Dagur - 27.04.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 27.04.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. apríl 1949 DAGUR 5 Jarðræktarlagafriimvarpið Jarðræktarlögin eru tvímæla- laust ein hin gagnmerkasta land- búnaðarlöggjöf vor. Þau hafa vafalaust valdið verulegum straumhvörfum í ræktunarmál- um og eru sú löggjöf, sem bænd- ur landsins þekkja bezt. Jarðræktarlögin eru ekki göm- ul, aðeins 26 ára, og hafa þó á þessu tímabili oft verið til endur- skoðunar og tekið miklum breyt- ingum. Þessu veldur vafalaust, að lagasmíðin hefur verið ófullkom- in fyrst í stað, viðhoi'fin hafa ver- ið nokkuð misjöfn og síðast en ekki sízt, að þróun ræktunarmál- anna hefur verið mjög ör, svo að ýms ákvæði laganna hafa fyrnst furðu fljótt. Hér verður ekki rakin saga þessara mála, þótt fróðleg sé, en löggjöf þessi hefur ennþá einu sinni verið í deiglunni og hlotið gagngerðari endurskoðun heldur en nokkru sinni fyrr, og er ekki ófi'óðlegt fyrir bændur að kyrrn- ast því, hvaða höfuðbreytingar hafa verið gerðar á lögunum nú, þegar Búnaðarþing hefur afgreitt frumvarpið frá sér, áður en það fer í aðal hreinsunareldinn, sem er Alþingi. Þess skal getið að endurskoðun þessa hafa framkvæmt: 1) Stjórnskipuð nefnd að nokkru tilnefnd af Búnaðarþingi og gerði hún aðalbreytingarnar. 2) Nefnd skipuð Búnaðarþingsfulltrúum, er athugaði frumvarpið nokkuð milli þinga og 3) Búnaðarþing, þar sem málið var athugað gaum- gæfilega í nefnd og síðan á þing- fundum. Skal nú vikið að höfuðbreyt- ingunum frá gildandi lögum. I. Aðalbreytingarnar á fyrsta kafla laganna eru þær, að ákvæði eru sett um héraðsráðunauta, þar sem gert er ráð fyrir að sam- böndin hafi slíka menn í þjónustu sinni, er annist um mælingar jarðabóta, leiðbeiningar áhrær- andi jarðrækt og geti jafnframt verið framkvæmdastjórar sam- bandanna. Laun þessara ráðu- nauta miðast við 8. fl. launalaga og greiðast að hálfu úr ríkissjóði, auk þess gi'eiðist og farkostur þeirra að hálfu úr ríkissjóði. Þá er ennfremur bætt inn í þennan kafla allítarlegum ákvæðum um það, hvar jarða- bætur séu styrkhæfar, hvað telj- ist ræktun og hverjar hömlur séu á því að ræktun megi skerða eða taka til annarra nota, svo sem fyrir lóðir, vegi, línur o. þ. u. 1. og er þá reynt að tryggja það, að slík skerðing sé ætíð svo hóf- leg, sem frekast er unnt og brjóti sem minnst í bága við notkun og þarfir ræktunarinnai'. II. Sá kafli jarðræktarlaga, er almennt gildi hefur fyrir bænd- ur, er kaflinn um styrkveitingar til jarðræktar og húsabóta. Til þess að gera samanburðinn sem auðveldastan, skal nú hér sýnt hvernig styrkurinn er sam- kvæmt gildandi lögum og hvern- ig frumv. ætlað til að hann verði: Samkvæmt lögunum I. a. ÞvaggryfjiiT, alsteyptar .......... kr; 8.50 m’ b. Safnþrar, steyptav, tneð járnþaki — 5.00 — c. Áburðarhús, alsteypt .............. — 7.00 — cl. Aburðarhús, steypt, með járnþaki — 5.00 — e. Haugsta-ði, steypt, m. 1 m veggjum — 3.00 — II. a. Skurðir, 1 m og grynnri ......... — 1.50 10 m3 . b. llo. 1-1.3 m ........................ - 1.80 - c. Do. dýþt yfir 1.3 m ................ — 2.50 — d. Do. vélgrafnir .................... >/3 kostnaðar e. Hnausræsi, 1.1 m............... .. kr. 1.00 10m3 f. Grjótvtcsi, 1.1 m ................. — 2.25 — g. Viðarræsi, 1.1 m .............. 1.50 — li. Pípuræsi, 1.1 m .................. — 2.25 — III. a. Þakslétta í Áiýrækt ................ — 2.00 lOOnr b. Gra’ðislctta í nýrækt .............. — 1.40 — c. Sáðslétta í nýrækt ................. — 2.50 — d. Sáðslétta, 1 árs forra'kt........... — 3.00 — c. Sáðslétta, 2 ára forrækt............ — 3.50 — f. Þakslétla í túni ................... — 2.00 — g. Græðislétta í túni ................. — 1.25 — h. Sáðslétta í túni ................... — 2.00 — i. Matjurtagarðar ..................... — 1.80 — j. Grjótnám (allt að 5 m3 árlega) .. — 1.00 ms IV. a. Vandaðar girðingar ............... — 2.50 10 m b. Ovandaðri girðingar ................ — 2.00 — (Akv. um girðingarnar sleppt hér.) V. a. luirrbevsbloður steyptar m. járnþ. — 1.00 m3 b. Þurrhffyshlöður úr öðrtt efni .... — 0.50 — c. Votheyshlöður steyptar með járn- þaki hringlaga ..................... — 4.00 — d. Votheysgryfjur af annarri lögun — 3.50 — Eftir frumvarpinu: i I. a. Þvnggryfj.nr alsteyptar ........ kr. 10.00 m’ b. Áburðarhús, alsteypt eða m. járnþ. — 7.00 — c. Haugstæði, steypt með 1 m veggjum — 3.00 — II. a. Skurðir handgrafnir ............. — 1.00 — b. Skurðir vélgrafnir................ i/3 kostnaðar c. Hnausræsi ...................... kr. 1.00 m d. Önnttr ræsi ....................... — 2.00 — e. Kílræsi..........................kv. 1.50 100 m III. Vinnsla og jöfnun lands vegna tún- og akurræktar ........................... — 200.00 ha IV. Grjótnám (allt að 50 m3 árlega)..... — 1.00 m° V. a. Vandaðar girðingar ............... — 0.35 m b. Ovandaðri girðingar .............. — 0.25 — (Akvæðunum uín girðingar sleppt hér, en þar er um nokkrar breyting- ar að ra ða.) VI. a. Þurrheyshlöður, steyptar með járn- Jtaki ................................ — 1.00 m’ b. Súgþurrktinarkerfi í Jnirrheyshlöður steyptar, með járnþaki................ — 0.25 — c. Hlöður tir timbri, járnvarðar, með járnjraki ............................ — 0.75 — d. Votheysgrvfjur, steyptar, með járn- þaki, hringlaga ..................... — 5.00 — e. Votheysgryfjur af annarri liigtin .. — 3.50 — VII. Búvélageymslur, með steyptu gólfi og ttndirstöðum, er nerni minnst 0.60 m yfir jörðtt ........................... — 1.50 — VIII. Grænmetisgeymslur, alsteyptar, vel einangraðar og loltræstar ............. — 5.00 — Samanburður þessi sýnir, að um allverulega stefnubreytingu er að ræða í frumvarpinu frá því, sem gilt hefui', og kemur hún einkum fram í stórhækkuðum styrk til framræslu, en lækkuð- um og sérstaklega miklu einfald- ari styrk til sjálfrar ræktunar- innar. Með þessu er undirstrikað, að framræslan og jarðvinnslan séu þau frumatriði ræktunarinn- ar, sem styrkja beri, en hitt sé miklu fremur rekstursatriði, hvað ræktað sé í landinu eftir að það er fullræst, unnið og jafnað. Styrkjakerfið. er gert til muna einfaldara heldur en var, þar sem flokkum er yfirleitt fækkað en fáum bætt við. Sumar styrkveitingarnar eru háðar smávægilegum skilyrðum, er eigi geta talizt svo mikilsverð, að þau verði rakin hér. Styrkur sá, sem nú hefur verið talinn, er grunnstyrkur og skal svo sem verið hefur greiðast á hann vísitala. Sú breyting er þó á gerð, að lagt er til að styrkur til húsagerða fari efir vísitölu bygg- ingarkostnaðar, en annar styrkur miðist við framfærsluvísitölu. Á vélgröfnu skurðina greiðist vit- anlega engin vísitala, þar sem styrkur til þeirra miðast við kostnað. Ef til vill er meginbreytingin á þessum kafla laganna sú, að öll hámörk, bæði árshámörk og heildarhámörk á styrk, eru af- numin í frumvarpinu, en í gild- andi lögum eru, svo sem kunn- ugt er, allmörg hámörk og tak- markanir. Oft hefur reynzt nauð- synlegt, vegna breytinga á verð- gildi og breyttra aðstæðna, að hækka þessi hámörk, en annars hefur verið reynt á ýmsan hátt að fara í kringum þau. Verður ekki séð, meðan almennt skortir ræktun og landbúnaðarfram- leiðslu, að slíkra takmarkana sé þörf eða þær æskilegar. III. Kaflinn um Verkfæra- kaupasjóð er í frumvarpinu felld- ur niður með öllu. Virðist þetta mikil breyting fljótt á litið, en er í reyndinni lítil, því að svo sem flestum bændum mun kunnugt, hefur sjóður þessi síðustu árin sama og engan styrk getað veitt til verkfærakaupa og má segja að hann hafi lokið hlutverki sínu. IV. Kaflanum um Vélasjóð var breytt sérstaklega árið 1942. Þó eru í frumvarpinu gerðar á hon- um nokkrar breytingar, aðallega áhrærandi skipun Verkfæra- nefndar og aðstöðu hennar til að framkvæma tilraunir með nýjar vélar og verkfæri. Er þar bæði lagt til að ríkissjóður kosti þess- ar tilraunir og að innflytjendur véla og verkfæra séu skyldugir að ljá nefndinni, til tilrauna, þessi tæki án endurgjalds. Nokkrar fleiri breytingar eru gerðar á þessum kafla, en ekki stórvægilegar. Á öðrum kafla laganna hafa engar þær b'reytingar verið gerð- ar, er nokkru máli skipta. Að lokum skal þess svo getið, að í ákvæðum til bráðabirgða er lagt til, að næstu 10 árin eftir að ÍÞRÓTTIR Skíðamót fslands hefir farið fram undanfarna daga, við mjög erfiðar aðstæður, í grennd við Kolviðarhól, skíða- heimili íþróttafélags Reykjavík- ur. Fréttir af mótinu eru mjög af skornum skammti og úrslita því lauslega getið að sinni. Margir strjálbýlismenn munu sakna þess mjög, að Ríkisútvarpið hefir ekki, í seinni tíð, séð sér fært að út- varpa lýsingu af keppnunum, t. d. skíðagöngu og stökki, en þessar greinir munu hafa farið fram rétt við skálann að þessu sinni, en á Kolviðarhóli er sími og virðist því aðstaðan ekki slæm fil þessa. Meistararnir hafa nú dreifst nokkuð. Jóhann Strandamaður varð göngumeist,ari, með mjög miklum glæsibrag, Jónas Ás- geirsson frá Siglufirði varð stökkmeistari, hafði 0.2 stig fram yfir Jón Þorsteinsson. Haraldur Pálsson varð meistari í norrænni tvíkeppni og hefir því Siglufjörð- ur fengið tvo meistara. Reykjavík hlaut þrjá meistara: Ásgeir Eyj- ólfsson í svigi, Ingibjörgu Árna- dóttur, einnig í svigi, og Solveig Jónsdóttir í bruni. Er þá ótalinn brunmeistari, sem enn er ekki vitað hver er. Sveitakeppni. 4x10 km. boðgöngu unnu ís- firðingar, bezta göngusveit í A- og B-flokki Strandamenn, beztu svigsveit í A-flokki Reykjavík, beztu svigsveit í bundinni keppni 4 manna ísfirðingar o. s. frv. Eins og til er bent hér að fram- an eru fréttir ekki svo ýtarlegar að sunnan frá mótinu, að hægt sé að vita með vissu um eitt og ann- að, röð keppenda, orsakir óhappa o. fl. Frá því var einu sinni skýrt að síðasti maður Þingeyinga í boðgöngunni hefði snúist á fæti og orðið að hætta og sveitin því úi' leik. Sennil. hefir það verið Jón Kristjánsson, sem beztan tíma hafði í 16 km. göngunni í fyrra. Hans var svo ekki getið í aðalgöngukeppninni og líklega ekki verið þar með. Annars virð- ist í senn undraverð og glæsileg lögin öðlazt gildi, verði grunn- styrkur til jarðvinnslu kr. 300.00 á ha. á býlum þeim, er eigi hafa 10 ha tún, og er þetta sett til þess að ýta undir ræktunina á þeim býlum, sem verst eru sett í þess- um efnum. Þetta eru þá höfuð-nýmælin í hinu nýja jarðræktarlaga-frum- varpi, eins og Búnaðarþing skil- aði því frá sér nú nýlega. Má hik- laust segja, að þau séu öll byggð á fenginni reynslu, um leið og hæfilegt tillit er tekið til breyttra aðstæðna og þjóðfélagslegrar þýðingar ræktunarinnar. Hvenær frumvarpið verður svo lagt fyrir Alþingi og hvaða viðtökur og meðferð það fær þar, er ennþá óskrifað blað. Akureyri 18. apríl 1949. Ólafur Jónsson. OG ÚTILÍF niðurstaða þeirra Þingeyinganna í göngunni, að eiga 2., 3., 4. og 5. mann, en þó eiga Strandamenn 1. fjögra manna sveit. Sýnilega eiga því Strandamenn fleiri góða göngumenn en kappann Jóhann. í. B. A. hrósar litlum sigrum á þessu móti, fær engan meistara, en 4 í fyrra. Akureyringar hafa nú verið óheppnir í sumu, en hópurinn var vitanlega ekki sterkur. — í göngunni virðist Guðm. Guðm. — eins og oft áður — einstaklega óheppinn að vera ræstur nr. 2 og svo hefir heyrzt, að áburður sá, er hann og Siglfirðingar notuðu, hafi algjör- lega brugðist. Flestir hefðu líka búizt við, að þeir Har. Pálsson og Guðm. Guðm. yrðu eitthvað framar en 12. og 13. maður í röð- inni í göngu! Magnús Brynjólfs- son náði beztum tíma í keppn- inni um Svigbikar Litla skíðafé- lagsins og Guðm. 3. maður, enda átti í. B. A. þar 2. sveit. En í þess- ari keppni meiddist Magnús í fæti og gat því ekki tekið þátt í aðal- svigkeppninni eða bruninu. Var það mikið óhapp fyrir hópinn og í. B. A. hvað snertir þetta mót, en vonandi er meiðslið ekki það slæmt, að Magnús komi haltur til baka. — Guðm. stóð sig vel í svigkeppninni, varð þar 4. mað- ur. Hann varð svo 5. maður í skíðastökki, og 2. maður í norr- ænni tvíkeppni. Um aðra kepp- endur og nánari fregnir um eitt og annað fáum við vonandi að heyra, þegar skíðamennirnir koma heim aftur. H. + J. Chevrolet- vörubifreið, með 6-manna húsi og yfir- byggðum palli, ásamt nýj- um varamótor, er til scilu, ef samið er strax. — Upp- lýsingar gefur JÓN LAXDAL, Tungu. Sími um Svalbarðseyri. Tilboð óskast í vörubifreiðina A-288, í því ásigkomulagi, sem bún er. — Nánari upplýsingar gefur ÓSKAR JÓNSSON, Þingvöllum. Vegna brottflutnings liéðan verða til sölu í næstu viku ýmsir búsblutir, svo sem: Pottar, pönnur, glös, pvottabali, tauvinda, stopp- dýnur, tjald, svefnpoki, rúmstœði og margt fleira. /. ARNESEN, Brekkugötu 14.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.