Dagur - 06.10.1948, Page 1

Dagur - 06.10.1948, Page 1
Forusíugreinin: Orð og athafnir Sjálfstæð- isflokksins í sambandi við verzlunarmálin. Dagu Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju byrjar næstk. sunnud. Nánar auglýst í bamaskólan- um á laugardaginn. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. september 1948 tbl. Ríkisstjórnm öll ákvað niðurgreiðslu kjötsins frá 1. október í tilefni af grein um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða í síðasta tbl., hefir Dagur fengið tilkynn- ingu frá ríkisstjórninni þess efn- is, að stjórnin öll hafi ákveðið að niðurgreiðsla á dilkakjötinu skyldi hefjast 1. október. Þessar upplýsingar hagga naumast gagnrýni þeirri, sem kom fram í síðasta tbl., á aðferð þeirri, sem ríkisvaldið hefir notað að þessu sinni, ,og raunar undan- farin ár einnig, um afskipti af verðlagi í haustkauptíð. Það er óviðunandi, að tvenns konar verð gildi á kjöti í haustkauptíðinni, einkum þó þegar þess er gætt, að ummæli ráðherra liggja fyrir um aðra tilhögun, sbr. viðtal forsæt- isráðherrans við Alþýðublaðið. Fyrir bændur jafnt sem neytend- ui' er tvenns konar verð óhag- kvæmt. Ákvörðunin um niður- greiðslu frá fyrsta okt., en ekki frá sláturtíðarbyrjun, er miðuð við vísitöluna, en ekki hag al- mennings. Þess vegna ber að gagnrýna harðlega þessa aðferð. Bæjarkeppni í bridge á sunnudaginn Ákveðið hefir verið að hafa bæjarkeppni í bridge næstkom- andi sunnudag, milli hábæinga og lábæinga, þannig að þeir, sem búa við Brekkugötu, Hafnar- stræti, Aðalstræti, í Gilinu og á Oddeyrinni, teljast til lábæinga, en allir, sem búa þar fyrir ofan teljast til hábæinga. Spiluð verða 32 spil á 10 borð- um, ef næg þátttaka fæst. Þátt- takendur gefi sig fram við hr. Þórð Sveinsson eða hr. Karl Friðrikssen. Þetta er í fyrsta sinn, sem bæj- arkeppni verður háð hér á Akur- eyri og er vonast eftil góðri þátt- töku. Keppni þessi verður háð á Hótel Noi'ðurland og byrjar stundvislega kl. 1 e. h. — Seldur verður aðgangur meðan húsrúm leyfir á kr. 5.00 fyrir mann- íslenzk áhöfn á „Gollfaxa44 Að undanförnu hafa tveir amerískir flugkapteinar stýrt Gullfaxa, hinni nýju Skymaster- langferðaflugvél Flugfél. íslands h.f. í millilandaferðum, en nú um helgina lét annar þeirra af starfi og fór Gullfaxi fyrstu ferðina með alíslenzka áhöfn sl. laugar- dag til Kaupmannah. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason. Mun hann verða flugstjóri á Gullfaxa framvegis. Kommúnisfar verSa í minnihluta á Alþýðusambandsþinginu Lýðræðissinnar hafa nú fengið 113 fulltrúa kjörua en kommúnistar 96 Eftir er að kjósa 33 fulltrúa Nýtízkulegt, biezkt fiskiskip Bretar eru nú farnir að nota alúminíum miög til skinasmíða, sér- staklega í yfirbyggingar og innréttingar skipa. Þykir efnið gefast vel til þessara hluta, vera sterkt en þó létt og fáanlegt á hagfelldu verði. Þessu skipi var nýlega hleypt af stokkunum í brezkri skipasmíða- stöð. Yfirbygging þess er úr alúminíum. Þykir þetta skip í hópi hinna nýtízkulegustu í fiskiskipaflota Breta. Fyrsti votheysturninn norðanlands reistur á Grund í Eyjafirði Bæudur biuda miklar voeir við |>essa Þeir, sem aita fram hjá Grund í Eyjafirði þessa dagana, veita athygli nýstárlegu mannvirki, sem búið er að reisa þar sunnan við bæjarhíisin. Þetta er turn all- mikill, með hvolfþaki, sem set- ur sérkennilegan og geðfelldan svip á húsaþyrpinguna. Líklegt má telja, að þess verði ekki mjög langt að bíða, áð turn- ar þessir rísi við marga sveitabæi hér á landi, því að þetta eru vot- heysturnar, sem vænta má að ryðji sér til rúms hér á landi. — Margir bændur binda miklar vonir við þessa Iieyverkunarað- ferð, þótt engin reynsla sé fengin af notkun hennar hér á landi til þessa. Fimm turnar komnir til landsins. Það er Samband ísl. samvinnu- félaga, sem hefir flutt þessa turna til landsins, að frumkvæði Gísla Kristjánssonar ritstjóra Freys. Eru fimm þeirra þegar komnir hingað frá Svíþjóð, þar af eru fjórir uppsettir sunnan- lands, en hinn fimmti er eign Ragnars Davíðssonar bónda að Grund í Eyjafirði og er uppsetn- ingu hans lokið. Tíðindamaður blaðsins skrapp fram að Grund í gær til þess að skoða hið nýja mannvirki og ræddi þá jafnframt við Ragnar bónda. Ragnar skýrði frá því, að greiðlega hefði gengið að setja turninn upp. Unnu að því tveir menn aðallega, sænskur maður, frá verksmiðjunni, og maður frá Sambandinu. Turninn kom svo seint hingað norður, að ekki urðu not af honum til hey- verkunar á þessu hausti, enda eigi fullgengið frá honum ennþá. Turhinn er 12 metra hár og 4 metrar að þvermáli. Hann er byggður úr timbri, sem sérstak- lega er ætlað til þessara nota og á að endast í a. m. k. 15 ár. Heyið er tekið af túninu jafnótt og það er slegið, sett í söxunarvél og síðan er því blásið í gegnum rör upp í turntoppinn og þaðan fell- ur það niður í geymsluna. Alls á turninn að taka um 10 kýrfóður og á heyið að geymast grænt all- an veturinn, jafnvel þótt hitinn í því verði um 15 stig. Þægilegt er að ná heyinu úr turninum aftur, til gjafar. Söxunarvélin og blást- urinn er drifið af traktorvél. Má nota venjulega Farmalltraktora til þess. Er þetta mikill kostur. Um kostnaðarhliðina sagði Ragn- ar á Grund að hann vissi ekki nákvæmlega, hvað turninn kostaði fullbúinn, en það mundi að líkindum verða svipað verð og á súgþurrkunartækjum þeim, sem sett hafa verið upp hér að undanförnu. Athyglicverð nýjung. Heyverkunaraðferð þessi hefir þegar hlotið langa reynslu í Bandaríkjunum og á Norður- löndum og hefir þótt gefast ágætlega. Eru slíkir turnar mjög víða við sveitabæi erlendis. Er ekkert talið því til fyrirstöðu, að þessi aðferð gefizt vel einnig hér og binda bændur þeir, sem þegar hafa fengið turna þessa miklar vonir við þessa nýjung. Verður mjög fróðlegt að sjá reynsluna, sem fæst næsta sumar hjá þeim bændum, sem þegar liafa keypt turna þessa og tæki. Stóru fyrirsagnimar um „sigra einingarmanna“, en svo kalla kommúnistar sjálfa sig, eru nú horfnar úr kommúnistablöðun- um. Ástæðan er sú, að kommún- istar sjá nú fram á, að þeir muni tapa meiri híuta sínum í Alþýðu- sambandniu, þrátt fyrir öll stór- yrðin og öll bolabrögðin, sem þeir hafa beitt í kosningum þessum. Eru þetta ein hin merkustu tíðindi, sem hér hafa gerzt lengi, að íslenzkt verkafólk skuli nú svipta ofbeldismennina því um- boði, sem þeir hafa farið með um hríð í samtökum verkalýðsins. — Kosningarnar benda til minnk- andi fylgis kommúnista með þjóðinni og aukinnar einingar meðal lýðræðissinna. Aðstaðan í gær. í gær vai' búið að kjósa í 101 verklýðsfélagi, samtals 213 full- trúa. Eru þá ekki meðtaldir full- trúar frá Hlíf í Hafnarfirði, en sú kosning er ólögleg fyrir tilverkn- að kommúnista sjálfra. Urslitin í þessum félögum eru þau, að lýð- í'æðissinnar hafa hlotið 113 full- trúa en kommúnistar 96, eru full- trúar Hlífai' þá heldur ekki með- taldir, ella væru tölur þessar 114 og 101. Um helgina voru kjörnir 23 fulltrúar, og hlutu kommún- istar aðeins 4 þeirra. Mestur ó- sigur kommúnista í sl. viku vai'ð í Húsavík, er þeir töpuðu félag- inu þar. Hlutu frambjóðendur þeirra 126 atkv., en lýðræðissinn- ar 149 atkv., og að auki 12 atkv. manna, er kommúnistar höfðu með ofbeldi rekið úr félaginu. — Hlutu kommúnistar andúð fjöl- margra manna fyrir það tiltæki og mun það hafa komið þeim í koll í kosningunum. Telja má fullvíst að lýðræðis- sinnar auki meiri hluta sinn í þeim kosningum, sem eftir eru, svo að þeir hafi verulegan meiri hluta fulltrúa er á Alþýðusam- bandsþing kemur. „SnæfeHu selur í Rretlandi í dag í dag mun m.s. Snæfell vænt- anlega selja fyrsta fiskfarminn, sem fluttur er út á vegum Fisk- sölusamlags Eyfirðinga á þessu hausti. Skipið selur í Fleetwood. M.s. Straumey tekur nú fisk hér við Eyjafjörð og í Húsavík, til út- flutnings á vegum Samlagsins, en næsta fisktökuskip mun verða m.s. Pólstjarnan. Iðnaðarmenn óánægðir með framkvæmd gjaldeyris- og innflutningsmála 10. þing Iðnþing íslendinga var haldið dagana 25. til 29. septern - ber sl. í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík. 63 fulltrúar víðast hvar af landinu sátu þingið. Stjóm Landssambands iðnaðarmanna lagði 16 mál fyrir þingið og voru þau öll afgreidd. í sambandið gengu 2 ný félög, Klæðskerameistarafélag Reykja- víkur og nágrennis og félag prentmyndameistara, eru því sambandsfélögin 54 að tölu með 2345 meðlimum. Hér fara á eftir nokkrar sam- þykktir og ályktanir þingsins. Gjaldeyris- og innflutningsmál. 10. Iðnþing íslendinga lýsir yfir óánægju sinni á framkvæmd gjaldeyris- og innflutningsmál- anna eins og skipan þeirra mála er nú háttað. Orsakir þessarar óánægju munu að verulegu leyti vera þær, hve framkvæmd þess- ara mála er í margra höndum. Leggur þingið því til, að hér verði gjörðar breytingar á, þann- ig, að gjaldeyris- og innflutn- ingsmálin í framtíðinni verði í höndum eins og sama aðila, eða nefndar, sem skipuð sé fyrst og fremst einum fulltrúa frá hverri af 4 höfuð atvinnugreinum þjóð- arinnar, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og verzlun, og skulu fulltrúarnir valdir með hliðsjón af því, að þeir séu kunnugir at- vinnu- og framleiðsluháttum landsmanna. Þingið leggur sér- staka áherzlu á, að fulltrúi iðn- aðarins verði valinn í samráði við stjórn Landssambands iðnaðar- manna og Félags íslenzkra iðn- rekenda og verði þessir aðilar ráðunautar fulltrúans. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til gjaldeyris- og inn- flutningsyfirvaldanna, að gæta þess er innflutningsáætlun fyrir árið 1949 verður samin, að þá (Framhald á bls. 8.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.