Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 6
t) D A GUR Miðvikudaginn 27. október 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 50. DAGUR. PALL C. JONSSON í Garði Nokkur minningarorð (Framhald). „Já, en við komumst seint af stað og við vorum þar ekki lengi. Við spurðum á pósthúsinu og á brautarstöðinni, en enginn kann- aðist við Maggie Lane. Enginn vissi heldur til þess að nokkur stúlka úi' bænum hefði verið næturklúbbssöngvari. Þegar við spurðum urn rauðhærða stúlkur, var okkur sagt að þær væru margar í bænum. Eg held að hún sé ekki frá Penfield. Fólk mundi hafa tekið eftir henni í svo litlum bæ.“ „Skildi hún nokkuð eftir í her- berginu sínu, sem gæti gefið til kynna nokkuð um hana?“ spurði Anthony. „Nei, þar var ekkert, það er að segja nema allt það, sem við keyptum og gáfum henni meðan hún var hér. Meira að segja minkpelsinn. Hún skildi alla beztu hlutina eftir. Hún hefir far- ið burt í sléttum kjól og kápu. Öll beztu fötin voru kyrr. En hún fór með allar nótnabækurnar.“ Eftir andartaks umhugsun sagði Anthony: „Mér hefir eiginlega aldrei verið það ljóst fyrr en núna, að ef til vill tekst okkur aldrei að finna hana aftur.“ Borgman sagði: „Nei, eg veit ekki hvar hún er. Eg fékk miða frá henni, með þakklæti fyrir kennsluna. Hann horfði athugull á Anthony. „Þér eruð ekki mað- urinn hennar?“ sagði hann. „Nei.“ „Þetta er óvenjulega glæsileg stúlka. Röddin er ágæt. Ef þér getið sagt mér sannleikann um hana og það er eitthvað, sem ég get gert fyrir hana, þá er mér það ánægja." „Það er lítið að segja. Hjóna- band hennar og bróður míns var aldrei í rauninn neitt. Það var ógilt. Og nú er hún horfin." „En hún kemur væntanlega aftur?“ „Ef mér tekst að finna hana og telja henni hughvarf.“ „Eg held að það verði erfitt verk, að telja hana á að gera eitt- hvað, sem hún er mótfallin. Eg hefi sjaldan fyrirhitt jafn mikla viljafestu í ungri stúlku. Hún veit hvað hún vill og hvernig hún á að haga sér til að ná markinu. Hún stundar nám sitt hjá mér af hinni mestu prýði. Eg lét hana meira að segja ekki æfa sig eins mikið og hún sjálf vildi. Það gæti haft slæm áhrif á röddina að of- þreyta hana. En hún virtist mjög áköf að ná tökum á verkefninu mjög fljótt. Fyrir því var einhver ástæða, sem mér er þó hulin.“ „Talaði hún um að vinna fyrir sér með söng?“ „Nei, en hún ætlaði sér það. Eg •las það í augum hennar og mér kom það mjög á óvart, því að eg vissi að hún var frú Carver. En hún bjó yfir meiru en ósk um að verða sjálfstæð og geta unnið fyrir sér. Hana þyrsti í lærdóm og þekkingu, eins og hún væri alltaf óánægð með það, sem hún kunni, og mjög áfjáð að ná meiri þroska. Hún vildi enga hálfvelgju í hlut- unum, heldur fullkomnun. Ef satt skal segja, hlakka eg til að hún komi hér aftur og haldi náminu áfram.“ Jesse Davíðsson, sem nú hét raunar frú Laurence, var ákaf- lega vingjarnleg. „Nei, sæll og blessaður Ant- hony,“ sagði hún. „Það er svona rétt við það að eg trúi mínum eigin augum. Hvernig má það vera að þú leggur nú leið þína allt í einu hingað til míns litla og óásjálega heimilis?" „Læt eg það nú vera, hvað húsakynnin eru óásjáleg," sagði Anthony er hann hafði séð hina gríðarstóru dagstofu Jessie. „Mér sýnist nú eitthvað annað." Jessie hló góðlátlega. Hún var kát eihs og hún hafði raunar allt- af vérið, dálítið farin að fitna, en hafði ekkert af yfirlæti og kulda móður sinnar. „Jæja, hvað sem því líður, þá er varla nema von að eg sé forvitin að vita, hvað rekur þig hingað, já og að vita hvort það sé satt að kona Georgs sé horfin? Og að þau hafi aldrei verið gift?“ „Er það nú sagt?“ „Já, eg er búin að heyra það minnsta kosti á sextán stöðum.“ „Það er satt.“ „Var þetta óttaleg manneskja?“ „Nei, ljómandi stúlka, ef satt skal segja. Falleg, gáfuð, prúð og hverri stúlku elskulegri í allri umgengni. En einhvers staðar á lífsleiðinni hefir hún orðið fyrir einhverri óhamingju og vera hennar hjá okkur var víst bara leit að hefnd. Ef satt skal segja, kom eg hingað til þess að fá að- stoð hjá þér.“ „Hjá mér? En góði Anthony, eg hefi aldrei séð stúlkuna!“ „Það má vel vera, en eg veit varla hvert eg á að snúa mér í leitinni, að öðru en því, að dálít- ið bendir til þess að hún sé héðan frá Penfield, eða að hún hafi ein- hver sambönd hér. Þú hefir verið hér í mörg sumur, Jessie, mamma þín segir að vísu að þú hafir aldr- ei umgengist fólkið í bænum, en auðvitað er það ekki rétt. Þú þekkir fólk ,ef eg þekki þig rétt.“ „Þetta fer að verða spennandi,“ sagði Jessie. „En hér er enginn með nafninu Lane, sem mér er kunnugt um. Auðvitað þekktum við mjög margt fólk í bænum. Það var okkar aðalskemmtun, að finna það. Og sumarið áður en Hugh fór burtu, fórum við á dansleiki í bænum. Það var dans- skáli niður við vatnið, og þangað (Framhald). Páll G. Jónsson bóndi í Garði í Fnjóskadal andaðist 2. októbei' síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1869 og var því hálfnaður með áttugasta aldursárið er hann lézt. Hann var jarðsunginn að Draflastöðum 14. sama mánaðar að viðstöddu miklu fjölmenni. Komu um 200 manns að Garði og þágu allir hinar rausnarleg- ustu veitingar. Veður var þó slæmt, norðan kaldi og hríðarél. Sýnir það bezt vinsældir Páls heitins að svo margt fólk fann sér skylt að kveðja hann í hinzta- sinn. Hinar miklu vinsældir Páls stöfuðu af mörgu: Hann var gleðimaðui' mikill og hjálpsamur með afbrigðum. Hann lagði stund á dýralækningar og hafði hjálpað margri skepnu í öllum nærliggjandi sveitum. Ennfrem- ur hafði hann verið fjallskila- stjóri í 50 ár og var svo mark- fróður, að hann kunni utanbókar flest mörk í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum, hafði og af glöggskyggni og greiðvikni greitt fyrir skepnum manna á réttum og endranær. Hann sat í markadómi og var formaður hans hin síðustu ár. Póll heitinn sat lengi í hrepps- nefnd Hálshrepps, og var með- hjálpari í Draflastaðakirkju til hins síðasta. Hann var félags- maður í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar og ötull stuðningsmaður þess alla sína búskapartíð. Fyrstu kynni mín af Páli G. Jónssyni voru þau, að haustið 1894 urðum við samfei'ða í Möðruvallaskóla; hann þá 25 ára % og töluvert lífsreyndur, ófeim- inn og einarður. Eg var þá 18 ára stráklipgur, sem aldrei hafði komið út fyrir sitt „barnrjóður", svo að heitið gæti. Var hann mér ómetanleg stoð fyrst í stað og sú vinátta, sem þá myndaðist milli okkar, hefir haldist óslitið síðan. Vegir okkar skildust að nokkru leyti þegar eg fluttist til Flateyj- ar, en liann var sá Fnjóskdæl- ingur, sem oftast heimsótti mig í Flatey, enda hafði hann á hendi póstflutning að Brettingsstöðum í fjölda ára. Sumarið 1907 var gamla Hálshrepp skipt í tvennt. Það var áhugamál Páls heitins að góð kynni héldust á milli hrepp- anna og tók hann það mjög sárt að sjá liina „horfnu byggð“ á Flateyjardalsheiði sífellt minnka. Eitt af áhugamálum Páls heitins var að berjast fyrir því að bílveg- ur yrði lagður yfir Flateyjardals- heiði og taldi það öruggasta ráðið til að viðhalda byggðinni, en þar var hann á undan fjárveitinga- valdinu, sem sýndist aðrir vegir nauðsynlegri. Kvæntur var Páll Elísabetu Árnadóttur frá Skuggabjörgum, mikilli fríðleiks- og dugnaðar- konu, meðan heilsa entist, enda varð hún oft að sinna jafnt bónda- sem húsfreyjustörfum, er Páll var í ferðalögum, að dýi'a- lækningum eða í póstferðum. Elísabet lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra, en þau eru: Garðar, bóndi í Garði, giftur Líneyju Árnadóttur frá Knarar- eyri, Ásmundur, Jón og Ásrún, sem nú eiga heima í Glerárþorpi. Jóhannes Bjarnason. Kaupum vel unna sjóveftlinga og leisfa { hæsta verði. { VÖRUHÚSIÐ H.F. ..............IIMIMIIMIMIM..........................1111.. »im«iiiiiHMimmmmmH"mMmmHiiHmmMiiHmmmmiiMHm"""MmmmmfiinmiiirmHimirmtntimiM,f> | AÐVÖRUN frá Sjúkrasamlagi Akureyrar | Samkvæmt samþykktum samlagsins eru öll iðgjölcl \ \ til ársloka 1948 fallin í gjalddaga. i Ber því að greiða þau nú þegar, antiars ieiðir van- 1 | greiðsla til réttindamissis. 1 Læknum og lyfjabúðum er óheimilt að afgreiða á | í kostnað samlagsins, þá, sem ekki hafa sýnt full skil. Skrifstofa sjúkrasamlagsins. { 7iimtimimmimimimmiiiiiiiiiiiimmimiiimmmiiioiimmmiimiiiiimmmimmiimmmimimiimimmm7 •iiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHmtuiiiitiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiUiiillfli"* | Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands heldur SAUMANÁMSKEIÐ í nóvembermán- I uði. Byrjar 4. nóvember. Kénnari Þórey Arn- \ \ grimsdóttir. i i Umsóknir í síma 488, kvöld og morgna. • uiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiiiliiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiii* Blaufsápa fœst hjá VerzL Eyjafjörður h.f. Olíuofnar Olíuvélar 1, 2ja og 3ja hólfa Tvíkveikjur Verzl. Eyjafjörður h.f. fccst hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Hálfbaunir Heilbaunir Grænar baunir Soyjamjöl í pk. Ntýlen dupöru defl d og úlibú. Saltpétur Natrón Hjartarsalt Lárviðarlauf Þvottablámi Eggjaduft Nýlenduvörudcild og útibú. Herbergi til leigu frá 1. nóv., gegn lítilsháttar lnishjálp. Afgr. vísar á. Fjármark mitt, sem er blaðstýft frarnan hægra, blaðstýft aftan, biti aftan vinstra, gef ég hér með Sævari Magnússyni á Syðri-Grund, og getur hann því látið auglýsa það sem sína eign. Syðri-Grund, 14. okt. ’48. Jón Sigurgeirsson. Auglýsið í Degi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.