Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 27.10.1948, Blaðsíða 8
8 '1 Rússar færa aðal- vígstöðvar „kalda stríðsins“ Athyglisverð ábending brezks blaðs Hið kunna in-ezka vikurit ,,Tinie and Tidc“ flutti nú um helgina athyglisverða grein uni Berlínardeiluna og átökin í Frakklandi. Segir blaðið, að diplómatar þeir, sem bjart- sýnastir hafi verið um lausn Berlínardcilunnar í París á dögunum, séu orðnir á eftii" tímanum. Þeir geri sér ekki Ijóst, að Kússar hafi flutt mið- stöðvar vígstöðvanna í „kalda stríðinu“ frá Berlín til Frakk- lands. Telur blaðið auk held- ur líklegt að Berlínardeilan muni leysast á næstunni, þar sem miðpunktur átaka komm- línista og lýðræðisaflanna sé ekki lengur þar, heldur í Frakklandi, þar sem komm- únistar eru nú að lama fram- leiðslukerfi landsins með póli- tískum verkföllum til þess að fyrirbyggja endurreisn lands- ins á grundvelli Marshall- áætlunarinnar. Er því spáð, að að lamandi verkföll muni reynd víðar í Marshall-lönd- unum, þar sem kommúnistar geta komið því við. Með þeim hætti eigi nú að eyðileggja Marshall-áætlunina í byrjun. Þessar hugleiðingar hins brezka blaðs varpa e. t. v. nokkru ljósi á átökin í Al- þýðusambandskosningunum hér og það, hversu kommún- istar taka nærri sér ósigurinn. Er ekki ósennilegt, að Komin- form hafi ætlað þeim að leggja fram sinn skerf með pólitísk- um verkföllum, til þess að fyrirbyggja árangur af áætl- unum ríkisstjórnarinnar í sainbandi við efnahagssam- vinnu Bandaríkjanna ogVest- ur-Evrópu. Er nú óhægara um vik fyrir kommúnista eftir ósigurinn í Alþýðusamband- „Kaldbakur44 seldi síðast í Bretlandi Akureyrartogarinn „Kaldbak- ur“ seldi afla sinn nú síðast í Bi-etlandi, samtals 4678 kit fyrir 12.596 sterlingspund, sem er góð sala. Er þetta fyrsta sala skipsins á Bretlandsmarkaði síðan Þýzka- landsferðir togaranna hófust á sl. vori. Skipið seldi í Grimsby á fimmtudaginn var. Ráðgert var sð skipið færi í slipp í Bretlandi til eftirlits og tefðist við það 1—2 daga. Þeir Guðmundur Guð- mundsson framkvæmdastj. Út- gerðarfélagsins og Þorsteinn Auðunsson, er verður skipstjóri á „Svalbak“, fóru til Bretlands með „Kaldbak". Munu þeir hafa ætlað til Aberdeen til viðræðna við skipasmíðastöðina, sem er að smíða „Svalbak“. Dagub Miðvikudaginn 27. október 1948 Ríkissjóður orðinn langt á eftir um framlög til nýja sjúkrahússins Nýja sjúkrahúsið. (Ljósmynd: Guðni Þórðarson). Mdarafmælis Möðruvallakirkju minnzt hátíðlega sl. sunnudag Kirkjan á eina merkilegustu altaristöflu, sem nú er til á landinu, frá 15. öld Síðastliðinn sunnudag, 24. okt., fór fram hátíðleg guðsþjónustu- gerð í Möðruvallakirkju í Eyja- firði í tilefni af hundrað ára af- mæli kirkjunnar. Auk sóknarprestsins, sr. Benja- míns Kristjánssonar, vóru við- staddir athöfnina, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup á Akureyri, sem flutti prédikun af stól, sr. Sigurður Stefánsson, Möðruvöll- um í Hörgárdal, sem þjónaði fyr- ir altari og sr. Pétur Sigurgeirs- son, Akureyri, sem flutti bæn fyrir og eftir messu. Sr. Benjamín Kristjánsson rakti í erindi, sem hann flutti, nokkra þætti úr sögu kirkju og staðar frá landnámsöld. Kirkju- söng önnuðust kirkjukórar Möðruvalla-, Saurbæjar- og Grundarkirkna undir stjóm Jóns Kristjánssonar organleikara. — Hvert sæti í kirkjunni var full- skipað. Á Möðruvöllum í Eyjafirði hafa löngum búið auðugir menn og höfðingjar allt frá dögum Guðmundar ríka, enda var kirkj- an fram yfir siðaskipti ávallt forkunnarvel búin að góðum gripum, eins og sjá má af forn- um máldögum. Af forngripum er nú ekki annað eftir í henni en altarisbrík sú hin fagra af ala- bastri, sem frú Margrét Þorvarð- ardóttir Loftssonar lagði til kirkjunnar 1461. En hún er ein hin elzta og merkilegasta altaris- tafla, sem nokkurs staðar er til í kirkju hér á landi. Kirkjuhús það, sem nú stend- ur, var reist af Magnúsi Ásgríms- syni kirkjubónda og var bygg- ingin hafin vorið 1847 en eigi lokið við hana að fullu fyrr en 1848. Yfirsmiðir vcwu Flóvent Sigfússon, Kálfskinni, og Friðrik Möller, Möðruvöllum. Var kirkj- an fallega byggð í upphafi og er hún enn hin stæðilegasta. Höfðu kirkjueigendur, Valdimar Páls- son, hreppstjóri, og Jóhann Valdimarsson, bóndi á Möðru- völlum, látið mjög fegi’a hana og prýða í tilefni af afmælinu. Með- al annars hefir verið byggð í hana foi'kirkja og kirkjan síðan öll máluð utan og innan. Annaðist það verk Haukur Stefánsson, listmálari á Akureyri, og hefir leyst það svo frábærlega vel og smekklega af höndum, að eftir- tekt mun vekja. Er kirkjan nú hið fegursta guðshús. Að lokinni guðsþjónustugerð var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju heima á kirkju- staðnum, þar sem veitt var af mikilli rausn af hinum glæsilegu ungu hjónum, Jóhanni Valdi- marssyni og frú Helgu Kristins- dóttur, sem nú reka. þar stórbú með meiri myndarbrag í húsa- kosti og mannvirkjum, en dæmi eru fyrr í sögu staðarins. Akureyrar-revýan sýnd aftur, nokkuð breytt Akureyrarrevýan „Taktu það rólega“, sem Leikfélag Akureyr- ar sýndi hér á s. 1. vori, er nú komin á dagskrá aftur og var frumsýning á henni í nokkuð breyttri mynd s. 1. sunnudags- kvöld. Var húsfyllir í leikhúsinu og leikendum ágætlega fagnað. Nokkrum brögum hefur verið bætt inn í, en aðrir felldir úr. Þá hefur samtölum verið breytt tals- vert og atriðum sleppt. Eru breytingai’nar allar tvímælalaust til bóta og revýan, eins og hún nú er, fjörleg og skemmtileg og líkleg til vinsælda. Leikendur eru þeir sömu nema Anna Tryggva fer nú með hlutverk Fríðu Fix og kvenlögregluþjóns, og María Sigurðardóttir með hlutvei-k af- greiðslustúlku á Grand Hóteli. í ár f ást aðeins 200 þús. kr., þrátt fyrir 300 þús. kr. veitingu á f járlögum Akureyrarbær fær 800 þíisund króna lán til byggingarinnar 1 sumar liefir vcrið unnið sleitu- laust við nýju sjúkraliússbygg- inguna hér á Akureyri, en verkið hefir gengið seinna en eðlilegt er vegna þess að miðstöðina í liúsið vantar. Hafa gjaldeyrisyfirvöldin verið óafsakanlega seinlát um leyfisveitingar fyrir miðstöðinni, að því er Gunnar Jónsson fram- kvæmdastjóri nýbyggingarinnar sagði í viðtali við blaðið í gær. Þessi leyfi eru nú loksins komin að mestu leyti, en mið- stöðin sjálf ekki. Verður ekki hægt að ljúka innanhússhúðun og arjnarri slíkri innanhússvinnu fyrr en miðstöðin er komin. Sjúkrahússnefndin hefir ákveðið að láta vinna að innréttingu hússins í vetur og hefja það starf af fullum krafti strax og mið- stöðin er uppsett. Ekki kvaðst framkvæmdastjórinn geta fullyrt neitt um það, hvenær nýja sjúkrahúsið yrði tilbúið, en upp- haflega var ráðgert að taka mætti það í notkun árið 1950. Vegna þess hve gjaldeyrisyfirvöldin hafa seinkað ýmsum fram- kvæmdum er vafasamt að hægt verði að standa við þessa áætlun, einkum þar sem enn er eftir að útvega mikið efni eilendis frá og er það að sjálfsögðu háð leyfis- veitingum hér á hverjum tíma. Fjármál byggingarinnar. Um fjármál byggingarinnar sagði framkvæmdastjórinn m. a., að byggingin væri nú skuldlaus, eins og hún stendur, og hefir þá verið varið til hennai’ um 2,3 milljónum króna. Eins og kunn- ugt er greiðir ríkið 3/5 bygg- ingarkostnaðar, en Akureyrar- bær 2/5 kostnaðar. — Á síð- ustu fjárlögum var gert ráð fyrir 300 þúsund króna fi-aml'agi til byggingarinnar, en ekki hefir fengist nema 200 þúsund krónur. Hefir fjármólaráðherra ákveðið að notfæra sér heimild í lögum um 35% niðurskurð til verklegra framkvæmda. Mun ríkið því ekki leggja fram nema 200 þús. kr. í ár. Var þó raunar þörf á miklu meira framlagi, því að ríkið er orðið langt á .eftir um greiðslur fyrir sína 3/5 hluta stofnkostn- aðar. Byggingin kostar nú um 2,3 millj., þar af hefir bærinn greitt 1,3 millj., en ríki 1 millj. Ætti ríkið þó að hafa greitt hátt á aðra millj. Enda þótt framlag ríkisins sé 3/5 lögum samkvæmt, þarf að óætla fé á fjárlögum hverju sinni til byggingarinnar. Eru horfur á að erfitt reynist að fá nægilegt framlag úr ríkissjóði til þess að ljúka byggingunni á skömmum tíma, svo sem nú er ætlað, og hefir því verið athug- aður sá möguleiki að fá lán sem svarar ríkisframlaginu, er greið- ist af fé því, er ætlað er á fjár- lögum hverju sinni til byggingar- innar. Er það mál óútkljáð, en nokkrar horfur á að það muni leysast. Um framlag bæjarins er það að segja, að aldrei hefir staðið á því. Sem fyrr segir hefir bærinn þegar lagt 1,3 millj. til byggingai-innar, og áætlað er að hann þurfi að leggja a. m. k. 800 þúsund kr. fram til viðbótar. Naumast verður ætlað að öll sú upphæð verði tekin á fjárhags- áætlun bæjarins á næstu 2—3 ár- um, og með það fyrir augum leit- uðu þeir Gunnar Jónsson fram- kvæmdastj. og Steinn Steinsen bæjarstjóri fyrir sér um lán til byggingarinnar á dögunum, er þeir voru á ferð í Rvík. Hefir slíkt lán fengist, um 800 þús. kr., og greiðist það jafnótt og framlag bæjarins fellur til útborgunar, en bærinn greiðir lánið síðan með árlegum greiðslum, eftir því sem tekið verður upp ó fjárhagsáætl- un framlag til byggingarinnar. Með þessum aðgerðum hefir ver- ið reynt að tryggja það, að byggingin .stöðyist ekki vegna fjárskorts hér, þótt hún sé vita- skuld eftir sem áður háð leyfis- veitingum Fjárhagsráðs og Við- skiptanefndar. Hefir Fjárhagsráð hingað til veitt öll nauðsynleg leyfi greiðlega, en mjög hefir staðið á Viðskiptanefnd. Innanhússbúnaður. Um búnað sjúkrahússins sagði Gunnar Jónsson, að ekkert af honum væri pantað ennþá, enda gjaldeyrisleyfi ófáanleg á þessu ári. .Hins vegar er búið að gera áætlun um innflutning efnis til allra deilda sjúkrahússins og verður hafizt handa um útvegun alls búnaðar eins fljótt og kostur er. Sjúkrahúsið er, sem kunnugt er, 123 rúm, að meðtalinni geð- veikradeildinni, sem þegar er tekin í notkun. F ramsóknarf élagið opnar skrifstofu Framsóknarfélag Akureyrar hefir fengið leigt skrifstofupláss í Hafnarstræti 93, III. hæð, fyrir skrifstofu. Verður skrifstofan op- in fyrst um sinn tvisvar í viku’ á mánudögum og miðvikudögum, kl. 8.30—10.30 e. h. Ágúst Steins- son verður til viðtals þar á þess- um tíma. BYLGJULENGD útvarpsstöðvarinnar í Rvík hefir verið breytt úr 1107 metrum í 1648 metra, frá og með degiiuun í dag að telja. Er þetta sama bylgjulengd og útvarpsstöðinni var úthlutað árið 1933, en því var síöar breytt í 1107 metra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.