Dagur - 27.04.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1949, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 27. apríl 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G Blaðið kemur út á hverjttm miðvikudegi Árgangitrinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 4. júlí. Stjórnarskráin og aðstaða þegnanna SVO UNDARLEGA vill tíl á þessum fyrstu sumardögum að óáran í náttúrunni hefir orðið til þess að vekja okkur Norðlendinga til frekari um- hugsunar um hag okkar og stöðu í þjóðfélaginu en orðið hefði ef sunnan hlývindar hefðu blásið okkur um vanga í stað norðannæðingsins, sem nú ríkir. Hafísbreiður stórar og miklar eru á sveimi hér úti fyrir. Ymsum þykir ísalegt, sem kallað er, og víst er um það, að þótt náttúran hafi leikið við okkur nú í 30 ár, getur svo farið*nú og á hverju því vori,- sem Guð geíur yfir, að hafís leggi upp að Norðurlandi, loki siglingaleiðum og skapi okkur margvísleg ný vandræði að fást við. Og þau vandræði kynnu að reynast stærri og erfjðari en margan grunar nú. Það er á allra vitorði að nauðsynjavörubirgðir hér nyrðra eru mjög af skornum skammti. Ekki aðeins nauðsynjar til manneldis, heldui' og alls kyns nauðsynjavörur, sem við þurfum til þess að geta haldið iðnaði okk- ai' og annarri framleiðslu gangandi. Hér fyrr á árum var það föst venja fyrirtækja hér, að birgja sig af vörum undir veturinn meðal annars vegna þessarar hættu. En nú er ný öld upprunnin í við- skiptamálunum. Nú ræður ekki lengui' skynsam- leg forsjálni né heldur eðlilegui' réttur lands- manna til þess að sjá sér farborða. Nú ráða nefnd- ir í Reykjavík. Og þær skammta naumt í hvei't sinn, svo naumt, að nokkurra vikna siglingateppa mundi koma atvinnulífinu hér á kné og skapa vandræði við hvers manns dyr. Síðan hafísinn var hér síðast, er sú breyting á orðin, að við Norð- lendingar þurfum naumast lengur að horfa til hafs í von um siglingu frá útlandinu með nauð- synjavörur okkar. Nú er nær öllum varningi landsmanna skipað upp í Reykjavík og við eigum það síðan undir nefndum þar, hvert magn við fá- l um sent hingað hverju sinni. Og svo er nú málum skipað, að verkfall fámennrar stéttar þar syðra getur stefnt í enn aukna hættu öllum aðflutning- um landsmanna, svo sem nýlegt vörubílstjóra- verkfall í Reykjavík sýndi glögglega. Þegar hafís- inn nálgast strendur okkar, minnir það okkur óþægilega á þá staðreynd, að þr^tt fyrir allar framfarir og „kjarabætur“ liðinna ára, búa lands- menn utan Reykjavíkur nú við meira réttleysi og minna öryggi um efnahagsafkomu sína alla en oft- ast áður. Umráð verzlunarinnar eru nú úr hönd- um þeirra, en ekki hefir verið látið þar við sitja. Sífellt meira og meira af valdi og fjárráðum hér- aða og bæja hefir verið togað suður til Reykjavík- ur af Alþingi og stjórnarvöldum á síðastliðnum áratug. Yfirleitt munu menn sammála um það úti á landi — hvar sem þeir annars standa í stjórnmálaflokki — að við svo búið megi ekki standa lengur. Gagngerð breyting þurfi að verða á stjórnarháttum okkar til þess að aftur megi kall- ast lífvænlegt að búa úti á landi og stofna þar til aívinnufyrirtækja og framleiðslu. MENN ERU SAMMÁLA um þetta og það með, að slík breyting muni ekki sigla í kjölfar næstu kosningu til Alþingis að óbreyttum aðstæðum. Þegar á þann hólm kemur, eru menn turðu fast- heldnir við sinn flokk og sína menn og láta hitann í dægurmál- unum yfirskyggja hin stærri mál- in í huga sér. En það er e.. t. v. einmitt af því að menn sjá og skilja að nauðsynlegar breytingar á stjórnarháttum hér muni ekki koma af sjálfu sér né heldur fyrir forgöngu alþingismanna og ráð- herra, sem tillögur Norðlendinga og Austfirðinga í stjórnarskrár- málinu vekja svo mikla og al- menna athygli. Hér er ekki um flokksmál að ræða eða stéttar- málefni, heldur mál, sem varðar þjóðina alla, hamingju hennar og framtíð. Hér er um að ræða eitt- hvert mikilisverðasta viðfangs- efni þjóðarinnar í dag. Lausn þess máls mundi skapa hér betri og öruggari. stjórnarhætti og meira réttlæti ískiptumþegnanna og ríkisvaldsins. Þess vegna er nauðsynlegt að landsmenn kynni sér það og hugleiði það. HÉR 1 BLAÐINU birtist í dag nokkur atriði greinargerðar Fjórðungssambandanna fyrir til- lögum sínum í stjórnarskrármál- inu. Þessa daga er verið að senda þessar tillögur og greinargerðina til þúsunda landsmanna til þess að þeim gefist kostur á að kynna sér málið og taka afstöðu til þess. Blaðið vill taka undir þau orð forustumanna Fjórðungssam- bandanna, að bezta liðsinni, sem hægt er að veita málinu nú er að menn lcynni sér málið, ræði það á fundum félaga og samtaka og veiti því fulltingi með samþykkt- um og ályktunum. Þjóðin sjálf á að setja hér stjórnarskrá. Tillög- urnar í stjórnarskrármálinu eru spi'ottnar af áhuga landsmanna og augljósri nauðsyn á breyttum stjórnarháttum. Vel færi á því að alda risi meðal landsmanna er bæri nauðsynlegar réttarbætur í höfn á sama tíma og ríkisskipaðar stjórnarski'árnefndir sofa svefn- inum langa. FOKDREIFAR „Ilmgróður vorra jarðabóta“. Þorl. Marteinsson skrifar blað- inu: MARGIR sá í andans akur þjóðarinnar og ýmsir þeirra eru launaðir verkamenn. Eg er stundum að gægjast í gróðurreitinn hjá þeim, þessum heiðursmönnum, til þess að sjá hvað þeir hafast að. Því hefi eg nýlega lesið tvær skáldsögur eftir Kristmann Guðmundsson, er heita „Félagi kona“ og „Kveld í Reykjavík“. Báðar mega þæi' kallast nýgræðingar, en þó sú fyrrtalda, aðeins eldri. Ef spurt er um það, hvert sé efni þessara bóka, þá er því fljót- svarað: Kvennafar og fyllirí og ekkert annað. Þar stoðar nú lítið að hrista höfuðið yfir því, slíkt efnisval er engin nýlunda. En hins ber þá að gæta, hvernig með efnið er farið, því að það skiptir ekki svo litlu máli. Og lágmarkskrafa er það þá, að sögur, sem ekki eru gerðar af betri efnivið en það, að vera aðeins minningar og vangaveltur um slark og samfarir karla og kvenna í meinum, og aðrir sjúk- legir kynferðisórar, séu þó þann- ig í búning færðar að tilþrif séu í stíl og hnyttni í frásögninni, en skorti það, þá nær sagan ekki eyrum sæmilegra lesenda. En því er bara ekki að heilsa hér, því stíllinn er slappur, bragðlítill og blæbi’igðalaus. ÞAÐ YRÐI oflangt mál, að prenta hér kafla úr þessum bók- um til að sýna þetta og sanna, enda þarflaust vegna þeirra er lesið hafa, en hinir, sem ekki hafa lesið þær geta blaðað í þeim, ef þeim svo sýnist. Mörgum verður á að spyrja. Hvað er þeim skáldum í huga, er skrifa sögur eins og þær, sem eg hefi hér nefnt, og aðrar svipaðar að efni og gerð? Hyggjast þau með því vera að flytja þjóð sinni mikilsverðan boðskap, knúinn fram af spámannlegri köllun? Eða eru þau bara að skrifa sér til fróunar og hugarhægðar? Smjatta á lauslætinu, reyna að kitla lágar hvatir og- gæla við þær? Það hefir lengi tíðkast, að vanda lítt kveðjurnar svonefnd- um neðanmálssögum, sem eru þó vitanlega engin sérstök tegund. Meðal annars lét Þorst. Ei'lings- son þetta fjúka fyrir nálega hálfri öld: „Þó hefir eitthvað annan keim ilmgróður vorra jarðabóta, ritstjórar vorir guðs um geim græða nú alla sálarhnjóta, þeir geta um okkar andans heim áburðinn stöðugt látið fljóta, Danskurinn hefir handa þeim hlandforir, sem að aldrei þrjóta". Ef Þorsteinn Erlingsson mætti nú líta yfir skáldsagnagerð hér á landi, hina síðustu áratugi, myndi hann að vísu ekki meta þar allt jafnt, né draga í einn og sama dilk, en þó fá ærnar sannanir fyr- ir því, að íslendingar væru nú orðnir „sjálfstætt fólk“ og svo til manns komnir, að geta sjálfir framleitt áburðinn til að græða sína eigiil „sálarhnjóta" og þurfa ekkert að sækja til Dana í þeim efnum. Rætt um „fölnað laufblað“. Hr. St. skrifar blaðinu. ÞAÐ ER MÉR ánægjuefni, að „Dyravörður“ Nýja-Bíó, eða „Fölnað laufblað“, eins og hann nefnir sig í grein sinni 20. apríl, skuli játa gagnrýnina í grein minni 13. apríl. Hitt skiptir meiru máli fyrir hann en mig, að hann skuli telja umrædda framkomu sína við bíó- gesti svo lítils virði, að stórmóðg- un sé í því, að um hana sé rætt. Orðbragði hans, sem mér er ætlað í greininni, mun eg ekki svara. Það mun jafnan illa sið- aðra manna vani, að rita slíkt óþverra orðbragð, er rangur mál- staður þeirra lýtur í lægra haldi. Og er það mín skoðun, að það skaði meira þann, sem fær sig til að rita það, en hinn, sem því er beint til. Er mál þetta hér með útrætt af minni hálfu. Lyklabíiðin „Keedoozle“ BLOÐ á Norðurlöndum ræða nú mikið um nýja ameríska uppfinningu í búðafyrirkomulagi. Sér- staklega eru Svíar áhugasamir í þessu efni. Sænska samvinnusambandið, sem um margt hefur verið brautryðjandi í hagkvæmum og smekklegum verzl- unarbúðum í Svíþjóð, sendi t. d. forstjóra sinn vest- ui' um haf til þess að kynna sér nýjung þessa nú nýlega og sænskir samvinnumenn hafa fengið einkaleyfi til þess að setja upp hinar nýju búðir í Svíþjóð. Hvernig eru þessar nýju verzlunarbúðir? Fram að þessu hafa sjálfafgreiðslubúðirnar verið það nýjasta á sviði verzlunartækninnar. Þær eru útbreiddastar í Bandaríkjunum, eh einnig algengar á Norðurlöndum og í Bretlandi. Nýja búðin er áframhald eða endurbót á sjálfafgreiðslutækninni og kalla Bandaríkjamenn búð þessa ,,Keedoozle“, en það undarlega orð útleggja þeir „Lykilinn að öllu“. Búðina mætti því kalla lyklabúðina. Það er sami maðurinn, sem fann upp sjálfafgreiðslufyrir- komulagið, sem stendur að þessari nýju uppfinn- ingu og fju'sta búðin var opnuð í borginni Memphis í Bandaríkjunum nú fyrir nokkrum mánuðum. f stórum dráttum eru kostir búðarinnar þeir, að hún hefir möguleika til þess að selja margfalt meira vörumagn en venjuleg verzlun og hún notar helm- ingi færra starfsfólk en venja er. Frá sjónarmiði viðskiptamannsins — húsmóðurinnar — eru mikil þægindi að búðinni. Viðskiptamaðurinn losnar við allar tafir og alíar vörutegundir blasa þegar við augum hans. Hið hagkvæma fyrirkomulag hefir og það í för með sér að Keedoozle-búðin í Memphis hegir getað selt vörur sínar 10% ódýrar en aðrar verzlanir í borginni. ----o---- ÞEGAR menn koma inn í þessa búð, getur fyrst að líta anddyri, sem er búið þægilegum húsgögnum fyrir viðskiptamennina. Þar ði’ mönnum fenginn „lykill“ — þ. e. alúminíum-tæki með pappírsrúllu innan í. — Menn ganga nú með tæki þetta meðfram glerskápum, sem sýna vörur þær, er á boðstólum eru. Vilji menn kaupa eitthvað, stinga menn „lykl- inum“ í litla vél, sem er við viðkomandi glerskáp og þrýsta því næst á hnapp, sem ber bókstafsheiti vör- unnar, en hver tegund hefir sitt bókstafsheiti. Þeg- ar þrýst er á hnappinn, prentar tækið, sem fyrr var nefnt, nafn vörunnar og verð á pappírsrúlluna í „lyklinum“. Þannig ganga menn fá glerskáp til glerskáps og velja það, sem þeir óska að kaupa. Þegar verzluninni er lokið, ganga menn til gjald- kerans með lykilinn. Þar er pappírsstrimillinn rif- inn af lyklinum og látinn í vél, sem breytir bók- stafsheitunum á pappírsræmunni í vöruheiti á reikningi, leggur saman og prentar númer á reikn- inginn. Viðskiptamaðurinn borgar nú reikninginn og fær hann, en pappírsræman gamla heldur áfram, í gegnum rifu á veggnum á bak við gjaldkerann og inn í birgðaskemmuna. Þar fer ræman í gegnum aðra vél og þar verka bókstafirnir á ræmunni þann- ig, að viðkomandi vörur fara á færibandi í inn- pökkunardeild, sem að mestu notar sjálfvirkar vél- ar. Allt þetta tekur aðeins örfáar mínútur. Við- skiptamaðurinn hefir beðið í hinu þægilegá and- dyri á meðan og nú er númerið á reikningnum kall- að upp og hann tekur pakka sinn og fer. ----o---- ÞETTA virðist flókið kerfi, en er það ekki í raun- inni, en nútaskuld á það aðeins við, þar sem um mikla verzlun er að ræða og nægilegt úrval varn- ing. Lyklabúðin í Memphis selur enn aðeins ný- lenduvörur, en hyggst bæta öðrum vörum við. — Búðin afgreiðir nú 7200 manns á dag. Sænsku sam- vinnufélögin undirbúa nú slíka búð í Stokkhólmi og sjálfsagt munu þessar búðir spretta upp víða í þéttbýlinu. í grein um búð þessa í blaði sænskra samvinnumanna segir Albin Johansson, forstjóri KF, að þessi uppfinning hafi leitt til þess að hinar miklu framfarir í tækni á öllum sviðum nái nú líka til smásöluverzlunar, sem hafi tekið sáralitlum breytingum í áratugi. Telur hann uppfinninguna hina merkustu og kerfið hagkvæmt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.