Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 9

Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 DAGUR 9 ÍÞRÓTTA 'Vetrarstarfið í íþróttahúsinu. Eins og nýlega var getið um í íþróttaþætti Dags, er nú íþrótta- starfsemin að verða í fullum gangi í íþróttahúsinu. Skólarnir hafa þar óslitið fimleikakennslu frá því kl. að ganga 9 að morgni til kl. að ganga 5 síðdegis og nokkru lengur suma daga vik- unnar. Eftir það taka við smá- flokkar, aðallega við badminton- æfingar o. þ. u. 1. Um og eftir kvöldverð talca svo við hinir f jöl- mennari flokkar íþróttafélaganna fiam á kvöld. Ber þar einna mest á knáttleikjaflokkum, en þátttaka í fimleikastarfsemi hinna frjálsu félagasamtaka virð- ist láta undan síga. Virðist mér það öfugstreymi, seni ákjósanlegt væri að færa aftur til betri vegar, en á síðustu tímum — tímum hins vélræna hraða — verðum við færri og færri, sem erum svo íhaldssamir að telja'stafrófið ekki þýðingarlaust. M a r g i r viður- kenndir uppeldis- og íþrótta- frömuðir, sem bezt hafa skilið til- gang og þýðingu íþróttanna, hafa talið leikfimina lykilinn að öðr- um íþróttum eða stafróf íþrótt- anna. Á vegum í. B. A. er nú hafin starfsemi í íþróttahúsinu í ís- lenzkri glímu, fimleikum og frjálsum íþróttum. Þátttaka er langmest í frjálsum íþróttum, en minnst í fimleikum. Þeir, sem enn kynnu að vilja gefa sig fram til þátttöku, geta fengið upplýsingar í íþróttahúsinu — sími 617 —. Æfingar eru á þriðjudags- og föstudagskvöldum. Lágmarksald- ur er 13 ár, en hámarks-aldur enginn. Verði þátttaka mikil, verða þeir elztu og minnst æfðu hafðir sér í flokki og fá léttari æfingar. Það er ekki talin ástæða til að íþróttafélagsskapurinn taki börn innan 13 ára inn í sína æf- ingaflokka, vegna þess að barna- skólarnir eiga að fullnægja íþróttaþörf þeirra þann tíma árs- ins, sem þeir starfa. En bæjarbú- ar, eldri sem yngri, sem ekki sækja skóla, hafa einnig fulla þörf á líkamsæfingum og vatns- böðum öðru hvoru. Margir þurfa þess vegna of lítillar áreynslu við dagleg störf, aðrir vegna of einhæfrar áreynslu. Þeir Akureyringar, sem aldrei hafa litið inn í íþróttahúsið, ættu að gera það, ef tækifæri býðst og athuga hvort æskumönnum muni ekki vera hollara að eyða þar tómstundum en víða annars staðar. A. D. —o— Eftirmælið. Marteinn Friðriksson fékk birta smágrein í síðasta íþrótta- þætti þessa blaðs. Smásvar verð- ur hanp að fá, þótt hann sendi ritstjóra þáttarins aldrei grein- ina eða bæði mig um rúm fyrir hana í dálkum þessum. Átti hann þó góða aðstöðu til þess og kur- teisisskyldu að gegha. Hans vegna er rétt að vona að hann Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. hafi ekki verið laus við blygðun- arsemi yfir hugarsmíð sinni og ritverki. Hann veit nefnilega fullvel, eins og félagi hans, er eg svaraði í síðasta blaði, að eg hefi ekki á neinn hátt ráðist á frjálsíþrótta- menn ' meistaramótsins. Hann hefir og mælzt til að fá og fengið (þótt hann láti skína í annað í grein sinni) yfirlýsingu frá Tr. Þ. mótsstjóra, þar sem þetta er stað- fest, yfirlýsingu, sem Marteinn þykist gera mikið með, en gerir þó ómerka og um leið þann er hana gaf, til þess að dæma mig sekan. Þar er nokkuð langt geng- ið. En tilraun hans — eins og H. H. — til þess að bera í bætifláka fyrir félag sitt í sambandi cið kvennahlaupið, sýnir vel, að hann veit þar viðkvæman blett. Það hlaup gleymdist í fyrstu, og það er náttúrlega vítavert, en þó ekkert eins dæmi. (Þess má líka geta í því sambandi, að á Afmæl- ismóti Þórs í sumar fengust að- eins tvær stúlkur til keppni í þessu hlauph engin frá K. A.!). En nú er hlaupinu bætt inn í að ósk K. A. án þess að vera auglýst sem aðrar greinar, án þess að tal- að sé um ákveðinn frest til um- sóknar um þátttöku. Keppendur frá K. A. voru ákveðnir strax, en frá Þór þegar ,er hlaupið var ákveðið. Og þegar hlaupa skyldi, mættu keppendur beggja félaga o. þ. á. m. Akureyrarmeistari frá fyrra ári. Sem þátttakendur í keppninni höfðu stúlkurnar allar sama rétt. Framkvæmda- nefnd mótsins mátti ásaka fyrir gleymskuna, en keppendur áttu ekki að gjalda hennar. Vissulega átti Þór tvo fulltrúa af þremur í frjálsíþi'óttaráði og gátu þeir ráðið í þessu máli, eins og mótstjóri sagði „mótmælend- um“ frá K. A. hiklaust. En hvorki hann né Baldur vildu gera þetta að kapps- eða deilu- máli eins og á stóð. Réttar kepp- enda vegna tel eg hæpna þá af- stöðu þeirra, en met hins vegar drengilegt viðhorf, að láta ekki kapp um verðlaun, met og titla leiða sig út í deilur og ógöngur. Hitt er ekki sambærilegt við þetta, þótt reynt sé í vandræðum að ætla að bæta keppendum inn í keppni á síðustu stundu, í þeim greinum, sem auglýstar hafa ver- ið, og þar sem auglýstur frestur til þátttökubeiðni er löngu út- runninn. Þar er um reglu að ræða, sem ekki hefir verið hnikað frá á siðustu íþróttamótum hér. Og eg geri mér nú eiginlega von um Marteinn skilji þetta. — Að öðru leyti vísa eg til greinar minnar í síðasta þætti, og bið M. ÞÁTTUR F. að gera sér grein fyrir þeim misjöfnu sjónarmiðum og mis- munandi íþróttamannlegu við- horfum og tilhliðrunarsemi, sem fram kom á þessu margnefnda móti. Eins og Marteinn tekur fram réði K. A. alveg hvaða greinar voru teknar til keppni á meist- aramóti í fyrri — hinu fyrsta, er svo var kallað — og var ekkert um það deilt. íþróttafélagið Þór stofnaði ekki til neinnar óánægju út af þeim ákvörðunum, þar sem K. A. sá alveg um það mót. Satt er líka, að á síðasta þingi í. B. A. var samþykkt að keppa í sömu greinum á meistaramóti áfram og fleiri greinum til viðbótar, þegar aðstæður þættu til. En M. Fr. hefir þótt áhrifameira að bæta við frá sjálfum sér stóra orðinu öllum inn í málsgreinina, þ. e. „öllum sömu greinum“. Hann um það hve vandur hann er að rök- um. sínum. En að þessu öllu at- huguðu, virðist úlfaþyturinn út af 60 og 800 metrunum orðinn fullnógur, og að mínu áliti sann- aður ómerkur, svo að nægi í bráðina. Eg vil svo þakka Marteini hans vingjarnlegu bendingar til mín viðvíkjandi ski'ifum mínum um íþróttamál hér í blaðinu. Hver, sem vill, getur kynnt sér, hvort nokkur þessi þáttur Dags hefir borið meiri svip rógmennsku og mannskemmdaviðleitni en síðari hluti þess síðasta með undir- skriftinni Marteinn Friðriksson. Nokkrum sinnum áður hafa K. A.-menn (sem vissulega eru allra beztu menn — eða hér um bil það) stokkið upp á nef sér (það er svona 1.65 m. og því ekki Ak- ureyrarmet!) út af því, sem eg hefi skrifað hér, oftar en einu sinni án þess að hafa lesið það sjálfir — að eigin.sögn! Eg hefi tekið því rólega og sagt þeim vel- komið að svara, eg skyldi taka grein í íþróttaþáttinn. Eg hefi líka oft beðið þá, form. félagsins o. fl., að skrifa um kappleiki og mót, sem hér hafa farið fram, svo að þeir mættu þá betur við una, en það hefir lítinn árangur borið. Það löngum léttara að rífa niður en byggja upp, ásaka án þess að bera ábyrgðina. — Nú loks kom ein grein, óboðin þó. Og hefði slík grein verið stíluð til annars en þess, sem ábyrgð ber á þætt- inum, hefði hún þar aldrei birzt. En hvað eina, sem eg hefi um þessi mál skrifað, er eg til að rök- ræða, við þá menn, sem sæmileg- um rökum taka — og beita á móti. Verður svo að skeika að sköp- uðu, hvort þessi skrif okkar þre- menninganna Verða til þess, að einhverjir félagar mínir í Þór hverfi yfir í K. A. eins og „marg- ir góðir“ íþróttamenn hafa „oft“ gert fyrir íþróttaskrif J. J., eins og Marteinn heldur fram! Sé þetta rétt, finnst mér hann ætti ■fremur að senda mér þakkar- ávarp en skammargrein! Það skyldi þó aldrei vera svo, að eg átti mestan þátt í sigri K. A. á meistaramótinu! Annars virðist mér það benda á fremur lélegan félagsþroska, að láta stundar- gremju, augnabliksviðhorf og persónulegan krit þveita sér úr einu félagi í annað. En félagsleg- ur þroski er eitt höfuðeinkenni góðs íþróttamanns. Og eg held að bæði Marteinn og hinir mörgu góðu íþróttamenn yrðu rjóðir á vangann ætti sögumaður að leiða þá fram og nefna þá með nöfnum. Læt eg svo lokið máli mínu nú, en hætti ekki að svo komnu að skrifa hér, þrátt fyrir einlægar óskir og bendingar Marteins Friðrikssonar. Jónas Jónsson. fþróttamót á fyrri hluta næsta árs ákveðin Stjórn íþróttasambands ís- lands hefir ákveðið nokkur íþróttalandsmót á fyrri hluta næsta árs. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu Sambandsins eru það þessi mót: Handknatt- leiksmeistaramót, inni, karlar, stendur frá 22. okt. 1948 til 17. febrúar 1949. Handknattleiks- meistaramót, utnahúss, karlch’, fer fram 15. apríl til 1. júní næstk. Skautamót íslands hefst í Rvík 30. jan. næstk. íslandsglíman verður háð 20. maí, í Rvík. Hnefaleikamót íslands fer fram 1. apríl í Rvík. Skíðamót íslands fer fram dagana 14.—18. apríl. Skíðasamband íslands ákveður mótsstað. Sundmeistaramót ís- lands verður í Rvík 4.-6. maí og sundknattleiksmót 10.—19. maí. Frú Svanhvít Egils heWur hljómleika hér nm helgina Söngkonan, frú Svanhvít Eg- ilsdóttir og tékkneski hljómlist- armaðurinn Jan Moravék, eru væntanleg hingað nú í vikulokin og munu halda hér hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins nú um helgina. Frú Svanhvít hélt fyrstu hljómleika sína nú eftir stríðið í Reykjavík i lok fyrri mánaðar, við ágætan orðstír. Frúin er hafnfirzk og hóf sem barn að leggja stund á tónlist. Hún lauk prófi í píanóleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1936 og fór þá utan til Þýzkalands til náms í söng og píanóleik. Stund- aði hún nám í Leipzig í röskt ár, kom þá heim og söng hér, m. a. í „Bláu kápunni“, sem mörg- um er enn í fersku minrii. Síðan hvarf hún aftur til Þýzkalands og Austurríkis, og dvaldi lengst af í Vín og Gratz við nám hjá kunnum kennurum. Frú Svan- hvít hefur haldið fjölda hljóm- leika og sungið í útvarp og getið sér hið bezta orð-sem menntuð söngkona með mikla hæfileika. Jan Moravék er tékkneskrar ætt- ar, en fæddur og uppalinn í Aust- urríki. Hann varð mikill snill- ingur í harmónikuleik á unga aldri, en nam síðan klarínett- og' píanóleik. Hefur samt jafnan haldið tryggð við æskuhljóðfær- Nýútkomin kennslubók í vefnaði Nýlega kom á bókamarkaðinn kennslubók í vefnaði, Vefnaðar- bók, eftir Sigrúnu P. Blöndal, Hallormsstað. Bók þessi er fyrir margra hluta sakir mjög merk, og þá m. a. vegna þess, að hér er um að ræða fyrstu og jafnframt einu kennslu- bók á íslenzku um vefnað. Bók þessi kom fyrst í heftum sem fylgirit Iilínar og kom fyrsta heftið út árið 1932. Það tók 12 ár að koma allri bókinni út, en heftin voru prentuð i 6000 ein- taka upplagi og send ókeypis með „Hlín“. Það má segja að þrír aðilar stæðu að því að koma þessu á framfæri, nefnilega frú Sigrún P. Blöndal, frk. Halldóra Bjarna- dóttir og Heimilisiðnaðarfélag ís- lands. Bókin er nú gefin út í einu lagi, og er það Árist íslenzkra kvenna „Hlín“, sem gefur bók- ina út. Ritstjóri og útgefandi „Hlínar" er sem kunnugt er frk. Halldóra Bjarnadóttir. í formála bókarinnar segir frk. Halldóra m. a.: „Það sýndi sig brátt, þegar vefnaðarbók frú Sig- rúnár Blöndal var fullgerð, að hana þurfti fljótlega að prenta að nýju. Bókin er notuð sem kennslubók í húsmæðraskólum landsins, en var ófáanleg í bóka- verzlunum, svo það er brýn þörf á því að flýta sem mest útgáfu hennar. Eftir fráfall frú Sigrúnar hefir eftirmaður hennar við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, frú Þórný Friðriksdóttir, góðfús- lega tekið að sér að yfirfara bók- ina að nýju og lagfæra smávillur, sem slæðst höfðu inn í hina lang- dregnu útgáfu. Sá hagnaður, sem kann að verða af útgáfu þessarar bókar, rennur í kapellusjóð frú Sigrúnar Blöndal á Hallormsstað.“ í Vefnaðarbókinni er mikill fjöldi skýringarmynda. Hún er prentuð á góðan pappír og frá- gangur allur virðist hinn ágæt- asti. — Bókin er prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar h. f. A. Tveir sjómenn drukknuðu um helgina Tveir sjómenn drukknuðu um þessa sl. helgi. Féllu báðir fyrir borð af skipum á siglingu. Hinn fyrri er Stefán Eðvaldsson búr- maður á strandferðaskipinu Heklu, er féll fyrir borð skömmu eftir a ðskipið fór frá Reykjavík í strandferð. Náðist hann eigi. Hinn síðari er Árni Guðmonar- son sjómaður á Skagaströnd, er féll fyrir borð af vélbátnum „Vin“ á Skagaströnd á sunnu- daginn, er báturinn var að koma úr fiskiróðri. Árni var um fimmtugt, kvæntur maður og á uppkomin börn. ið sitt, harmonikuna, og mun hann leika á hana á hljómleik- unum hér,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.