Dagur - 27.10.1948, Side 1

Dagur - 27.10.1948, Side 1
Forustugreinin: Þáttur kommúnista í sókninni gegn Mars- hall-áætluninni. Dagur Fimmta síðan: Fjögra ára áætlun rík- isstjórnarinnar um framkvæmdir í landinu. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 27. októbcr 1948 42. tbl. Fjögra ára áætlun m framkvæmdir fyrir 542 milljónir króna Aætlun ríkisstjórnariíinar í sanibandi við Marshallendurreisnina Flugsýn yfir Akureyri Myndin er tckin úr flugvél og sést Menntaskólinn, heimavistar- húsið nýja (á miðri myndinni), Lystigarðurinn, og í baksýn nýja bæjarhverfið Austurbyggð (í vesturbænum). Á síðari árum hafa risið upp heil hverfi ofarlega á brekkununm. Norðan við Austur- byggð eru miklar nýbyggingar. (Ljósmynd: Guðni Þórðarson). Aukið eftirlit með því að banni gegn vínveitingum til æsku- manna verði framfylgí Á umræðufundi áfengisvarnanefudar um áfengis- málin var upplýst, að sektir fyrir ölvun og óspektir hafa niargfaldazt á síðari árum Eins og aðrar |>ær þjóðir, sem þátt taka í IMarshalIáætluninni, hefur ríkisstjórnin gert drög að áætlun um allar meiriháttar fram kvæmdir, sem hún hefir í hyggju að ráðast í á næstu fjórum árum á grundvelli Marshallendurreisn- arinnar og ættu að tryggja efna- liagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framlíðinni. Þessi áætlun sem liefur vcrið samin af Fjárhags- ráði og ríkisstjóminni, var send Efnahagssamvinnustofnunni í París fyrir þann 1. okt s. 1. eins og tilskilið liafði verið. í upphafi þessarar áætlunar er gerð grein fyrir almennum við- horfum í viðskipta- og fjárhags- máluin þjóðarinnar, greint frá þróun atvinnulífsins síðustu árin og settar fram tillögur um þær framkvæmdir, sem ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á að unn- ar verði á næstu fjórum árum. Hér fer á eftir yfirlit um ein- staka þætti áætlunarinnar: Fiskveiðar. Árið 1947/48 hefur fiskafli ís- lendinga orðið meiri en nokkru sinni áður. Heildaraflinn var um 552 þús. tonn. Á næstu árum mun aukning fiskiflotans og fiskiðjuvera halda áfram, endaþótt hún verði ekki jafn ör og tvö síðustu ár. Þróun fiskiðnaðarins eftir fjögurra ára áætlun er rædd í sérstakri grein- argerð, sem kemur síðar. Þegar þessum framkvæmdum hefur verið hrundið í framkvæmd má gera ráð fyrir, að heildarfiskafl- inn 1952/53 verði um 738 þús. tonn, en það er 33,7% aukning frá árinu 1947/48. Það fer að sjálfsögðu eftir markaðsaðstæðum hvernig fisk- veiðum verður hagað 1952/53. Fiskiflotimi. Endurnýjun ísl. fiskiflotans, er var langt á eftir tímanum vegna styrjaldarinnar og langrar fjár- hagskreppu ■ f y r i r styi-joldina, hófst þegar að lokinni s í ð a r i heimsstyrjöldinni, 1945. Þá var fiskiflotinn aðeins 27.000 brútto smál. Árið 1945 samdi ríkisstjórn in um kaup á 32 nýtízku eimtog- urum, 175—180 fet hver. Af þess- um togurum hafa 27 þegar verið afhentir, og þegar við þá bætist mikill fjöldi smærri skipa, 50— 70 fet að lengd, er fiskiflotinn orðinn nú 54.000 brútto smál. að stærð. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kaupa 10 togara til viðbótar frá Bretlandi, og er þess vænst, að smíði þeirra ljúki árið 1951/52. Heildarkostnaðarverð þ e s s a r a togara er áætlað 6,2 millj. dala. Áætlað er að panta tvo togara. sem afhendist 1951/52 til viðbót- ar og endurnýjunar. Útgjöld í erl. gjaldeyri til bygginga og viðgerða smærri fiskskipa, 50—70 fet, eru áætluð að nema 500 þús. dala á ári í næstu 4 ár. Síldariðnaður. Á þessu ári er verið að auka afkastagetu síldarverksmiðja um í'úmlega 30 af hundraði. Þessi aukning hefur reynst fær vegna veitingar endurreisnarláns, að upphæð 2,3 millj. dollara, til kaupa á vélum í Bandaríkjunum fyrst og fremst. - Vegna þess, hve síldveiðar eru ótryggar, eru allar áætlanir um framleiðslu síldarlýsis og síldar- mjöls mjög óvissar. Samt sem áðúr má með nokkrum rökum áætla árlega framleiðslu síldar- lýsis 40—50.00 tonn, þegar lokið hefur verið hinum nýju verk- smiðjum. Á r 1 e g a framleiðslu síldarmjöls má með sama hætti áætla 45—55.000 tonn. Oll síldarframleiðslan er flutt út og sama er að segja um síld- armjölið, að undanskildum 7000 smál., sem notaðar eru innan- lands. í ár hafa 7000 tonn af síld- armjöli verið flutt til Bandaríkj- anna fyrir rúmlega 1 millj, doll- ara, þannig að síldarmjöl nemur um % af heildarverðmæti út- flutnings íslendinga til Banda- ríkjanna á árinu. Kaup á síldar- lýsi og mjöli fyrir endurreisnarfé (off-shore purchases) hafa num- ið 1.9 millj. dollurum, svo að augljóst er, að síldariðnaðurinn er sú atvinnugrein á íslandi, sem gefur einna mestar dollaratekjur. Mestur hluti útflutningsins fer samt sem áður til þátttökuríkj- anna, þar sem feitmetisskortur er mikill. Þróun síldariðnaðarins er þess vegna til hagsbóta þátt- tökuríkjunum. Hvað snertir ís- land, er vart hægt að ofmeta þýðingu síldariðnaðarins fyrir efnahagsafkomu þess. í stuttu máli má segja að það, hvort ís- land nái greiðslujöfnuði við önn- ur lönd, sé undir þ v í komið, hvernig árar með síldveiðar og síldariðnað. Á næstu árum mun þróun síldariðnaðarins fyrst og fremst verða takmörkuð við að endur- nýja og bæta vinnsluaðferðir í þeim verksmiðjum sem þegar eru fyrir hendi. Þó verða ef til vill reistar nýjar verksmiðjur, en þótt áætlanir um það liggi ekki fyrir. Lýsisherzluvreksmiðja. * Með hinni auknu , afkastagetu íslenzkra síldarverksmiðja má áætla, að árleg framleiðsla síld- arlýsis nemi 50.000 tonnum, nema síldveiðar bregðist. Til þess að auka útflutningsverðmæti síldai> lýsis er mjög þýðingarmikið, að geta boðið það hreinsað og hert. Síldarolía hefir áður og mun sennilegast verða flutt aðallega til þátttökuríkjanna og mun þannig' stuðla að því að minnka innflutning þeirra á feiti og feiti- olíum frá dollaralöndum. Auk þess mun bygging lýsisherzlu- verksmiðju á íslandi minnka innflutning þess á hertum olíum, en innflutningsverð þeirra hefir að miklu leyti þurft að greiðast í dollurum. Af framangreindum ástæðum hefir ríkisstjórn íslands ákveðið að byggja lýsisherzluverksmiðju, sem afkastar 50 smál. á sólar- hring. Áætlaður byggingarkostn- aður er 1.2 millj. dollara. Um 0.8 millj. dollara mun þurfa að greið- ast í erl. gjaldeyri, 0.5 millj. doll- ara fyrir vélar og 0.3 millj. doll- arar fyrir ýmiss konar bygging- arefni. Gert er ráð-fyrir að mest- ur hluti vélanna verði keyptur í Bandaríkjunum, en byggingar- efnisins mun vei'ða aflað frá þátt- tökuríkjunum. Vegna rafmagns- skorts fram að árinu 1950/51 get- ur bygging verksmiðjunnar ekki hafizt fyrr en árið 1949 og mun verða lokið á árinu 1951. Fiskimjölsverksmiðjur. Árleg framleiðsla fiskimjöls hefir á undanförnum árum aukizt talsvert og er nú 5—6000 smál. Fjöldi verksmiðja er samt sem áður langt frá því að fullnægja. Miklu af fiskúi'gangi er fleygt vegna vöntunar á verksmiðjum. Áformað er að byggja á næstu 4 árum 13 fiskimjölsverksmiðjur og er áætlaður heildarkostnaður þeirra 1.6 millj. dollara. Vélar og útbúnaður frá útlöndum er áætl- að að kosti 600 þús. dollara og skiptist jafnt á árin. Vélar munu aðallega keyptar frá þáttökuríkj- unum. Kaupskipaflotinn. Fyrir eyland, sem relcur til- tölulega mjög mikla utanríkis- verzlun, eins og ísland, er mjög mikilvægt að eiga nógu mikinn kaupskipaflota til að flytja meg- inið af útfluttum og innfluttum varningi. ísland hefir haft slíka aðstöðu. Árið 1947 jafngiltu farm- gjaldagreiðslur í erl. gjaldeyri 8.2 millj. dollara. Aðstaða ís- lands að þessu leyti fer batnandi, þar sem samið var um kaup á nýjum skipum skömmu eftir styrjaldarlok, sumpart til að fylla í skörðin fyrir þau skip, sem fór- Áíengisvarnanefnd Akureyrar boðaði skólastjóra, forráðamenn félaga og nokkra fleiri borgara á umræðufund um áfengismálin sl. fimmiudagskvöld. Mættu um 40 manns á fundmum. Jóhann Þor- kelsson héraðslæknir, formaður nefndarinnar, setti fundinn og stýrði honum. Hann kvað það vera hlutverk áfengisvamanefndar, lögum sam- kvæmt, að leita samvinnu við borgarana um úrbætur í áfengis- málum og væri efnt til fundarins m. a. í þeim tilgangi. Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari hafði framsögu af hálfu nefndar- innar og flutti hann erindi um áfengismálin og skemmtanalífið hér í bænum. Lagði hann einkum áherzlu á þýðingu tízkunnar og hættur þær, er væru samfara for- dæmi eldri kynslóðarinnar og gagnrýndi harðlega þá sam- kvæmistízku að hafa vín um hönd og það sem hann nefndi leiðinlegan- lífsstíl í samkvæm- um. Að ræðu frummælanda lok- inni hófust frjálsar umræður. Tóku til máls Þorsteinn M. Jóns- son skólastjóri, Þorsteinn Þor- steinsson sjúkrasamlagsgjald- keri, Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti, Sigurður M. Helga- son lögreglufulltrúi, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir, frú Filippía Kristjánsdóttir rithöf- undur, frk. Sesselja Eldjárn o. fl. Hhigu ræður manna í þá átt, að verulegur ljóðui' væri á skemmt- analífi bæjarins og að brýna nauðsyn bæri til að vinna gegn neyzlu áfengis almennt og þó einkum í hópi æskumanna. Lögbrot fara í vöxt. í ræðum þeirra Friðjóns Skarp- héðinssonar bæjarfógeta og Sig- urðar M. Helgasonar lögreglu- fulltrúa, kom m. a. fram, að sekt- ir fyrir ölvun og og óspektir hefir (Framhald á 7. síðu). F ramsóknar-whist á fimmtudagskvöldið Framsóknarfgélag Akureyrar hefir skemmtikvöld í Gildaskál- anum á fimmtudagskvöldið kl. 8.30. Aðalskemmtiatriðið er Framsóknar-whist, en auk þess sýnir Edvard Sigurgeirsson nýjar íslenzkar kvikmyndir og e. t. v. verður fleira til skemmtunar. — Aðgöngumiðar fást í Kornvöru- húsi KEA í dag og á morgun. — Menn eru áminntir um að hafa með sér spil og blýant. (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.