn, Guðmundur J. Hlíðdal, hefir rit- að blaðinu bréf í tilefni af grein, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru um símamálin. í bréfi sínu staðfestir símamálastjórinn þau ummæli Dags að innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir sjálfvirku símastöðinni, sem lengi hefir verið ráðgert að setja upp hér á Akureyri, eru ennþá ófengin frá gjaldeyrisyfirvöldun- um. í sambandi við 2000 númera stækkunina, sem nú er að verða fullgerð á sjálfvirku stöðinni í Reykjavík, upplýsir símamála- stjórinn, að 4000 manns hafi ver- ið á biðlista þar og undirbúning- ur að 2000-númera stækkuninni syðra hafi hafizt nokkru áður en Akureyrarstöðin var pöntuð. Símamálastj. segir ennfremursvo í bréfi sínu: „Örari framkvæmd- ir á þessu sviði væru mjög æski- legar og mundu bæta hag og af- komu landssímans verulega, en þær krefjast meiri fjárframlags og gjaldeyris en þing og stjórn telja sig geta af hendi látið. Þó verður því ekki neitað, að mikil framþróun hefir orðið hjá síman- um síðan stríðnu lauk. Þannig hefir t. d. símum á landinu fjölg- að um ea. 80%, sveitasímar nú komnir á 46% allra bæja í land- inu og „ radíó-stöðvar í nálega hverja fleytu landsmanna, og er hvert tveggja þetta síðarnefnda hlutfallslega meira en talið verð- ur fram í nokkru öðru landi, og það þrátt fyrir hina miklu víð- áttu og strjálbýli íslands og þrátt fyrir að, að síminn er yngri í þessu landi en flestum öðr- um...." Sjálfvirk símaþjónusta dýrari. Símamálastiórinn bendir enn- fremur á það í bréfi sínu, að það sé ranghermi hjá Degi, að Akur- eyringar greiði sömu afnotagjöld og Reykvíkingar nú. „Fyrir sjálf- virka símann er hærra gjald og svo verður einnig að sjálfsögðu á Akureyri," segir hann. Þetta er rétt og leiðréttist hérmeð. Af- notagjöld hér, fyrir gömlu tækin, er kr. 500,00 á ári, en kr. 640,00 í Reykjavík, sbr. gjaldskrá, sem birt er í síðustu símaskrá. Af- notagjöldin hér verða því vænt- anlega einnig kr. 640,00 á ári, er sjálfvirk stöð kemur hér. Hins vegar er það vafalaust, að síma- þjónustan syðra er betri kaup fyrir símanotendur fyrir 640 kr. en símaþjónustan hér fyrir 500 krónur, þar sem stöðin hér er mjög úr sér gengin og auk þess allt of lítil og ofhlaðin. Er síma- þjónustan hér oft á tíðum harla bágborin af þeim sökum. Önnur og betri fyrirgreiðsla. Þrátt fyrir þessar upplýsingar símamálastjórans, er augljóst, að stækkun stóðvarinnar í Reykja- vík hefir fengið aðra og miklu betri fyrirgreiðslu hjá gjaldeyris- yfirvöldunum en sjálfvirka stöð- in hér. Nú er verið að Ijúka við uppsetnmgu nýju tækjanna syðra, en enn er ekki farið að veita nein leyfi fyrir stöðinni hér, enda þótt sé komið fram yfir þann tíma, sem stöðin átti að af- greiðast á. Hér, eins og í Reykja- vík, er fjöldi manns á biðlista með síma, og skapar símaleysið margvísleg óþægindi og auka- kostnað fyrir athafnalíf bæjar- manna. Er vandséð, að þetta fólk sé á nokkurn hátt réttlægara en þeir, sem hafa verið á biðlista í Reykjavík. Símamálastjórinn sjálfur mun hafa einlægan áhuga á því að leysa þetta mál eins fljótt og unnt er. Akureyz-ingar munu í lengstu lög vona, að gjaldeyrisyfirvöldin sýni sama skilning á málinu og afgreiði leyfin eins fljótt og kostur er, og það því fremur, sem ólíklegt verður að teljast, að hin sænska verksmiðja, sem framleiðir tæk- in, uni því að bíða lengi eftir greiðslum. w Sva a kosningunum Hafa tapað 23 felltráum - hófðu aðeins 10 fulltrúa Kur er nafnið á nýja togaranem Á fundi stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa h.f. í sl. viku var ákveðið ao nafn nýja Akureyrar- togarans skyldi vera „Svalbak- ur". Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari hafði skrif- að upp 148 nöfn, sem öll enda á „bakur" J.il úrvals fyrir stjórnina. Þrjú komu einkum til greina: Harðbakur, Brimbakur og Sval- bakur. Varð hið síðastnefnda fyr- ir valinu. Búizt er við því að tog- arinn hlaupi áf stokkunum í des- ember og verði tilbúinn í febrúar. Rauði ofbeldisfáninn I blakti á ráðhúsi Akur-1 eyrar um helgina! Á laugardaginn var gafst I borgurunum í Akureyrarbæ ! að líta hvar hinn rauði of- I beldisfáni kommúnista var I kominn að hún á ráðhúsi bæj- j arins. Þessi sýning á hinni er- j Iendu dulu — og smekkvísi | bæjaryfirvaldanna, semleyfðu ¦ sýninguna — endurtók sig á i sunnudaginn. Tilefnið mun j þó ekki hafa verið það, að I kommúnistar hefðu tekið ráð- j húsið í sína umsjá, heldur j hafði hin svokalláða æsku- i lýðsfylkihg kommúnista feng- ið rúm í húsinu til fundar- halds. — Þessi furðulega sýn- ittg á ráðhúsinu mun vissu- i lega hafa verið í algjörri óþökk velflestra borgara bæj- | aiins. Það sýnir furðulega i litla virðingu bæjaryfirvald- anna fyrir lýðræðislegri borg- arastjórn, að leyfa aS aðsetur hennar skuli þannig merkt i tákni kúgunar, oíbeldis og ; einræðis. Lán til Torfunefs- bryggjunnar ófengin enn Á fundi Harnarnefndar Akur- eyi-ar fyrir skemmstu skýrði bæjarstjóri frá því, að Utvegs- banki íslands hefði endanlega hafnað tiimælum bæjarins um 330 þús. kr. lán til endurbygg- ingar Torfunefsbryggjunnar. — Hefir bærinn nú tekið upp við- ræður við Landsbankann um lán, en engin endanleg svör komið enn. Er það í fyllsta máta furðu- legt, að Akureyrarbæ skuli ganga svo illa að fá lán hjá aðal- bönkum landsins til nauðsyn- legra cg aðkallandi framkvæmda fyrir bæjarheildina, einkum þeg- ar aðgætt er, að lánsupphæðin er ekki eins há og kostar að byggja eina lúxusvillu í Reykjavík og þær eru nú margar í smíðum. Gjaldeyrisyfirvöldin munu nú loksins hafa veitt leyfi til efnis- !íaupa til bryggjuviðgerðarinnar og hefir sú leyfisveiting dregizt óhæfilega lengi. Yfirleitt virðast mál Akureyrarhafnar mæta litl- um skilningi í nefndum og ráð- um höfuðstaðarins. Eftir því, sem liðið hefir á Al- þýðusambandskosningarnar, hef- ir orðið æ augljósara, að komm- únistar eru hvarvetna á undan- haldi í verklýðshreyfingunni. f gær varð mesti ósigur þeirra til þessa, töpuðu þeir þá 11 fulltrú- um í 7 verklýðsfélögum, fengu aðeins 2 menn kjörna af 34, sem kosnir voru í gær. Alls hafa kommúnistar nú hlot- ið 89 fulltrúa, en lýðræðissinnar 79, en í gær var kosningu ekki lokið í 46 verklýðsfélögum með samtals 69 fulltrúa. Hér á Akur- eyri biðu kommúnistar hinn herfilegasta ósigur í tveimur fé- lögum í sl. viku. í Bílstjórafélagi Akureyrar voru lýðræðissinnar kjörnir fulltrúar með 105 atkv., kommúnistar hlutu 48 atkv. Full- trúar lýðræðissinna voru þeir Þorsteinn Svanlaugsson og Haf- steinn Halldórsson. í Vélstjóra- félagi Akureyrar hlutu lýðræð- issinnar 17 atkv., en kommúnist- ar 12. Fulltrúi lýðræðissinna er Eggert Ólafsson vélstjóri. Tap kommúnista. Eftir úrslitin í gær er augljóst, að völd kommúnista í Alþýðu- sambandinu hanga á bláþræði og eru raunar miklar líkur til þess að íslenzkt verkafólk ætli nú að brjóta á bak aftur ofbeldi komm- únista og taka af þeim umboð það, sem þeir hafa farið með í stjórn verklýðssamtakanna í landinu nú um nokkra hríð. Fisksölusamlag Eyfirð- inga hefur starf á ný í síðasta blaði var nokkuð greint frá fyrirætlunum um áframhaldandi starf Fisksölu- samlags Eyfirðinga. Fisksölu- samlagið leitaði fyrir sér hjá út- gerðarmönnum hér við fjörðinn um þátttöku í fiskútflutningi og voru undirtektir góðar og ákveð- ið að hefja starf. Seint í sl. viku fór m.s. Snæfell til fistöku hér út í fjörðinn og var búið að fá um 100 smálestir af fiski, er norðan- garðurinn brast á um helgina. — Afii hefir verið góður. Ákveðið er að m.s. Straumey verði næsta fisktökuskip. Skipin munu sigla með fiskinn til Bretlands. Finnar fækka ríkis- starfsmönnum Um miðjan þennan mánuð undirritaði Paasikivi Finnlands- forseti tilskipun um að fækka ríkisstarfsmönnum við finnska skömmtunarkerfið um 27%. Ólíkt höfumst við að, mega íslending- ar segja, er þeir lesa þessa frétt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.