Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 3. nóvember 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Aigrciðsla, auglýsingar, iimheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstracti 87 — Sími 166 Blaðlc Kemur út á iiverjum miðvikudegi Árgangurinn koslar kr. 25.00 Gjalddagi cr 1. júlí PRENTVERK ODlM BJORNSSONAR H.F. Alþingi ber skylda til að setja Viðskiptanefnd starfsreglur FRAM ERU KOMIN á Alþingi tvö frumvörp um verzlunar- og skömmtunarmál. Er annað frumvarp nokkurra Framsóknarmanna um að af- nema núverandi skömmtunarskrifstofu og Við- skiptanefnd og fela þau mál Fjárhagsráði. Jafn- framt verði landsmönnum afhent gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir þeim skammti nauðsynja- vöru, sem þeim er ætlaður af ríkisvaldinu og ráði landsmenn því þannig sjálfir, hverjum þeir fela innflutning nauðsynjaskammts síns. Jafnframt fái þeir, sem úthlutað er fjárfestingarleyfum, gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir því erlenda efni, sem ætlað er að þurfi til framkvæmdanna. Hitt er frumvarp það, sem Sigfús Sigurhjartarson flutti í fyrra um að núgildandi skömmtunarseðlar skuli jafnframt verða ávísun verzlana á gjaldeyris- og innflutningsleyfi og geti menn þannig ráðið því, hvaða aðilar annast innflutningsverzlun fyrir þá. Frumvarp þetta er, sem kunnugt er, soðið upp úr tillögum þeim, er fulltrúar Framsóknarflokksins fluttu í Fjárhagsróði á sl. ári, en voru felldar af samfylkingu Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks- manna. ÞAÐ ER VAFALAUST, að þessi frumvörp bæði munu mæta harðsnúinni andspyrnu, svo sem aðrar tillögur um endurbætur á skipulagi því, sem ríkir í verzlunar- og innflutningsmálum, og ólíklegt verður að telja, að þau nái samþykki núverandi Alþingis. Er raunar álitamál, hvort ekki ekki hefði verið skynsamlegra og líklegra til nokkurs árangurs að þeir þingmenn, sem að frumvörpum þessum standa, hefðu tekið upp tillögur kaupstaðaráðstefnunnar frá í fyrra og að- alefni þingsályktunartillögunnar, sem afgreidd var á síðasta þingi, og borið þær fram í frum- varpsformi til þess að fá úr því skorið, hvei’n raunverulegan stuðning stjórnmálaflokkgrnir vilja veita málstað landsfjórðunganna og réttmæt- um kröfum um endurbætur á verzlunarfyrir- komulaginu. Fyrir liggur yfirlýsing um þingvilja, sem er meðmæltur tillögum kaupstaðaráðstefn- unnar og verður að vænta þess, að þingmenn þeir, er greiddu þingsályktunartillögunni í fyrra atkvæði mundu ljá því samþykki, að þau fyrir- mæli fengju stoð í lögum. Efni tillagna kaupstaða- ráðstefnunnar í fyrra, er almenningi kunnugt og óþarft að rekja þær tillögur hér, en með því að lögfesta þær, væri stefnt til raunhæfra endurbóta á núverandi skipan innflutnings- og verzlunar- málanna sem í reyndinni mundu hafa meiri þýð- ingu en karp flokkanna um tillögur, sem fyrirfram er vitað að hafa ekki þingmeirihluta að baki sér. ÞAÐ ER KUNNUGT, hverja afgreiðslu þessar tillögur landsfjórðunganna fengu í ríkisstjórn og Fjárhagsráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins felldu þær. Var í þeirra stað, að sögn, tekin upp ný skipan á úthlutun gjaldeyris- leyfa, en aldrei hefir það vitnast opinberlega, liver sú skipan er, því að yfir því hefir verið hald- ið mikilli leynd. Vekur það vissulega grun um að sú hin nýja skipan hafi verið furðulík hinni gömlu, sem mest var gagnrýnd af fulltrúum kaup- staðanna, enda hlýtur sá grunur stuðning af reynslu undangenginna mánaða. Verður naumast séð að nokkur breyting til bóta hafi verið gei’ð á þessum málum frá því í fyrra og má auk heldur nefna dæmi um augljósa afturför. Um það verður ekki lengur deilt að eftir þá útreið, sem þings- ályktunartillagan á Alþingi i fyrra fékk hjá ríkisstjórn og rík- isnefndum, ber Alþingi beinlínis skylda til þess að setja ncfndum þeim, sem starfa að gjaldeyris- og innflutningsmálum, starfsreglur: Undir yfirskyni hins mjög óá- kveðna orðalags um þessi mál í Fjárhagsráðslögunum, hafa rík- isnefndirnar mjög sniðgengið hagsmuni almennings utan Reykjavíkur og yfirleitt sýnt það að þeim er ekki treystandi til þess að ráða þessum málum svo að vel sé. Alþingi ber að skera þarna úr og setja lög, sem tryggja meira réttlæti í framkvæmdinni. Aþlingi hefir heyrt vilja annarra landsfjórðunga og lýst sig sam- þykkan honum. Virðing þingsins fyrir sjálfu sér og hagsmunum almennings er minni en ætla verður, ef það gerir sér- að góðu að yfirlýstur vilji þess og þorra landsmanna utan höfuðstaðarins, sé hundsaður af öríáum valda- mönnum og nefndum ríkisvalds- ins. Landsmenn bíða þess, að til- lögur kaupstaðaráðstefnunnnar verði teknar upp á Alþingi á ný og að þær hljóti þar skjóta og viðunanlega afgreiðslu. FOKDREIFAR Saltnámur „Verkamannsins“. MIKIÐ STENDUR nú til í þessu þjóðfélagi. „Verkamaður- inn“ skýrir frá því á föstudagmn, að „ríkisstjómin hafi hafið stvrj- öld gegn nemendum skóla lands- ins“. Segir blaðið að stjórnin hafi gert „víðtækar og róttækar ráð- stafanir til þess að nernendur fái ekki fjölmörg þau tæki, sem nauðsynleg eru við námið“. Fleira segrr blaðið merkilegt um þessa „styrjöld", og allt jafn ófagurt. Þó þykir Ver'kamannin- um fyrst kasta tólfunum, að skólastjórar og í bænum og kennarar bæjarskólanna, skuli geta fengið af sér að styðja ríkis- stjórn þá, sem þannig hefir gerzt sek um árásarstríð. Sannar blað- ið það með einkar glöggum rök- semdum, að allir þessir kennarar og skólastjórar séu þar með teknir „að berjast gegn hags- munum, nemenda skólanna gegn aukinni menntun og þekkingu", eins og blaðið orðar það. Minna kostar það ekki! Þetta mun sem sé vera svipað athæfi og það, að tala óvirðulega um þriggja ára áætluriina í Tékkóslóvakíu, en sarrikvæmt spánnýrri löggjöf þar í landi, hafa prófessorar og kenn- arar, sem ekki hafa skilið þýð- ingu hennar, verið sviptir em- bættum og sendir til vinnu í saltnámum sér til uppbyggingar og hressingar, að því er komm- únistablöðin herma. Auðséð er, að „Verkamaðurinn“ hefði vel getað hugsað sér, að bjóða skóla- stjórum og kennurum bæjarins í slíka skemmtireisu, en ennþá er ekki í slík hús að venda hér á landi, enn sem komið er. Ilrns vegar fær blaðið ekki leynt því, hvert hugurinn stefnir og hvern- ig hentast mundi að fara með alla, sem ekki styðja flokkinn með langa nafninu. Segir blaðið þar um, orðrétt: „Slíkir skóla- stjórar og kennarar ættu heldur að fara í kolavinnu við kö£a«ia.“ Þá hefir kennarastéttin hér íeng- ið upplýsingar um það, hvar þær verða, hennar saltnámur og upp- eldisstofnanir, þegar dýrðarríki kommúnista kemst á stofn hér! Enn um umgengni. EG HEFI orðið var við að ýmsum hefir hitnað í hamsi vegna orða, sem eg lét falla hér í þessum pistlum í sl. viku, urn háttvísi og umgengnismenningu á opinberum stöðum. Hefir margt verið sagt um þá hluti síðan, misjafnlega skynsamlegt eins og gengur, og ætla eg ekki að ræða það frekar hér að sinni. En víst er um það, að þessar ábendingar. hér hafa vakið athygli og umtal í bænum, og er það raunar ágætt og þá helzt von um að þær verði að einhverju gagni. Hins vegar vildi eg leiðrétta þann misskiln- ing, sein eg hefi orðið var við, að einkum hafi verið veitzt að nem- endum í máladeild menntaskól- aus hér i þessu sambandi. Mun sá misskilningur stafa af því, að eg viðhafði þau ummæli, að ungir menn væru betur komnir á lífs- leiðinni með háttvísi og ábyrgð- artilfinningu í vegarnesti en háa prófeinkunn í latínu eða enskum stíl. Þessar námsgreinar voru sannast sagna valdar af handahófi sem dæmi um bóknámsgreinar og hefði raunar mátt taka hverja aðra bóknámsgrein í skólum hér í sama tilgangi. En ummælin eiga vitaskuld fullan rétt á sér sem al- menn ábending. „Húsmóður“ svarað. Kristinn Þorsteinsson deildar- stjóri skrifar blaðinu: „ÚT AF grein sem birtist í Verkamanninum 22. okt.'sl. og undirrituð er af ,,húsmóður“, vil eg undirritaður taka þetta fram: Útibússtjórar KEA nér í bænum hafa fyrirmæli um að taka vöru til baka og endurgreiða hana við- skiptamanninum, ef varan hefir verið skemmd, þegar hún var seld í búðinni, sem stundum get- ur komið fyrir, t. d. ef um niður- suðuvörur eða ýmsar vörur í pökkum er að ræða. Mér er kunnugt um að í einu útibúinu hér í bænum var fyrir nokkrum dögum keypt kjötfai-s, sem síðan var skilað daginn eftir, og var þá vitanlega orðið súrt og óæt vara. — Þennan dag kvartaði enginn yfir skemmdu kjötfarsi, og voru þó seld nær 100 kg af þessari vöru í 5 útsölustöðum hér. í bænum. — Kjötfarsið hafði vit- anlega súrnað við geymsluria yfir nóttina, enda neitaði útibússtjór- inn að endurgreiða það, þar sem hann taldi að farsið hefði verið óskemmd vara þegar það var selt í búðinni daginn áður. — Allt það fars, sem útibúin í bænum selja, er lagað í pylsugerðinni snemma að morgni. Kl. 9 er það sent í út- sölustaðina og það ,sem óselt er að kvöldi, er sent til baka morg- uninn eftir.“ Umgengnin við „Andapollinn“ Fuglatjörnin í Gilinu á að geta orðið mikil bæj- arprýði og er það raunar þegar. Ungir og gamlir kalla staðinn ,,Andapollinn“ og öllum þykir vænt um hann. Feður ganga þangað með börnum sínum á sunnudagsmorgna, og á meðan mamma útbýr sunnudagsmatinn skoða feðgar og feðgiri endur og gæsir og gefa þeim brauð og skorpur, sem til fallazt í heimilinu vikuna sem leið. í frosthörkum er Andapollurinn griðastaður villtra fugla, sem leita þangað, í hópum. Gilbarm- arnir hafa verið lagaðir, trjáplöntur gróðursettar og ýmislegt verið gert til þess að þessi staður megi verða sem elskulegastur. Talað hefir verið um að prýða allt Gilið og gera aðra tjörn neðar, þar sem fiskar hefðu aðsetur sitt. Þegar þetta hefir verið gert, má segja að Akureyri hafi eignast. skemmti- legan dýragarð, og þó nokkuð sérstæðan í röðum dýragarða. En það er vandi að gæta fengins fjár, eins og segir -í gömlum húsgangi. Andapollurinn verður hvorki elskulegur staður né skemmtilegur heim að sækja, ef ekki allir gera sitt ýtrasta til þess að ganga þar snyrtilega um. Því miður hefir þessu verið nokkuð ábótavant að undanförnu, og þessar línur eru rit- aðar til þess að benda á, hvort ekki megi úr bæta. Þegar börn og aðrir koma með brauðtnola í poka til að fæða fuglana, er venjan sú að pokanum er fleygt, þegar hann er orðinn tómur. Með þessu móti safnast þarna saman alls konar bréfarusl, sem veltist í mold og sandi, fýkur /fram og aftur og verður að óhuggulegu hrúgaldi. Þetta er, eins og allir sjá og skilja óvistlegt og dregur úr fegurð staðarins. Þarna, eins og víða annars staðar í bæn- um, vantar ruslakörfur, sem hægt.væri, bæði fyrir börn og fullorðna, að nota. Það hefir áður verið rætt um ruslakörfuleysið í þessum dálki, en því miður er það ennþá tilfinnanlegt í bænum okkar. Foreldrar ættu að brýna fyrir börnum sínum, að fleygja ekki bréfum, pokum og umbúðum utan af fuglamatnum, þegar þau hafa gefið þeim. Ráð væri kannske að fá þau til að skila pokanum heim aftur. Hægt væri e. t. v. að fá þau til að reyna, hve oft þau gætu notað sama pokann til þess arna og börn- unum þá um leið sagt, að pappír er vara, sem kostar peninga, og flytja þarf inn í landið., Bæjarbúar ættu allir að leggjast á eitt. um það að gera „Dýragarðinn" í Gilinu að sem mestri bæjar- prýði. P. HÚSRÁÐIÐ GÓÐA ENDURBÆTT. Húsráðið góða, sem var í kvennadálkinum í síð- asta tölublaði, hefir vakið gleði kvenna. Þetta var um það, hrista saman hveiti og vatn í lokaðri krukku, þegar jafna á sósur og jafninga. Sagt var, að nota ætti saltkrukku, en það var, eins og eg vona að þið hafið allar skilið, prentvilla. Þar átti að standa sultukrukku, en auðvitað skiptir ekki máli hvers konar krukka er notuð, aðalatriðið er, að hún sé með góðu, skrúfuðu loki. Húsfreyja ein, sem fagnaði þessu ráði, tjáði mér að sér hafi reynst enn betur að setja vatnið í krukkuna á undan hveitinu, því sé hveitið sett á undan, kemur fyrir að nokkuð af því vill verða eftir í röðunum á botninum, sér- staklega ef krukkan er ekki vel slétt. Með því að setja vatnið fyrst í krukkuna og hveitið síðan, kem- ur þetta ekki fyrir. Sendi þetta hér áleiðis til ykkar endurbætt. Munið að hrista krukkuna vel. RÁÐ. Látið silfurmuni aldrei liggja nálægt gúmmíi. Munirnir fá á sig svarta bletti, sem erfitt er að ná af. Létt vmna óskast Kaup og ráðningstími eftir samkomulagi. Afgr. vísar á. Jarðarför móður okkar ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR er andaðist 31. f. m„ cr ákveðin 6. nóvember kl. 1 frá licimili hennar Möðruvallastræti 3 Akureyri. Börn og tengdabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.