Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 8
8 DAGUR Miðvikudaginn 17. nóv. 1948 IÞRÓTTA Þakkað fyrir „Eftirmælið“. Ritstjóí'i íþróttasíðunnar virð- ist mjög móðgaður við mig yfir því, að eg skyldi leyfa mér . að biðja aðalritstjóra blaðsins fyrir grein mína, er birtist í næst síð- asta tölubl. Dags, en ekki hann sjálfan, Jónas Jónsson frá Brekknakoti. Eg fæ ekki séð neina ókurteisi í sambandi við það, að leggja grein til birtingar inn á afgreiðslu blaðsins, í hvaða dálki sem hún svo birtist. Jónas segir í ,,Eftirmælinu“: ,,Nú loks kom ein grein, óboðin þó. Og hefði slík grein verið stíl- uð til annars en þess, sem ábyrgð ber á þættinum, hefði hún þar aldrei birzt.“ Einmitt vegna þess, að eg vildi ekki, að grein minni yrði stungið undir stól, sendi eg hana til rit- stjóra blaðsins, sem ábyrgð ber á íþróttaþættinum eins og öðrum þáttum í blaðinu. Jónas sagði í grein sinni, sem hann stílaði til félaga H. H., að hann hefði verið fjarverandi úr bænum á meðan Meistaramótið fói' fram, enda hlýtur fyrsta grein hans að vera tilkomin af ókunn- ugleika á því, hvernig leyst var úr þeim málum, sem ágreiningur varð um. Staðhæfingar Jónasar um slæma framkomu okkar K. A.-manna í mótinu, eru því byggðar á sögusögnum annarra, og er engu líkara, en að einhver vondur maður hafi skrökvað í íþróttaritstjórann og hann af fljótræði sett það á prent. í tveim löngum greinum hefur hann svo þvælt málið og í þeirri síðari, „Eftirmælinu“, heldur hann þvi ennþá fram, að Þórsstúlkurnar í 80 m. hlaupinu hafi verið lögleg- ir keppendur í mótinu, og er áð- ur búinn að segja, að þær hafi verið útilokaðar frá keppninni vegna framkomu K. A.-manna. Eg lýsti því í grein minni, hvern- ig þetta fór fram og hef nú fengið því til staðfestingar undirskrifað skjal frá Frjálsíþróttaráði í. B. A. og sendi eg J. J. það í ábyrgðar- bréfi í dag. Frjálsíþróttaráðið, sem tók að sér að koma keppn- inni á í þeim íþróttagreinum, sem framkvæmdanefndin gleymdi, úrskurðaði stúlkurnar ólöglegar, einmitt eftir þeirri reglu, sem Jónas leggur áherzlu á í grein sinni, að eg skilji. Eg vil taka það fram, að öll þau ati'iði, sem ágreiningur varð um í sambandi við Meistaramótið, var eingöngu að kenna slæmum undirbúningi mótsins. Sá ágrein- ingur var jafnaður á mótsstaðn- um og þar skorið úr vafaatriðum af þeim, sem með völdin fóru og sáu um mótið, íþróttafélaginu Þór, þar sem J. J. er formaður, og Frjálsíþróttaráði í. B. A., sem skipað er tveimur mönnum úr Þór og einum úr K. A. Þórsmenn hafa hingað til ekki, frekar en aðrir menn, látið ganga á rétt sinn, þegar þeir hafa við það -ráðið, eins og þeir gátu í Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. þessu máli. Er þessi staðreynd ein fyrir sig nægileg, til þess að afsanna það sem Jónas heldur fram um yfirgang ráðamanna Knattspyrnufélags Akureyrar í mótinu. Að' endingu vil eg taka það fram, að eg mun leiða hjá mér frekari blaðaskrif um þetta mál og skeyti ekki um, þótt Jónas hafi ennþá einhverju við fullyrð- ingar sínar að bæta. Marteinn Friðriksson. —o— Skíðabrekkur og skautaís. Veturinn er genginn í garð. Hann er venjulega enginn au- fúsugestur, og allra sízt, þegar hann rekur sumarið á flótta áð- ur en þess venjulega kveðju- stund er komin. En hann hefir nú þegar til reiðu bæði skíðabrekkur og skautaís fyrir íþróttafólkið. — Skíðaráðið er byrjað að undirbúa vetrarstarfið og hugsa um fyrir- greiðslu innlendra og erlendra aðkomumanna, sem væntanlega munu heimssekja Akureyri í vetur. Skautafélagið er byrjað á æf- ingum á ísnum sunnan við Leirugarðinn og austan við Gróðrarstöðina. Það er að vísu ekki mikið fjölmenni ennþá, að- allega unglingar úr innbænum innan við tvítugsaldur. En þeir eru með lífi og sál í leiknum og virðast engu síður kunna við sig þar en á götunni, enda er svellið ólíkt heppilegri leikvangur. í. S. í. hefir nú í fyrsta skipti gert skautaíþróttinni svo hátt undir höfði, að boða til landsmóts í henni. Verður það háð í Reykjavík sunnud. 30. jan. í vet- ur og er Skautafél. Reykjavíkur falin framkvæmd þess. í skautaíþróttinni standa ís- lendingar mjög að baki öðrum þjóðum, bæði vegna kunnáttu- leysis og lélegra skilyrða til æf- inga í listhlaupi. Vonir standa til að úr þessu rætist, þegar skauta- höllin er komin upp í Reykjavík og íþróttaleikvangurinn á Akur- eyri. Verkefnin eru óþrjótandi fyrir íþróttamenn, svo að naumast er tími til að hnýflast lengi með pennum. Formenn félaganna munu því fremur kjósa að takast í hendur til samstarfs eins og þeir hafa áður gert. A. D. —o—- Skíðagangan 1946. Úrskurður fþróttadómstóls f. S. f. Á fundi Skíðaráðs Akureyrar, sem haldinn var fyrir^iokkru, var lögð fram greinargerð og álykt- unarorð íþróttadómstóls f. S. f. út af kæru íþróttabandalags ÞÁTTUR Siglufjarðar gegn mótstjórn Skíðamóts íslands 1946, en þá fór mótið fram á Akureyri. Tilefni kærunnar var stytting göngu- brautar í 18 km. göngu, sem leik- stjórn í göngu taldi sér skylt að gera vegna þess hve færi reynd- ist þungt og keppendur og farar- stjórar voru ásáttir um. í lok greinargerðar íþróttadómstóls, sem er alllöng, segir: „f máli þessu er kært yfir því, að leikur hafi ekki verið fram- kvæmdur rétt. Lítur íþróttadóm- stóllinn svo á, að hér hefði átt að kæra leikstjórn leiksins fyrir mótstjórninni. Samkvæmt 13. gr. í leikreglum um skíðamót á þvílík kæra að' sendast mótstjórninni samdægurs. Engin slík kæra hef- ir borizt mótstjórninni, heldur hefir mótstjórnin verið kærð síð- ar fyrir í. S. í. Verður kæra íþróttabandalags Siglufjarðar því ekki tekin til greina og ber að vísa málinu frá. ÁLYKTARORÐ: Kæra íþróttabandalags Siglu- fjarðar á hendur mótstjórn Skíðamóts íslands 1946 verður eigi tekin til greina, og er málinu vísað ffá dómi.“ í íþróttadómstól í. S. í. eru níu menn og mun þetta vera eitt fyrsta málið; sem dómstóllinn af- greiðir síðan hann var endur- skipulagður. (Frétt frá Skíðaráði Akureyrar). —o— Fyrir skíðamenn. Síðastl. laugardag bauð Skíða- ráð Akureyrar hópi skíðamanna o. fl. áhugamönnum að sjá kvik- mynd Edvards Sigurgeirssonar frá Skíðamóti íslands, sem fram fór hér við Akureyri sl. vor. Sýn- ingin var í félagsheimili í. B. A. í fimleikahúsinu og þótti ágæt. — Myndin er í eðlilegum litum og sýnir vel mörg atriði mótsins, skíðafólk í keppni og að lokinni raun, áhorfendur í þúsundatali og fagurt skíðaland við sólskin og himinbláma. Að lokinni sýningunni talaði Herm. Stefánsson nokkur orð og gerði grein fyrir áætluðu vetr- arstarfi skíðamanna hér sem nú er hafið af talsvei'ðum krafti og 'mdir stjórn Hermanns sem áð’tr, Hermann gaf m. a. þessar upp- lýsingar: Skíðamenn hér eru nýbyi'jaðir að æfa og verður fyrsta svig- keppnin sunnudaginn 21. þ. m. kl. 2 í Snæhólum. Farið verður upp eftir kl 10 um morguninn. — Keppni fer fram í a-, b- og c-fl. karla og verðlaun veitt á siaðn- um. Skíðaráðið vonast eftir að allir skíðamenn bæjarins mojti á þessari fyrstu æfingakeppni. í ráði er að hingað komi í vet- ur landslið Englands— 3—6 svig- og brun-menn — og keppi viö landslið íslands. Skíðaráð Akur- eyrar hefir boðist til að greiða fyrir því að af keppninni geti orð- ið. En hún fer fram í nánd við Júlíus Gunnlaugsson Fæddur 31. júlí 1865. Dáinn 16. september 1948. Sem foldin með hausti fölnar svo fölnar allt sjónum manns, á öndverðu æfihausti er ellin vitjar hans. Gott er til hvíldar að ganga er gjörist langt það haust, þá heimsins er horfið yndi en heimvonin góð og traust. Svo ert þú sjónum horfinn sviplega, vinur kær. Lífs eftir langa daginn Ijúf er þér hvíldin vær. Um þig er margs að minnast og mikið starf þú vannst. — Þú eygðir alltaf markmið og yndi við það fannst. Þín bújörð ber þess vitni að batzt við hana tryggð. Þú lagðir rækt við landið og landsins sveitarbyggð. Þín umhyggja og alúð og áhuginn þar vann. í öllum meiri málum eins mátti finna hann. Þú glaður varst með vinum og vart þess minning dvín og grannanum um greiða var gott að leita þín. Með þökkum þú ert kvaddur er Jarjóta lífsins mið og blessunar þér biðja þín börn og skyldulið. B. í. Akureyri, ef til framkvæmda kemui'. íþróttahúsið lokað. Vegna lömunarveiki- faraldurs í bænum hefir héraðslæknir bannað alla starfsemi í fimleika- húsinu um óákveðinn tíma. — Flokkum áhugamanna og félaga kemur bannið illa og láta ekki vel yfir því. Mun fulloi'ðnu fólki minni hætta búin að leika sér þar í hlýju húsi, stund tvisvar í viku en að vinna úti í kulda, rása um götur í misjöfnu veðri og það jafnvel eftir fleiri stunda svita- bað í danssal og reykjarsvælu? Um börn og unglinga í skóla gæti verið öðru máli að gegna. En ekki þýðir að deila við dóm- arann. Olympíumeistarinn í svigi, Edi Reinalter, Svisslendingur, kemur hingað til lands og kennir hér frá miðjum janúar og fram á vor ef gjaldeyrisleyfi (ca. 3 þús. kr.) fæst. Reinalter er tvímælalaust bezti svigmaður heimsins. Skíðamenn okkar munu vafa- laust fagna þessum fréttum og gera sér vonir um að viðkomandi nefndir og ráð „þarna syðra“ sjái sér fært að veita leyfi fyrir því lítilræði gjaldeyris, sem hér væri urh að ræða. „Marteinn Friðriksson á bata- vegi“. — Smágrein í næsta þætti. — Einnig vei'ður þá eitthvað sagt frá nýja íþróttavellinum, áætlun- um og framkvæmdum þar. J. J. Kvenfélagið „Freyja44 í Arnarnesshreppi 30 ára Þið eignuðust hugsjón með æskuþori og andans vermandi glóð, og lögðuð á brekkuna léttar í spori af löngun að vinna ykkar þjóð. Þótt féllu geislar á grýttar brautir og gleðin ríkti þar heið. Þá voru það mannlífsins mörgu þrautir, sem myrkvuðu fjöldans leið. Og þið hafið séð á þrjátíu árum hve þungbær er lífsraun þess manns, er siglir á dökkum sorgarbárum þá sýnin er horfin til lands. En samúðin eyðir sorta skýjum á sorganna myrku nótt. Og dimman hverfum með degi nýjum; sá dagur ljær veikum þrótt. Er þið tendruðuð góðvildar blysið bjarta sló bjarma á hinn harða klett, því þið hafið glatt margt gamalt hjarta og gjafir að snauðum rétt. Þið kunnið listina að mýkja meinin og marka hin hreinu spor, því ykkar er laufguð græðigreinin, og göfugt og sterkt ykkar þor. Og ,,Freyja“ hefir verið vinur mætur því veika, sem græðslu þarf. Og lundurinn fríði við fjallsins rætur ber fagran vott um það starf. í starfi ykkar vermist vorsins gróður, er vetrarins græðir sár. Hinn græðandi máttur er hógvær og hljóður, sem himinsins dággáftár. Svo haldið þið áfi'am á hamingju brautum með hug, sem skortir ei þor. Og fækkið lífs vors fjölmörgu þrautum, og fegurstu markið spor. Og glæðið vermandi eldinn í æðum, sem ísinn og hjai'nið fær brætt. En konungui' lífs gefur kraftinn frá hæðum, sem kalsái' dýpstu fær grætt. S. Sv. margar tegundir, mjóg ódýrir. Sendum gegn póstkröfu. Verzl. Eyjafjörður h.f. Sítrónur Nýlencluvörudeild og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.