Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 6
« D AGUR Miðvikudaginn 29. sept. 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 46. DAGUR. (Framhald). Frú Carver stóð grafkyrr. Hún var náföl. Hún svaraði engu, heldur sneri baki að honum, og gekk upp stigann, lotin og þreytuleg. „Þetta voru harðneskjuleg orð,“ sagði Maggie. „Hún er ekki vön slíku tali. Og hún er ekki sterk á svellinu. Þú hefðir átt að muna það.“ Anthony skundaði á eftir móð- ur sinni. „Fyrirgefðu, mamma,“ sagði hann og studdi hana upp stigann. Þau hurfu bæði inn í herbergi hennar. „Komdu, Díana,“ sagði Maggie. „Þér veitir ekki af að komast í rúmið.“ Það var um fjögur leytið um nóttina, þegar Maggie lá andvaka í rúmi sínu, sem hún heyrði um- gang í húsinu. Einhver var að berja á hurðina á herbergi Ge- orgs. Díana kallaði eitthvað framan úr anddyrinu og einhver hljóp upp stigann. Enginn hafði kallað á hana, en hún brá sér í slopp og opnaði dyrnar. Ljós virtist loga í hverju herbergi. Price kom hlaupandi upp stig- ann. „Hvað gengur á, Price?“ „Það er frú Carver," sagði hann og greip andann á lofti. „Hún hefir víst tekið of margar svefnpillur." „Er hún dáin?“ „Nei, ekki.. . Læknirinn kem- ur á hverri stundu." „Get eg gert nokkuð?“ „Kannske þér gætuð róað fröken Díönu.“ Maggie kinkaði kolli, en um leið og Price hélt áfram inn til sín, kom Georg út frá móður sinni og hvarf inn í herbergi Dí- önu. Maggie hljóp niður stigann til þess að vera til taks að taka á móti lækninum ef Price kæmi ekki strax niður. Hún var ekki fyrr komin niður, en dyrabjöll- unni var hringt og hún hleypti lækninum inn. Hann horfði á hana eitt andartak, en gekk síð- an þégjandi fram hjá henni og rakleitt inn til frú Carver. Maggie lét fallast niður í stól í anddyrinu. Hún hlustaði spennt eftir hverju hljóði í húsinu. Hún heyrði að vatn rann einhvers staðar og síðan þungt fótatak, eins og þeir væru að bera sjúka konu. Síðan varð allt hljótt. Litla klukkan í setustofunni sló hálftímamerkið og stóra klukkan í bókasafninu tók undir, með dimmum, hátíðlegum tón. Eftir nokkra bið heyrði Maggie til Georgs: „Guði sé lof,“ sagði hann. Þegar hún heyrði þetta, laut hún höfði og beit á vörina. Eftir nokkurn tíma kom læknir- inn niður stigann. Hann var einn síns liðs. Maggie stóð á fætur og beið hans. Hann staldraði við í neðsta stigaþrepinu og horfði á hana. Hann var hniginn á efri ár, en augu hans voru róleg og at- hugul og munnsvipurinn harð- legur. „Hefur hún það af?“ „Þa* mátti ekki seinna vera,“ svaraoi hann, stuttur í spuna. Maggie gekk fram að dyrunum. „Þér eruð kona Georgs?“ sagði hann. „Já.“ „Eg hefi heyrt yðar getið. Þér lítið út fyrir að vera skynsöm stúlka.“ „Kannske.“ „Frú Carver hefir fengið taugaáfall. Hún hefir komið til mín hvað eftir annað nú að und- anförnu. Eg held ekki að hún hafi (Framhald). iiiiiiiiiiiniimii i ii i ii i ii■i■in ii i ii 11 iiiiiiiiiiiini Skólafólk! I’ið ættuð að líth inn til okkar áður en þið gerið inn- kau}) iyrir vcturinn. — Höfum fyrirliggjandi aliar fáan- legar isleuzkar kcnnslubcckur og orðabœkur. Einnig skólavQrur ýmis konar. Á fimmtudag og föstudag verða teknar upp nýjar vör.ur, svo sem; Teiknibestik, lineálar, teiknipappir o. fl., sem verið hefir ófáanlegt. — Birgðir takmarkaðar. 111111111111111111111111111111111111111111111111 llllllllllllllll•llllllllllllllllllllll•lll•lllllll 1111111111111111111111111111111111111117 111111ii■ 11111 iiiiiiiiiiiiiiiiiin F ! i Skólinn verður settur 1. október næstkom- } [ andi, kl. 2 eftir hádegi. | Akureyri, 22. sept. 1948. i I Þorsteinn M. Jónsson, } i skólastjóri. i 7iniii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinií i ■ 111 ■ ■ 111 ■ ■ 1111 ■ 111 ■ 11 ■ ■ ■ ■ 11 ■ ■ ■ ■ 1111 ■ ■ ■ 11 ■ 111111 ■ 111 ■ 11111111111 ■ 11 r 111111111 ■ 111111 > > 11 ■ 11111 ■ 11) 'A >111 llll IIIIIIIIIIIKIIIIIIIII ] IÐUNNAR-skór | I þykja | I SMEKKLEGIR, 1 [ STERKIR, | Í ÓDÝRIR. 1 Fást í öllum kaupfélögum landsins. i i Skinnaverksmiðjan IÐUNN AKUREYRI *"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii7 •lll11111111111111111111111111llllllllllllllllllllllIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllIlllllllllllllllllllltlli<*£ ! Við önnumst vöruílutningana | Bifreiðastöðin Stefnir s.f. i Sirni 21S — Akureyri. | Stfkiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn? AUGLÝSIÐ í DEGI Kjölfar Rauða drekans : . Ú Uk&Ú é mm i f - 3 T'*'" „Láttu kyrrt,“ sagði eg við Ripper. Fræg skáldsaga um íevintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 16 ÁÖ. '. " ' i % á # /;’l h... k / i ÆjM „Við gætum reynt að sprengja vírana,“ sagði Ralls. f ■ \ ' -\ •*. „Þú skalt fá að gera þetta upp við mig,“ sagði eg. HÆGUR ANDVARI var á, er eg kom upp á þiljur. Eg var óánægður og eg skildi nú, að eg hafði ekki þolað snertinguna við hið siðmennilega líf í landi eftir að hafa dvalið langvistum með Ralls. Eg sá andlit Teleiu jafnan fyrir mér. Ralls var farinn. Ripper var að fást við seglin. „Hættu þessu,“ sagði eg við hann, „og gerðu eins og eg segi þér. Það verður þér fyrir beztu, ef þé.r er sárt um sjálfan þig.“ „Útlitið er ekki gott,“ sagði Ripper. „Nei, þú veizt kannske ekki, að eigandi Rauða drek- ans er maðurinn í hjólastólnum.“ Ripper þreifaði eftir skammbyssunni sinni við beltið. „Láttu kyrrt,“ sagði eg. „Gerðu heldur eins og eg segi þér.“ Ripper lét hendina falla, en svaraði engu. Eg sá hvar Ralls kom. • Enn voru sex tímar til sólarlags. Fyrir þann tíma yrði eg að hafa tekið ákvörðun mína. „Ralls,“ kallaði eg til hans. „Eg vil láta róa okkur út á lægið. Mig langar til þess að sýna þér dálítið þar.“ „Eins og þú vilt, Sam. Eg er tilbúinn.“ Á meðan tveir Malajar voru að ná í bátinn, leitaði eg uppi tvenn pör af sjókíkirum og flösku af brennivíni. Litlu síðar sátum við í bátnum í útsiglingunni úr læginu. „Þú ert sjálfráður héðan í frá. Eg er hættur,“ sagði eg við Ralls. Og hélt áfram og las honum pistilinn fyrir að hafa ógnað Carter og Teleiu. „Eg ætla ekki að svíkja þig, Ralls, en þú siglir héðan án mín.“ Hann horfði undrandi á mig, en hann var ekki reiður. Eg var ánægðui'. Þannig hafði eg kosið skilnað okkar. Eg hafði nú ákveðið, hvernig eg skyldi haga mér. Áætl- anir mínar miðuðu að því, að eg hefði samvizkufrið. Eg ætlaði að hjálpa Ralls til þess að komast burtu, en eg mundi sjálfur verða eftir í landi og taka því, sem að höndum bæri. Þegar við vorum um það bil að komast út úr læginu, sá eg það, sem eg átti von á. Þar var búið að koma fyrir stálgirðingu, sem var fest með vírunum, sem eg hafði fyrr séð í botninum. Útsiglingin var lokuð. Ralls horfði á þetta, þungbúinn á svip. „Við gætum reynt að sprengja vírana með dynamiti,“ sagði hann. Eg féllst á, að það mundi líklegasta leiðin. Og eg skýrði honum nú frá því, hvers vegna eg hefði látið mennina hættu vinnu við seglaviðgerðirnar um morg- uninn. Það var til þess að vekja ekki grunsemdir hjá Hojlendingunum. Við gengum upp á ströndina til þess að ræða áætlanir okkar frekar. Meðan við vorum þar, bar Carter þar að á báti. Carter hafði guítarinn sinn með og byrjaði þegar að stríða Ralls með því að syngja gamanvísur um að skipið væri lokað inni og Ralls kæm- ist hvergi. „Nóg komið,“ sagði Ralls. Carter skeytti því engu. En þegar Carter fór að flétta nafn Teleiu inn í vísurnar, stóð Ralls á fætur og áðui' en Carter gæti áttað sig, hafði Ralls rekið honum rokna löðrung, svo að hann steyptist niður í fjöruna og út í sjó. Eg gat ekki þolað hvernig Ralls fór að því að gera upp ágreining við náunga sina. „Þú skalt fá að gera þetta upp við mig,“ hrópaði eg til hans í bræði. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.