Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 1
Önnur síðan: Blekkingum ísl. um skatt- greiðslur samvinnufélaga svarað. Fimmta síðan: Deilt um frjálsíþróttamót. Jónas Jónsson og Marteinn Friðriksson. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 3. nóvcmber 1948 4?.tbl. Ríklð fellur frá óaðgengilegu yroum sínum vs Síld í Eyjafirði!| Fyrir nokkru var skýrt fráj síldveiðum Dalvíkinga hér í blaðinu og þess getið, að órannsakað væri með öllu hvort veruleg síldargengd væri í Eyjafirði, en margt benti tíl þess að svo værL í sl. viku kom síldarleitarskipið Særún hingað og varð síldar vart hér í Oddeyrarál. Köst- uðu skipverjar og fengu um 20 tunnur af sild, frekar smárri, en 17% feitri. Nót Sæ- rúnar var svo stórriðin, að erfitt var að veiða þessa síld í hana. Um helgina fóru skip- verjar af m.s. Akráborg hér út í álinn með handlóð og leituðu síldar. Fundu þeir stóra torfu hér á svipuðum slóðum og Særún. Er ætlunin að Akra- borg fari með smáriðna herpi- nót til veiða nú í dag eða morgun, og e. t. v. reyna fleiri skip síldveiðar hér. Sjómenn hér út með firðinum segja að mjög líflegt sé í sjónum um þessar mundir, mikið æti, mergð af fugli og mikið af hnísu. Telja margir Jíklegt að allveruleg síldargengd sé hér í firðinum. Mun mega vænta þess, að það niál verði rann- sakað.nú næstu daga. Akraborg leitaði síldar í gænnorgun hér á Pollinum og í Oddeyrarál, með dýptar- mæli, og fundu skipverjar nokkrar torfur á Pollinum. — iMun skipið f ara til veiða í dag. M/s. Narfi leitaði einnig síld- ar í gær, utar í firðinum, en blaðið hafði ekki fréttir af ár- angrmum er það fór í press- una. Skipverjar á Akraborg telja allmikla síld í firðinum. Matreiðslunámskeið Fræðsludeildar KEA sótt Matreiðslunámskeið Fræðslu- deildar KEA hafa að undanförnu verið haldin í félagsdeildum hér út með firðinum og í gærkvöldi hófst fyrsta námskeiðið í Ólafs- firði. Er það fullsetið. Námskeið þessi hófust áftur á félagssvæð- inu um miðjan september sl. og voi'u fjögur haldin á Dalvík fyrir konur þar og úr Svarfaðardal, með 86 þátttakendum. Tvö nám- skeið voru haldin í Hrísey og þátttakendur þar voru 40—50 konur. Að afloknum Ólafsfjarð- arnámskeiðunum er ætlunin að halda námskeið fyrir félagskonur í Grenivík og Höfðahverfi. Smá- barnaleikfimi Fræðsludeildar- innar hófst aftur í haust. Era þátttakendur um 60. Byggingar Sambandsins við Glerá Nýlega var varpað fram þeirri spurningu í fslendingi, hvað sam vinnufélögin hefðu gert fyrir þennan bæ. Ekki var henni svarað. Á þessari mynd má sjá eitt svai'ið við þessari spurningu* Myndin sýnir nokkuð af nýbyggingum Sambandsins á Geijmv, sem nú standa yfir. Hin nýja Gefjun verður eitt allra stærsta verksmiðjuhús landsins, og þar verður komið fyrir nýtízku vélum til ullarvinnslu. Það er stai'í samyinnufélaganna, sem hefir gert þessar framkvæmdir hér á Akureyri mögulegar. Þarf ekki að leiða-rók að því hversu geysilega þýðingu það hefir fyrir atvinnulíf bæjarins, að miðstöð ullariðnað- arins í landinu verður hér við Glerrá. Raforkumálastjóri hefur gert nýtt friimvarp uin nývirkjun Laxár Gert ráð fyrir að Akiireyrarbær standi fyrir aukn- ingu þeirri, sem nú er undirbúin Halli á rekstri Krossanessverk- smiðjunnar í sumar Verksmiðjan fær 500 þús. kr. lán, sem greiðist á tveimur árum af verksmið junni eða bænum Á fundi bæjarráðs nú fyrir skemmstu -gáf formaður st jórnar- nefndar . Krossanessverksmiðj- unnar, Guðmundur Guðlaugsson, skýrslu um afkomu vex-ksmiðj- iiimai' sl. sumar. Eftir það upp- gjör, sem nú liggur fyrir, nemur tap verksmiðjunnar á rekstrinum í sumar um 550 þúsund krónum. Nýbyggingar þær og endur- bætur, sem gerðar voru á verk- smiðjunni á sl. vetri og vori, reyndust 400 þús. kr. dýrari en upphaflega var ráðgert og vantar verksmiðjuna því um 1 milljón króna til þess. að greiða ósamn- ingsbundnar skuldir. Vei'k- smiðjustjórnin hefir leitað eftir viðbótarláni í Landsbanka ís- lands og hefir bankinn, samþykkt að lána 500 þúsund krónur gegn því skilyrði að það lán greiðist upp á næstu tveimur árum af bænum, svo iramarlega að verk- smiðjan geti ekki greitt það af eigin ramlei.k. Verði 250 þúsund krónur teknar á fjárhagsáætlun hvort ár, 1949 og 1950. Á fundi bæjarráðs var sam- þykkt að sæta þessu lánstilboði og að taka á fjárhagsáætlun bæj- arins framlög. til greiðslu á lán- ínu. ¦ Fram til þessa hafa kaup og endurbætur Krossanessverk- smiðjunnar verið gerð fyrir láns- fé, en bærinn sjálfur hefir ekki lagt fé til vei-ksmiðjunnar. f fyrra gaf rekstur verksmiðjunnar all- góða raun, þótt síldarleysisár væri, en í ár barst verksmiðj- unni hér mjög lítil síld, sem kunnugt er, og er það vitaskuld skýringin á tapi hennar í ár. í sæmilegri síldarvertíð mun verk- smiðjan sjálf ekki getað staðið undir öllum skuldbindingum. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni og stendur hún þó í lágu verði miðað við aðrar síldarverksmiðjur. Er naumast á- stæða til svartsýni vegna vei-k- smiðjunnai' þótt hið mitda síldar- leysisár í sumar skapi nú nokkra fjárhagsörðugleika. Eins og fyrr er frágreint hér í blaðinu, strönduðu samningaum- leitanir í milli raforkumálastjóra ríkisins og rafveitunefndar hér um fyrirkomulag á sameign ríkis og bæjar á fyrirhugaðri aukningu Laxárvirkjunarinnar. Var svo ráðgert í frumvarpi því, er raforkumálastjóri lagði fyrir rafveitunefnd og bæjar- stjórn á s. 1, vori, að ríki og bær gerðu með sér samning um sam- eiginlega framkvæmd nývirkjuíi- arinnar, sem yrði sameign ríkis og bæjar. Skyldi Akureyrarbær leggja fyrri virkjun sína til fyrir- tækisins með kostnaðarverði, en hlutur ríkisins í allri virkjuninni aukast eftir því - sem rafmagns- notkun fi'á henni ykíst utan Ak- ureyrarbæjar. Var þá gert ráð fyrir, að ríkið eignaðist smátt og smátt helming virkiunarinnar eða meiva og þar með gömlu virkjun Akureyrarbæjar með fyrirstríðsverði. Að þessum kost- um vildi Akureyrarbær ekki ganga var samningum um þetta atriði slegið á frest að tillögu at- vinnumálaráðuneytisins á s. 1. vori. í sl. mánuði barst nýtt. frum- varpsuppkast frá raforkumála- stjóra, þar sem gengið er nokkuð til móts við kröfur Akureyrai'- bæjar. Frumvarp þetta hefir nú verið til umræðu nokkrum sinn- um á sameiginlegum fundum bæjarrráðs og rafveitunefndar og munu nefndimar samþykkar meginatriðum þess, en hafa þó gert nokkrar breytingartillögur. Matsverð en ekki kostnaðarverð. Veigamesta breytingm er sú, að i'íkisstjórnin getur, samkv. hinu nýja uppkasti, gerzt meðeigandi að Laxárvirkjuninni með því að kaupa helming mannvirkja hennar, en það þó fyrst þegar auka þarf virkjunin^. fram yfir það að fallið í gljúfrunum við Brúar sé virkjað til hálfs, enda er þá miðað við að allt afl þess sé 18000 kw , en kaupverðið getur ríkisstjórnin innt af hendi með því að taka á sig ábyrgð á til- svarandi hluta lána og annarra greiðsluskuldbindinga fyrirtæk- isins. Kaupverð mannvirkja. sem fyrir eru nú, skal, ef samkomulag næst ekki, ákveðið mað mati samkvæmt Iögum um eignarnám (í fyrra uppkasti var gert ráð fyrir kostnaðarverði), en kaup- verð þeirra mannvirkja, sem hafa verið gerð eftir að lög þessi hafa verið sett, skal vera kostnaðar- verð, að frádreginni eðlilegri fyrningu. í meðförum bæjarráðs og raf- veitunefndar hefir verið gerð st't breytingartillaga við þessi ákvæði, að í stað þess að hlut- deild ríkisins komi til er auka þarf virkjunina fram yfir hálf- virkjun fallsins í gljúfrunum, komiþað ákvæði, að þegar hafin verður virkjun, næst eftir þeirri, sem nú fi' i omdú'búningi, geti ríkið gerzt meðeigandi Laxár- virkjunar. 20 milljón króna lán. f frumvarpi raforkumála- stjóra er gert ráð fyrir heimild til ríkisstjórnarinnar um allt að 17 milij. króna ábyrgðarheimild á láni, er bærinn tekur til ný- virkjunarinnar, en í breytingar- tillögu bæjarins er gert ráð fyrir 20 millj. kr. láni, þó eigi yfir 85%. af kostnaðai'verði mann- virkisins. Gera má ráð fyrir, að samning- ar takist milli ríkis og bæjar í aðalatriðum á grundvelli þessa frumvai'psuppkasts og að bærinn standi fyrir virkjun þeirri, sem nú er undirbúin. Framkvæmdirnar í sumar. Á fundi rafveitunefndar fyrir skemmstu var skýrt frá fram- kvæmdum við Laxá í sumar. Eru þær þessar: Reistur hefur verið svefnskáli íyrir 60 manns, reistur geymsluskáli fyrir trésmíðavélar og steypt íbúðarhús, sem nú er orðið fokhelt. Gert er ráð fyrir að 3—4 smiðir vinni við innrétt- ingu skálanna og hussins fram eftir vetri. Danskt sementskip skemmdi hlífðarranann á Torfunefi Nú rétt fyrir mánaðamótin kom hingað danskt skip með sement. Þegar skipið var að leggjast að bryggju, 28. f. m., rakst það á hlífðarranann, sem er norður úr Torfunefsbryggjunni og laskaði hann. Rani þessi var byggður á sl.ái'i með aernum kostnaði og er ætlaður til hlífðar skipakvínni. Bærinn mun hafa óskað mats á skemmdunum. • Framsóknarmenn ræða verzlunarmálin Framsóknarfélag Akureyrar hefir umræðufund um verzlunar- málin annað kvöld í Gildaskála KEA. U.'nræðuefni ei'i: verzlun- armálin og hið nýja frumvarp nokkurra þingmaniia flokksins. Frummælandi er dr. Kristinn Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.