Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. nóvcmber 1948 D AGUR 5 Svar til Halldórs Helgasonar. íþróttaritstjóri Halldór Helga- son skrifar í síðasta tbl. íslend- ings af mikilli rausn um „síðustu skáldsögu Jónasar frá Brekkna- koti“. Mér þykir leitt, b e g g j a vegna, á hvaða strengi hann leik- ur þar, í hvaða tón hann talar. En þó mun betra að þola — fyrir iitlar eða engar sakir — æru- meiðingar og. lastmæli, heldur en að slerigja þeim á aðra, hvort sem gert er í fljótfærni eða af ráðnum hug. Mér er óljúft að standa í ill- deilum og hef hvorki tíma, eða rúm hér, til ýtarlegra rökræðna um þessi mál, en einstök atriði- hlýt ég þó að taka fyrir og svara ásökunum. Fyrst og fremst verð ég þá að viðurkenna, að enn hefir mér ekki tekizt að skrifa skáldsögu, svo að rildómurinn kom full- snemma! — En þar segir m. a. að ég ;,beri meiri hluta frjáls- íþróttamanna á Akureyri á brýn svik við íþróttahugsjónina og brot á íþróttalögum“. Sanngjarn lesandi mun alls ekki geta fund- ið þetta út úr grein minni. Til þess og margs annars, sem í ,,rit~ dómi“ H. H. kemur fram, þarf annað hvort lélega skilnings- gáfu eða sterkan vilja til að mis- skilja. Þess skal getið, að ég- las þessa umræddu grein mína áður en hún var prentuð, fyrir okkar alviðurkennda mótsstjóra, Tryggva Þorsteinss. Hefir hann og gefið yfirlýsingu mál þessi varðandi, sem birtist hér síðast í þættinum. Ég minnist þarna á „hæpna íþróttasigra“ í sumum greinum og fylgir svo í beinu áframhaldi það sem orðin benda tif, og taldi, að það myndi hverj- um meðalmanni skiljanlegt. En svo virðist sern þetta verði að skýra nánar: „Aðalbomba J. J. á svo að vera 80 m hlaup kvenna“, segir Hall- dór og er gott að hann skildi það. Telur hann mig flytja þar „Gróu- sögu af verstu tegund“. En sann- leikurinn er sá, að KA-menn, utan frjálsíþróttaráðs í. B. A. (Halldór man óefað eftir einum þeirra að minnsta kosti), mæltu eindregið á móti því, að Þórs- stúlkurnar fengju að keppa. Þeg- ar álits Baldurs var leitað, neit- aði hann öllum afskiptum af mál- inu, þar sem hann væri keppandi í mótinu. Mótsstjóri taldi þá ekki heppilegt eða gerlegt, einn gegn hinum, að leyfa stúlkunum að keppa. Sennilega hafa stúlk- urnar úr KA, sem kepptu, lítið um þessi átök vitað, ekki verið spurðar álits og því engu ráð- andi um þessa niðurstöðu. — Ég vil geta þess, þótt ekki hafi þýðingu mikla núorðið, að þótt stúlkurnar frá Þór væru ekki skráðar á keppendaskrá í upp- hafi, þar sem hlaup þetta var ekki auglýst með öðrum greinum, að strax er hlaupið var ákveðið — til viðbótar eins og 800 m hlaupið að ósk KA — þá talaði eg við stúlkurnar og lét framkv.- nefnd mótsins skrifa niður nöfn þeirra, — en um það vissi móts- stjóri ekki. En láðst hafði að láta KA vita um nöfn keppenda í þess ari gr„ svo sem venja er að gera. En ég var austur í Reykjahverfi IÞROTTA staddur þegar keppnin fór fram, (Halldór saknaði víst vinar í stað!) átti ekki kost á að leið- rétta neitt og fiétti bara umgang málsins eftir á. Fulikominn íþróttasigur hefði verið að mæla með þátttöku allra stúlknanna, sem mættu til hlaups ins og hljóta þó fyrsta sætið, en — að mínum dómi — hæpinn íþróttasigur fyrir félag, að leggja eindregið til, að útilokaður sé sá keppandinn, sem líklegastur er talinn til sigurs og hljóta meist- ara á þeim grundvelli. Aðrir hafi sína skoðun mín vegna. Annað atriðið var í 60 m hlaup inu, en þar urðu úrslit og aðferð- ir nokkuð á annan veg. Baldri var greinilega sagt það, að frá bæjardyrum KA-manna séð, bætti hann þessu hlaupi við aðeins til þess að ná þar í meist- aratitil fyrir sig og félag sitt, jafn framt því, sem niðurfelling 800 m hlaupsins væri til þess að ræna KA einu mmeistara. (Halldór Helgason verður að muna það, að KA á fleiri fyrirliða íþrótta- mála en hann, formann félags- ins, pilta, sem einnig geta leyst frá skjóðunni og sagt margt mis- jafnt, a. m. k. ef ekki þarf að prenta ummælin!) Það verður lík legast að teljast smekksatriði, hvort þetta er íþróttamannaleg framkoma eða ekki. Mér finnst hún enn raunalega fráleit. En Baldur lýsti því þegar í stað yfir, að hann — þegar svona væri að farið — taki alls ekki þátt í 60 m hlaupinu. En svo fór þessu hlaupi, að jafnir urðu á snúruna sinn frá hvoru félagi, Geir og Hreinn. Var þá ákveðin stund og staður, að þeir reyndu með sér til fullnaðarúrslita. En þegar að þeim úrslitum kom, gat Geir ekki hlaupið vegna bilunar í fæti. Samkv. gildandi reglum var þá Hreini heimilt að mæta til leiks og láta dæma sér fullan sigur. Það gerði hann auðv. ekki og tók það fram, greinilega, er honum voru afhent 1. verðl. (eftir hlut- kesti) að hann tæki við þeim sem jafnoki keppinautar sem hlaut 2. verðl., en alls ekki sem Akureyr- armeistari í greininni. í þessum viðskiptum kom fram hinn rétti íþrótta-andi og engin minnimátt- arkennd, hvað, sem segja má um mína framkomu. Sálfræðin kennir, að minnimáttarkenndin birtist gjarna í stóryrðum og of- forsi, og sé ég þekktur að þeim einkennum, er ég sennilega á „hættusvæðinu!“ Annars erura við Þingeyingar á orði fyrir aðra „kennd“ frekar, en þá minni- máttar. Þá eru skýrð aðalatriði þessar ar umdeildu greinar minnar. Fé- lögum mínum, sem r.efndir eru þar og hér, er e.t.v. engin þökk á ummælum mínum þeim viðvíkj- andi en munu allir viðurkenna, ef spurðir eru, að hér er rétt með heimildir farið. Um önnur atriði verð ég stutt- oi'ður. ÞATTUR Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. Síðast í íþróttaþætti íslend- ings frá 6. okt. s. 1. stendur (áður með svipuðum orðum) um meist- aramótið: „Undirbúningur og framkvæmd mótsins var mjög ábótavant“ — — Við skulum ekki setja fyrir okkur málfræði- lega galla, en viðurkenna —eins og áður — að þetta sé ekki skrök en ég segi enn sem fyrr, að í þessu sambandi átti að geta um þá óvenjumiklu érfiðleika sem mættu, í snjó, frostum, stormi og regni sitt á hvað, en það er ekki gert. Það getur hver lesið sem vilL’ Áður í greininni stend- ur reyndar: Árangrar í mótinu hafa yfirleitt verið góðir — þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- urfar,“ — en þess er ekki getið til afsökunar framkvæmdanefnd mótsins, heldur (eins og mátti) til vegsauka fyrir keppendum. — Jafnvel það getur orðið næsta erfitt, að hafa áhöld eins og t. d. markúr, stökkrár o. fl. í full- komnu lagi á móti, sem tekur vikur í staðinn fyrir 3 daga eins og áætlað var um þetta mót og fylgt hefði verið í sæmilegu veð- urfari. En þarna var ómögulegt að fylgja dagskrá, heldur varð að smala saman keppendum og starfsmönnum þegar veður þótti viðunandi, og svo gátu liðið 2—4 dagar þangað til næst var fært út á völlinn. Um þá ákvörðun að fella niður 800 m hlaupið, hef ég áður sagt sannleikann og er því litlu við að bæta. Stjórn frjálsíþrótta- deildar, sem sá um framkvæmd mótsins, samdi áætlun alla fyrir- fram og sýndi stjórn félagsins, er samþ. hana athugasemdalaust. Sem rök fyrir því, að fella niður 800 in en taka inn 60 m var það fært, að „start“ og spretthlaup æfðu flestir hlauparar. Þar var áður á skrá bara um 100 m hlaup að ræða — og svo 400 m sem hér getur varla talizt hlaupið sem spretthlaup enn sem komið er fyrir æfingaleysi, en lengri hlaup in voru þrenn: 800, 1500 og 3000 m. Enginn mundi í svipinn eftir sérstökum fyrirmælum frá bandalagsþingi viðvíkjandi þessu. Satt er það, að ég var í mótsnefnd á þinginu, en hafði ekki aðstöðu til að vera við þegar gengið var frá skrá þessari, en þó tilneyddur vegna forfalla annarra, að lesa hana þar upp að lokum. — En það er oft og skýrt fram tekið við samþykktir slíkra áætlana í þinginu, að leyfilegt er þeim, sem um framkvæmd móta sjá, að breyta til eitthvað eftir því, sem aðstæðan býður á hverjum tíma Og án ámælis frá Þór og öllum hafa t. d. bæði KA og Sundráð Akureyrar leyft sér að fella nið- ur orðalaust heil mót sem þeim hefir verið falin til framkvæmda af þingi í. B. A„ svo að hér var ekki um einstakt eða stórt brot að ræða. Við nánari athugun kemur ljós, að skeð getpr að það sé byggt á misskílningi, er ég segi, að KA hafi verið mynnt á að tilkynna þátttöku í fimmtar- manni um verra eða meira van- sæmandi en að hann vinni sigra sína með rangindum. Ef slík framkoma sannast, kostar það keppandann brottrekstur úr íþróttamóti og útilokun frá keppni í íþróttamótum um lengri eða skemmri tíma. Ekkert af þessu komfyriríþessu umrædda íþróttamóti, enda hefir Tryggvi Þorsteinsson mótstjóri og yfirdómari mótsins séð ástæðu 1 til að afsanna þessa ásökun for- manns íþróttafélags síns með yf- irlýsingu, er hér birtist í blaðinu. íþróttagreinarnar, sem mót- stjórnin ætlaði að fella niður þraut — og bið ég afsökunar á voru 800 m h]aup og 80 m. hlaup því, ef svo er. En samt var það svo, að tilkynningin barst ekki fyrr, en frestur var útrunninn. Samkv. aðferð KA í kvenna- hlaupinu síðar í mótinu, hefði því framkvæmdanefnd átt að neita KA um þátttöku í fimmtarþraut inni, og hefði þá ,meistarinn‘ lent Þórsmegin! Mesta „rausnin“ í „ritdómi“ H. H. er í sambandi við ímyndaða ákæru á hendur frjálsíþrótta- mönnum Ak. og vegna þess að um tíma var ákveðið að fella niður 800 m hlaupið, — sem þó fór að lokum fram og með ágæt um fyrir KA a. m. k. Keppendur frá Þór hefðu auðvitað ekki kom- ið til greina fremur en í kvenna- hlauþinu. Mörgu í grein hans er af þessum ástæðum þarflaust að svara, enda hér orðið iengra mál en skyldi. Mun svo og mörgum finnast þessi skfif okkar Halldórs Helgasonar miður heþpileg og getur verið að, svo sé í aðra rönd ina. En jgfnframt munu þau or- saka það, að á næstu íþróttamót- um Akureyrarfélaganna verður ýmsum átriðum betur athugað en áður, bæði um framkvæmd og framferði, sýnd vaxandi til litssemi og drengskapur bæði af keppendum og þeim, sem ura- hverfis standa og oft sýna vafá- sama íþróttamennsku í orðum og athöfnum: Væri þá nokkuð unn- ið til framdráttar og bóta mik ilsverðum málum, og því náð sem ætlað var í upphafi. Jónas Jónsson. Jónasi íþróttaritstjóra svarað. í næstsíðasta tbl. Dags (20. okt.) birti íþróttaritstjórinn, Jón- as Jónsson frá Brekknakoti, mjög furðulegan pistil um Meist- aramót Akureyrar í frjáls- íþróttum. íþróttafélagið Þór átti að sjá um mótið, og Jónas er formaður þess félags. Undirbúningur, mótsins var í lakasta lagi, enda viðurkennir Jónas það í grein sinni, en svo grípur Jónas til þess leiðinda ráðs, að ófrægja andstöðufélag sitt í íþróttum, Knattspyrnufélag Akureyrar, með ósönnum áburði og rangfærðum og villandi stað- hæfingum. Þetta lætur formaður annars íþróttafélagsins í bænum sér sæma, að birta á prenti í við- lesnu blaði. Hann segir meðal annars: „K. A. hlaut miklu fleiri meistara en Þór, en þess er hvergi getið, að þar var um hæpna íþróttasigra að ræða í sumuin greinum." Ekki er hægt að bregða íþrótta kvenna, en bætt var við þær íþróttagreinar, sem í mótinu voru í fyrra, 60 m. hlaupi. Knattspyrnufélag Akureyrar beitti sér fyrir því á síðastliðnu ári, að þetta meistaramót yrði thekið upp á mótskrá í. B. A'. og sá þá um mótið og valdi í það flestar þær keppnisgreinai', -sem venjulegt er að keppa í á meist- aramótum, og hægt var að keppa í, við aðstæður hér. Engin óánægja var þá um nið- urröðun og val íþrótagreina í mótið og á síðasta ársþingi í. B. A. var samþykkt, að keppt skyldi á meistaramótunum í öllum þeim greinum, sem keppt var í á síðasta móti og síðan bætt við greinum, eftir því sem aðstaða batnaði og reynslan sýndi að eðlilegt væri. Eftir að framkvæmdanefnd mótsins hafði neitað, að verða við tilmælum stjórnar K. A. um að taka umræddar greinar inn í mótið, bentu nokkrir íþrótta- menn úr K. A. Frjálsíþróttaráði í.‘ B. A. á þessa lítilsvirðingu, er mótstjórnin sýndi samþykktum Bandalagsins og tók formaður ráðsins að séi', að koma keppni á í þessum greinum. K. A. hafði skráð keppendur í báðar þessar greinar,' en þegar keppni átti að fara fram í kvennahlaupinu, kom í ljós, að Þór hafði ekki skráða keppend- ur þar. Mótstjórnin leitaði þá álits K. A.-manna um, hvort leyfa ætti óskráðu stúlkunum að keppa og fékk þau svör, að um þær hlytu að gilda sömu reglur og óskráða íþróttamenn frá K. A„ sem farið var fram á að fengju að taka þátt í langstökki og fleiri greinum, vegna þess hve röð keppnisgreinanna hafði breytzt og mótið flutzt til um nokkra daga, en var synjað af mótstjórn- inni. Frjálsíþróttaráð f. B. A. var þarna á staðnum og staðfesti þetta sjónarmið K. A.-manna, en í því eiga sæti tveir menn úr Þór og einn úr K. A. Það fer fjarri mér að halda, að Jónas skrifi grein sína fyrir hönd undirmanna sinna í íþrótta- félaginu Þór og allra sízt þeirra, sem tóku þátt í meistaramótin. Þetta eru því hans eigin hugar- smíðar. Það er ekki í fyrsta sinn í þess- ari umræddu grein Jónasar, að hann ræðst á íþróttakeppendur og íþróttadómara á Akureyri með miður heppilegu orðavali og bregður þeim um ýmsar vammir að ósekju, en fi'am að þessu hefir (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.