Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR íti! frægS, é fá -psg af eigin vöpnuiti „íSLENDINGÚR“ Á FLÓTTA Það gekk ekki lítið á fyrir rit- stjóra ísl. í september s. 1.. Hann tók sér fyrir hendur að sanna það að stjórn Ólafs Thors og komm- únista hefði aðeins eytt 763 millj. króna, en ekki 1300 milljónum eins og hin vondu Framsóknar- blöð héldu fram. Kallaði ísl. þá staðhæfingu „gömlu lygina," og myndu Framsóknarmenn hafa lært það af Göbbels, „að ef lygin sé endurtekin nógu oft, þá muni alltaf einhverjir verða til þess að trúa henni.“ Ritstjóri ísl. lézt færa sönnur á mál sitt með því að vitna í 'tölur úr verzlunarskýrslum um inn- og útflutninginn á árunum 1945 og 1946 og lætur líta svo út, að þar komi allar gjaldeyris- tekjurnar og öll gjaldeyriseyðsl- an fram. Sýnilega skákar hann í því hróksvaldi, að almenningur viti ekki, að í verzlunarskýrslun- um kemur ekkert fram af duldu greiðslunum, og að verzlunar- skýrslurnar sýna ekki nema nokkurn hluta gjaldeyriseyðsl- unnar. Út frá þessari blekkingartil- raun spinnur svo ritstjórinn lop- ann um lygáhneygð Fi-amsókn- armanna, er þeir haldi fram 1300 milljóna eyðslunni, og segir m. a: „Er þetta glöggt dæmi um sannleiksást Framsóknarforkólf- anna, að þeir víla ekki fyrir sér að 'rangfæra opinberar skýrslur til þess *að reyna að sverta and- stæðinga sína. Geta menn gert sér nokkuð í hugarlund, af livílíkri ráðvendni þeir menn muni yfir- le.itt fara með staðreyndir, sem ekki hika við að þrástagast á staðleysum, sem hægt er að reka ofan í þá með opinberum skýrsl- um.“ Efftr að ritstjóri ísl. hafði rutt þessum brigzlyrðum úr sér, sýndi Dagur þegar fram á blekkingu ísl. í þessu máli. Blekkingartil- raunin var auðvitað gerð i þágu Ólafs Thors. Með henni átti að hvítþvo hann og stjórn hans af dæmalausri fjáreyðslu í stjórnar- tíð hans. í sömu andránni og rit- stjórinn ber gamla og nýja „lygi“ á Framsóknarmenn, leikur hann sér að því að misþyrma sannleikanum röngum málstað sínum til framdráttar. Mönnum verður að spyrja: Er liér ekki um met að ræða í óheiðarlegri blaða- mennsku? Flestir munu hafa ætlað, að jafn orðhvatur maður, og rit- stjóri ísl. er, mundi ekki gefast upp, þó að sýnt hefði verið fram á blekkingu hans og ósannindi. Eitthvað mundi hann segja mál- stað sínum til varnar. Að minnsta kosti gæti hann afsakað sig með því, að hann hefði ekki vitað bet- ur en það, að öll gjaldeyriseyðsl- an fælist í verzlunarskýrslunum, þó að slík vanþekking væi'i aö vísu lítt fyrirgefanleg- Heilaga einfoldni er þó nær ao fyrirgefa', en vísvitandi blekkingatilraun. En hver er reyndin? Síðan hafa komið úí nokkur blöð af ísl. án þess að minnst hafi verið einu orði á þetta mál, Um það ríkir grafarþögn. ísl. hefir lagt á fiótta. Hann vill auðsýni- lega,' að’ bfekki.ngatilraunin graf- ist og gleymist í djúpi þagnarinn- ar. En það er ekki ,vert. að gera honum þetta til éftirlætis. Nokk- uð fyllri upplýsingar en áður .skulu því gefnar í málinu. Flóttinn rekiim. Vilji rhenn afia sér lieildaryfir- lits um gjaldeyristekjurnar og gjaldeyriseyðsluna, verður að leita u'þplýsinga ,um. gjaldeyris- kaup og gjaldeyrissölu bankanna. Þessar upplýsingar er að finna í hinum árlegu skýrslum Lands- bankans., Samkvæmt þessum heimildum námu gjaldeyristekj- ur þjóðarinnar (þ. e. gjaldeyris- kaup bankanna) í tíð fyrrv. stjórnar eins 'og hér segir: Nóv.—des. 1944 54.201 þús. kr. Allt- árið .. 1945 326.759 þús. kr. Allt árið .. 1946 323.908 þús. kr. Janúar .... 1947: 15,589 þús. kr, Samtals 720.457 þús. kr. Þegar stjórnin kom til valda í október 1944, námu inneignir bankanna erlendis 568.118 þús. kr. Þegar þessar tvser upphæðir :eru lagðar sáman, veyður útkom- an 1288. 575 þús. kr. Þetta er sú upphæð, sem stjórnin hafði til ráðstöfunar af erlendum gjald- eyri. Það er .nálega 1300 millj. kr., eins og Framsóknarblöðin hafa haldið fram. Af þessari upphæð segir ísl., að stjornin hafi aðeins eytt rúmum 760 millj. kr., og hlaut hún þá samkvæmt því að .láta eftir sig nokkru meira en 500 millj. kr. gjaldeyrissjóð, þegar hún hrökkl- aðist frá völdum. Sannleikurinn er hins vegar þessi: Samkvæmt áðurgreindri heim- ild nam gjaldeyriseyðslan (b. e. gjaldeyrissala bankanna) í tíð fyrrv. stjórnar eins og hér segir: Nóv.—des. 1944 60.703 þús. kr. Allt árið . . 1945 426.957' þús. kr. Allt árið . . 1946 580.615 þús. kr. Janúar .... .1947 44.261 þús. kr. Samtals kr. 1112.536 þús. kr. Samtals hefir því verið eytt 1112 millj. og 536 þús. kr. af er- lendum gjaldeyri í tíð fyrrv. stjómar. Aulv þess námu ónotuð gjaldeyrisleyfi, þegar hún fór frá völdum, yfir 200 millj. kr. Hafði hún því ráðstafað nokkru meira en 1312 millj. kr. erlends gjald- eyris í stjórnartíð sinni, eða ná- k.ga 24 millj. kr. maira. en gjald- eýi'li' var tiKfýrir. . Þetta eru. stað.reyndirnar um gjaldeyriseyðslu fyrrv. stjórnar, sem íslendingur tók sér fyrir hendui' að hrekja, én sem honum tókst svo hrapallega, að hann sá þann kost vænstan að flýja þegj- andi af hólmi að hætti vissrar dýrategundar, sem laumast burtu með lafandi skott, af því að hún hefir verið sneypt og veit upp á sig' skömmina. Það væri ástæða til fyrir „rit- þræla“ íhaldsins og gamla Hit.1- erssauði í íslendingshjörðinni að athuga, hvort almenningi þyki það ekki „glöggt dæmi um sann- leiksást" þeirra, „að þeir víla ekki fyrir sér að rangfæra stórlega op- inberár skýrslur", til þess að reyna að verja taumlausa og fyr- irhyggjulausa fjáreyðslu Ólafs Tolirs og kommúnista í valdatíð þeirra. Almenningúr áttar sig á því, að væii allt með felldu, þyrfti slíkra vopna ekki við. „Geta menn gsrt sér í hugarlund, af livílíkri ráðvendni þeir mehn muni yfiríeitt fara með stað- reyndir, sem ekki hika við að þrástagast á staðleysum, sem hægt er að reka ofan í þá með opinberum skýrslum,“ svo að orð íslendings séu notuð, og vopnum hans snúið gegn honum sjálfum. Ilefir það löngum þótt lítil frægð, að fá geig af sínum eigin vopnum. Bjarni Jóiisson, fyrnim bankastjóri, látinn Síðasílíðinn Iaugardag lézt aö heimili sínu í Reykjávík Biarn’ Jonsson frá (Jnnarhoiti, fyrrum bankastjóri hér, röskiega hálfatt- ræður að aldri. Bjarni var Árnesingur að upp- runa. Hann varð stúdent 1898 og lauk lögfræðiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla 1906. Á stú- dentsárum sínum dvaldi hann um hríð á Flórens á ítalíu á vegum dr. Williards Fiske við skrásetn- ingu hins fræga Fiske-bókasafns. Eftir að hann fluttist heim til ís- lands, gerist hann fulltrúi sýslu- mannsins í Seyðisfirði, en árið 1910 fluttist hann hingað til bæj- arins og gerðist bankastjóri úti- bús íslandsbanka og síðar útibús Utvegsbankans. Gegndi hann því embætti til ársins 1935, er hann sagði því lausu og fluttist til Reykjavíkur. Starfaði hann við Útvegsbankann í Reykjavík hin síðustu ár. Hér í bænum gegndi Bjarni Jónsson ýmsum trúnaðar- störfum, sat m. a. lengi í skatta- nefnd, var bæjarfullti'úi um skeið og hann átti sæti í fasteignamats- nefnd frá upphafi hennar unz hann fluttist burtu héðan. — Bjarni Jónsson varð sérlega vin- sæll maður af störfum sínum hér í bænum. Hann var ág.etlega vel ao sér, hverjum manni kurteisari og háttprúðari í framkomu, vin- gjarnlegur og alúðlegur við alla, sem við hann áttu skipti. — Þótt Bjarni flytti burtu héðan, dvaldi hugur hans hér löngum, hjá ætt- mennum og kunníngjum, og hann heimsótti fornar slóðir alloft hin síðustu ár. Hann átti hér fjölda vina, sem nú minnast hans með hlýhug og þakklætí. Miðvikudaginn 17. nóv. 1948 111>,111>i11 *111111>11 H. S. m.ii,"nn;r>.,i,i,,111>!i,v!;?;nú,,,,>óiii niu, *Ja ... annarra or> =riii"iiiiiniiinii||iiiiii|iii|||||iitiiiiii|||iiiiiiui||iiiiiiiiii||iiii»iiii|||iiiiiuij|||iiiiiiiii(||iiiiiii|jl|1,ll||ii SJÚKLINGUR, sem leitár læknis við einhverjum kvilla, fær hjá honum lyfseðil til fram- vísunar í lyfjabúð. Meðul með torkennilegum riöfnum, skammt- ar og pillur, eru látin út í hæfi- legum skömmtum til þess að fyr- irbyggja misnotkun þeirra. Læknirinn velui' það meðal, sem gagnai' mest gegn kvillanum, af því að hann þekkir bezt hvað við á. Hins vegar þarf ekkert lækn- isráð til þess að almenningur leiti kaupa á heilsusamlegum fæðutegundurri, svo sem mjólk, skyri, smjöri og öðru kjarnmeti af því tagi. þótt á hinum síðustu tímum þurfi nokkurs konar lyf- seðla frá skömmtunarskrifstofum fyrir sumum þessum gæðum. Ein er þó sú tegund innlendi'ar fram- leiðslu, sem ekki fæst nema út á læknisvottorð. Það er þorskalýs- ið, sem heilsufræðingar hafa kennt að væri hverju barni nauðsynlegt og raunar fullorðn- um líka. Það geymir þau víta- mín, sem okkur skortir mest, einkum á sólarminnstu árstíðinni. Þessi vara er framleidd í stórum stíl í landinu og hún hefir frá fyrstu tíð og allt fram á þessa síð- ustu og verstu tíma, verið til sölu á frjálsum markaði. En nú, þegar tuttugasta öldin er hart- nær hálfnuð, er hún ekki föl nema gegn lyfseðli. Iivernig stendur á þessu fyrirbæri? í STUTTU MÁLI er ástæðan sú, að við höfum á þessum síð- ustu árum eignast svokallað op- inbert eftirlit í ríkavi mæli en flestar þjóðir véstan járntjalds- ins. Einn armur þess heitir verð- lagseftirlit. Hlutverk þess mun vera að gæta þess, að ekki sé gengið á rétt borgaranna í verzl- un og viðskiptum. Tilgangurinn er -því lofsverður. En útkoman virðist okkur sumum vera höttótt á stundum. Þetta verðlagseftirlit auglýsti í fyrra hámarksverð á þorskalýsi. Árangur þeirrar aug- lýsingar varð í stuttu rnáli þessi: Verzlanir og lyfjabúðir sögðu verið of lágt og ekki hægt að selja þorskalýsi fyrir það nema með tapi íyrir verzlanirnar. Vei'ðlagseftirlitið neitaði að taka þessar ábendingar til greina. Lyfjabúðirnar svöruðu á sinn hátt, hættu að hafa lýsi til sölu fyi'ir almenning, nema gegn læknislyfseðli. Fyrir hvern lyf- seðil fá þær lyfseðilsgjald. Út- koman fyrir lyfjabúðirnar er því sú, að þæi' fá það verð, sem þær telja réttmætt, og almenningur greiðir það beinlínis við búðar- borðið og í gegnum sjúkrasam- lögin. Þai' með var lyfjabúðun- um borgið. En hvernig er al- menningi borgið með tilskipan þessari? Auðvitáð er hans hlut- ur lakastur. Heimilisfeðu.rnir þurfa nú, auk útgjaldanna, .að verja t'íma sínum í það að sitja á biðstofum læknanna. Læknarnir, sem hafa ærin starfa við alvar- legri verkefni, verða að eyða tíma sínum í það að skrifa lyf- seðla fyrir þorskalýsi, sem hver maður kann skil á og engin hætta ei' á að misnotað verði og nóg er til af í landinu. Sumir gefast upp á þessu rölti frá Heródesi til PílatuSar. Árangur þess er sá, að börnin fá minna lýsi en áður. Bóndi fyrir austan heiði sagði mér frá því nú á dögunum, að börnin hans fengju ekkert lýsi á næstunni vegna þess að hann gat ekki, tímans vegna, setið á bið- stofum lækna hér í von um lýs- isresept. ; Þannig gerast dæmin daglega. AUGLJÓST ER, að þessi verðlagstilsþlpun hpfii' orðið al- menningi miklu dýrari en sú verðhækkun á lýsi, sem gat forð- að þessu ástandi í fyrra. Biðin, röltið, tímaéýðslan, sem til þess arna .hefir farið í þjóðfélaginu, mundi nema álitlegri upphæð ef reiknað væri' taxtakaup. Og blessuð börriin,. sem ennþá skilja ekki hinn leyndardómsfulla til- gang sumra opinberra tilskipana, mega þó strax í vöggunni kenna áhrifa þessarar tilkynningai'. — Þannig er ástandið búið að vera í meira en ár. Verðlagseftirlitið heldur e. t.~v. að lyfjabúðirnai' séu eins og umsetin borg, af völdum auglýsingar sinnar í fyrra, og að þær muni brátt draga hvíta fánann að hún. En sannleikui'inn er, að sá sem jafnan verður harðast úti í ófriði, er hinn almenni borgari. Virðist kominn tími til að herforingja- ráðið á verðlagsstjóraski'ifstof- unni geri sér þau sannindi ljós. UR BÆNUM: Skákfélag Akureyrar vill fá skák- snillingimi Euwe liingað noruðr FÉLAGAR í Skákfélagi Akur- eyrar hafa mikinn hug á því að fá hollenzka skáksnillinginn, dr. Euwe, til þess að skreppa hingað norðúi' í desember, er hann gistir höfuðstaðinn í fyrsta skipti. Dr. Euwe er einn af kunnustu skák- mönnum heims og var um skeið heimsmeistari í skák. Frægðarsól hans mun eitthvað hafa lækkað á lofti á síöustu skákþingum, en samt er hann enn talinn einn hinn lærðasti skákmaður, sem nú er uppi, og mjög snjall á stund- j um. Koma hans hingað yrði mik- ill viðburður í hópi hins fá- menna hóps, sem Kér leggur stund á hina göfugu íþrótt. Vonandi tekst skákfélögunum hér að koma heimsókninni til leiðar, þvi að áhrif heijnar mundu ná langt út yfir þeirra hring. ÞAÐ ER VERT að benda á, að slík áhrif eru æskileg. Skákfé- lagið hér er. í hópi eldri félaga bæjarins, en það hefir jafnan látið lítið yfii' sér og mjög hljótt (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.