Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 6
D A GUR Miðvikudaginn 6. okt. 1948 8 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 47. DAGUR. (Framhald). haft sjálfsmorð í huga í kvöld. Eg hafði bannað henni að nota svefnmeðul vegna þess að hún hefir ekki heilsu til þess. Við venjulegar kringumstæður hefði einn skammtur ekki gert henni neitt, en hún er svo illa farin og svo áköf að fá að sofna og gleyma áhyggjunum, að hún hefir aukið skammtinn án þess að gera sér sjálf grein fyrir því. Ef Díana hefði ekki reynt að vekja hana fyrir hálftíma þá hefði hún ekki fundizt fyrr en með morgninum og þá hefði það verið of seint.“ Maggie sagði ekkert. „Þér skiljið auðvitað hvers vegna eg segi yður þetta?“ „Já, eg skil það.“ Hann hélt áfram, í vingjarn- legum tón. „Eftir því sem mér hefir verið sagt, er ekki vitað til þess að þetta fólk hér hafi nokkru sinni gert yður neitt illt. Til að byrja með skildist mér að ef til vill væri von á barni í hjónabandinu. En mér virðist svo ekki vera.“ „Það er rétt.“ „Má eg gera það að tillögu minni, að þér dragið yður til baka? Hvers getið þér vænzt af Carver-fjölskyldunni, nema þá ef til vill einhverra peninga? Mér skilzt að peningar standi ekki í vegi fyrir samkomulagi. Hvað viljið þér fá frá þeim, sem ekki er hægt að kaupa?“ Eftir stundarþögn sagði Maggie: „Nú, þegar eg er búin að sjá, hversu brjóstumkennanlegt fólk þau öll eru og óhamingju- söm, þá óska eg einskis. Eg hélt alltaf, að það væri rangt, að fólk eins og þau fengju allt, sem þau óskuðu upp í hendurnar, fyrir- hafnarlausf, á meðan aðrir. .. . “ Hún þagnaði. „En nú sé eg, að þau eru eins og annað fólk og eg krefst einskis.“ Maggie greiddi leigubílstjóran- um aksturinn og skundaði upp stíginn heim að húsinu. Hún hélt á tösku í annarri hendinni en bar nótnapakka undir hinni hend- inni. Garðurinn var mannlaus. Þetta var rétt um hádegisbilið. Hún gekk upp tröppurnar, opn- aði útidyrahurðina og steig inn fyrir þröskuldinn. Dyrnar inn í eldhúsið voru lokaðar, en Maggie heyrði að það sauð og bullaði í katlinum á eldstónrii. Hún varp- aði öndinni léttara, lagði frá sér töskuna og nóturnar, læddist að eldhúsdyrunum og opnaði þær. Ellen frænka^ hennar var önn- um kafin við eldamennskuna. Hún var snyrtileg og virðuleg að venju og svuntan hennar mjalla- hvít-og falleg. Elísabet sat í litla, rauða stólnum sínum og beið þar með matskeiðina í hendinni eftir því, sem frænka var áð'búá til á eldavélínni." Þfegár Maggie kom auga a Elísabetu, höppaði hjart- að í brjósti hennar. Þárínig var það ævinlega, er hún leit hana eftir nokkrar fjarvistir. Elísabet var yndislegt barn. Hörund hennar var hvítt og silkimjúkt, augun dimmblá og dreymandi, augnaumgjörðin mikil og dökk og hárið var rautt, með sama gullbjarmanum og á Maggie sjálfri. Elísabet leit við og sá, hvar Maggie stóð. Augun urðu stærri, andartak sat hún hreyfingarlaus og trúði varla sínum eigin aug- um. En þá hentist hún upp úr stólnum, kastaði skeiðinni frá sér og hljóp til hennar. „Mamma,“ hrópaði hún, „mamma, ei'tu komin?“ Maggie kraup og lyfti litlu stúklunni í faðm sinn. Hún þrýsti litla, granna líkamanum fast að brjósti sér og faldi andlit sitt í mjúkum, ilmandi hárliðunum. „Eg hefi saknað þín svo mikið,“ sagði hún. „Hvernig líður þér, elskan mín? Hefir ekki verið gaman hérna?“ Elísabet svaraði ekki þessum spurningum, heldur sagði: „Það eru mánuðir og kannske mörg ár síðan þú hefir komið og eg hélt að þú mundir kannske aldrei koma hingað aftur. Eg hefi líka saknað þín svo mikið.“ „En þú vissir alltaf, að eg mundi koma aftur." „Já, kannske, en mér leiddist svo mikið og Ellen frænku leidd- ist líka.“ Maggie kyssti Ellen frænku á vangann. „Þakka þér fyrir það allt saman, frænka,“ sagði hún. „Bréfin þín voru dásamleg upp- lyfting og eg vissi ævinlega, hvað ykkur leið. Eg sá Elísabet fyrir mér í huganum, hvernig hún stækkaði og þroskaðist og hvern- ig hún lærði að vera hjálpleg í húsinu." Ellen Wilson horfði rannsak- andi augum á Maggie. „Það hefir eitthvað komið fyrir,“ sagði hún. „Já, ja, það er alltaf eitthvað að koma fyrir. En það er allt í lagi með mig.“ „Hvað hefir komið fyrir, góða?“ Maggie fór úr kápunni og hengdi hana fram í ganginn. „Ekkert annað en það, að eg hefi verið að reyna að lyfta stærra hlassi en eg megna, ef eg má nota svo grófa samlíkingu.“ „En það er alls ekki gróf sam- líking.“ „Að minnsta kosti hefði þeim þótt það, þar sem eg hefi búið að undanfömu.“ „Þér er ekki um það fólk?“ (Framhald). iitiiiiiiiniiiitliiiiiii IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIJWIIIIIIIMIIIIIII'llllllllllllll IÐUNNAR-skór þykja SMEKKLEGIR, STERKIR, ÓDÝRIR. Fást í öllum kaupfélögum landsins. iiiiiiiiiiiii Skinnaverksmiðjan IÐUNN AKUREYRI iiiiiiiiiiiiiiiiiii» 'iMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIlMllllllllMlllllllllllllMllllllllllllltlllllMIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIMItlllltllllMIIMIIIIIIIl"* nr. 37/1948 | frá sköMnitimarstjóra ) Sanikvæmt heimild í 3 gr. reglugerðar Irá 23. sept. i = 1947 um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á 1 I akstri bifreiða, hefir viðskiptanefndin ákveðið eftir- = = farandi: 1 Benzínskammtur til skrásettra ökutækja á 4. tírna- | i l)ili 1948, 1. okt.—31. des., annarra en einkafólksbil'- i § reiða og bifhjóla, skuli vera hinir sömu og bundnir i i sömu skilyrðum og var á 2. og 3ja tímabiU 1948. i Á 4. tímabili 1948 verður engum benzínskömmtum i i úthlutað til einkafólksbifreiða og bifhjóla frain yfir i í það, sem áður liefir verið heimilað, sarnan ber auglýs- i | ingu nr. 19/1948. i Við úthlutanir benzínskammta á 4. tímabili 1948 § | notast benzínseðlar þeir, er löggiltir voru með auglýs- i \ ingu nr. 33/1948. | Reykjavík, 29. sept. 1948. | Skömmtunarstjóri. f z c • iiiiiiiiiiiiiiiiiimiIimiiiiiiiimmiiiimiiiiIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiijiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimmmmiii? AualÝsið í „DEGIff HKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHCHKHKHKHKHKHKH: Kjölfar Rauða drekans Ralls hentist aftur á bak við höggið. Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 17 „Skál, gamli vinur,“ sagði hann. V“»vi Teleia veifaði til okkar frá þilfarinu. RALLS TÓK ÞEGAR áskorun minni. „Þú hagar þér eins og fífl, Sam,“ sagði hann. Því næst krosslagði hann handleggina og beið þess rólegui', að ég byrjaði leikinn. Hann horfði fyrirlitlega á mig, er ég nálgaðist. Ég hafði nánar gætur á honum og íhugaði vandlega, hvar bezt mundi að ætla fyrsta högginu stað. Ég gerði mér það ljóst, að þarna var ekki við neinn viðvaning að fást, heldur alvanan bardagamann, sem kunni flest brögð. En hann var eiginlega elcki farinn að gefa mér gætur enn og ég varð að nota mér það án tafar. Annars mundu litlar vonir um að ég mundi standa yfir höfuð- svörðum hans. Carter var aö skreiðast upp úr flæðarmálinu og hann strauk vangann í sífellu, þar sem Ralls hafði hitt hann. Ég hljóp fram og hnefinn lenti á kjálka Ralls af svo miklu afli, að ég hentist aftur á bak, en Ralls hrökk tvær mannslengdir aftur á bak og kútveltist í sandinum. Hann settist brátt upp, strauk vangann og sagði: „Þetta var ekki svo ólaglega gert, Sam(. Þú hefir samt átt að miða nær eyranu.“ Hann virtist hinn rólegasti. „Geymdu ráðleggingar þínar," sagði ég öskuvondur, og gekk í áttina til hans. Hann stóð upp, glottandi, en ég réðist á hann án frekari fyrirvara. Fyrra höggið missti marks, og ég sá að hann sortnaði í framan, og ég óttaðist, að þar með hefði ég glatað tækifæri til sigurs. Ég kom samt öðru höggi á hann og fylgdi því fast eftir. „Þetta áttu skilið,“ sagði ég um leið og ég hitti hann, og mér var sannai'lega alvara. Höggið kom á vanga hans og hann féll aftur á bak í sandinn. Ég gekk til hans og byrjaði að telja: „.... átta, níu“ eins og í hnefaleikakeppni. „Þetta var ágætt, Sam“ sagði hann. „Eg var að því kominn að missa stjórn á skapi mínu við þetta högg.“ „Það var von mín, að þú mundir gera það,“ svaraði ég. „Nú er það of seint,“ sagði hann. „Ég ber þig ekki.“ Hann staulaðist á fætur, greip flöskuna, tók vænan teyg úr henni, og rétti mér hana síðan: „Skál, gamli vinur", sagði hann. Mér rann reiðin snögglega, tók við flöskunni og sagði: „Skál fyrir þér, Ralls, þú ert meiri maður en ég hélt þú værir.“ „Þakka þér fyrir, Sam,“ sagði hann. „Mér þykir vænt um þessi orð af þínum munni.“ Okkur var róið til baka til skips. Við sáum hvar Tel- eia stóð á þilfari Flores og veifaði til okkar. „Eitthvað hefur komið fyrir, meðan við vorum burtu,“ sagði Ralls. Og við komumst brátt að raun um, að svo var. Þegar við stigum um borð í „Drottninguna", var engan mann að finna um borð. Við hlupum um þilfar og káetur og kölluðum á Ripper og Tewelliger, en fengum ekkert svar. „Sam“, sagði Ralls, þungur á svip. „Þarna lékstu illa og ódrengilega á mig, að lokka mig burt, á meðan Hol- lendingarnir mútuðu skipshöfninni." Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.