Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 29. sept. 1948 DAGDE ! UNDRATÆKIÐ Mikilvægasta og fullkomnasta öryggið á sjó síðan kompás o«' sextant voru fundnir upp WESTINGHOUSE Radartækin eru þegar orðin heimsíræg. WESTINGHOUSE Radarinn er nákvæmur og auðlesinn. WESTINGHOUSE Radarinn er auðveldur í meðferð. WESTINGHOUSE Radarinn er lítill fyrirferðar og hæfir hvaða skipi sem er. WESTINGHOUSE hefir Radar sérfræðinga í öllum helztu hafnarborgum heimsins. Sérfræðingur í þjónustu vorri mun annast alla uppsetn- ingu og viðhald tækjanna. Móttökutæki. — Loftnet. ÚTGERÐARMENN! SKIPAEIGENDUR! Úftvegum gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum Radar- tæki með stuttum fyrirvara frá Bandaríkjunum. Tryggið yður WESTINGIIOUSE RADARINN á sldp yðar. Með því öðlist þér fullkomnasta öryggið á sjó. Slysavarnafélag íslands liefur riðið á vaðið og keypt Westingliouse Radar í m.s. Sæbjörgu. Ailar nánari upplýsingar í Véladeild. EINKAUMBOÐSMENN: Sambðnd Islenzkra samwnuiélap ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. = 13010181/2 = Kaðall W’, 3/”, 1”, ll/2”, 13/”. Verzl. Eyjafjörður h.f. Gúmmístígvé! (bússur) f ullhá fdst hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. fccst mí hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Barnlaus hjón óska eftir íbúð 1. okt. n. k. eða síðar. Símstöðin Kroppi í Eyjafirði vísar á. Píanókennsla Get veitt nokkrum byrjend- unr tilsögn í píanóleik í vetur. Haralclur Sigurgeirsson Braunsverzlun Smábarnaskóli minn byrjar föstudaginn 1. okt. Börnin beðin að mæta r ið kirkjukapelluna kl. 10 f. li. Elísabet Eiríksdóttir. Kaupum notaðar Blómakörlur Blómabúð KEA. Herbergi til leigu fyrir tvo einhleipa nienn — helzt skólafólk. A. v. á. Vetrarstúlku vantar mig nú þegar. — Sér- herbergi. « Jón Sigurgeirsson, kennari, Klapparstíg 1. Sími 274, frá 1. okt. Sá, sem fann gula ökuvettlinga, lamb- skinnsfóðraða, á torginu hjá Hótel KEA þ. 26. júní s. 1. gjöri svo vel og skili þeim á skrifstofu Mjólkursamlags ins gegn fundarlaunúm. Litla stúlkan, sem sá finn- andann gjöri svo vel og gefi upplýsingar á sama stað. Vil selja: tvær til þrjár kýr. F.innig sjálfbrynningádalla fyrir 20 gripi. EGILL HALLDÓRSSON Holtseli — Hrafnagilshr. Kirkjan. Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (P. S.). — í Lögmnanshlíð sama dag kl. 2 e. h. (Fr. J. R.). Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Möðruvöllum sunnudaginn 3. okt. kl. 1 e. h. (Ferming). Hér á dögunum var hér á ferð síra Finnur Tulinius, prestur í Strö á Sjálandi, og kona hans. — Síra Finnur kom hingað til landsins til þess að ræða árugamál kirkjunnar þjóna hér og í Danmörku, fyrir hönd prestastéttarinnar í Danmörku. — Síra Finnur er einnig einn af forvígismönnum skátahreyf- ingarinnar í Danmörku og hafði hann meðferðis kvik- mynd af stóru skátamóti í Danmörku, er hann bauð skátafélögunum og K. F. U. M. og K. að sjá og útskýrði hann myndina, einnig talaði hann til unga fölksins. — Síra Finnur er sonur Þórarins Tulinius, hins nafnkunna athafnamanns hér á landi. Sjónarhæð. Foreldrar, látið börnin ykkar vita, að sunnu- dagaskólinn byrjar næsta sunnu- dag kl. 1. — Opinberar samkom- ur eru á sunnudögum kl. 5. All- ir velkomnir. Jón Sigurgeirsson kennari og frú hans, eru nýlega komin hing- að til bæjarins eftir 14 mánaða dvöl í Svíþjóð. í förinni flutti Jón um 50 fyrirlestra um ísland víðs vegar í Sv íþjóð á vegum nórræna félagsins. Hann tekur nú við starfi sínu við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Tryggingarstofnun ríkisins hef- ir endurgreitt Akureyrarbæ kr. 62.228.54, sem ofgreitt tillag bæj- arins fyrir árið 1947. Tryggingar- stofnunin áætlar iramlag bæjar- ins í áf kr. 600.000.00. Gagnfræðaksóli Akureyrar verður settur á föstudaginn kl. 2 e. h. Hjúskapur. Laugardaginn 18. sept. voru gefin saman í hjóna- band á Möðruvöllum í Hörgár- dal ungfrú Auður Ólafsdóttir frá Dagverðartungu og Kristján Jónsson, bifreiðarstjóri, Akur- eyri. Ennfremur ungfrú Helga Möller frá Hjalteyri og Thor R. Thors framkvæmdastjóri, Rvík. Laugardaginn 25. sept.: Hrönn Kristjánsdóttir og Jóhanrtes Th. Jónsson, skipstjóri, Dalvík. Nýtt hefti af austfirzka tímarit- inu Gerpi er komið út og flytur m. a. Brúarljóð, kvæði eftir Sig- urð á Arnarvatni, Brúarþanka, eftir Sigurð Vilhjálmsson, Minni Austurlands eftir Þorst. M. Jóns- son, Um strönd og dal, grein um Hornafjörð, eftir Kr. Imsland, auk þess þættir frá fyrri tímum, í Gerpisröstinni o. fl. Ritið er hið læsilegasta. Guðsþjónusta í Grundarþinga- prestakalli. Munkaþverá sunnu- daginn 3. október kl. 1 e. h. Sú var tíðin að sjálfblekungar fengust hér í hverri ritfanga- verzlun, margar tegundir.. En eins og margir aðrir góðir hlut- ir, eru þeir nú algerlega ófá- anlegir. Nú upplýsir norslvt blað, að íslendingar hafi keypt nokkur þúsund norskra kúlu- penna frá A/S Norsk Reynolds í gegnum clearing-viðskipti. — Má því vonandi gera ráð fyrir að þessi vara sjáist í verzlun- um á þessu ári. Bæjarstjórn hefir skorað á síldarútvegsnefnd að láta smíða hér á Akureyri a. m. k. helmins af þeim síldartunnum, sem ákveði ðer að láta smíða í vetui, helzt eigi minna en 50 þús. eunn- ur. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 4. okt. kl.8.30 e.h. Fundarefni: Inn- taka nýliða. Kosning embættis- manna. Vetrarstarfið o. fl. Áríð- andi að allir félagar stúkunnar mæti. Þeir, sem vilja gjörast fé- lagar stúkunnar og vinna á móti áfengisbölinu, eru hjartanlega velkomnir. Óforsvaranleg umferðatálmun var gerð í Strandgötunni sl. mánudag. Meðan verið er að malbika Strandgötuna, gegnt flugplaninu, hafa bílar ekið út á planið og inn í Strandgötuna aft- ur neðan viðgerðarsvæðisins. Á mánudaginn, er flugbátur Loft- leiða var á planinu, var þessari leið lokað með planka, sem ekki var neitt auðkenndur og illt var að sjá, fyrr en komið var fast að honum. Þetta er óforsvaranlegt og hættulegt. Þeir, sem loka umferð á helztu umferðaleiðum í bænum, verða að gera það á augsýnilegan og greinilegan hátt. Hirðuleysi og hugsunarleysi get- ur valdið slysum. Dagur lekur undir ábendingar „brekkubúa“ í síðasta fslend- ingi um nauðsyn þess að ganga endanlega frá gerð Hamar- stígsins. Bæjaryfirvöldin eru búin að velta því fyrir sér í mörg ár, hvort ekki sé tími til kominn að gera götuna sóma- samiega, hlaða upp kanta o. s. frv. Árangurinn til þessa er enginn. Bæjarbúar, einkum þó brekkubúar, munu hins vcgar telja, að fylling tímans sé kom- in og að óforsvaranlegt sé að gera ekki við götuna hið allra bráðasta. Dánardægur. Hinn 16. þ. m. andaðist að heimili sínu íHvassa- felli í Eyjafirði Júlíus Gunn- laugsson, fyrrv. bóndi þar, 83 ára að aldri. Hann var jarðsett- ur að Saurbæ 25. þ. m. að við- stöddu fjölmenni. Júlíus var kunnur Eyfirðingur, fæddur að Draflastöðum í Sölvadal, gekk í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan árið 1893, dvaldi næstu árin þar á eftir hér á Akureyri og víðar í Eyjafirði, unz hann i-eisti bú »ð Hvassafelli árið 1900, ásamt konu sinni, Hólmfríði Árnadóttur, sem látin er fyrir 11 árum. Júlíus gerðist brátt mikill skörungur við búskapinn, stórbætti jörðina, og húsaði á ný. Honum voru fal- in ýms trúnaðarstörf í héraðinu, sat m. a. í hreppsnefnd. Árið 1930 lét hann búið í hendur sonar síns, Benedikts, og hjá honum dvaldi hann til æviloka. Hallgrímur Einarsson ljós- myndasmiður, lézt að heimili sínu hér í bænum sl. sunnudag. Hann hafði stundað ljósmynda- smíði hér í bænum um áratugi, var kunnur sem ágætur og smekkvís myndasmiður og sér- stakt prúðmenni. Fyrirlestur og kvikmyndasýn- ing rektors Hjalmar Bosson frá Tárna er í samkomusal Hús- mæðraskólans kl. 8 á föstudags- kvöldið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.