Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Árás „íslendings“ á Fjórð- ungssamtökin. Fimmta síðan: Nýtt lag eftir Björgvin Guðmundsson við Akur- . eyrarkvæði Sigurðar Nor- lands. XXXH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. maí 1949 21. tbL Röskur mánuður liðinn síðan Eimskipafélagsskip var hér seinast MáImhúðunarverkstæði KEA um það bil að hefja starf Nýbyggingin á Oddeyrartanga. Markverð nýjung í iðnaði bæjarmanna Nýtt iðnfyrirtæki, Málmhúðun Nauðsynjavörubirgðir á þrotum „Goðafoss“ sneri við á Húnaflóa vegna hafíss Röskur mánuður er nú liðinn síðan Eimskipafdlagsskip kom hingað síðast með umhleðsluvarning. Hinn 10. apríl sl. kom „Fjallfoss“ hingað með vörur að sunnan, en síðan hefir ekki sést skip hér. — í meira en heilan mánuð hafa umhleðsluvörur hrúgast saman á hafn- arbakkanum í Reykjavík, en í þeim varningi er méginhlutinn af ieim nauðsynjavörum, sem þetta hérað og önnur hér nyrðra þurfa, svo sem kovnvörur, föðurvörur o. s. frv. Svalbakur fer reynslu- ferðina 25. maí Akureyratogarinn Svalbakur, sem Utgerðarfélag Akureyringa á í smíðum í Aberdeen, er nú að verða tilbúinn og eru skipstjóri og nokkrir skipsmenn komnir til Skotlands fyrir nokkru. Ákveðið er að skipið fari reynsluferðina 25. þ. m. og er búizt við því hing- að um hvítasunnuna. — Togari Guðmundar Jörundssonar, „Jör- undur“, mun verða eitthvað síð- búnari heim, en skipið mun þó væntanlegt fyrri hluta júnímán- aðar. Allmargt manna leitar lækninga í Danmörk Þótt mænuveikisfaraldurinn sjálfur sé fyrir nokkru um garð genginn hér, búa margir bæjar- menn enn við eftirstöðvar veik- innar og eru margir illa haldnir. Að undanförnu hefir allmargt fólk héðan og frá ísafirði leitað sér lækninga í Danmörku og nú næstu daga munu enn nokkrir bæjarmenn fara til Danmerkur í sömu erindum. Lélegar sölur í Bret- landi Brezki fiskmarkaðurinn hefir verið lélegur síðustu dagana. — Ástæðan er mikið framboð á fiski. Snæfell, skip Útgerðarfél. KEA, seldi í Fleetwood í gær fyrir 3.850 sterlingspund. Síðastl. mánudags- og þriðju- dagskvöld fór fram eldhúsdags- umræða um fjárlögin frá Alþingi. Hafa þar átzt við forustumenn stjórnarflokkanna og konnnún- istar. Einna mcsta atliygli í um- ræðunum mun það hafa vakið, að forsætisráðhcrrann lýsti því yfir í ræðu sinni á mánudagskvöldið, að ríkisstjórnin hefði í hyggju að afnema skömmtun á kornvöru, kaffi og benzíni. Jafnframt sagði hann að stjórn- in mundi sjá svo um, að nægilegt magn skömmtunarvöru væri til í landinu og menn gætu átt það víst að fá út á miða sína. arverkstæði KEA, er um það bil að taka til starfa þessa dagana. Er fyrirtækið til húsa í verk- smiðjubyggingu félagsins við Sjávargötu á Oddeyri, þar sem einnig er Skipasmíðastöðin og Bílayfirbyggingarverkstæðið. Málmhúðun er nýr iðnaður hér í bæ og mun hið nýja verkstæði vera eitt hið stærsta á landinu, búið nýjum, enskum vélum. Hefir undirbúningur að stofnun þess nú staðið í nokkur ár. Hefir aðal- lega staðið á að fá vélarnar og annan útbúnað afgreiddan frá hinni brezku verksmiðju. Er því verki nú að mestu lokið. Þó vant- ar enn nokkrar smærri vélar og tæki. Tók ráðherrann í því sam- bandi fram, að þetta ætti við, hvar sem menn byggju á land- inu og viðurltcnndi þar með óbeint, að svo liefði ekki verið og hefðu landsmenn utan Reykjavíkur átt við meira óréttlæti og erfiðleika að stríða í verzluninni en Reykvíkingar. Þessi yfirlýsing forsætisráð- herrans boðar það væntanlega, að Alþýðuflokkurinn muni nú hverfa frá þeirri stefnu, að skipa sér jafnan við hlið Sjáífstæðis- flokksins þegar ágreiningi um skiptingu innflutningsins og um verzlunarmálin verður skotið til ríkisstjórnarinnar. Málmhúðunarverkstæðið tekur að sér galvaníseringu, tinun, krómun, eirhúðun og nikkelhúð- un, og eru þegar næg verkefni fyrir hendi og þegar augljóst að mikil þægindi verða að þessum iðnaði fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. Framleiðslan er enn á byrj- unarstigi, en vænta má þess að fyrirtækið geti tekið til starfa af fullum krafti innan skamms. Forstöðumaður fyrirtækisins er Torfi Guðmundsson, en auk hans vinna þarna þegar 2 menn. Mun brátt verða nauðsynlegt að fjölga starfsfólki, að því er forstöðu- maðurinn tjáði blaðinu í viðtali í gær. Er tíðindamaður blaðsins leit þangað inn í gær, voru sífellt að. berast verkefni frá fyrirtækj- um og einstaklingum. Þetta fyrirtæki er enn einn vottur um hina atvinnulegu „ný- sköpun“, sem Kaupfélag Eyfirð- inga beitir sér fyrir, til hags fyrir héraðið í heild. „Geysiru syngur á fimmtudags- Karlakórinn „Geysir" efnir til hljómleika í Nýja-Bíó næstk. fimmtudagskvöld kl. 9. Syngur kórinn þar ýms ný lög og nokkur, sem hann hefir áður æft, undir stjórn Ingimundar Árnasonar. — Hinn kunni tenórsöngvari og söngkennari, Birgir Halldórsson, hefir dvalið hér í bænum síðan um páska og þjálfað söngmenn kórsins. Aðstoðar hann á hljóm- leikunum og syngur nokkur ein- söngslög, en einsöngvari með kórnum verður Kristinn Þor- steinsson. Langt er nú um liðið síðan „Geysir“ hefir látið til sín heyra og mun bæjarmenn fýsa að heyra söng kórsins aftur. Ennþá lengri tími er liðinn síð- an kaupsýslumenn og .fyrirtæki hér hafa getað komið varningi í skip héðan beint til útlanda. — Strandferðarskipin hafa að vísu alltíðar siglingar hingað og héðan, en sérstakt flutningsgjald þarf að greiða með þeim, og þau taka ekki umhleðsluvörur fyrir áfram- haldsfragt né vörur héðan í skip til útlanda nema sérstök fragt sé greidd til Reykjavíkur. Siglingar Eimskipafélagsins hingað eru nú strjálari og óvissari en var á stríðsárunum. Þá, var bví borið við að leigu- skipin fengjust ekki til þess að sigla hér við ströndina. Nú er slík ástæða ekki fyrir hendi. — Staðreynd er samt, að skip fé- lagsins gerast nú æ sjaldséðari gestir hér norðanlands. Goðafoss sneri við vegna íss. Á þeim röska mánuði, sem lið- inn er, síðan Eimskipafélagsskip var hér síðast á ferð hafa hrúgast upp vörur hingað í Reykjavík. Varð þá úr að senda Goðafoss hingað norður. Mun skipið hafa haft fullfermi af vai-ningi, sem flytja átti hingað, til ísafjai-ðar og Siglufjarðar. Hér er nú að verða kornmatarlaust og fóðurvöru- laust og mjög lítið um ýmsan annan varning. Hins vegar vofir ísahættan sífellt yfir þessum fjórðungi. Siglingafyrirkomulag- ið og ástandið í birgðamálum því beinlínis hættulegt og óhyggilegt. Reynslan í vor sýnir líka að hurð getur skollið nærri hælum. Goðafoss varð að snúa við á leið sinni hingað vegna ísa á Húnaflóa. Fór skipið aftur vestur og suður fyrir land og mun vera væntanlegt hingað í dag . Svo virðist, sem Eimskipafélag- ið sé að mestu leyti hætt að hugsa um strandsiglingar og ekkert beint samband er í milli flutn- inga þess og Ríkisskips að því er virðist. Þetta ástand er að gera atvinnurekstur og verzlun úti á landi óviðunandi með öllu. Flutn- ingur framleiðsluvarnings frá höfnum hér nyrðra og á Austur- landi di-egst mánuðum saman, og verzlunin verður ótryggari og dýrari fyrir þessa siglingastefnu Eimskipafélagsins. Hefir orðið heldur lítið úr efndum forráða- manna félagsins, er þeir hafa oft gefið þjóðinni, að siglingafyrir- komulagi stríðsáranna mundi breytt í betra horf strax og ástæður leyfðu. Ástæður félags- ins leyfa slíka breytingu alveg vafalaust. En viljann til þess og skilning virðist þvf miður skorta. Ólögleg fyrirdráttar- veiði? Blaðið hefir verið beðið að koma eftirfarandi fyrirspurn á framfæri við lögregluna: Ber lög- regluyfirvöldunum hér að sjá til þess, að ólögleg fyrirdráttarveiði sé ekki stunduð innan landa- merkja bæjarins sjálfs? Ef svo er, mun lögreglan fylgjast með því á þess'u sumri, að þessi veiðiskapur sé ekki rekinn eins og undanfar- in ár og láta þá sæta ábyrgð, sem bi-jóta lax- og silungsveiðilögin? Handavinnusýning Gagnfræðaskólans á sunnudaginn Á sunnudaginn verður opnuð handavinnusýning Gagnfræða- skólanemenda í húsi skólans og sýnd þar handavinna pilta og stúlkna frá sl. vetri. Handavinnu- sýningar Gagnfræðaskólans und- anfarin ár hafa jafnan vakið at- hygli í bænum, enda hefir þar verið margt mjög vel gerðra hluta og hannyrða. Leikflokkur úr Reykja- vík væntaulegur hingað í vændum mun vera ágæt heimsókn til bæjarins. Leikflokk- ur með leikritið „Volpone" eftir brezka skáldið Ben Johnson, í út- færzlu Stefans Zweig. Leikurinn hefir verið sýndur í Reykjavík að undanförnu og vakið mikla at- | hygli. Ríkissfjórnin hyggsf að ðfnema skömmfunina að verulegu leyti Yfirlýsing forsætisráðherra í útvarps- umræðunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.