Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 27. október 1948 Eigum við ekki að læra af reynslunni? Síðan fyrrv. stjórn fór frá völd- um, hafa stuðningsblöð hennar ekki látið linna lofsöng um afrek hennar. Framsóknarmenn litu svo á, að þessi lofsöngur sé mjög að ófyrir- synju. Afrek fyrrv. stjórnar hafi einkum verið þau að eyða sem mestu af gjaldeyri þjóðarinnar og magna um leið dýrtíð í landinu. Fyrir þessu hafa verið færð óyggjandi rök, sem stuðnings- blöðum fyrrv. stjórnar hefir reynzt um megn að hrekja. Það er líka auðséð, að Sjálf- stæðisflokksblöðin eru sér þess meðvitandi að þeim hafi mistek- izt að verja afglöp stjórnar Olafs Tohrs og kommúnista. Síðan nú- verandi stjórnarsamtsarf komst á laggirnar, hafa blöð Sjálfstæðis- flokksins krafist þess, að blöð Framsóknarflokksins þegðu um gjaldeyriseyðslu og önnur afglöp fyrrv. stjórnar, því að ádeílur í þá átt geti haft ill áhrif á stjórnar- samstarfið. Þessi þagnarkrafa um sannleikann sýnir það og sannar, að blöð Sjálfstæðis- flokksins þykjast þess ekki um- komin að verja stefnu fyrrv. stjórnar svo að gagni komi frammi fyrir alþjóð. Eflaust er þessi skilningur þeirra líka rétt- ur. En það eru ekki aðeins Fram- sóknarmenn, sem halda því fram, • að stefna fyrrv. stjórnar hafi í ýmsum mikilvægum atriðum verið alröng. Viðurkenning á því nær nú orðið langt inn í raðir hinna flokkanna, sem að núver- andi stjórn standa. Jafnvel eilt af blöðum Sjálfstæðisflokksins, Vís- ir, hefir hvað eftir annað viður- kennt þetta fullum fetum m. a. nú síðast með þessum orðum: „Nú- verandi erfiðleikar eru afleiðing ráðleysis undanfarinna ára, sem aðeins læknast með algerri stefnubreytingu." Vísir tekur á þenna hátt undir með Framsóknarmönnum, að fyrrv. stjórn Ólafs Thors og kommúnista hafi verið ráðleysis- stjórn, og að erfiðleikar nútím- ans sé arfur frá því ráðleysi, er ríkti á stjórnartímabili hennar. Vísir vill nú kannske skella skuldinni á kommúnista, en að- alábyrgðina hlýtur samt Ólafur Thors og meirihluti Sjálfstæðis- flokksins að bera, því að hann réði þessa misindismenn og leiguþjóna útlends valds, að dómi Sjálfstæðisflokksblaðanna, til sín á stjórnarskútuna. —o— Blöð Sjálfstæðisflokksins, önn- ur en Vísir, heimta þögn um at- burði fortíðarinnar. Fi-amsókn- armenn aftur á móti telja að hyggja beri grandgæfilega að liðnum tíma, því að ella verði ekki lært af reynslunni. Þess vegna hafa þeir og munu enn leitast við að skýra fyrir þjóðinni yfirsjónir og afglöp fyrrv. stjórn- ar og benda á afleiðingarnar af ráðleysi hennar. Þetta er ekki gert af illvilja eða hefndarhug til þeirra, sem eiga mesta sök á nú- verandi ástandi, heldur blátt áfram af nauðsyn, svo að al- menningur geti lært af reynsl- unni. Reynslan er sá lærimeist- ari, sem helzt getur komið ein- hverju af viti inn í okkur, ef við kunnum að færa okkur hana í nyt. Út frá henni getum við virt fyrir okkur og metið yfirsjónir okkar og gönuskeið og forðast að stranda aftur á sömu skerjunum. Þessi sannindi eru viðurkennd í gömlum talsháttum þjóðarinnar, t. d. brennt bal'n forðast eldinn. Þeir leiðtogar, sem í eigin- gjörnum tilgangi vilja draga dul á sannindi, sem réynslan leiðir í ljós, eru ekki hollir leiðsögu- menn. Frjálshugsandi menn eiga ekki að láta skýlu fyrir augu sér. Eina fáránlega kenningu hafa blöð Sjálfstæðisflokksins, og þó. einkum íslendingur, komið fram með í vörn sinni fyrir stefnu fyrrv. stjórnar. Hún er á þessa leið: Þar eð Framsóknarflokkurinn hefir haldið uppi harðri gagnrýni á fjái-málastefnu fyrrv. stjórnar og varað við henni, þá er það skylda hans, þegar hann nú tek- ur þátt í stjórninni, að kippa öllu í lag á skömmum tíma. Að öðrum kosti féllur öll gagnrýni hans máttlaus til jarðar. Samkvæmt þessari ályktun á sá, sem varar við hættu, að bera ábyrgð á því ef illa fer, en ekki þeir, sem ráða ferðinni og hafa aðvörunina að engú. Fai'þegi á skipi,. sém varar við skeri fram- undan, á að berá; áþyrgð. á því, ef slys verður, en ekki skipstjórnar- menn, sem hlæja að viðvöruninni og sigla skipinu beint upp á sker- ið. Læknir, sem vill taka sjúkdóm föstum tökum í tíma, á að bera ábyrgð á heilsu sjúklingsins, en ekki hinir, sem telja enga hættu á ferðum og ráða því, að lækn- ing er ekki hafin fyrr en um sein- an. Vissulega eiga þessar ályktanir rökfræðinga Sjálfstæðisfl. eitt- hvað skylt við það, sem á óvönd- uðu máli kallast hundalogik. Framsóknarmenn sáu það fyrstir, að dýrtíðin var sjúkdóm- ur í þjóðlífinu, sem jafnvel gæti orðið banvænn, ef ekki yrði rönd við reist í tíma. En hinir flokk- arnir voru ekki fáanlegir til raunhæfra aðgerða. Þó var Ólaf- ur Thors í fyrstu á sama máli og Framsóknarmenn og Morgun- blaðið líka. Þann 29. maí 1941 segir Mbl. t. d.: „En liitt er jafn- víst, að því lengur sem slegið verður á frest að stinga við íæti og reyna að sporna við dýrtíðar- flóðinu, því erfiðara verður að finna úrræði til úrbóta.“ Og Ól- afur Thors sagði í þingræðu 24. okt. 1941: „Bölvun sú, er blasir við, ef dýrtíðin leikur lausum hala, er þeiin mun geigvænlegri, Eem lioginn verður hærra spenntur.“ En þrátt fyrir þenna skilning á eðli. dýrtíðarinnar tók meiri hluti Sjálfstæðisflokksins þveröf- uga stefnu við það, sem hann áð- ur vissi sannast og réttast og batt vináttu við pólitíska misindis- menn undir því yfirskini, að þeir ætluðu að hjálpa til við „nýsköp- unina“. Kom þá fram mikil stefnubreyting í Sjálfstæðis- flokknum. Var því nú haldið þar fram, að mikil dýrtíð í land- inu gerði alla ríka. Mun sú alda hafa verið runnin frá kommún- S istum. í samræmi við þessa nýju kenningu þaut vísitala dýrtíðar- innar upp, og allt verðlag ger- breyttist. Nú skilja allir og þreifa á því, að þetta voru bein fjörráð gegn atvinnuvegunum. Er nú svo komið, að flestir Sjálfstæðis- flokksmenn viðurkenna, að dýr- tíðin, sem Ólafur Thors og kommúnistar gengust fyrir að hefja til öndvegis, stefni öllu at- vinnulífi landsmanna í þrot og hrun. Af þessum sökum mun ástandið nú vera á þá leið að um 1/4 hluti af útgjöldum ríkissjóðs er áætlaður beint til dýrtíðarráð- stafana ,og nemur sú greiðsla um 400 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Við setningu dýrtíðarlaganna á síðasta þingi beittu Framsóknar- menn sér fyrir meiri niðurfærslu en gert var. Vildu þeir færa vísi- töluna niður í 265 stig og binda kaupgjald og verðlag í föstum skorðum. Jafnframt vildu þeir láta taka verzlunar- og húsnæð- ismálin til rækilegrar meðferðar, svo að dýrtíðin þokaðist raun- verulega niður, og byrðar léttust á almenningi. Hefði verið tekið á dýrtíðar- málunum í líkingu við það, sem Framsóknarmenn hafa lagt til fyri' og síðar, þá hefði allt verið auðveldara umleikis. Nú eru að mestu þagnaðar í'addii'nar, sem sögðu, að dýrtíðin frelsaði þjóð- ina og gerði hana hamingjusama. Nú sjá menn, að það er erfiðara að snúa til baka, en talsmenn dýrtíðarinnar héldu fram. Þeir, sem digurbarkalegast töluðu um, að það væri auðveldur leikur, standa nú fyrir alþjóðaraugum sem ráðþrota menn. Mikið ætti þjóðin að geta lært af þeirri reynslu. Pálína Pálsdóttir FRA FLATEY. Undir nafni Árna Guðjónssonar. Vinasnauður vífið trega eg mitt; vina, samt mig gladdi kallið þitt. Elliböli aumu að lej>-sast frá indælt mun þeim virðast, sem það fá. Augnavana aldrei felli eg tár, ei að síður hryggjast mínar brár. Mér finnst oft eg eigi fáa að; athvarf þrái hlýtt og bjartan stað. Allar stundir sólarvana eg sit, — sífellt myrkur, unz úr holdi flyt; en eg vona, að aftur dagsins skin eygi eg þá og sérhvern horfinn vin. Harla fegin heiminn senn eg kveð, hiklaus, þeirri trúarvissu með, að sá guð, sem öllu gefur líf einnig taki mig í sína hlíf. E. S. Kristján Sigurðsson, bóndi að Halldórsstöðum í Ljósavatnshreppi, S.-Þing., varð áttræður þ. 19. okt. sl. Hann er fæddur að Þórodds- stað í Kinn, en fluttist kornung- ur með foreldrum sínum að Halldórsstöðum, þar sem hann hefir dvalið æ síðan og gert garð- inn frægan, sem bóndi og áhrifa- maður í sveit og héraði. Þótt Kristján hefði engu sinnt öðru en búskapnum um ævina, hefði hann skilað merku starfi með umbótum öllum sem orðið hafa á Halldórsstöðum. Enda var Kristján bóndi af lífi og sál, dug- mikill og hygginn, fjármaður ágætur, og hirðusamur smekk- maður í smáu sem stóru. Hann hefir ætíð verið einn glæsilegasti fulltrúi bændastéttarinnár í sjón og raun. En jafnframt búskapnum gegndi Kristján mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína og hér- að, þótt fátt eitt verði nefnt hér. í hreppsnefnd var hann í ára- tugi og mikill áhrifamaður í sveitarmálum öllum, sem hygg- inn framsóknarmaður. Kristján var einn af stofnendum Spari- sjóðs Kinnunga, og gjaldkeri lengst af, og hefir látið sér mjög annt um vöxt og viðgang sjóðsins. Fyrir Laugaskóla vann Kristján Það ber sjaldan við, að öpin- berar nefndir geri grein fyrir gerðum sínum í blööunum. Þc kemur þaf fyrir og vekui alla- jafna nokkra athygli landsmanna og ber hvort tveggja til, að les- efnið er sjaldgæft og fróðlegt er að fá að skyggnast um innan dyra hjá nefndum ríkisins. Ný- lega hafa áttzt við á Alþingi og í blöðunum, málsvarar Viðskipta- nefndarinnar annars vegar og fulltrúar húnvetnskra bænda hins vegar, um gjaldeyrisleyfa- veitingar. Málið er kunnugt al- menningi og verður því ekki rakið hér, en meginatriði þess er, að á sama tíma og þurrmjólkur- verksmiðjan á Blönduósi átti í erfiðleikum við að selja fram- leiðslu sína, veitti Viðskipta- nefnd reykvískri heildverzlun og sælgætisgerðum þar, gjaldeyris- leyfi til kaupa á þurrmjólk í Danmörku. Enginn vafi er á því, að nefndin stendur höllum fæti í þessum viðskiptum og leyfisveit- ingar hennar til þessa innflutn- ings í ár, eru allgott dæmi um stjórn innflutningsmplanna. En deilan er athyglisverð af fleiri ástæðum. í greinargerð þeirri, sem nefndin birti um málið, gefst mönnum sjaldgæft tæki- færi til þess að skyggnazt inn fyrir járntjald það, sem lcomið hefir verið upp í milli almenn- ings og þeirra embættismanna ríkisvaldsins, sem stjórna inn- flutningsmálunum. í greinar- gerðinni er innflutningur þurr- mjólkurinnar m. a. réttlættur með þeirri skýringu, að ef hann hefði ekki verið leyfður, hefðu sælgætisgerðir í Reykjavík mörg ár, t. d. sem íjárhaldsmaður skólans. Um fjölda ára var Krist- ján í stjórn Kaupfél. Svalbarðs- eyrar, formaður lengi og áhrifa- maður. Kristján var kvæntur ágætri konu, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Draflastöðum, er átti sinn merka þátt í því að skapa fyrir- myndar heimili að Halldórsstöð- um. Guðrún dó árið 1937. Kristján á Halldórsstöðum hef- ir verið vinsæll og virtur í sveit sinni og héraði, enda viður- kenndur hæfileika- og dreng- skaparmaður, glæsilegur í sjón og raun. Það munu því margir senda honum hlýjar kveðjur og þakkir á þessum tímamótum í ævi hans og óska honum allrar blessunar á æfikvöldinu. Þ. S. / Oskilahross Tveir jarpir hestar; annar taminn, stór, mark: Stvít ltægra. Hinn ótaminn; mark: fjöður a. h., gagnfj. v. Brún liryssa, ómörkuð og steingrá hryssa, ómörkuð, járn- llð. Réttir eigendur geri aðvart að Hellu og vitji hrossanna sem allra fyrst. Annars verður þeim ráðstafað lögum samkvt. Hreppstj óri Árskógshrepps. stöðvast og toHtekjur ríkissjóðs minnkað. Þarna hafa menn raun- hæfustu lýsinguna á' stjórn inn- flutningsmálanna, sem enn hefir birzt á prenti. Þessa skýringu gefur nefndin þjóðinni, á sama tíma og skortur er á svo fjöl- mörgum lífsnauðsynjum heimil- anna, að það mundi taka marga dálka að birta þann lista allan. Er það sjónarmið, sem þarna birtist, aðalinntakið í „nýju reglugerðinni“ um innflutnings- málin, sem mest var umtöluð meðan kaupstaðaráðstefnan sat í Reykjavík, en ekki hefir verið birt ennþá, þrátt fyrir fyi'irheit? Ef svo er, mun enginn furða sig á leyndinni, sem yfir henni hefir hvílt. En meðal annarra orða: Er ekki kominn tími til að svipta leyndarhulunni frá stjórn verzl- unarmálanna? Slík leynd gefst hvergi vel. í Bretlandi starfar þingnefnd að því um þessar mundir að rannsaka orðróm um vilhallar leyfisveitingar til ein- stakra fyrirtækja. Þar fór þessi orðrómur þó lágt. Með yfirlýs- ingu sinni um verndarhendina yfir sælgætisgerðum, en ekki heimilum, hefir Viðskiptanefndin beinlírús lyft þeim orðrómi til flugs, að misfellusamt sé í stjórn innflutningsmálanna. Það er vafasamt að þingnefnd hér gerði sama gagn og í Bretlandi, en birting skýrslu um leyfisveiting- ar og auknar, almennar upplýs- ingar um stjórn verzlunarmál- anna, mundi gera gagn. Levnd á slíkum málum hefir gefizt illa í stærri þjóðfélögum en okkar, þai sem kunningsskapurinn á erfið- ara uppdráttar en hér. íTTuTJníTnnnmHlT H. S. TTÍHnHTIlTninnHlTItiIjniiTTlT*TíuHHTTTTITIiumíilTTinnniMT *Ja ... feóal annarra or .........

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.