Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR F orustugreinin: Eommúnistum skjátlast, er þeir halda að þjóðin hafi gleymt arfinum, sem þeir skiluðu núverandi ríkisstj. Önnur síða: Skrítin samfylking gegn samvinnufélögunum: „Al- þm.‘‘ og „Morgunblaðið". XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 9. marz 1949 10. tbl. Þegar „Jörundi" var hleypt af stokkunum Myndirnar cru teknar í Lowestof í Bretlandi 15. janúar síðastliðinn, er dicsel-togaranum „Jörundi“, sem Guðmundur Jörundsson út- gerðarmaður liér í bæ á í smíðum þar, var hleypt af stokkunum lijá Skipasmíðastöð Brookc Marine Lid. — Efri myndin er af skipinu, er það rennur af stoklcunum, en neðri myndin er tekin skömmu áður en skímarathöfnin hófst. Fremst á myndinni cru, talið frá vinstri: Mr. Fry, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar, Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, frú Marta Sveinsdóttir, kona Guðmundar, sem skírði skipið, og Mrs. Fry, kona forstjóra skipasmíðastöðvarinnar. — „Jörundur“ er væntanlegur hingað í maímánuði næstkomantii. Togaradeilan er eiin óleyst Nokkuð hefur miðað til sátta síðustu dagana f gær, er blaðið átti tal við fréttaritara sinn í Reykjavík, var togaradeilan, sem nú hefjr staðið hartnær mánuð, enn óleyst og út- lit um lausn hennar engan vcginn glæsilegt, enda þótt nokkuð hafi miðað í áttina til sátta síðustu dagana. * f sl. viku varð samkomulag milli útgerðarmanna og skip- stjóra, 1. stýrimanna og vélstjóra. í fyrradag og fyrrinótt voru sáttafundir með fulltrúum út- gerðarmanna og 2. stýrimanna og loftskeytamanna, en samkomulag náðist ekki á þeim fundi og var honum frestað. í gær voru svo fundir með fulltrúum útgerðar- manna og háseta, en ekki voru fyrir hendi upplýsingar um ár- angurinn af þeim viðræðum í gærkveldi, er blaðið fór í press- una. Fisksölusamiag Eyfirðinga fluffi úf báfafisk fyrir Merkilegur árangur af síldarmerking- unum í fyrra íslenzk síld veidd í Sogni í Noregi Norska biaðið Handels og Sjöfartstidcndc skýrir frá því nú nýlega, að fyrsti árangur- inn af síldarmcrkingum þeim, 1 sem Norðmenn og íslendingar hófu árið 1947, sé nú kominn í ljós. Olav Aasen, einn af vís- indamönnunum við Fiskimála- stjórn Noregs, sem fékkst við íldarmerkingar við Norður- Noreg og Norður-ísland í fyrra, fékk nú eftir óramótin eitt merki úr íslandssíld fró Síldarverksmiðjunni á Stord í Noregi. Síldin mun hafa veiðzt í snurpunót við Sogn. Aasen vildi að svo stöddu ekki segja álit sitt á þessum fundi, en taldi hann þó mjög merkileg- an og sanna, að samband er í milli síldarinnar, sem veiðist hér fyrir Norðurlandi og síld- ar, sem veiðist við strendur Noregs. 3,6 millj. króna á sl. ári Starfsemi Samlagsins þýðingarmikil fyrir eyfirzka útgerð Frá aðalfimdinum s. I. fimmtudag Aðalfundur Fisksölusamlags Eyfirðinga var haldinn á Akureyri sl. fimmtudag. Fundinn sóttu auk stjórnar samlagsins, útgerðarinenn frá Akureyri, Hrísey, Dalvík, Grenivík og Ilúsavík. Á fundinum skýrði fráfarandi stjórn frá störfum samlagsins á liðnum starfstíma, er skiptist í tvö tímabil, vorvertíð og haustvertíð. Menntaskólanemendur undirbúa leiksýningu Nemendur Mennlaskólans hér undirbúa nú sýningu á sjónleikn- um „Ærsladraugurinn“ - eftir brezka skáldið Noel Coward. Jón Norðfjörð er leikstjóri. Sýningar munu hefjast seint í þessum mán. Á hinu fyrra tímabili hafði sam- lagið tekið á leigu 4 fiskflutn- ingaskip, er fóru samtals 4 sölu- ferðir til Bretlands og 2 söluferð- ir til Þýzkalands með fisk sam- lagsmanna. Fluttar voru út 1206 smálestir af hausuðum og slægð- um fiski, er seldust fyrir £48092/ — eða ísl. kr. 1.255.000.00. Til frystihúsa KEA í Dalvík og Hrís- ey fóru 466 smálestir og saltaðar voru 142 smálestir. Skip þau, er \ fluttu fiskinn til útlanda, fluttu vörur til baka, til allmikils tekju- auka fyrir samlagið. Samlagið naut uppbóta úr ríkissjóði, sr.m- kvæmt reglum Fiskábyrgðar- nefndar. Auk þess naut samlagið sérstakrar fyrirgreiðslu sjávarút- vegsmálaráðherra, Jóhanns Þ. Jósefssonar, og Fiskábyrgðar- nefndar, vegna örðugrar aðstöðu samlagsins, til að ná viðunandi verði fyrir fisk samlagsmanna. Þá naut samlagið og ýmiss konar að- stoðar Kaupfélags Eyfirðinga. Samlagið hafði greitt fiskinn- leggjendum 95% af ábyrgðarverði ríkisstjórnarinnar á nýjum fiski. Guðmundur K. Pétursson, yfirlæknlr, á förum til útlanda til atliugunar á innkaupum tækja og úíbúnaðar Byggingu nýja fjórðungssjúkra- hússins hér uppi á Brckkunni miðar allvel áfram þótt langt sé enn í land að húsið vcrði fullbúið og tekið í nolkun. 1 vetur hefsr verið unnið að innanhúss-múr- húðun og er það verk vel á veg komið. Þá er verið að leggja miðstöð í húsið. Á fundi bygginganefndar sjúkrahússins sl. miðvikudag var gengið frá tilboðum í hurðir í bygginguna og var samþykkt að taka tilboði Guðmundar Gunn- arssonar trésmíðameistara hér. Reyndist tilboð hans lægst, eða kr. 35,00 á hurð. Yfirlæknirinn á íörum til útlanda. Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir mun vera á förum til Norðurl. til þess að athuga um innkaup á tækjum og ýmsum búnaði sjúkrahússins. Þá er ráðs- maður byggingarinnar, Gunnar Jónsson er farinn til Rvíkur í erindum sjúkrahússins, m. a. til þess að athuga hversu mikillar fjárveitingar sé að vænta frá Al- þingi á íjárlögum yfirstandandi árs og ganga eftir afgreiðslu á leyfisbeiðnum þeim, sem nú liggja fyrir hjá Fjárhagsráði og Við- skiptanefnd. Engin leyfi munu hafa borizt byggingunna á þessu ári. Ákvað fundurinn að skipta upp tekjuafgangi frá þessu reksturs- tímabili. Nemur sú upphæð 2V2% af ábyrgðarverðinu. Skortir því 21/2% á, að samlagið geti greitt samlagsmönnum fullt ábyi'gðar- verð fyrir þetta starfstímabil. Þýðingarmikil starfsemi. Á hinu síðara starfstímabili samlagsins tók það á leigu 7 flutningaskip, er fóru alls 11 söluferðir til Bretlands. Innveg- inn fiskur í skipin nam 1747 smá- lestum, er seldust fyrir £91038/ — eða ísl. kr. 2.375.000.00. - Til söltunar og annarrar hagnýtingar fóru um 34 smálestir. Flutninga- skip samlagsins fluttu sem áður vörur til landsins og voru af því verulegar tekjur. Auk þess naut samlagið uppbóta úr ríkissjóði, samkvæmt reglum Fiskábyrgðar- nefndar. Á þessu tímabili var tek- inn fiskur til útflutnings frá Sauðárkróki, Hofsósi og Húsavík, auk fisks frá verstöðvum við Eyjafjörð. Innlagðan fisk frá þessu tímabili hefir samlagið greitt með fullu ábyrgðarverði. Fundurinn lét í ljósi ánægju sína yfir starfsemi samlagsins og taldi að vegna stofnunar og starf- semi þess, hefði tekizt að auka tekjur viðskiptamanna samlags- ins að miklum mun. Auk þess sem um verulega gjaldeyrisöflun hefði verið að ræða. Ovissa um framtíðina. Fundurinn ræddi allmikið'horf- ur á framtíðarstarfi samlagsins og taldi brýna nauðsyn bera til þess, að það yrði tekið sem fyrst upp að nýju. En vegna verðfalls, er orðið hefir á fiski í Bretlandi, síð- an samlagið lauk störfum, og þar af leiðandi mikillar óvissu um, hvort mögulegt reynist að ná ábyrgðarverði, miðað við núver- andi aðstæður, sá fundurinn sér ekki fært að ákveða að hefja starfsemina að svo stöddu. Var stjórninni falið að athuga mögu- leika til áframhaldandi starfs samlagsins. Kosningar. í stjórn samlagsins voru kjörn- (Framhald á bls. 12.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.