Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 9. marz 1949 í DAGUH Ritstjóri: llaukur Snorrason. Aigrciösla auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pátursson Skrifstota í Hafnarstræd 87 — Sítni 160 tílaöic kemur úl'á hverjunr miðvikudegi Ártrangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODu, ItJÖRNSSONAR H.F. ress að koma þjóðarbúskapnum á réttan- kjöl. Þótt margt hefði vissulega mátt fara betur úr hendi núverandi ríkisstjórnar, hefir þó til þessa tekizt að forða stöðvun atvinnuveganna til lang- frama, spyrna gegn því að óhófleg dýrtíð kæmi utanríkisverzlun ijóðarinnar á vonarvöl, og koma nokkru skipulagi á fjárfestingu og gjaldeyriseyðslu landsmanna. En hún á að sjálfsögðu mörg vandamál óleyst, og þjóðin á vissulega enn fyrir höndum erf- iða glímu við afleiðingarnar af hinni hóflausu dýrtíðarstefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Fram- sóknarflokknum hefir alltaf ver- ið ljóst að því lengur sem drægist að taka dýrtíðarmálin föstum tökum, því erfiðara yrði það við- fangs. Því var það að flokkurinn vildi hefja „nýsköpunarstarfið“ 1944 með því að lækka dýrtíðina og skapa atvinnutækjunum starfsgfundvöll. Erfitt verður fyrir dýrtíðarpostula kommún- istaflokksins að telja mönnum trú um, að þessi stefna Fram- sóknarmanna hafi verið röng. Arfurinn er ekki gleymdur KOMMÚNÍSTAIÍ treysta sundum á það í mál- flutningi sínum að minni almennings sé slappt, og vissulega hafa margir landsmenn gerzt ærið gleymnir á fortíð kommúnista í mikilvægum mál- efnum þjóðarinnar, t. d. í ufanríkismálum. En saga þeirra á þeim vettvangi er með þeim endem um, að enginn heiðarlegur -maður ætti framar að leggja cyru við skrafi þeirra um þjóðvarnir eða gæzlu sjálfstæðis og frelsis. Ef farið hefði verið að ráðum þeirra í stríðsbyrjun, hefði íslenzka þjóð in að tilefnislausu fjandskapast við lýðræðisríkin, veitt einræðisöflunum stuðning, og þar með glatað tækifærinu til þess að öðlast fullt frelsi og sjálfs- forræði, með tilstyrk hinna miklu lýðræðisríkja, árið 1944. Ef farið hefði verið að ráðum þeirra 1945, hefði íslenzka þjóðin gert sig að viðundri í augum heimsins með því að lýsa yfir styrjöld á hendur tveimur stórveldur. En í hvorugt þetta skipti léði þjóðin eyru við ráðleggingum komm únista. Það var gæfa hennar. Reynslan af komm- únistum á stríðsárunum er æ síðan vísbending um það, hversu þessum flokki manna er að treysta, er á reynir, og hversu þjóðholl og giftumikil eru þeirra ráð. Ymsir gerast um of gleymnir á þessi sannindi nú, er kommúnistar eru enn að hag ræða seglum eftir austanáttinni í utanríkismálum þjóðarinnar. En sú gleymska er varasöm. EN ÞÓTT KOMMÚNISTUM hafi tekizt að villa nokkrum einstaklingum sýn á hinni raunverulegu stefnu þeirra í utanríkismálum og firra þá minni er til of mikils ætlast að þeim takizt einnig að breiða hulu gleymskunnar yfir þá staðseynd, að þeir sátu hér í ríkisstjórn alllanga hríð og voru þar valdamiklir. Slík tih-aun er þó gerð í síðasta eintaki kommúmstablaðsins hér. Þar e^- því hald- ið fram, að erfiðleikar þeir, sem nú steðja að þjóð- arbúskapnum, séu tilbúnir af núverandi ríkis- stjórn og Framsóknarflokknum sérstaklega. Hvergi er þar minnzt á arfinn, sem ríkisstjórnin fékk úr hendi kommúnista og vina þeirra í fyrr- verandi ríkisstjórn. En sá arfur var, samkvæmt úttekt hagfræðinganefndarinnar, sem kommún- istar áttu fulltrúa í, ávísanir á gjaldeyri umfram innstæður, sívaxandi dýrtíð, hömlulaust brask og ömurleg afkoma ríkissjóðs. Frá þessu öllu hlupu kommúnistar jafnskjótt og ávísanir á síðustu gjaldeyrissjóðina höfðu verið gefnar út og at vinnuvegirnir voru komnir að stöðvun vegna dýr- tíðar, sem þróast hafði í skjóli stjórnarstefnunnar ÞEGAR FRAMSÓKNARFLOKKURINN gekk til samstarfs við aðra lýðræðisflokka um núver- andi ríkisstjórn, var um það samið að taka upp nýja stefnu í dýrtíðar -og fjárhagsmálum. Stöðva hina hóflausu gjaldeyriseyðslu, spoma gegn vexti dýrtíðar og koma skipulagi á verzlunar- og fjár- festingarmál. Með því að ganga inn á að breyta um stefnu, viðurkenndu tveir fyrrv. stjórnarflokkar rauninni gagnrýni Framsólcnarmanna á fyrrv. rík- isstj órn og stefnu hennar. Það var þegar ljóst, að ástandið í fjárhags- og atvinnumálum landsins var þannig, að tvísýnt var hvort ríkisstjórn lýðræðis- flokkanna mundi takast að greiða úr því. En allir ábyrgir menn voru sammála um að nauðsynlegt væri að hverfa frá braski ög fjársukki, sem ein- kenndi starfsferil fyrrv. ríkisstjórnar, og freista Fátælct Amtsbókasafnsins. ,,Nemandi“ skrifar blaðinu eft- irfarandi hugleiðingu um Amts- bókasafnið: „SÍÐAN BÓKASAFNIÐ flutt- ist út í miðbæinn, þá hefir að- sóknin að því aukizt að miklum mun. Einkum eru það nemendur úr skólum bæjarins, sem sækja lestrarsalinn og notfæra sér þar handbækur og aðrar heimildir sér til aðstoðar við námið og lesa þar sér til skemmtunar. Sömu- leiðis notfæra þeir sér erlendar bækur þær er safnið hefir í eigu sinni. í þessu sambandi er ekki úr vegi áo minnast á það, hve fui'ðulega fátækt safnið er af þess konar bókum, svo að þeir, sem vilja kynna sér hin ýmsu verk heimsbókmenntanna, eiga þess eins og er, því miður, engan kost. Það getur varla skammlaust tal- ist að eina almenna bókasafnið í jafnstórum bæ og Akureyri er, og jafn miklum skólabæ, skuli ekki eiga þær erlendar bækur, er taldar eru hin fyrsta og sjálfsagð- asta eign annarra slíkra safna. Þær'fáu erlendu bækur, sem þó eru fyrir hendi munu flestar vera gefnar út fyrir einum eða tveim áratugum og eru þaðan af cldri. Þær bækur, er síðar hafa verið gefnar út, er því alls ekki að finna í hillum safnsins. Nokkur bót er alltaf að þýðingum, en þó minna en mætti virðast, þar sem nær 100% þeirra munu vera „reyfar- ar“ og aðrar lélegar skáldsögur. Sem dæmi um, hvað hér er illt í cfni, skal eg skýra frá þessu: Hina amerísku úrvalshöfunda, svo sem Hemingway, Steinbeck, Dreiser, Lewis eða Eugene O’NeiIl, er ekki að finna, þótt furðulegt megi heita. Að minnsta kosti er ekki annað að sjá, sé litið yfir bókahillurnar án nákvæmrar eftirgrennslunar, en það tekur óratíma að finna einhverja sér- staka bók, sökum þeirrar óreiðu og ruglings er þar ríkir. Flestar erlendu bækurnar eru eftir hina eldri, ensku höfunda, svo sem Scott, Stevenson etc. þótt enginn sé þar allur. Aftur á móti er ekki að finna bækur yngri höf. svo nokkru nemi, Somerset Maug- ham mun t. d. eiga þar aðeins eina einustu bók (Strictly Per- sonal). Þæi' dönsku bækur, sem þarna eru, munu flestar vera aldraðir „rómanar“, þótt nokkuð hafi úr rætzt eftir að safn Odds heitins Björnssonar bættist hér við. Útkoma alls þessa verður því sú, að allt safn hinna erl. bóka er ekki stærra en svo, að vel g'æti það verið í eins manns eigu þótt vafasamt væri hvort sá hinn sami mvndi gera sig ánægðan með svo fornfálegt og ruglingslegt safn. — Upptalning þessi er ófögur og engum til sóma. Enn segir „nemandi“: * Á STRÍÐSÁRUNUM, meðan inn í landið flæddu skipsfarmar erl. bóka, voru dyr safnsins hér þeim harðlæstar og slík vara al- gjörlega bannfærð. Nú er orðið snöggt um þrengra um öll bóka- kaup, en án efa mætti, ef viljinn er fyrir hendi, bæta svo úr að heilt verði. Raunar virðist þetta ef vera það eina, sem hér í vegi stendur, en það sýnist líka ætla að veröa nóg. Að mínu viti þá er það' raunverulega skylda safnsins að hafa alltaf á boðstólum, þó ekki væri nema örfáar af nýleg- um erl. bókum og láta þar einnig eitthvað koma upp í þau gjöld er til þess renna — ekkert virðist heldur auðveldara. Varla geta hér f járhagsvandræði hamlað, því að góða viðbót mætti fá fyrir um 1000—2000 kr. árlega þótt ekki sé fram á meira farið. Einnig verður því vart trúað að óreyndu, að sjálft Amtsbókasafnið á Akur- eyri skuli ekki geta fengið smá- vegis gjaldeyrisyfirfærslu um leið og bóksalar og bókasöfn í Rvík fá hundruð þúsunda í erl. gjaldeyri til bókakaupa, sbr. skýrslu form. Fjárhagsráðs. AÐ ÖLLU ÞESSU athuguðu þá virðist varla vera annað að sjá en þeir menn, sem að safninu standa og ættu þar að vera trúnaðar- og starfsmenn almennings, sem bæru óskir hans og þarfir fyrir brjósti í þessum efnum, hafi ekki gert sér fyllilega Ijóst, hvernig þessum málum er komið. Lítið átak þyrfti frá þeirra hendi í þessu máli, en mikil og stór úrbót yrði það og kærkomin mjög. Vill nú ekki einhver af aðstandendum safnsins (bókavörður cða annar) hefjast hér handa, og ef ekki fæst það fram, sem hér er á drepið, skýra þá fyrir okkur notendun- um, á prenti, hverju það sætir. Eg er þess fullviss að fjöldi annarra mun óska þess hins sama og beini þessu hér með til réttra aðila.“ (Framh. á 11 síðu) Blaðamaður neitar ásökun Ben. Gröndal blaðamaður skrifar blaðinu: „í dálkinum „Móðir, kona, meyja" í blaði yðar 23. febrúar sl. var vikið að erindi, er eg flutti fyrir nokkru í útvarpið til útlanda. Eru þar alvarlega rangfærð ummæli eftir mér og eg á þeim forsend- um sakaður um „smekkleysu", „aumlegan og and- styggilegan málflutning“ og fleira í þeim dúr. Ef höfundur greinarinnar hefði skrifað niður orð mín eða fengið þau á prenti frá mér, áSur en hann setti árás sína á prent, ,er ég viss um, að hann hefði séð, að í ræðu minni var ekkert, sem gefur tilefni til slíkrar árásar. Kaflinn, sem um ræair, er orðrétt rannig í liandriti rnínu: „Eg minntist á ,að heilsufar væri slæmt um þetta leyti, og er rétt að taka það fram, að eg tala ekki um þetta frá sama sjónarhóli og lækn- ar eða heilbrigðisskýrslur. Mænuveikin, sem geysað hefir á landinu, virðist vera liðin hjá, sem betur fer, og um aðrar pestir er mér ekki kunnugt. En á þessum tírna árs er jaínan mikið um lasleika, væga inflúenzku, kvef og annað slíkt, — veikindi, sem einn af gárungum Revk- víkur kallaði nýlega „hengilmænuveiki“, þótt sízt sé ástæða til að skopast að sliku.“ Þetta sagði eg og annað ekki um heilsufar, og er erfitt að hneykslast á þessum ummælum um mænu- veikina. Hins vegar er með seinni hluta þessa kafla gefið í skyn, að inflúenzkan, kvefið og annað slíkt sé annar seðlis en sjálf mænuveikin,. sem fyrst var minnzt á sem hinn versta vágest. Mænuveikin er alls ekki kölluð „hengilmænuveiki“, enda kæmi mér slíkt aldrei til hugar. Það er hvergi gefið í skyn í þessum stutta kafla, að mænuveikin sé ,,hysteria“, að „einungis hengilmænur og aumingjar“ leggist í henni. Það þarf ímyndunarafl til að lesa slíkt inn í umrnæli mín. Eg á sjálfur venzlafólk, sem mun bera merki mænuveikinnar alla ævi, og er nákumiugur mörg'- um fleiri, sem orðið hafa fyrir vágesti þessum. Eg mundi því síðastur manna hafa orðið til þess að láta mér slíkt um munn fara, sem nú hefir vei'ið horið á mig. Vona eg, að höfundi greinaí'innar og lesend- um „Dags“ skiljist af ummælum mínum, er þeir sjá þau hér á prenti, að þær þungorðu ásakanir, sem mér eru sendar í greininni, eru ómaldegar með öllu og þá óvirðingu, sem eg er sagður hafa sýnt þeim, sem fyrir þessum alvaralega sjúkdómi hafa orðið, hefi eg aldrei og mun aldrei gera mig sekan um. Vona eg, að misskilningur þessi leiðréttist hér með, og mál þetta geti með fullri sátt fallið gleymsk- unni í skaut.“ Svo mörg eru þau orð. Sjálfsagt er að viðurkenna, a. t. v. hafi blaðið verið óþarflega harðort vegna út- varpsræðu blaðamannsins. Ilins vegar verður ekki annað séð af ummælum hans, sem prentuð eru hér að ofan, að hann hafi gefið nokkurt tilefni þeirra ábendinga. Sannast á ummælum hans, að það er erfitt að vera fyndinn á kostnað heilsufars samborg- aranna og fer bezt á því að útvarpsfyrirlesarar geymi slíkt hið innra með sjálfum sér, en útvarpi því ekki, allra sízt til annarra landa. Að svo mæltu lætur Dagur útrætt um þetta mál. Heyrt á föraom vegi ,-K Ljótar konur eru ekki til — heldur aðeins konur, sem ekki vita hvernig þær eiga að fara að því að líta vel út. ★ Maðurinn vill heldur trúa því, sem er þægi- legt fyi'ir hann en sannleikanum. ★ Hamingjusamt hjónaband er bygging, sem þarf að reisa frá grunni á hverjum einasta degi. ★ Sá er ríkur, sem hvorki þarf að biðja náung- ann um lán né skjalla hann. ★ Það er meira um vert, hvað maður sér i konuandliti en hvað maður sér á því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.