Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 25. maí 1949 Áskell Snorrason tónskáld Hátíða-samsöngur Samsöngurinn í Akureyrar- kirkju föstudaginn 6. maí s.l. var merkilegur tónlistarviðburður. — Þar fluttu einsöngvarar og kórar sönglög eftir Áskel Snorrason tónskáld, undir stjórn höfundar- ins. Einsöngvarar voru frú Helga Jónsdóttir og Jóhann Konráðs- son; kórarnir: Karlakór Akur- eyrar, Kvennakór Slysavarna- félagsins og blandaður kór, settur saman af karlakórnum, kvenna- kórnum og nokkrum sóprönum að auki, eða alls um 75 manns. Áskell Snorrason er löngu þekkt tónskáld. Hann hefir feng- izt við tónsmíðar frá barnæsku og aflað sér, af eigin rammleik, mik- illar tónfræðiþekkingar. Hann varð sextugur á síðastliðnum vetri. í tilefni afmælisins tók hann sér fyrir hendur að undir- búa og æfa þennan myndarlega samsöng. Hafði söngfólkið, sem þarna kom fram, fyrr og síðar notið söngstjórnar Áskels, og lagði nú, af ljúfu geði, fram krafta sína, til þess að gera heið- ur söngstjórans og tónskáldsins sem mestan. Jakob Tryggvason aðstoðaði með orgelleik, af mik- illi vandvirkni og prýði. Samsöngurinn tókst mjög vel. Frú Helga Jónsdóttir söng 5 lög. Bezt þótti mér hin fagra rödd hennar og „dramatísk“ túlkun njóta sín, er hún söng „Ljóð og lag“ (texti eftir Guðfinnu frá Hömrum), en öll lögin voru vel sungin. Jóhann Konráðsson söng tvö lög: „Við hafið ég sat“ og „Sól- kveðja“ (Dagur er liðinn), hið fyrra með karlakórnum, hið síð- ara einsöngslag, með oi-gel-und- irleik. Meðferð Jóhanns og karla- kórsins á „Við hafið ég sat“ var með því fegursta og áhrifamesta á öllum samsöngnum. Yfirlætis- laus túlkun þeirra Helgu og Jó- hanns, er manni mikil svölun og fró í hinurrr annars svo hávaða- sama heimi. Söngur kóranna tókst vel. Af lögum þeim, er þeir sungu, þótti mér mest til koma Bergmáls (ljóð eftir Guðfinnu), er karla- kórinn söng, Sofðu unga ástin mín (ísl. þjóðlag, með frábæi'lega vel gerðri raddsetningu Áskels) er kvennakói'inn söng og „Ljóss- ins knörr (ljóð eftir Guðfinnu), er 75 manna blandaður kór söng. Alls sungu kórarnir 15 lög. Var söngur þeirra, allur, hreinn og fallegur. Mestur þróttur og tign var vitanlega í söng blandaða kól'sins, og það hvort tveggja naut sín bezt á síðasta laginu: Ljóssins knörr. Að vísu mátti víða heyra, að samæfing kóranna var ekki mikil. En síðastliðinn vetur hefir ekki verið til þess fallinn á Akureyri, að auðvelt væri með tómstundavinnu til söngæfinga. Er öllum kunnugt um þá erfiðleika. En einu mega söngmenn og konur aldrei gleyma, og eitt geta þau alltaf gert, hvað sem ei'fiðleikum með æfingar líður, en það er að vanda sig. Það gera líka margir alltaí, en gleymist stundum einhverjum. Að samsöngnum loknum ávarpaði Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri tónskáldið, og þakk- aði honum, fyrir hönd borgara Akureyrarbæjar, starf hans í þágu söngs og tónlistar, prúð- mennsku hans, hógværð og drengskap. Tónskáldið svaraði með því að láta kói'inn endurtaka síðasta ei'indið úr kvæði Guð- finnu fi'á Hömrum: Ljóssins knöi'i'. „Ut um vonanna voga skyggnast vorgróin lönd. Hvergi herfloti húmsins með sinn hlekk og sín bönd. Siglir náttsólar nökkvi fyi-ir Norðurlands strönd“. Var það verðugur og hátíðlegur endir þessa fagra samsöngs. Akureyrarkirkja var fullskip- uð áheyrendum. Samsöngur þessi gaf óvenju heilsteypta mynd af tónskáldinu, Áskeli Snorrasyni, og að mínu áliti mjög sanna. Lög hans eru yfii'lætislaus, eðlileg og fögur. — Svona finnst manni lagið h'afa átt að vei-a, oi’ðið að vera, en ekki öðruvísi. Raddsetningarnar • eru fjölskrúðugar og gerðár af- mikilli kunnáttu. Alveg séi'staklega er í því sambandi vejct . að .benda á raddsetninguna á Sofðu unga ástain mín og á Tvö gömul ís- lenzk sálmalög, anriað 1 aeól- iskri, hitt í frýgiskri tóntegund. Ymsum finnst lög Áskels minna allmikið hvert á annað, bera sama blæ, og þykir það miður farið. Það er að vísu satt að þau bera flest sama svip, svip tónskáldsins, sem á sína eigin hörpu og leikur á hana að éigin geðþótta. Frum- leiki tónskáldanna er fólginn í því að vera þau sjálf, eiga sinn eigin sti’eng og kunna með hann að fara. Það gerir Áskell. Frum- leiki hans er ekki fólginn í fálm- kenndri leit að einhvei’ju, sem sé öðruvísi en allt annað, hann stendur föstum fótum í eðli hans, uppvexti og æfikjörum. Það er ekki tilviljun, að tón- skáldið hefir gert mjög mörg lög við ljóð Guðfinnu fi'á Hömrum. Þau eru böi’n sömu sveitar og mótuð af sama umhverfi. Þau hafa bæði verið smalar á heiðun- um í Þingeyjarsýslu, beggja meg- in Reykjadals. Skáldgáfa þeirra beggja hefii’, í æsku og uppvexti, næi'st af hóglátri, draumkenndri fegurð æskustöðvanna, en á full- orðinsárum skírst og mótast af mikilli lífsreynslu. Skáldskapur þeirra hefir orðið heilsteyptur, hógvær og fagur, en þrátt fyrir það þróttmikill. Hann er leiddur af taktslætti trúverðugs hjai'ta. Ljóð og lög þessara tveggja skálda, hafa mætzt á miðri leið, og þeir samfundir hafa oi’ðið báð- um hamingjuríkir. Hinn djúpi skilningur tónskáldsins á ljóðum Guðfinnu sézt bezt á því, sem jafnframt var óvenjulegt og sjaldgæft við þennan samsöng, að hann lét syngja kvæðið allt, þar sem flestir mundu hafa látið sér nægja fyi'sta erindið, eða fyrsta og síðasta. En þá fyrst nýt- ur sín til fulls ljóð og lag, er kvæðið er sungið allt. Alveg sér- staklega á þetta við um hin hnit- miðuðu kvæði Guðfinnu frá Hömrum. Lög Áskels Snorrasonar bera vitni yfirlætislausu, samúðarríku prúðmenni, en einnig fjölhæfum kunnáttumanni. Hann hefir nú pegar gefið þjóð sinni dýran feng fagurra sönglaga, sem hún sízt skyldi vanmeta. Samsöngurinn í Akureyrarkii'kju var vel til þess fallinn að auka á skilning manna og þekkingu á þessu merkilega tónskáldi. Reykjadalur og Laxá hafa fóstr- að Áskel Snorrason. Á þeim æskustöðvum hans ber engin himingnæfandi fjöll við ský og þar eru engir tröllauknir fossar. En glitofnar heiðamar og silfuí'- tærir strengir Laxár hafa sniðið þroska hans klæði, sem hæfa og fara vel. Páll H. Jónsson. I Laugardag og sunnudag = 1 kl. 5: I I Vökudrauniar Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarföt tengda- móður minnar, SNJÓLAUGAR BALDVINSDÓTTUR. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Margrét Vestmann. ntiiiiiiiiiiii* 11iiiiii1111 ii iiiiimiiiiiin BÆNBUR! Seljum GADDAVÍR næstu daga. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörucleildin. \ Muniö! Nú er bezti tíminn til að kaupa pottaplönturnar. ...............mmmmmmi mmmmmmmmmmmmmmimm... Blómabúð KEA. | ........................ imiiini.........mmmmmmmii.,; eru að jafnaði fyrirliggj- andi í Oddeyrargötu 19. — Stærðir: 120xQ7'XQ0 cm. hlið, og 1.1.5 X (,7 Xcm. hlið. - Verð kr. 300.00. I („Walie Up and Dream“) \ \ Amerísk lit-kvikmynd frá | \ 20th Century-Fox film- | \ félaginu. I i Leikstjóri: | i Lloyd Bacon. I Aðalhlutverk: i | JOHN PAYNE I í JUNE LIAVER I | CONNIE MARSHALL. I I HARALDUR ..............mmmmmmmiim Klæðskeri og nokkrar stúlkur, vanar jakkasaumi, geta fengið at- vinnu nú þegar hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík, — Íbúðir til reiðu. Upplýsingar gefur Kjart.au Jóhannsson. Sími 353. L. JÓNSSON. j ................ 11/2 tons, með svo til nýrri 4 lia. Sóló-vél, er til sölu. Upplýsingar gefur Njáll Jak- obsson, Hvoli, Glerárþorpi, eða Páll Axelsson, Ráðhús- torgi 3 Akureyri. vtííííííííííííííííííííííííííííííííííí^æííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí^ Tilkynning frá LOFTLEIÐIR j DAGLEGAR FLUGFERÐIR milli « AKUREYRAR og REYKJAVÍKUR | með hinni vinsælu Douglas-flugvél Loftleiða, „HELGAFELL“ Veitum allar upplýsingar um utanlandsflug Pöntunum vcitt móttaka á skrifstofu vorri, Hafnarstræti 96 (París) Ferðist loftleiðis með SlMI 644

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.