Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 20. olctóber 1948 Landbúnaðurinn í Eyjafirði: ræktarfélag Hrafnagilshrepps í félaginu eru 29 kúabú með alls 336 kúm og mjólkandi kvígum á skýrslu. Meðalnyt fullmjólka kúa er 3222 kg. x 3.87% = 12472 fitueiningar (1946) 3174 kg. x 3.83% = 12178 fitueiningar Yfir 14.000 fitueiningar mjólkuðu 47 kýr, eða tæpur fjórðipartur. Yfir 12.000 fitueiningar mjólkuðu 101 kýr, eða góður helmingur. Þessar kýr hlutu 1. verðlaun á sýningunni í vor: 1. Eva, Hvammi f. 1933. Faðir Ljótur. Meðalnyt 1946 og 1947: 3507 kg. x 3,76% = 13203 fitueiningar. 2. Rósa 6, Vöglum, f. 1935. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3789 kg. x 3,82% = 14462 fitueiningar. 3. Snotra 8, Hranastöðum f. 1936. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3465 kg. x 3,85% = 13334 fitueiningar. 4. Dimma 7, Hrafnagili f. 1947. Faðir Kúði. Meðalnyt 1946 og 1947: 4279 kg. x 3,72% = 15908 fitueiningar. 5. Gjöf 17, Víðigerði f. 1937. Faðir Herrauður. Meðalnyt 1946 og 1947: 4060 kg. x 3,57% = 14489 fitueiningar. 6. Kiða 40, Hvammi f. 1938. Faðir Lubbi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3772 kg. x 3,97% = 14989 fitueiningar. 7. Laufa 10, Hranastöðum f. 1938. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3656 kg. x 3,83% = 14004 fitueiningar. 8. Linda 44, Hvammi f. 1937. Faðir Adam. Meðalnyt 1946 og 1947: 4122 kg. x 3,62% = 14941 fitueiningar. 9. Búkolla 12, Holtaseli f. 1939. Faðir Geysir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3688 kg. x 3,84% = 14165 fitueiningar. 10. Lukka 15, Torfum f. 1939. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3663 kg x 4,23% = 15503 fitueiningar. 11. Skrauta 4, Espihóli f. 1939. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 4488 kg. x 3,91% = 17551 fitueiningar. 12. Gæfa 18, Miðhúsum f. 1939 frá Gilsbaka. Meðalnyt 1946 og 1947: 3843 kg. x 3,89% = 14967 fitueiningar. 13. Flóra 25, Espihóli f. 1940. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 4094 kg. x 3,94% = 16134 fitueiningar. 13. Gríma 11, Hranastöðum f. 1940. Faðir Ljómi. Meðalnyt 1946 og 1947: 4164 kg. x 3,76% = 15664 fitueiningar. 15. Linda 35, Grund f. 1940. Faðir Brandur. . Meðalnyt 1946 og 1947: 3904 kg. x 4,17% = 16284 fitueiningar. 16. Ríla 33, Grund f. 1940. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3379 kg. x 3,82% = 12924 fitueiningar. 17. Mjallhvít 1938, Hvammi f. 1940. Faðir Adam. Meðalnyt 1946 og 1947: 3464 kg. x 4,18% = 14469 fitueiningar. 18. Padda 1, Hrafnagili f. 1940. Faðir Lýti. Meðalnyt 1946 og 1947: 3204 kg. x 4,60% = 14726 fitueiningar. 19. Grána 22, Víðigerði f. 1940, Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3728 kg. x 3,94% = 14678 fitueiningar. 20. Penta 34, Grund f. 1940. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3344 kg. x 4,67% = 15617 fitueiningar. 21. Huppa 18, Torfum f. 1940. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3698 kg. x 4,32% = 15989 fitueiningar. 22. Skrauta 8, Holtsseli f. 1940. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3563 kg. x 4,60% = 16402 fitueiningar. 23. Díla 6, Möðrufelli f. 1941. Faðir Geysir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3862 kg. x 3,50% = 13507 fitueiningar. 24. Hyrna 7, MiðhúSum f. 1941. Faðir Grímur. Meðalnyt 1946 og 1947: 3184 kg. x 4,76% = 15144 fitueiningar. 25. Leista 38, Grund f. 1941. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3826 kg. x 4,73% = 18116 fitueiningar. 26. Gráskjalda 23, Víðig. f. 1941. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947: 3982 kg. x 4,22% = 16801 fitueiningar. 27. Hekla 3, Hrafnagili f. 1942. Faðir Hlöðver. Meðalnyt 1946 og 1947: 3334 kg. x 3,82% = 12740 fitueiningar. 28. Salvör 24, Víðigerði f. 1942. Faðir Hlöðver. Nyt 1947: 3371 kg. x 4,35% = 14664 fitueiningar. Athyglisvert er, hve margar dætur Ljóma og Glæsis skara fram úr. — Meðalnytin í þessu félagi er langbezt að þessu sinni, (en ekki í félagi Öngulstaðhrepps eins og ranglega var frá skýrt í þættinum um það félag). BRIDCEKEPPNI I. flokkskeppni Bridgefélags Akureyrar liefst sunnu- \ \ daginn 31. oktöber. Þátttakendur gefi sig fram við Friðrik Hjaltalin, sími i \ 186, í síðasta lagi þriðjudaginn 26. október. Stjórnin. ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Meistaramótinu í frjálsum íþróttum er lokið. í síðustu grein, 3000 m. hlaupi átti K. A. alla keppendur, og var Óð- inn Árnason fyrstur á allgóðum tíma miðað við aðstöðu. Stefán Ingvi (Þór) gat ekki mætt, var og að vinna þegar keppt var í 1500 m., en hann virðist með sterkustu hlaupurum Ak. á þessum vega- lengdum. Vegna endurtekinna ummæla í íþróttaþætti íslendings, sem stjórnað er af ráðamönnum K. A. verður að skrifa hér fáein orð til skýringar um þetta mót. Það er satt, eins og þar getur, að framkvæmd þess var slæm, en þess var sjálfsagt að geta í því sambandi, að einmuna erfitt tíð- far — sem jafnvel K. A. fær ekki við ráðið — gjörbreytti þar allri áætlun og eyðilagði með snjó og foraði sæmilega undirbúinn völl í upphafi. Hitt er og satt að K. A. hlaut miklu fleiri meistara en Þór, en þess er hvergi getið, að þar var um hæpna íþróttasigra að ræða í sumum greinum. Öllum getur yf- irsést og allir gleymt. Fram- kvæmdanefnd mótsins gleymdist að auglýsa kvennahlaupið og ákvað, með samþ. félagsstjórnar, að sleppa 800 m. hlaupi, þar sem sömu menn myndu verða í 1500 og 3000 m. hlaupi en æfing og aðstaða lakari en skyldi. Þessum greinum var þó skotið inn í á mótinu eftir ósk K. A., en ekki auglýstar. En keppendum frá Þór, m. a. Akureyrarmeistara í kvennahlaupi, sem ásamt fleirum mætti til leiks, var meinað af K. A. og þess vegna neitað af mót- stjórn um þátttöku, vegna þess, að tilkýnning hefði borizt of seint! í 60 m. hlaupinu hlaut Baldur Jónsson (tvímælalaust bezti spretthlauparinn hér) að skorast undan þátttöku vegna raunalega óíþróttamannslegra ásakana frá fyrirliðum íþrótta- mála í K. A. Sami Baldur Jóns- son hafði þó — sem aoalmaður í framkvæmdanefnd mótsins — leyft sér að skrá Hörð Jörunds- son K. A. sem keppanda i kringlukasti, er K. A. hafði gleymt, en Hörður var annar í þeirri grein og álitlegasti kepp- andi bæjarins á því sviði. Sömu- leiðis hafði Baldur á síðustu stundu minnt K. A. á að tilkynna þátttöku í fimmtarþraut, sem líka hafði gleymst, og gaf þar með frá sér meistaratitilinn í þeirri keppni. Vonandi skilst okkur bráðum, að ef við höfum meistaramót fyr- ir Akureyri, þá er æskilegt að þar fái að reyna sig bezta íþróttafólk- ið, hvort sem niðurstaðan verður einum eða nokkrum færri meisl- arar fyrir hvort félag. Rétt er að fylgja viðtekinni venju, að taka ekki til keppni þá, sem ekki eru skráðir, hafi viðltomandi fcngið að vita um keppnina og skilyrðin, sem sett eru til þátttöku. Meða nýja íþróttasvæðinu breytist nú margt til batnaðar. J. J. ★ Veírarstörfin í fimleikahúsinu. Nú er vetrarstai'fið hafið í JÓN ÞORSTEINSSON, skáld, og áður bóndi á Arnarvatni var jarðsettur á Skútustöðum laug- ardaginn 28. ágúst. Sóknarprest- urinn, Magnús Már Lárusson, jarðsöng og hann flutti einnig húskveðju heima á Arnarvatni. Sigurður Jónsson bóndi á Arn- arvatni flutti þar kvæði það er hér fylgir. Jarðarförin fór fram við fjölmenni, inndælu og fögru veðri. Skeður margt á langri leið. Lít eg yfir farið skeið. Sextíu ára samferð hér sé eg nú að lokið er — gengið allt sem gladdi og þreytti. Og þetta er eins og andartak, æfi þegar séð er á bak. Okkur bar og áfram fleytti örsnöggt tímans vængjablak. Fyrr cn varði og vissum neitt var svo starfadegi eytt. — Því er miður, því er ver, það fer mörgum líkt og mér: mega efstu árum á eftir töpuðum færum sjá, verða að játa að ógjört er allt það stærsta er hugsuðu sér. Eins finnst mér að eigi við þig allt er eg nú segi um mig. Mývatnssveit var móðir þín „Mest þar blessuð sólin skín“, kvaðstu í æsku ofurást, er þú hana úr fjarska sást. Fjalladalsins „Fögurkinn“ fóstra þín þó yrði um sinn, ungan hingað aftur bar, enda stóðu ræturnar allar djúpt í ættarsvörð uppi hér við fjöllin hörð. fimleikasölunum uppi á brekk- unni. Hvern virkan dag, frá morgni til kvölds, er þar um slóðir fólk á ferli, fólk á ýmsum aldri og af öllum gerðum. En inn- an dyra er hoppað og hlaupið, boðið og baðað, leikið og keppt af lífi og sál. Mest ber þarna — eðlilega, og eins og víðar — á skólafólkinu, úr barnaskóla, gagnfræðaskóla, kvennaskóla o. fl. En auk þess mæta þar smærri og stærri hópar áhugamanna og kvenna, aðallega til æfinga í handknattleik og badminton. Nú er þar einnig byrjað með frjálsar íþróttir — hlaupaæfingar — og knattspyrnu (í öðru veldi). Fim- leikarnir virðast helzt útundan og er slæmt til þess að vita. Þeir ættu hvarvetna að vera með og fyrstir á skrá í slíku húsi. í. B. A. — flokkur karla, sem æfði skarp- lega sl. vetur, — er þó að byrja aftur og þar myndi vel tekið á móti nokkrum nokkuð vönum fimleikamönnum til viðbótar. Óséð ei' enn, hvort íjrróttafélögin í bænum halda uppi sérflokkum í kvennaleikfimi, eða horfið verði að sama ráði og með piltana, að sameina í einn flokk úr báðum félögunum og þar með allar döm- ur bæjarins, sem stunda vilja aðra fimleika en þá, sem gefast í „slag“ um kápur og „bomsuar“ og ekki neitt! Fylkingin við búð- ardyrnar kl. 8.30 á mánudegi gæti verið glæsileg og skemmti- leg í fimleikasal. Og mörgum í hópnum væri áreiðanlega stór- (Framhald á 5. síðu). Eins og draumsjón yndisleg hló hún þá við huga þínurn hásveitin, með töfrum sínum unaðsrík á allan veg. Aðdáandi orktir ljóð um hve móðir sú cr góð: „En hve sveitin sú er fögur sælufull og listarík“. — Fjallaheiðið, láð og lögur, lögðu á tungu orðin slík. „Varstu ekki í heitum hug?“ hingað þegar horfði leið þín, heitmey fögur þar sem beið þín. — Hindrun hverri lirattst á bug. Æfintýra ljómi lék þá lífi þínu yfir um sinn. Þá var heiður himininn. Hamingjan hvergi frá þér vék þá. Yfir hálfrar aldar dag ástin komst í marga raun, bar þó ykkar einkahag aldýr tryggða-laun. Hversu hart sem ljóst og leynt lífið hafði á þrek þitt reynt, harniaspor og sorgar-sárin samt fékk enginn greint. — Dyljast heitust harma-tárin, hetjur fá þeim leynt. Verður böl á lífsleið langri lendi menn á hillu rangri. Sé mót eigin eðli brotið aðal manns sín fær ei notið. Lífsþörf höndin leysa mátti en listagyðjan hug þinn átti — hún fékk bara hjáverkin. Hin er aldrei kröfulin; hún fékk líka í hluta sinn hrifsað krafta og starfsdag þinn. Verkin þín hér hverfa og gleymast, en hjáverk þín, þau munu geymast; þetta allt, sem þitt var eigið, það fær ekki í gröfinni legið. Þó einn fæddan fagurfræðing fjötri jarðlíf duftsins læðing, það sem í sannleik andans er, enginn getur bundið hér. List í hljómi, lit og línum, listin máls með háttum sínum, var þitt sanna andans yndi, eins og hann þar samhljóm fyndi. Frelsið, gleðin, fegurðin fastari áttu ei nokkurn vin; af þeim ljómi cndurskíu, af þeim geisla ljóðin þín. Alvara beizk er íslands þjóð eins og runnin í merg og blóð. Lífsstríð háð í hörðu landi henni fyrir gleði stóð. En gleðinnar fagri, góði andi gerði létt og heitt þitt blóð. Orðaleikur, glettnin, gleðin, góðlát kímni, sneið hálfkveðin, var þér allt jafn tækt og tamt tekið létt, en hæfði samt. Þó frá sönnu Sónar fulli sviíir á leik í fjarstæðu bulli brást ei, það var líka list — listin bæði siðast og fyrst. Gleðifulltrúinn frjálsi varstu fyrir hana merki barstu. Fágætt er að íslendingi auðnazt liafi á skáldaþingi sæti að skipa það sem þú þér hefir unnið og lieldur nú. Kveð eg þig, því kallað hefur konungur, sem allir lúta. Barn sitt sér að brjósti vefur byggðin fögur reynislúta. Fagnar þér Arnór, og fagnar þéi Skúta!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.