Dagur - 13.10.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: „Beinverkir eyðslunnar", ástandið í dag mótast af stjórnarháttum fyrri ára. Dagu Fimmta síðan: Jón H. Þorbergsson ræðir þingmannakjör í dreifbýl inu. íþróttaþáttur. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. október 1948 40. tbl. Fjárskipti milli Héraísvalna og varnargirðinga í Eyjalirði að ári Alþingi var sett á mánudagiim Alþingi var kvati saman til fundar sl. mánudag. Lýsti forseti íslands yfir þingsetningu eftir að þingmenn höfðu hlýtt messu í dómkirkjunni. Á fundinum á mánudaginn var aldursforseti, B.iörn Kristjánsson, þingmaður Norður-Þingeyinga, í forsæti og minntist hann við það tækifæri þingmanna, er látist höfðu á ár- inu, þeirra Péturs Magnússonar, 1. þm. Reykvíkinga, og fyrrv. al- þingismanna Magnúsar Torfa- sonar og Héðins Valdimarssonar. í gær voru kosnir forseti Sam- einaðs Alþingis og forsetar deilda. Blaðið hafði ekki fregnir af kosningunni í gær, en líklegt var talið að sömu menn yrðu valdir og sl. ár, þ. e. Jón Pálma- son, forseti Sameinaðs þings, Bernh. Stefánsson, forseti Efri deildar og Barði Guðmundsson, forseti Neðri deildar. Bygging minnisvarða Jóns Arasonar bundin Hvalfjarðarsíldinni! í erindi um daginn og veginn í útvarpinu ,á mánudagskvöldið upplýsti Árni Eylands stjórnar- ráðsfulltrúi, að Fjárhagsráð hefði gefið vilyrði fyrir því að veita íjárfestingarleyfi til byggingar hins fyrirhugaða minningarturns Jóns Arnasonar og sona lians að Hólum, ef útflutningsverðmæti þessa árs færi yfir 425 millj. kr., eða m. ö. o., ef síldarvertíðin í Faxaflóa gengi vel. Eins og kunnugt er hefir lengi verið ráð- gert að koma upp minnisvarða að Hólum á 400 ára dánarafmæli þeirra Hólafeðga, eða eftir tvö ár. Með því að heita þannig á Jón biskup á sambandi við síldveið- arnar hefirFjárhagsráð þó vissu- lega stefnt málinu í nokkra ó- vissu og dregið nafn biskups inn í atburði Hðandi stundar á ósmekklegan hátt. í sama erindi upplýsti Árni Eylands, að Hóla- kirkja þyrfli bráðra umbóta við, t. d. væri þak hennar ónýtt og hurðir ónothæfar. Hefði Alþingi veitt 90 þús. kr. til viðgerðar á kirkjunni í fyrra, en ekki hefði verið hafizt handa um að setja nýtt þak á kirkjuna, þrátt fyrir það. Hins vegar hefði múrari verið sendur norður til þess að forskala og hylja hina fornu veggi! Þótti ræðumanni þessi viðgerð furðuleg að vonum. Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu Á knattspyrnumóti Norðurlands fyrir skömmu, sigraði íþróttafélagið Þór, Akureyri. Myndin er af knattspyrnuflokki félagsins: Talið frá vinstri: Standandi, Guðjón Einarsson, dómari mótsins, Jóhann Eg- ilsson, Björn Halldórsson, Árni Ingólfsson, Júl. B. Magnússon, Hreinn Óskarsson, Guttormur Berg, Sig. Samúelsson, Gísli Eyland. Fremri röð: Gunnar Oskarss., Baldur Arngrímss., Sverrir Georgss. Þing Alþjóðasambands samvinnumanna: Átök vesfurs og austurs seftu höfuðsvip Rússar og fylgihnettir þeirra héldu uppi áróðri gegn vestrænu lýðræðisþjóðunum á þinginu en voru í stórum minnihluta Stutt samtal við Jakob Frímannsson Jakob Frímannsson framkv.stj. Kaupfélags Eyfirðinga kom hing- að til bæjarins í gær frá alþjóða- þingi samvinnumanna, sem hald- ið var í Prag í septemberlok, en Jakob var einn af þremur full- trúum íslands á þinginu. Hinir fulltrúarnir voru þeir Vilhjálm- ur Þór forstjóri SÍS og Erlendur Einarsson framkvæmdastj. Sam- vinnutrygginga. Dagur átti í gær stutt samtal við Jakob Frímanns- son um þetta alþjóðaþing sam- vinnumanna. Jakob sagði, að þetta þing hefði orðið fulltrúum vestrænu þjóðanna til nokkurra vonbrigða og hefði það afrekað miklu minna en þingið í Zurich árið 1946. Þá fór sæmilega á með fulltrúum Rússa og lýðræðisríkjanna, en nú var þinghaldið með allt öðrum svip. Átök austurs og vesturs settu höfuðsvipmót á þinghald- ið. Þessi átök hófust þegar fyrsta daginn, er Sidoroff aðalfulltrúi Rússa, hélt aðalræðu sína. Hélt hann uppi áróðri gegn vestrænu sama strenginn og hélzt þetta reiptog þingið út. Greiddu Rúss- ar og fylgihnettir þeirra atkvæði gegn öllum málum þingsins, en voru jafnan í miklum minnihluta, höfðu um 470 atkvæði að jafnaði gegn 550 atkvæðum lýðræðis- ríkjanna. Rússar greiddu meira að segja atkvæði gegn samþykkt skýrslu stjórnar ICA, sem þeir eiga þó sæti í. Rusholme lávarð- ur, formaður stjórnarinnar, var forseti þingsins. Um móttökurnar Tékkóslóva- kíu sagði Jakob Frímannsson, að þær hefðu verið góðar. Hefðu stjórnarvöldin búið vel að þing- (Framhald á 8. síðu). Gjaldeyrisaðstaða bankanna batnar í lok septsmbermánaðar sl. nam inneign bankanna erlendis 55,3 millj. króna, að frádreginni þeirri upphæð, sem bundin er vegna togarakaupa. Ábyrgðar- lýðræðisþjóðunum með svipuðu skuldbindingar bankanna námu Fulltrúaf undur á Akureyri mælir með niðurskurði alls sauðf jár á svæðinu og innflutningi nýs stofns frá Vestfjörðum Garnaveiki í sauðfé orsök þessara fyrirætlana Síðasctliðinn laugardag komu saman hér á Akureyri 56 fulltrúar hreppa og bæiarfélaga á svæðinu frá Héraðsvötnum til varnargirð- inga saugfjárveikivarnanna hcr í Eyjafirði, til bess að ræða og taka ákvörðun um niðurskurð á öllu sauðfé á bessu svæði haustið 1949 og innflutning fiárstofns frá Vestfjörðum og víðar að. sniði og menn þekkja nú orðið frá öðrum alþjóðaþingum, er komm- únistar eiga sæti á. Austur-Ev- rópufulltrúarnir tóku strax í á sama tíma 33,3 millj. kr. Nettó- inlieign var því röskar 20 nillj. króna. Hafði aðstaSan batnað frá því í ágústlok um 7,2 millj. kr. Til fundarins var efnt að tilhlut- un Sauðfjársjúkdómanefndar ríkisins. Hafði nefndin ritað sýslumönnum Eyjafjarðar- og Skagaf jarðarsýslna og * bæjarfó- getum kaupstaðanna bréf í ágúst sl., þar sem mælst var til þess að þeir beittu sér fyrir því að full- trúar yrðu kjörnir' í hverjum hreppi til þessa fundar. Hrepps- nefndir og bæjarstjórnir beitt sér síðan fyrir fundum fjáreigenda og kusu þeir fulltrúa til þess að mæta á fundinum hér. Mættu 27 fulltrúar úr Eyjafjarðarsýslu, 24 úr Skagafjarðarsýslu, 3 frá Siglu- firði og 2 frá Ólafsfirði. Auk þeirra sátu fundinn þeir Sigurð- ur Sigurðsson sýslumaður Skag- firðinga, Friðjón Skarphéðinsson, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Sauðfjái-sjúk- dómanefndar ríkisins. Niðurskurður samþykktur. Á fundinum kom fram frum- varp um f járskiptin og er svæðið tilgreint þannig, að það nær yfir eftirtalda hreppa og hreppshluta: Holts-, Haganes-, Fells-, Hofs-, Hofsós-, Hóla-, Viðvíkur- og Akrahreppa í Skagafjarðarsýslu, Saurbæjarhrepp, tvo bæi í Öng- ulsstaðahreppi, 4 úr Hrafnagils- hreppi, Glæsibæjarhrepp norð- an varnargirðingar, ennfrem- ur Öxnadals-, Skriðu-, Arnar- ness-, Árskógs-, Svarfaðardals-, Dalvíkur- og Hríseyjarhrepps í Eyjafjarðarsýslu, Ólafsfjörð og lögsagnarumdæmi Siglufjarðar. Er gert ráð fyrir útrýmingu alls sauðfjár á svæðinu haustið 1949 og innflutningur fjárstofns, aðal- lega frá Vestfjörðum. Fari skipt- in fram skv. lögum frá 9. maí 1947 um fjárskipti. Fimm menn skulu skipa framkvæmdanefnd fjárskiptanna, og fimm menn í kjörstjórn til þess að sjá um alr menna atkvæðagreiðslu fjáreig- enda um frumvarpið. Eftir allmiklar umræður urðu úrslit á fundinum þau, að frumvarpið var saanþykkt ineð 47 atkv. gegn 9. Greiddu allir fulltrúar Skriðuhrepps atkv. gegn málinu ,einn fulltrúi úr Skagafirði, einn úr Svarfaðar- dal, einn úr Hrísey og allir fulltrúar Siglufjarðar. Málið mun því fara til al- mennrar atkvæðagreiðslu fjár- eigenda, og þurfa 2/3 þeirra að greiða atkvæði og 2/3 þeirra að samþykkja frumvarpið til þess að ákvæðum landslaga sé fullnægt. í kjörstjórn þeirri, sem á að sjá um atkvæðagreiðsluna eru þcssir menn: Gísli Sigurðsson, Víðivöll- (Framhald á 8. síðu). Er síldargengd í Eyjafirði? ] Að undanförnu hafa Dal- [ víkingar haft lagnet til síld- [ veiða úti á víkinni og aflað að \ jafnaði um Vz tunnu síldar í i lögn, 2 net. Beaidir þetta ein- | dregið til þess að nokkur síld- \ argengd sé hér í firðihum, en j það mál er þó órannsakað [ með öllu og ekki hefir frétzt j um að síldarleitarskipin muni \ koma hingað og leita í firðin- j um með dýptarmælum. Virð- | ist það mál þó vel athugandi. 1 Síldarleitarskipin, Fanney og I i Særún leita nú í ísafjarðar- 1 ! djúpi og í Steingrímsfirði. — i j Særún hefir fengið nokkur I i hundruð mál í Steingrímsfirði I i og orðið vör við allmikla sííd j I þar, en Fanney hefir enga síld j i fundið í ísafjarðardjúpi. Síld- ; i veiðin þar hófst um þetta leyti j ; í fyrra. likki hefir heldur orð- ; i ið síldar vart í Faxaflóa enn i i svo nokkru nemi, en mikill : i viðbúnaður er syðra til veið- i i anna. Hafa verið flutt inn i veiðarfæri fyrir háar upphæð- i ir og stækkun verksmiðja og | i aimar slíkur undirbúningur í i landi kostar þegar margar i milljónir. Er mikið í húfi fyrir i þjóðarbúskapinn, að aflasælt i verði í Faxaflóa í haust og i vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.