Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 1
Fonistugreinin: Eftir Alþýðusambands- þingið. Fimmta síðan: Frá bókamarkaðinum. — Útilíf og íþróttir. - - XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. nóvember 1948 46. tbl. Síldin kemur og f er hér á Pöllinum Tilfinnanlegur beitu- skortur norðanlands Skömmu áður en blaðið fór í pressuna í gærkvöldi hafði tíð- indamaður þess tal af Valtý Þor- steinssyni útgerðarmanni og spurðist fyrir um síldveiði hér á Pollinum og í Eyjafirði, en eitt skipa hans, Gylfi, hefir að und- anförnu nokkuð sinnt þeirri veiði. Kvað Valtýr það rétt vera, að Gylfi hefði orðið nokkurrar síldar var á þessum slóðum síð- ustu dagana. Hefði hann fengið úm 200 mál og tunnur alls, og aflinn aðallega verið frystur til beitu, en þó hefði síldarverk- smiðja Kveldúlfs á Hjalteyri tek- ið 70 mál til bræðslu í fyrradag, því að möguleikar frystihúsa hér um slóðir að taka síld til fryst- ingar væru mjög takmarkaðir eins og stendur. Síldin er aðallega 18—20 cm. löng og allfeit, eftir því sem gerist á þessum tíma árs, eða ca. 15—17%. í gærmorgun fór Gylfi enn í síldarleit um Pollinn og fjörðinn, en veiði var þá sára- lítil. — Við höfum þó hug á að fylgjast með því, hvort hún kem- ur inn hingað aftur, sagði Valtýr að lokum, — bæði til þess, ef verða mætti, að Kvöldúlfur gæti „sett í gang" og gert sér einhvern mat úr síldarslattanum, sem hann tók af okkur í gær, en þó fyrst og fremst vegna þess, að beituskortur er nú tilfinnanlegur fyrir útveginn hér norðanlands, og væri það því mikil nauðsyn að bæta úr þeim vandræðum með því að hremma síldina, ef henni skyldi skjóta hér upp aftur. Ekki kvaðst Valtýr hafa frétt neitt um síldarafla við Faxaflóa, og lírur fyllilega út fyrir það — því miður — að „silfur hafsins" ætli að reynast höfuðstaðarbúum jafn duttlungafullt og stopult sem öðrum landsmönnum, þótt mikil verðmæti hafi verið sett þar á eitt spil og af mikilli bjartsýni til þess að veita síldinniþarverðugar móttökur, ef henni þóknaðist að líta upp á þá Skagáströnd. S J Á L F V I R K A S ÍMAS T Ö f) I N : Umferðarfræðsla og bílstjóranámskeið Námskeið til meira-prófs bif- reiðastjóra hefir staðið yfir hér í bænum undanfarið. Hafa um 50 bifreiðastjórar sótt námskeið- ið. Aaðalkennari'er Vilhjálmur Jónsson. — Síðastl. fimmtudag var í sambandi við námskeiðið sýnd umferðakvikmynd í Sam- komuhúsinu, og þangað boðið blaðamönnum, auk riemendanna. Var mynd þessi fróðleg og þörf hvatning til aukinnar varúðar í sambandi við umferðarmálin. ingi heimilaSi ié fil sföðvarinnar á yfirsíandandi ári Útgerðarbær í vext'i og blóma Fjárhagsráð birtir yfirlýsingu, sem sýnir að neitun uin innflutning er byggð á röngum forsendum Upplýst, að Hafnarfjörður hefur fengið 500 númera stækkun Gagnrýni sú, sem birzt hefir hér í -blaðinu og í Tíman'jm á þeirri: ákvörðun Fjárhagsráðs, að synja uni leyfi íil innflutniugs á sjálf- • virku símastöðinni hér, hefir nú orðið. til bess, aS hið virðulega ráð hefir sent blaðinu yfirlýsingu um afstöðu sína 'og óskað að fá hana biría í blaðínu. Ðegi er Jiúft ao' verða við' béirri ósk. Faereyingum græddist fé á striðsárunum, en Heir höfðu enf> j,ný- sköpunarstjórn" til þess að fremja kraftaverk eyðsluseminnar á þeim fjárfúlgum. Þess vegna er Klaksvík og aðrir út«erðarbæir í vexti og blóma. Síóríelldar I framkyæmdir í Giæsibæjarhreppi Verkið stöðvaðist í haust vegna vélabilunar - varahlutir fengust ekki leysir út í Reykjavík! Landþurrkunarfélag Glæsibæjarhrepps, sem stofnað var af bænd- um árið 1945 hefir haft með höndum miklar framkvæmdir að und- anförnu. Hefir verið unnið með skurðgröfu að landburrkun í Kræklingahlíð, en bar er víðáttumikið landssvæði vel fallið til ræktunar. Dagur hefir snúið sér til for- ráðamanna félagsins og fengið hjá þeim nokkrar upplýsingarnm starfsemi félagsins. Framkvæmdir hófust iS46. .. Landþurrkunarfélagið fékk skurðgröfu leigða hjá Vélasjóði ríkisins haustið 1946 og var þá þegar hafizt handa um land- þurrkun í Kræklingahlíð. Byrjað var syðst í Hlíðinni. Skurðgrafan starfaði síðan allt sumarið 1947 og sl. sumar, þangað til hún varð óstarfhæf í september vegna vélabilunar. Verkið tæplega hálfnað. í september sl. var alls búið að grafa 68000 rúmmetra í stórum skutðum. Varð víðast að hafa gröfuna á flekum vegna votlend- is, en það seinkar verkinu um 1/4. Lokið hefir verið greftri á 14 jörðum, en eftir er að grafa skurði á um 20 jörðum á félags- svæðinu. Að vísu mun óvíða verða grafnir jafn miklir skurðir og á sumum þeim jörðum, sem þegar er búið að ræsa fram, en þó má áætla, að verkefni félags- ins sé enn eigi hálflokið. Stafar það þó að verulegu leyti af því að grafan bilaði snemma í haust, sem fyrr segir. Hefði hún, tíðar- fars vegna, ella getað unnið allt fram á þennan dag. \'arahlutár fást skki leystir út. . Þessi töf er sérstaklega gremju- leg vegna þess að varahlutir í vélina voru til á hafnarbakkan- um i Reykjavík, en leyfi féklcst ekki til að leysa þá út! Er sú ráðstöfun gjaldeyrisyfirvaldanna lítt skiljanleg og óskynsamleg. Er hvort tveggja að Vélasjóði ríkisins er bakað beint tjón með því að stöðva þessar dýru vélar og ótækt er að ekki skuli hægt að endurnýja stykki jafnótt og þau ganga úr sér, svo og vei-ða bænd- ur vonsviknir þegar nauðsynleg- ar ræktunarframkvæmdir ganga miklu seinna en áætlað er. Um framkvæmdirnar í Krækl- ingahlíð má fullyrða, að þærjeru þýðingarmikill liður í ræktun héraðsins. Landrými er mikið og lega þess er hagkvæm. Fyrir bændur þar er þurrkunin eiiwig aðkallandi, því að iönd til íún- ræktar eru ekki fyrir hendi yfir- leitt fyrr en þurrkuninni er lokið. Blaðið telur, að yfirlýsing þessi muni þykja allverulegt innlegg í þessu máli, því að hún leiðir ótvírætt í ljós, að Fjárhagsrað byggir synjun sína á röugum forsendum, og full- yrðingar ráðs-ins um skort á fjárveitingum hins apinbera og samþykki ríkisvaldsins til framkvæmdanna liér hafa ekki við rök að styðjast. Yfirlýsing Fjárhagsráðs. Fjárhagsráð segir svo: „Út af ummælum, sem höfð eru eftir póst- og símamálastjóra í Tímanum 13. nóv. og greinum um sama efni í Akureyrarblöð- unum, vill fjárhagsráð upplýsa eftirfarandi: 1. Viðskiptaráð og nýbygginga- ráð veittu aldrei leyfi fyrir sjálfvirkri stöð á Akureyri, og hún er því pöntuð í óleyfi. 2. Synjað var um fjárfestingar- leyfi fyrir stöðinni, og' samt er málum haldið áfram. 3 í synjun fjárhagsráðs um fjár- festingu á yfirstandandi ári var sagt, að málið yrði tekið til athugunar í sambandi við innflutningsáætlunnæsta árs, 1949, enda vélarnar ekki enn tilbúnar. 4. Á fjárlagafrumvarpi fyrir 1949 er engin fjárveiting til þessarar sjálfvirku stöðvar og tekið fram í athugasemd, að ekki þyki fært að veita fé til hennar á því ári. Stöð þessi er því pöntuð án innflutningsleyfis og gjaldeyris- leyfis, án fjárfestingarleyfis og án þess að fé hafi verið til hennar veitt." Ljóíui' bannf;i'ii!i;iirlisti. Flestum mun fara svo eftir lestui- þessa bannfæringarlista, að þeim muni þykja 'sem sjaldan hafi verið stofnað til ólánlegra fyrirtækis en þessarar sjáifvirku stöðvar hér. Synjanir og neitanir nefnda og ráða eru þarna taldar í fjórum feitum liðum og það rak- ið, að stöð þessi hafi yfirleitt engrar fyiirgreiðslu ríkisvaldsins notið og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þessa, hafi allar skort nauðsynlega blessun- nefndanna, látinna og lifandi! Það er athyglisvert, að í þess- ari yfirlýsingu Fjárhagsráðs er- ekki að finna neinn rökstuðning fyrir öllum þessum neitunum, né heldur er gerð nokkur tilraun til þess að skýra hina skjótu fyrir- greiðslu, sem sjálfvirka stöðin í Reykjavík hefir notið umfram stöðina hér. Það eitt að nefnd hafi neitað, á að vera fullgild skýring á þessum langa listas Næg rök eru þó fyrir réttmæti þess að koma hér upp sjálf- virkri stöð og því að nauðsynin er jafn rík hér og fyrir stækk- un stöðvarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er ennfremur Ijóst, að hinn Iangi bannfær- ingarlisti Fjárhagsráðs er ekki í samræmi við staðreyndir, og bæði Alþingi og ríkisstjórnir hafa gert ráð fyrir og leyft þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar í sambandi við stöðina. Fé-á f.iárlöstum yíirstandandi árs! Yfirlýsing Fjárhagsráðs ber það með séi^, -að ráðið befir leitað án árangurs að fjárveitingu til sím- stóðvarinnar á fjárlögum fyrir 1949. Hins vegar vizðist lúð virðulega ráð ekki viti það að á f.járiögum yfirstandandi árs cr að finua heimild til rík- isstjóruarinnar til þess að leggja fram eða taka að láni allt aðkr..3.3600)00 til ýmsra ! síiiiafranikvæiiida, þnr á mcðal til si»lfvH-krar stöðvar hér (22. grein, -28. liður). Það er kunnugt -— enda aug- ljóst — að þessi heimild er þarna sett af því að gert var ráð fyrir fiamkvíemdum hér á þessu ári. Sjálft Alþingi hefii- því, með heimild þessari, vissulega gefið fyrirheit um stöð þessa og sýnir það, að málið hefir ekki til þessa verið flutt í fullkominni óþökk ríkisvaldsins, eins og Fjárhags- ráð gefur í skyn. Þá er og vitað, að sjálfvirka stöðin var pöntuð 1946 með (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.