Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 20. október 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli PRKNl'VERK ODÚS BJÖRNSSONAR H.F. Skrafið um „frjálsa verzlun“ „1SLENDINGUR“ heldur áfram sýndarbaráttu sinni fyrir „frjálsri verzlun“ á sama tíma og for- ustulið Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gætir þess vandlega, að á engan hátt sé hróflað við for- réttindaaðstöðu heildverzlana og Reykjavíkur- bæjar á verzlunarsviðinu. Á það var bent hér í blaðinu á dögunum, að verzlunarmálabarátta Is- lendings minnti óþægilega á friðarbaráttu Vishin- skys í París. Rússar tala fagurlega um frið og af- vopnun á sama tíma og raunverulegar athafnir rússnesku valdhafanna stefna heimsfriðinum í augljósan voða. íslendingur ræðir fjálglega um nauðsyn frjálsari verzlunarhátta, en valdamenn Sjálfstæðisflokksins halda dauðahaldi í núverandi skipan þeirra mála og berjast gegn hverri réttar- bót. BLAÐIÐ TREYSTIR því augsýnilega, að al- menningur muni nú ekki gerla lengur hver urðu afdrif tillagna kaupstaðaráðstefnunnar á Alþingi og síðan í Fjárhagsráði og Viðskiptanefnd. Var sú saga að nokkru rifjuð upp hér í blaðinu á dögun- um, en ummæli íslendings gefa tilefni til þess að gera það aftur. Það er rétt, að Jón Pálmason var einn af flutningsmönnum þingsályktunartillög- unnar um verzlunarmálin og má vel vera að hann hafi haft áhuga fyrir nokkurri nýskipan þeirrai En þrátt fyrir þann áhugað varð raunin sú, að í meðförum þingsins var tillögunni breytt úr fyr- irmælum til ríkisstjórnarinnar í lauslega áskorun og þrátt fyrir þessa breytingu, greiddu fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu og tveir sátu hjá. Þess var getið til hér í blaðinu á sl. vori, er þessi urðu afdrif tillögunnar í þinginu, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi vel vita, hvað hann væri þarna að gera og mundi ætl- unin sú, að stinga tillögunni undir stól í ríkis- stjórn og Fjárhagsráði og hafaþingviljannaðengu. Ekki þurfti lengi að bíða eftir sönnunargögnum. Á sl. vori fluttu fulltrúar Framsóknarflokksins í Viðskiptanefnd og Fjárhagsráði þrásinnis tillög- ur um að taka upp þá skipan um úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa, sem samþykkt var af kaupstaðaráðstefnunni og að nokkru leyti af Alþingi í fyrrnefndri þingsályktunartillögu. Þcssar tillögur voru fclldar í Fjárhagsráði og í ríkisstjórninni af fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins. Þar með var staðfcst hvem hug forráðamenn þess- ara flokka raunverulega báru til tillagna kaupstaðanna og kröfu landsmanna um breytta verzlunarháttu. Þrátt fyrir samþykktir kaupstaðaráðstefnunn- ar, þingsályktunartillöguna á Alþingi og aljt }iið innfjálga mas „íslendings" um frjálsari verzlun, er raunin sú, að engin breyting til bóta hefir verið gerð síðan í fyrra, allt situr þar í sama farinu og höfuðábyrgðina á því bera Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Heimsfriðinum er ekki borgið, þótt Vishinsky haldi fallegar ræður í París og verzlunarfrelsinu á fslandi er ekki borgið, þótt íslendingur skrafi góðlátlega um nauðsyn frjálsra verzlunarhátta og bannfæri núverandi skipan þeirra mála. Hin raunverulega stefna flokksins kemur fram í aðgerðum fulltrúa hans í nefndum ríkisins og á Alþingi, en ekki í dálkurn blaðsins. Fulltrúar flokksins þar hafa staðið gegn réttmæt- um kröfum landsfjórðunganna. Litlar likur eru til þess, að þeir hafi breytt um færst væntanlega skorið á þessu skoðun síðan í fyrra. En úr þvi þingi. FOKDREIFAR Dularfullir herforingjar. „ÞEIR VERÐA herforingjar án hers,“ segir í feitri yfirskrift í síðasta eintaki kommúnistablaðs- ins hér. Er hið ágæta Moskvuút- varp borið fyrir þessari stórfrétt. Oss fýsir mjög að kynnast því, hverjir þessir ógæfusömu her- foringjar eru og leggjum þvi í að lesa ritsmíðina. Til skemmtunar og fróðleiks fer merkisritgerðin hér á eftir í heilu lagi: „Stríðssöngur toppfígúra Vest- urblakkarríkjanna gengur nú fjöllunum .hærra. Ottast þeir sýnilega mjög þau áhrif, sem af- vopnunartillögur Sovétríkjanna hafa á hugi almennigns í löndum þeirra. Hver af öðrum troða hinir háu herrar Vesturveldanna upp og lýsa yfir af fjálgleik miklum, að í raun og veru séu þeir mjög miklir friðarvinir, friður sé þeirra hugsjón, en ótætis kommúnist- arnir í Rússlandi séu alveg skelfilega vondir menn. Þeir geri ekkert annað en vígbúast og auðvitað verði Vesturveldin þá iíka að vígbúast, annars sé allt í voða. Þessa fínu, borðalögðu menn skiptir það vitanlega engu máli þó að staðreyndirnar séu and- stæðar orðum þeirra. Þeir halda að með nægilega miklum vaðli geti þeir kæft þá staðreynd, að Sovétríkin eru nú stöðugt að fækka í her sínum, en Vestur- veldin auka sína heri dag frá degi. Og hverjum finnst ykkur nú, lesendur góðir, vera meira frið- spillar: Þeir, sem fækka í hern- um og leggja til allsherjar at- vopnun, eða hinir, sem sífellt eru að taka fleiri og fleiri ár- ganga í herinn og reka stanzlaus- an áróður fyrir nauðsyn hervæð- ingar?“ Þarna er mikill vísdómur lag- lega framreiddur „í samanþjöpp- uðu formi", en sá-galli er þó á ritgerðinni, að vér erum jafnnær um herforingjana. Þeirra er að engu getið. Það er eins og rithöf- undurinn hafi orðið svo ákafur flytjandi friðarboðskaparins úr austri, að hann hafi alveg gleymt vesalings mönnunum. Gestaþraut á forsíðunni. VONSVIKNIR tökum vér oss næst fyrir hendur, að leysa gestaþrautina, sem getur að líta í síðustu málsgrein ritsmíðarinn- ar. Til þess að undirbúa það, að svar vort verði í sem beztu sam- ræmi við staðreyndir, lítum vér innan í blaðið eftir leiðbeiningu um gang heimsmálanna. Þar get- ur fyrst að líta grein um „stefnu friðarins" og sökkvum vér. oss óðara niður í hana. Þeir segir m. a. að Sovétríkin séu ríki friðarins og stefna þeirra stefna friðarins. Oðru máli gegnir með Bandai'ík- in. Þau hervæðast í gríð á meðan Sovétherirnir ganga saman eins og skafl í vorleysingu. Hvorki meira né minna en 79% af ríkis- útgjöldum Bandaríkjamanna ganga til hernaðarþarfa, á meðan litlu, saklausu Sovétríkin, einka- fyrirtæki verkamanna og bænda, eyða ekki nema 17,5% í her- kostnað. (Heimilda er ekki getið í blaðinu). Þetta eru ákaflega merkilegar upplýsingar og eftir þær auðvelt að leysa gestaþraut- ina á forsíðunni. En hvernig má það vera, að herforingjarnir verði án hers, fyrst Bandaríkin og Bretland eyða svona gífurlega miklu fé í það að auka heri sína? Eða voru þessir herforingjar ekki brezkir eða bandariskir? Vér veltum þessu fyrir oss dálitla stund án þess að komast að nokkurri endanlegri niðurstöðu með herforingjana. Er tilvera þeirra augsýnilega miklu dular- fyllri en vér áður héldum. Vér bíðum í spenningi eftir frekari fregnum af hershöfðignjunum í næsta eintaki Verkamannsnis. Frá Keflavík til Kóreu. ANNARS STAÐAR í þessu ágæta blaði rekumst vér á hálf- síðugrein, sem fjallar um „bar- áttu Sovétríkjanna fyrir friði“. Þar segir m. a. frá því, að austur á Kóreu úi og grúi af „amerísk- um agentum og fasistum“. Simp- son kemur víða við, stendur í vísunni. Þessi manntegund er þá til á gjörvallri leiðinni frá Kefla- vík til Kóreu. Ekki er þá að furða þótt lítill árangur sjáist af frið- arbaráttu Kremlhöfðingjanna, jafnvel þótt Sovétríkin hafi þarna austur frá, sem annars staðar á jarðkúlunni „gengið hina beinu götu friðarins“, eins og segir í Verkam. Og í enn einni ritsmíð segir frá því, að augljóst sé af fregnum af samvinnuþinginu í Prag, að „Vesturveldin hafi á þessu þingi haft í frammi sinn vanalega yfirgang, sem við ís- lendingar þekkjum mætavel, sbr. Keflavíkursamninginn og Marshallsamninginn“. Ja, ljótt er ef satt er. En hand- fljót hefur hún verið tékkneska ritskoðunin að koma þessum upplýsingum beint í hendur Verkamannsins, því að í prent- uðum heimildum um þinghald þetta, er hvergi getið um þessa sögulegu atburði í Prag. Eða standa þessir atburðir kannske í einhverju sambandi við hina dularfullu hershöfðingja á for- síðunni? Nú er bágt, að geta ekki svarað. Og frekari fróðleik er ekki að fá í blaðinu. Á öftustu síðu er ekkert um þetta sagt. Þar er bara getið um mann, sem orti sálma í fjósi og las kóraninn í Höfn, en þess hvergi getið að hann hafi rekizt á hina ógæfu- sömu hershöfðingja. Ekki er auðið að fá nánari vitneskju um ævintýrið í Prag eða hvarf hers- höfðingjanna fyrr en næsti •Verkamaður kemur út, en það verður, að öllu forfallalausu, á föstudaginn kemur. Tapazt liefur „Parker 51" sjálfblekungur. — Finnandi virfsamlega skili honum á afgreiðslu blaðsins, gegn fundarlaunum. é'W&fifý'i}. /é/y/ta, //u<y/a Mataræði um meðgöngutímann Við höldum áfram að tala um skyldur móður- innar við hið ófædda barn. Vegna þess að fóstrið tvöfaldar þyngd sína á síð- ustu átta vikunum, eins og við sögðum í síðasta blaði, verður næringarefnaþörfin mest þann tíma og þá er nauðsynlegt að fæðan innihaldi sem mest af eggjahvítuefnum. Eggjahvítuefni fáum við í mjólk, eggjum, kjöti og fiski og þarf konan að borða ríkulega af þessum matartegundum, hafi læknir ekki ráðlagt annað. Þá má ekki gleyma kalkþörfinni, en hún er mikil. Kalkið byggir upp beinin, og vanti það í fæðuna fer illa. Um 2% af líkamsþunga manna er kalk. Börn, unglingar og konur, sem ganga með börn eða hafa þau á brjósti þurfa mest af kalki. Nauðsynlegt er því að drekka mikið af mjólk, því að hún inniheld- ur mikið kalk, og telst manneldisfræðingum svo til, að barnshafandi konui' þurfi sem svarar 1 lítra á dag. Mörgum konum gengur erfiðlega að koma niður svo miklu mjólkurmagni á dag, en flestar munu þó kjósa að reyna, og vilja heldur leggja að sér, heldur en að tapa „einni tönn með hverju barni“, eða eiga á hættu að barn þeirra verði las- burða af þeim orsökum. Það er hægt að koma þessu mjólkurmagni niður á margan hátt, sem drykk, súrmjólk, mjólkurgrautum og súpum,. í ýms- um mat öðrum, osti o. m. fl. En korfur ættu aldrei að gleyma þeirri staðreynd, að mjólkin er ein hinna beztu fæðutegrfnda og heil- næmustu, sem hægt er að neyta. Þær konur, sem alls ekki geta drukkið mjólk, hafa ofnæmi gagnvart henni, eða af einhverjum öðrum orsökum koma henni ekki niður, verða að fá kalk-meðul hjá læknum. Til þess að líkamanum verði verulegt gagn af kalkinu og öðrum efnum, sem mypda beinin, þarf D-vítamin að vera fyrir hendi. Þetta efni myndast m. a. í húðinni við það að sólargeislarnir ná að skína á hana. Þess vegna er það, að kpnur þurfa á meiri útivist að halda þgear þær ganga með börnin en ella. D-vítamin fæst einnig með eggjum, fpitum fiski og lýsi. Lýsið inniheldur einnig mikið af A-víta- mínum og ætti að taka það inn í skammdeginu. Járnið telst einnig til hinna nauðsynlegu „bygging- arefni“, þótt ekki sé mikið af því í mamislíkaman- um. Talið er að maður, sem vegur 70 kg. hafi í sér 3 gr. járns. Mestur hluti járnsins er í hinu rauða litarefni blóðsins, en aðalstarf þess er að flytja súr- efnið úr lungunum út í vefi líkamans. Skjaldkirt- illinn og starfsemi hans er nauðsynlegt, joð og fos- fór þarf líkaminn einnig til vaxtar og viðhalds. Joð fáum við m. a. í fiski og fosfór með kalkinu í kalk- auðugum fæðutegundum. Þá eru ótalin vítamínin, sem konan þarf ríkulega á að halda þennan tíma. Um vítamínin er víða skrifað og mikinn fróðleik að finna um þau í ýmsum bókum og blöðum. Þau verða því ekki nefnd að, sinni, en aðeins minnt á það, að þau finnast mest í ýmiss konar grænmeti ávöxtum, nýmjólk o. fl. SÆNGURVERIN OG SKÖMMTUNIN. í síðasta blaði birtist stutt bréf frá konu um skömmtunarmiða-fjöldann, sem þyrfti fyrir til- búnu sængurverunum. Þar var prentvilla, sem þarf að leiðrétta: Stóð þar kr. 17 á einum stað, en átti að vera kr. 70. Verðlagsstjórinn hér hefir tjáð kvennadálkinum, að fyrirmæli þessi komi frá skömmtunaryfirvöld- unum í höfuðstaðnum og að allt sé með felldu. Þetta sé fullkomlega leyfilegt og rétt samkvæmt þeirra úrskurði. Saumastofa þar muni hafa fengið leyfi fyrir sængurveraefni, saumi hún síðan úr því og selji og sé bæði verð og miðafjöldi samkvæmt úrskurði skömmtunaryfirvaldanna. Þótt okkur gangi erfiðlega að skilja réttmæti þess arna, þýðii' líklega ekkert fyrir okkm' að malda í móinn, við verðum að beygja okkur fyrir þeim, sem valdið hafa. En óneitanlega væri gaman að fá rækilega útskýringu á því, hvers vegna neytendur eiga að láta af hendi skömmtunarseðla fyrir saumalaunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.