Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 10. úgúst 1949 Formaður Sjálfslæðisflokksins og „utangarðsmennirnir" ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Árið 1942 myndaði Ólafur Thors 6 mánaða Sjálfstæðisfl,- stjórn með tilstyrk kommúnista, eftir að Ólafur og flokkur hans hafði rofið heit sín við Fram- sóknarflokkinn um að breyta ekki kjördæmaskipuninni. Síðar upplýsti Ólafur, að stuðningur kommúnista við stjórn hans hefði aðeins fengizt með því skilyrði, að hrófla ekk- ert við dýrtíðarmálinu. Um það sagði hann m. a.: „Það efndi hún (þ. e. stjórn hans), að vísu nauðug, og af því að hún hafði ekki bohnagn til annars.“ Hér er það beinlínis viður- kennt af Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi látið kommúnista kúga sig til lof- orða um að breyta á móti sann- færingu sinni, því að nauðugur kveðst hann hafa gengið undir ok kommúnista. En til mikils var líka að vinna, þar sem var 6 mán. stjórnarforusta! Fyrir þá vegtyllu þótti honum gefandi nokkuð af drengskap sínum (sbr. svik hans við Framsóknarfl.) og ennfremur að bregðast þeirri skyldu við þjóð sína að vinna á móti vaxandi dýr- tíð í landinu með Framsóknár- flokknum. Ólafi var þessi skylda hans vel ljós, því í útvarpserindi, sem hann hélt fyrir kosningarnar vorið ] 942 og prentuð er í Morg- unblaðinu, kemst hann þannig að orði: „Þegar örðugleikarnir hefjast að nýju, mun það sýna sig, að þeir verða því verri viðfangs, sem dýrtíðin leikur lausari hala. Þá' munu þeir lýðskrumarar fá dóm sinn, sem í fullu ábyrgðarleysi og algerlega gegn beíri vitund hafa nú í frammi hvers konar áróður og blekkingar í því skyni að reyna að afla sér pólitísks stund- arávinnings.“ Það sem Ólafur Thors minnt- ist á lýðskrumara, á hann vitan- lega við kommúnista. Hann veit ofur vel, að þeir .vilja vaxandi dýrtíð, til þess að örðugleikarnir verði sem mesth’. Samt sem áður myndar hann stjórn með stuðn- ingi „lýðskrumaranna“ vorið 1942 og gefur þeim loforð um, að dýrtíðin skuli fá að leika lausum hala. Afleiðingarnar hlutu að verða eins og til var stofnað. Á því hálfa ári, sem stjórn Ólafs Thors vár þá við völd, hækkaði framfærsluvísitalan úr 183 stig- um í 272 stig eða um 89 stig. Það var af því, að Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins var allan þann tíma leiksoppur í höndum kommúnista — „lýð- skrumaranna". Svo fullyrðir Mbls., að Ólafur Thors sé vinsælastur allra stjórn- málamanna í landinu, og að Sjálfstæðismenn treysti þessum formanni sínum bezt allra manna sökum víðsýni hans, frjálslyndis og drengskapar. „Sæluna og blessunina látum við nú bíða,“ sagði Skugga- Sveinn. Væri ekki rétt af Mbl. að láta pólitíska drengskapinn hans Ólafs Thors liggja í þagnargildi? —o— Þegar ríkisstjóri vék stjórn Ól- afs Thors frá völdum við lítinn orðstír, eftir að hún hafði aukið dýrtíðina að vilja kommúnista um 89 stig, reyndi hann að skella allri skuldinni á þá. Hann lét þá Mbl. segja: „Allt tal kommúnista um, að þeir vilji stöðva dýrtíðina, er fals og blekking. Allt starf þeirra miðar til ’þess að auka dýrtíðina og öll þau vandræði, sem af henni hljótast.“ Þá tók Ólafur Thors og flokkur hans upp þá venju að kalla kommúnista í ræðu og riti „ulan- garðsmenn", sem átti að tákria það, að þeir væru ósamstarfshæf- ir, og að aldrei skyldi Sjálfstæð- isflokkurinn taka þátt í stjórnar- samstarfi með þeim. Þessi yfirlýsing Ólafs Thors og flokksmanna hans varð þó ekki haldbetri en það, að haustið 1944 var Ólafur Thors „óðfús ;til stjórnarsamstarfs með þeim rapðu“. eða „utangarðsmönnun- um“, og þræddu 3/4 hlutar af þirigflókki haris slóðina á eftir honum. Alla þá tíð, er formaður Sjálf- stæðisflokksins var í stjórnar- samstarfi með „utangarðsmönn- um“; var hann málpípa kommún- ista. Það kom m. a. fram í því, að þá var dýrtíðin ekki lengur talin ægilégt. „þjóðarböl", sem öllu væri fórnandi fyrir að afstýra, er oft hafði áður kveðið við í her- búðum Sjálfstæðisflokksins. Nei, baráttan gegn dýrtíðinni var þá orðin „augljós firra“ í munni Ól- afs Thors og skrifum Mbl. Hér kom leikaraeðli Ólafs Thors greinilega fram. Einn af gáfuðustu flokksmönnum hans hefir lýst því eðli hans á þessa leið: „Yfirleitt skortir Ólaf ekki ein- lægni. Gallinn er bara sá, að sú einlægni er þeirrar tegundar, sem fyrst og fremst einkennir góðan leikara. Iiann lifir í þeirri per- sónu, isein liann er áð sýna-þá og þá stundina. Góðúr Ieikari gctur verið sannheilagur dýrlingur á leiksviðinu í kvöld og kaldrifjað- ur stórglæpamaður annað kvöld, þótt hann sé í eðli sínu hvorugt.“ Spurningin er, hvort þjóðinni ríður ekki á öðru meira en flokki, sem hefir slíkan pólitískan leik- ara fyrir toppfígúru. Nú spanar formaður Sjálfstæð- isflokksins um landið þvert og endilangt og galar þar.n boðskap á samkomum flokksmanna sinna að þjóðinni stafi mest hætta af Framsóknarflokknum, því að hann sækist nú eftir að mynda stjórn með kommúnistum. Síðan er myndaður samkór Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins um þessa hættu. Mikil er nú kollsteypa þessara flokka frá því 1944. Þá ætluðu leiðtogar þeirra að ærast út af því, að leiðandi menn Framsóknar- flokksins vöruðu þjóðina við samsteypustjórn Sjálfstæðisfl., Alþýðufl. og kommúnista. Þá voru kommúnistar ágætir til stjórnarsamstarfs að dómi Ólafs Thors, og Alþýðuflokksmenn létu sér þá einni gvel lynda samstarf við þá. Þá voru þó kommúnistar hvorki verri eða betri en þeir eru nú. En nú þykjast fyrrv. sam- starfsmenn þeirra hvorki vilja heyra þá né sjá. En enginn skyni borinn maður getur tekið nokk- urt mark á þeim yfirlýsingum. Menn hafa í baksýn þær stað- reyndir, að eftir allt blaðrið um „utangarðsmennina“ hafa Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn gengið til stjórnarsam- vinnu við þá, eins og ekkert væri að, og meira að segja eiu þeir enn með sífellt væl út af því, að kommúnistar skyldu hiaupast úr stjórn. Er þetta ótvíraið bending um það, að vissir menn, sem framarlega standa í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum, eru síður en svo fráhverfir því að ganga enn til stjómarsamvinnu við kommúnista, ef þeir teldu sér þess þörf. Enginn getur treyst Ólafi Thors í þessum efnum, eftir að hann hefir tvisvar notað stuðning og samvinnu kommúnista til þess að lyfta sjálfum sér til valda. En nú kunna einhverjir að segja: Al- þýðuflokkurinn getur þó aldrei framar gengið til sátta við komm- únista. Samt má nú benda þeim á það, að fyrsta verk núverandi forsætisráðherra ,eftir að honum var falin stjórnarmyndun, var að snúa sér til kommúnista með þá spurningu, hvort hann mætti ekki bjóða þeim, elskunum sínum sæti í stjórn sinni. En kommúnistar voru þá fúlir í skapi, sneru upp á sig og gáfu þeim neðsta það að vera í stjórn með Stefáni Jóhanni. Síðar munu þeir þó hafa dauðséð eftir því að hafa ekki þegið boðið. Framsóknarflokkurinn einn af núverandi stjórnarflokkum hefir aldrei gengið til stjórnarsamstarfs með kommúnistum. Með þá reynslu fyrir augum á þjóðin að treysta honu meinum til þess að forðast pólitíska glæfra þeirra. Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum er ekki treystandi i þeim sökum. 2 fjaðrabotnar með lausuni ullqrdýnurn, nýlegt til sölu. A. v. á. Mótorhjól, óskast. Tilboð, er greini gerð og verð, leggist inn á afgr. bfaðsins fyrir 17. þ. m. merkt: „MótorhjóÍ“. HERBERGÍ óskast fyrir skólapilt. Jón Rögnvaldsson Grænugötu 10 Landskeppnin við Dani. Illa fór og þó eðlilega knatt- spyrnukeppni Dana og íslendinga sl. sunnudag. Danir eru vissulega góðir knattspyrnumenn, hafa víða reynst sterkir og síðast í fyrra á Ólympíuleikunum, þar sem þeir urðu hinir þriðju í röð- inni. En í þeirri grein hafa íslend- ingar sjaldan staðið sig verulega vel, og nú var þess því minni von að vel færi, þar sem undirbún- ingur af þeirra hálfu var — væg- ast sagt — mjög barnalegur. Hverjum öðrum en íslendingum skyldi til hugar koma að búast þannig til landskeppni í knatt- spyrnu að láta nær heiming liðs- ins vera á erfiðu ferðalagi fram undir síðustu stundu, berjast þar í keppni með sínum félögum, en hinn hluti landsliðsins æfður heima, og síðan skellt saman í keppninni, samæfingarlausum að kalla — a. m. k. núú um lengri tíma. Eðlilega hefir verið spurt um forustuna við þessa framkvæmd. Er ekki til Knattspyrnuráð ís- lands? spyrja menn, eðlilega. Ráð, sérráð, reglugerðir, félög, bandalög og ólög — ekki vantar slíkt. En hvað á hver að gera og hvernig starfa og verka allir þess- ir nafnstóru aðilar? —o— Fjölhæfur íþróltamaður. En „takið ofan“ fyrir . Erni Clausen, þessum unga afreks- manni, sem varð annar í keppn- inni við Bandaríki Norður-Am- eriku í sjálfri tugþrautinni. Og árangur hans í ýmsum greinum er að stórbatna. Ef að líkum læt- ur verður hans víða getið á næstu árum. Einhæfnin má ekki verða of mikil. Það er fáum fært að ná svona miklum árangri í mörgum greinum, en í raun og veru er það miklu æskilegra að vera vel fær á ýmsum sviðum, en að leggja áherzlu bara á eina grein, en vera svo ófær til flests annars. Svo á góður íþróttamaður að vera öðrum fremri í sínu starfi. íþróttamenn eiga að vinna sér það álit að þeir séu, að öðru jöfnu, betri menn til starfa, hver við sitt. íþróttaiðkun á að auka fimi, lagni og hraða, kenna hagsýni, líka í átökum, andlegum eða líkamleg- um við daglegt starf. Iþróttamað- ur bæði í leik, keppni og daglegu starfi! Það er markið. Akureyri. Vikulegir knattspyrnukapp- leikir K. A.—Þór! Og svona verð- ur það áfram, hvernig sem blæs. Komið bara og sjáið í kvöld. — Kostar ekkert — nema skósól- arnir, raddböndin og taugarnar! Því að ekki veitir af að „hebba“ á drengina, (þetta er nú stundum eins og þegar gömul vél á að fara í gang!) og fyrir utan völlinn er þetta ennþá a. m. k. aðallega „taugastríð“. Tveir leikir eru búnir, flestir mættu til leiks og allir á vellinum gerðu eitthvað, misjafnlega fallegt og fáir Ijótt — en úrslit hafa ekki fengist enn. Endaði fyrri leikur með 1 : 1 marki, síðari 2 : 2 mörkum. En verði svo áframhaldið svona eru þetta áður en varir orðnir við- burðaríkir leikir. Og áreiðanlega er piltunum æfingin holl, ístran og styrðleiki í liðamótum láta ékki lengi bíða eftir sér á slíkum velsældartímum sem þeim, er við nú lifum á í þessum bæ. — Áfram því og fleiri í framboði til leiks með hverri kepprri. Og „beztu stæði“ eru alltaf til boða fyrir góða áhorfendur. Á nýja íþróttavellinum vinna nú stórvirkar vélar, sem í verki segja: „upp með dalina, niður með fjöllin". Og nú er sléttan að myndast, þar sem eflast skal og vaxa íþróttafrægð Akur- eyrar, eflast skal og vaxa fólkið í bænum. — En mikið er eftir að laga og gera áður en æfingarnar byrja. Og sjálfboðavinnan notast þar ekki enn. Annars vildi nú e. t. v. ein og einn „lyfta sér upp“ í sumarleyfinu með því að stinga eða moka úti á nýja íþróttavellin- um. Smávegis. A: „Hnefaleikar eru mín eftir- j lætisíþrótt." 1 ... B: „Jæja, eruð þér hnefaleika- maður sjálfir?" A: „Nei, nei. Eg er tannlækn- ir!“ * „Alltaf eruð þér jafn frískir og glaðir í útliti, hr. Jensen.“ „Jæja, það er líklega íþróttun- um að þakka.“ „Nú já, eruð þér við íþróttir? Og hvaða íþróttagreinar metið þér nú mest?“ „Tennis, knattspyrnu, sund, ís- hochey, frjálsar íþróttir, leik- fimi.... “ „Já, en hvernig í ósköpunum getið þér stundað þetta allt sam- an?“ „Jú, blessaðir verið þér. Eg kaupi alltáf beztu sæti!“ BERJATEKJA verður leyfð í landi Vagla á Þelamörk aðeins á sunnu- dögum frá og með 21. þ. m. og gegn venjulegu gjaldi, sem ber að greiða áður en tekjan hefst. — Leyfislaus troðningur um land jarð- arinnar verður tafarlaust kærður til sckta. Hallgrimur HalIgrimsso n Barnavagn í góðu lagi, til sölu í Brekkugötu 31 (niðri). Vörobifreið, til sölu. Upplýsingar geíur Bogi Pctursson Glerárcyrum 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.