Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 8
12 Baguk Miðvikudaginn 24. ,nóv. 1948 Atta ára afmæli Akureyrarkirkju og kirkjuldukkan ísfisksflutningum Fisksölusamlags Eyfirðinga til Breflands er að verða lokið að þessu sinni Síðasti farmiirinn er á leið til Englands Hinn 17. nóv. sl. voru átta ár liðin frá því að Akureyrarkirkja var vígð. Var þess hátíðlega minnzt með samkomu í kirkj- unni þá um kvöldið. Hófst kirkjukvöldið með því að kirkjukórinn undir stjórn Jak- obs Tryggvasonar organista söng sálminn: Kirkja vors Guðs er gamalt hús. Séra Friðrik J. Rafnar vígslu- hiskup flutti mjög athyglisvert erindi, er hann nefndi: Blekking eða þekking. Hefir Jesús aldrei verið til? Var sú rœða svar við þeiri-i tilgátu í bók Níelsar Dung- als prófessors, að Kristur hefði aldrei verið til. Séra Friðrik sýndi fram á það með rökum, að guðspjöllin væru áreiðanleg heimildarrit um ævi Krists skrifuð um 40—50 árum eftir dauða hans. Til samanburð- ar gat séra Friðrik þess, að ís- lendingabók væri skrifuð um 200 árum eftir landnámstímabil ís- lands, og væri ekki verið að draga í efa sannleiksgildi hennar. Einnig hrakti hann þá staðhæf- ingu vantrúarmanna, að Krists væri ekki getið af samtíðarsagn- riturum. Drap hann á skrif Jóse- fusar sem fundist hafa og fjalla um Jesúm Krist, og leiddi athygli að því, að fáar persónur fortíðar væru jafn sannanlegar og Krist- ur. Á eftir ræðu vígslubiskups söng kirkjukórinn lagið Ave Ver- um og Vakna, Zíons verðir kalla. Var söngurinn Ijómandi góður og hátíðlegur. Þessu næst las séra Friðrik upp gjafabréf Kristjáns Halldórsson- ar, þar sem hann lýsti því yfir, að hann gæfi Akureyrarkirkju klukkuna, sem þangaðernúkom- in. Færði hann kirkjunni þessa gjöf til minningar um látna konu sína, Friðbjörgu Vigfúsdóttur. Séra Friðrik þakkaði gjöfina í nafni safnaðarins og fór fögrum viðurkenningarorðum um þann höfðingsskap og fórnarhug sem að baki gjafarinnar lægi. Reis söfnuðurinn upp í þakklætis- skyni. Ollum bæjarbúum er fyrir löngu kunnugt um þann ósigr- andi vilja sem Kristján Halldórs- son á og hið þrotlausa starf sem hann hefir innt af hendi í sam- bandi við bæjarklukkuna sem nú prýðir kirkjuna. Ef Kristján hefði ekki notað öll tækifæri til þess að nálgast klukkuna, þá væri hún enn ó- komin. Hann vann og hugsaði um klukkuna nótt sem nýtan dag. Starf hans hlaut að bera árangur og nú er sá árangur öllum heyr- inkunnur og sjáanlegur. Það mun Kristjáni hafa verið kærkomnast á sextíu ára afmæl- visdegi, að geta séð klukkuna mæla tímann í kirkjuturninum og heyrt hana slá tóna Björgvins. Draumur hans var orðinn að veruleika, og það er jafnan eitt- hvað stórt og sigursælt við það, að fagrir draumar í'ætast. Okkur ber að sýna Kristjáni þakkir ó- skiptar og einlægar. Komandi kynslóðir á Akureyri munu hlýða á klukkuna í turninum og fara eftir henni. Hún mun slá fyrsta og seinasta höggið, fyrir þá, sem hér koma og fara. Kirkjukvöldinu lauk með því, að sunginn var þjóðsöngurinn. — Það fór í alla staði hátíðlega fram. Kvenfélagið gerir gott verk fyr- ir kirkjuna og hugsjón hennar með slíkum kvöldum. Pétur Sigurgeirsson. Til minningar um hjartkæi'a eiginkonu mína Friðbjörgu Vigfúsdótlur frá Gullberastöðum í Lunda- reykjadal, fædd 13. nóv. 1897. Dáin 16. apríl 1932, gef ég Akurey rarkirk j u á áttunda afmælisdegi hennar 17. nóvember 1948 stunda- og slag- klukku þá, sem nú er endanlega tekin í notkun. og mér hefir tek- ist að útvega með tilstyrk guðs og góðra manna. Fylgja þessari gjöf minni þær óskir og bænir kirkju guðs til handa, að hljómar klukkunnar megi um komandi ár og aldir minna söfnuðinn hér á orð skáldsins: Klukkna hljóð kallar þjóð Krists í tjöld; á vegum þar veraldar bænahöld bjóða hvíld, skjól og skjöld; hljórna þá hjörtum frá þúsundföld þakkargjöld. Akureyri 17. nóvember 1948 Kristján Halldórsson. Mænuveikin breiðist enn ört út 20 nýir sjúklingar í fyrradag Jóhann Þorkelsson héraðs- læknir skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að mænuveikin breið- ist enn mjög ört út hér í bænum. Voru þá komin yfir 140 tilfelli, þar af 20 ný á mánudaginn. Engin ný lömunartilfelli hafa þó gert vart við sig upp á síðkastið. — Skólafólki hefir ekki verið leyft að fara heim til sín í fríinu, sem það hefir fengið vegna sóttvarn- arbannsins hér. Dalvíkur-lækn- ishérað hefir sett á sóttvarnar- bann gegn samgöngum við Akur- eyri. Mjólkurflutningum úr Svarfaðardal hingað til bæjarins er þó haldið áfram með þeim hætti, að bílstjórar þeir, sem ann- ast flutningana, halda til hér innra, og forðast samneyti við sveitunga sína á ferðum sínum þar ytra. Ekki kvaðst héi'aðs- læknir vita til þess, að önnur samgöngubönn hefðu verið ráð- gerð. Hann kvað það von sína, að faraldur þessi taki nú að réna, enda sé það líklegast, þar eð hann hefir þegar staðið nokkuð á annan mánuð. Glæsikona og kommúnistaleiðtogi! Myndin sýnir rúmenska komm- únista forsprakkann Önnu Pauk- er, sein sögð er ein mesta skart- kona austan járntjaldsins og eiga fleiri og glæsilegri viðhafnarbún- inga til skiptanna en flestar aðrar kynsystur hennar — jafnvel í höfuðríkjum auðvaldsins og milljónagróðans, hvað þá heldur í hinu „prólitariska“ andrúms- lofti í „löndum öreiganna“. Alþýðusambandsþinginu var slitið sl. laugardag. Á síðasta fundi þess fór fram kosning Al- þýðusambandsstjórnar. — Var Helgi Hannesson form. verka- lýðsfél. Baldurs á ísafirði kjörinn forseti sambandsins með 146 at- kv. Fulltrúaefni kommúnista fékk 108 atkv. Varaforseti var kjörinn Sæmundur Olafsson úr Sjómannafél. Reykjavíkur, en ritari Ingimundur Gestsson úr bílstjórafél. Hreyfli, Rvík. Með- stjórnendur voru kosnir: Jón Sigurðsson, Magnús Ástmarsson, Sigurjón Jónsson, Guðm. Sig- — Sjálfvirka símstöðin (Framh. a[ bls. 1) samþykki viðkomandi ráð- herra, en sjálf leyfin voru að sjálfsögðu ekki gefin út þá, þar scm svo langur afgreiðslufrest- ur vélanna var áskilinn. Það er því síður en svo, að stöðin hafi verið „pöntuð í óleyfi". Fram til þessa hafa nauð- synleg leyfi fengizt, en neitun Fjárhagsráðs nú stöðvar málið. Á henni strandar málið og ber sú stofnun ábyrgðina, en ekki fyr- irrennarar þess eða Alþingi, eins og gefið er í skyn. Hreppapólitík, eða hvað? Það verður ekki komizt hjá því að saka þessa virðulegu stofnun um hreppapólitík í þessu máli til hagsbóta fyrir næsta nágrenni hennar. Reykjavík fékk 2000 númera stækkun 1945 og aðra 2000 númera stækkun 1948 — væntalega með góðu samþykki og nauðsynlegri fyrirgreiðslu Fjár- hagsráðs. Þá er ennfremur upp- lýst að Hafnarfjörður er um þessar mundir að fá 500 viðbót- Samkv. upplýsingum Gisla Konráðssonar forstjóra er fisk- flutningum Fisksölusamlags Ey- firðinga til Englands að verða lokið að þessu sinni. Það er bæði, að afli fer nú minnkandi og er harla langsóttur á þessum tima árs, þegar dagur er skemmstur og gæftir stopular. M/s. Auður er nú á leið til Bretlands með síð- asta. farminn frá samlaginu á þessu ári, en m/s. Akraborg seldi í gær, en blaðinu er ókunnugt um söluupphæð. Síðan blaðið kom síðast út, hafa annars þesSi skip frá samlaginu selt afla sinn í Fleetwood: M/s. Súlan 17. þ. mán. 1685 kit fyrir 6466 sterlingspund, og m/s. Ing- tryggsson, Borgþór Sigfússon og Sigurrós Sveinsdóttir. Trúnaðarmenn í landsfjórð- ungunum voru kosnir: f Norðlendingafjórðungi: Ólafur Friðbjarnarson, Húsavík, Fritz Magnússon, Skagaströnd. í Austfirðingafjórðungi: Þorsteinn Guðjónsson, Seyðisf., Þórður Jónsson, Fáskrúðsfirði. í Sunnlendingafjórðungi: Páll Scheving, Vestmannaeyjum, Gísli Gíslason, Stokkseyri. í Vestfirðingafjórðungi: Þórarinn Kristjánsson, Pati'eksf., Hafliði Hafliðason, Bolungarvík. Endurskoðendur sambandsins voru kosnir: Bergsteinn Guðjónsson, Rvík, Björn Bjarnason, Rvík. Á laugardagskvöldið sátu full- trúar veizlu forsætisráðherra Stefáns Jóh. Stefánssonar, í Flug- vallarhótelinu í Reykjavík. arnúmer. Hvorugar þessar síð- asttöldu stækkanir eru í eðli sínu á nokkurn hátt rétthærri eða nauðsynlegri en stöðin hér. En fyrirgreiösla ráðsins er samt ólík. Hreppapólitík er það, sú hin sama, sem ráðandi vald í Reykja- vík beitir aðra landshluta í sívax- andi mæli. Það er til of mikils ætlazt, að landsfólkið taki því þegjandi eða beygi sig í auðmýkt fyrir gikkslegum yfirlýsingum og tilskipunum, sem ekki eru reist- ar á sanngirni eða réttlæti. Fyrir því mun almenningur hér ki-efj- ast þess, að gefin yfirheit verði haldin og nauðsynleg leyfi til þess verði tafarlaust veitt. var Guðjónsson í fyrra 2245 kit fyrir 8373 sterlingspund. Fiskflutningar samlagsins hafa yfirleitt gengið að óskum, og vonir standa til, að þeir gefi og góða raun fjárhagslega, þótt of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, meðan reikningar sam- lagsins hafa enn ekki verið gerð- ir endanlega upp, og því viðbúið að ýmis kurl kunni enn að vera ókomin til grafar í því efni. „Hvassafell“ losar timburfarm bér í höfninni Hvassafell, flutningaskip SÍS, losar þessa dagana timbursend- ingu hér í bænum, en hefir áður skilað nokkrum hluta farmsins til Austfjarðahafna og Reykjavíkur. Hefir skipið að undanförnu siglt fjórar ferðir í röð með útflutn- ingsvörur frá SÍS til Svíþjóðar og Finnlands, og fer væntanlega eina ferðina enn á sömu'slóðir nú fyrir jólin. Er ætlunin,- að skipið verði komið hingað aftur fyrir jól, svo að skipsmenn geta vænt- anlega haldið jólin heima að þessu sinni. í samtali við blaðið í gau-kveldi lét skipstjórinn þess getið, að verzlunai'ástandið í Sví- þjóð sé nú óðum að færast i eðli- legt hoi'f, allar búðir fullar af góðum varningi og flestum sölu- hömlum og skömmtunum sé nú að fullu aflétt þar í landi. En erf- itt hve vera fyrir aðkomumenn að flytja varning úr landi, út- flutningsleyfi til slíkrar lausa- verzlunar lítt eða ekki fáanleg, og útflutningseftirlitið orðið mjög strangt. ELÐUR KOM UPP Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI í síðustu viku. — Brann tölu- vert af varahlutum til flugvéla og fleiri verðmæti. Flugsamgöngur trúflúðust og tepptust hálfan sólarhring. Þing Sambands starfs- manna ríkis og bæja stendur yfir í Reykjavík. Aðal- mál þingsins mun verða það að hafa áhrif á samningu löggjafar um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem nú er í undir- búningi, og mun verða lagt fyrir Alþingi í vetur að tilhlutun dómsmálaráðherra. Lítið notað, 5 lampa Fhilips-viðtæki til sölu. Sigurðih Jónsson, Skólastíg 11. Sljornarkósningar á A Iþyðusam banclsþingi: Forsetaefni lýðræðismanna lilaut 38 atkvæða meirihluta fram yfir frambjóðanda kommíinista

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.