Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 10. ágúst 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimla: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími ÍGG Blaðið kemur út á hverjum íniðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjálddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. L * ** -t Hin nýja breiðfylking ÞAÐ BER SJALÐAN við, að erjur séu með blöðum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Með blöðunum ríkir svipað bræðralag og gerizt með ráðherrum þessara flokka í ríkisstjórninni. Þegar krafist er afnáms forréttindaskipulagsins í verzlunarmálunum, snúast ráðherrar „alþýðunn ar“ óg burgeisanna einhuga til varnar málstað for- réttindmannanna. Þegar manndómsleysi þessara ráðamanna hefir leitt nýja dýrtíðaröldu yfir þjóð- ina og mjög aukið á erfiðleika atvinnuveganna, standa blöð flokkanna saman að því að brígsla Framsóknarmönnum um ábyrgðarleysi og sundr- ungaráróður, af því að Framsóknarmenn vilja ekki una því að þjóðarbúið fljóti sofandi að feigðar- ósi fjárhagslegs hruns, heldur krefjast þeir skyn- samlegra aðgerða nú þegar og eru fúsir að látá dóm kjósendanna í landinu ganga um stefnur flokkanna ef hinir flokkarnir vilja heldur halda áfram værðarsvefninum. Ekki verður úr því skor- ið af skrifum blaðanna, hvort Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum er verr við kosningar í haust. Báðir láta sem kosningar séu bein árás á kjósend- urna í landinu og pólitískt herbragð Framsóknar- flokksins. Sjálfum finnst þeim engin ástæða til kosninga, lítur helzt út fyrir að þeir telji ástandið í fjárhags- og atvinnumálum í frægasta lagi. A. m. k. hafa þeir ekkert tekið undir tillögur þær, sem Framsóknarflokkurinn hefir borið fram til þess að afstýra vandræðunum, og er það þó lakara, að þeir hafa heldur engar gagntillögur flutt. Báðir flokkarnir hafa lagt meginkapp á að ófrægja til- lögur Framsóknarmanna og brígsla þeim um að x-júfa borgaralega samvinnu. Loks láta þessir fyrrverandi samstarfsmenn kommúnista, sem Framsóknarmenn bíði þess eins að hefja samstarf við hinn landlausa lýð um landsmál. 1 ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um fjárlagafrum- varpið í maímánuði sl., lét Eysteinn Jónsson í'áð- herra svo ummælt af hálfu Framsóknarflokksins, að flokkurinn mundi ekki una því lengur en fram á sumarið, að ekkert væri gert í dýrtíðar- og fjár hagsmálum af hálfu ríkisvaldsins, enda væri fyrir sjáanlegt, að fjárlög yrðu ekki afgreidd á næsta þingi nema gripið væri til sérstakra ráðstafana. Þar með var því yfii'lýst þegar á sl. vori af hálfu Framsóknarflokksins, að hann væri ófús að halda áfram núverandi stjórnarsamstai'fi, nema veruleg lífsvenjubi-eyting yrði meðal ráðamanna Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessi lífsvenju- breyting er ókomin enn. Fyrir aðgerðir þessara flokka, var nýrri dýrtíðaröldu hleypt af stað. Allar tillögur er stefndu að því að auka kaupmátt pen- inganna voru ýmist svæfðar eða felldar, í þess stað var ný kauphækkunarskriða sett af stað, að verulegu leyti beinlínis fyrir tilverknað þessara floklca. Um þær aðgerðir var ekki nein eining meðal stjórnarflokkanna. Framsóknai-flokkurinn stóð allur á móti þeim. Tveir stjórnarflokkanna unnu saraan að því að fella og svæfa mai'gs konar tillögur Framsóknarmanna til lagfæringar á verzl- unaimálum, húsnæðismálum, verðlagsmálum o. s. frv. Og þeir fluttu sjálfir engar tillögur í staðinn. Af þessu má vera augljóst, að það er ekkert nema lágkúrulegur rógur þegar blöð Sjálfstæðisflokks ins og Alþýðuflokksins reyna að telja kjósendum trú um að aflabresturinn á síldarmiðunum hafi orðið til þess að Fi-amsóknarflokkurinn hafi sett dýrtíðarmálin á oddinn nú og krefjist aðgerða í þeim en kosn- inga ella. Bi'eiðfylkingin í ríkis- stjói-ninni vissi það þegar fyrir þinglokin, að ■ í'eikningsskil mundu verða í sumar. Aflaleysið nú í sumar gerir slík í-eiknings- skil vitaskuld meira aðkallandi, en þau hefðu ekki verið umflúin þótt síldin hefði veiðzt. Það er ennfremur augljóst, að ski-af þessara flokka um það, að Fram- sóknarmenn séu að rjúfa eining- una meðal borgaraflokkanna, er úr lausu lofti gripið. Sartispil Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins er fyrir alllöngu komið á það stig, að eining um hin mik- ilsvei'ðustu mál er ekki fyrir hendi innan ríkisstjórnarinnar og borgaralegu flokkanna. Þegar þannig er ástatt, er það vitaskuld heiðarlegast og mest í anda lýð- ræðisins, að skjóta ágreiningnum til kjósendanna í landinu. Hitt væri óheiðarlegt, að breiða yfir ági-eininginn, aðhafast ekkert og reyna að telja þjóðinni trú um að allt sé „með blóma“ í atvinnu- málum og fjármálum. Framsókn- armenn vilja engan hlut eiga að slíkum fortölum. Sjálfstæðis- flokkurinn og aðstoðarlið hans geta þar einir að verið. LOKS ER það samstarfið við hinn landlausa lýð. Það er næsta spáúgilegt áð heyra þá menn, sem hörmuðu það sárlega 1947 að kommúnistar skyldu þá vera ófáanlegir til þess að sitja lengur í ríkisstjórn með þeim, brígsla þeim flokki, sem aldrei hefir haft haft neitt samneyti við kommún- ista, um löngun til samstarfs við þá. Nokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins lýstu því yfir að sam- starfið við kommúnista 1944— 1947, hefði verið „kollsteypa" í stefnu flokksins. Hver veit hve- nær sagan endurtekur sig? Sjálf- stæðisblöðin höfðu margsinnis lýst landráðaeðli kommúnista skömmu fyrir faðmlögin 1944. Þau tala digurt nú, en sömu mennirnír, sem réðu kollsteyp- unni miklu 1944, eru enn í dag valdamestu menn Sjálfstæðis- flokksins. Blöð þeii'ra lýsa ekki innstu hugrenningum þeirra í dag. Framsóknarmenn hafa aldr- ei starfað með kommúnistum og munu aldrei gera það. Sjálfstæð- isfíokkui'inn hefir leitt þá upp í ráðherrastólana og leyft þeim að vinna margvísleg óhæfuverk í skjóli valdanna. Enn í dag sitja kommúnistar og Sjálfstæðismenn í bróðurlegri einingu í bæjar- stjói'n ísafjarðar. Þeii-ri sam- vinnu í'æður maðurinn, sem skrifar innfjálgu leiðarana í Morgunblaðið um kommúnista- hættuna. ÞAÐ ER nauðsynlegt fyrir kjósendur að hoi-fa fi-am á veginn og gera sér grein fyrir því, með hvaða í'áðum þjóðai'búskapnum verði aftur komið á réttan kjöl. Fi-amsóknarflokkurinn hefir gert sínar tillögur og er þess albúinn að leggja þær undir dóm þjóðar- innar. Hinir flokkarnir hafa engar tillögur gert, þeir hafa gefizt upp við að standa gegn dýrtíðinni, virðast helzt hafa áhuga fyrir því um þessar mundir að róla sem lengst í ráðhei'rastólunum. Blöð þeirra bera vott um áhugann fyr ir því að sitja. Ábyi'gir kjósendur munu naumast telja setuna það bjargi'áðið, sem koma skal. Fyrir því munu þeir fylkja sér um til- lögur Fi-amsóknarmanna og gefa fyi'rverandi samstarfsmönnum kommúnista hæfilega og nauð synlega ráðningu. FOKDREIFAR Mjór vísir — mikið framhald? SÍÐASTLIÐINN föstudag — á milli klukkan átta og ellefu um kvöldið — gat að líta dálítið óvenjulega mannaferð á óbyggða svæðinu milli Hamarstígs og Bjarkastígs hér í bæ. Þegar flest var munu um 15 manns — ungl- ingar og fulloi'ðnir — hafa verið þar að störfum, og víst var rösk- lega tekið til höndum að jafna og lagfæra þetta svæði, sem hið svo- ‘nefnda „Fegrunarfélag" bæjarins hefir tekið sérstaklega að sér og mun ætla að breyta í skemmti- garð, trjágarð eða skrúðgai’ð með tíð og tíma. Jarðýta var þar á ferli nú fyi’ir skömmu, bylti gras- sverðinum og annaðist nauðsyn- lega tilfærslu á jarðveginum þai'na á holtinu. Og nú tók mannshöndin við, þar sem tönn vélarinnar hafði látið staðar num- ið. Skóflur, gafflar og garðhrífur voru þar á lofti fram undir mið- nætti, en glaðar raddir og rösk- legar hreyfingar báru vott um starfsáhuga og vinnugleði sjálf- boðaliðanna, sem voru þarna að verki og hlýtt höfðu kallinu að bæta og fegra umhvei'fi sitt með eigin höndum og fói'nfúsu stax'fi. EN SAGAN er ekki öll sögð með þessu, og vissulega hefir hér að- eins verið lýst annari'i hlið þessa máls, og raunar þeim kantinum, sem sléttari er og fallegri. — Bæjai-blöðin höfðu þó í vikunni birt áskorun frá Fegrunai-félag- inu til allra félagsmanna, sem vettlingi geta valdið og tök hefðu á, að mæta þarna til stai'fa með nauðsynleg vei’kfæi'i. Eins og áð- ur er sagt mættu aðeins 15 manns, að börnum og unglingum meðtöldum, til sjálfboðastai'fsins, þegar flestir voru þar. Og ekki mun það fjarri lagi að áætla, að af þeim hafi allt að því helmingur alls ekki vei'ið í félaginu. Útkoma þessa reikningsdæmis er því í stuttu máli sú, að aðeins svo sem sjö eða átta meðlimir Fegrunar- félagsins hafa séð sér fært að hlýða kalli þess, þegar á reyndi annað og raunhæfara stai-f en skraf og skeggræður, og munu þó skrásettir félagar skipta mörgum hundruðum. Þéss skal getið, að formaður félagsirts mætti þarna fyrstur manna með reku í hönd og gekk flestum öðrum vasklegar fram í bardaganum við moldina, En hitt skal ósagt látið, hvort nokkur annar stjórnaimeðlimui', hvex'fisstjóri eða embættismaður félagsins hafi gripið til vopna þessari fyrstu, beinu og r-aunhæfu atlögu þess gegn óræktinni og hirðuleysinu. Ekki skal hér fjöl- (Framhald á 7. síðu). /wta, ///&//<& Nauðsynlegt fæði fyrir erfiðismann Dnir leggja áherzlu á hollustu sOdarinnar. HIÐ ÁGÆTA DANSKA samvinnutímarit Sam- virke, flutti nú nýlega greinargerð, sem samin hefir verið að tilhlutan manneldisfræðinga, um hvað telja beri nauðsynlega fæðu fyrir fólk, sem hefir erfiðis- vinnu með höndúm. Samkvæmt skýrslu blaðsins þurfa hjón, sem ei-fiðisvinnu stunda, þetta til vik- unnar, ef þau eiga að geta haldið heilsu og kröftum: 1 kg. hafragrjón, Vz kg. bygggrjón eða önnur grjón, 6 kg. rúgbrauð, 2 kg. hveiti- eða sigtimjöl, Vz kg. sykur, 125 gr. kartöflumjöl, 8 lítrar nýmjólk, 2 1. súi-mjólk, 10 stk .egg, Vt kg. ostur, 125 gr. smjör, 375 gr. smjörlíki, 250 gr. önnur fita, 1—V2 kg. kjöt (þar með taldar pylsur, álegg o. s. fi'v.), 3 kg. fiskur, (þar með .talið a. m. k. 1 kg. síld, n’ý, í-eykt eða söltuð), 5 kg. kartöflur, 2 kg. annar jarðarávöxtur, 2 kg.græn- meti (grænkál og annað kál, spínat, púrrur, persille o. s. frv.), 2 kg. ávextir, þar með talinn rabarbari, 2 kg. marmelade. Þessi skýi'sla er um margt athyglisverð fyrir okk- ur. E grak fyrst augun í það, að af 3 kg. af fiski, sem hjónunum eru ætluð til vikunnar, er lögð áherzla á að 1 kg. þurfi að vera síld. Mér er nær að halda, að enda þótt við íslendingar borðum mikið af fiski, muni flestar fjölskyldur hvergi komast nálægt þessu danska takmarki og æði margar helzt aldrei borða síld. Ekki skortir þó á að prédikað hafi verið, að síldin sé holl og heilnæm fæða. Um það hefir mikið verið skrifað. Samt er það svo, að allajafna er erfitt að ná í síld í verzlunum hér. Fæst hún helzt ekki nema niðursoðin og mikið skortir á að hér sé hægt að fá síld margvíslega tilreidda, eins og algengt er á Norðurlöndum. Þá er það athyglisvert í skýrslu þessari, hver áherzla er lögð á grænmeti og ávexti. Um ávexti. er tilgangslaust að tala hér. Hitt er lakara, að fyrir ráðstafanir stjómarvaldanna, geta húsmæður ekki nýtt í’abarbara og ber, en Danirnir segja að rabar- bari geti að verulejfu leyti komið í stað ávaxtanna. Enda má sjá rabarbarann blómstrandi og ónýtan við marga sveitabæi og víða í kaupstöðum. Græn- metisi-ækt er hér lítil, sennilega alltof lítil. Þeir, sem kunna til garðyrkju, geta ræktað margar grænmet- istegundir í bakgörðum sínum ,en hinir eru fleiri, sem ekki nenna að fást við það og láta sér nægja tómat og salatblað úr búð endrum og eins, og vita- skuld verður slíkt aðeins endrum og eins meðan verðlagi á þessum varningi er eins háttað og nú er hér. Þá er það sultan. Danir telja hæfilegan skainmt 2 kg. af marmelade á tveggja manna fjölskyldu á viku. Hér er þetta víst talin lúxusvara. A. m. k. sést húún helzt aldrei í verzlunum. í ávaxtaleysinu þyrfti hæfilegt magn af góðri sultu jafnan að vera til. Mikið af góðri sultu má búa til úr berjum ög í-abarbara, en því er nú ekki einu sinni að heilsa. Skömmtunaryfirvöldin sjá fyrir því, en innflutn- ingsyfirvöldin fyrir því að erlend sulta sést hér aðeins öi-sjaldan. Fleira mætti tína til úr þessari dönsku skýrslu, sem athyglisvert er, en hér skal staðar numið. En úr því eg hefi gerzt svo fjölorður um sultu og sykur, læt eg fljóta hér með eina upp- skrift úr þessu sama blaði. Hún fjallar einmitt um sultu. RABARBARA-MARMELADE. 1. kg. rabarbari, 1 kg. sykur, ofurlítið vanille. Rabarbarinn er þveginn og skorinn í örþunnar sneiðar. Sykri er stráð á sneiðarnar og síðan látið standa, unz saft kemur í ljós. Þá er allt sana sett í pott og láti ðsjóða við hæðan straum í klukkutíma. Lok er ekki haft á pottinum. Gott að sjóða eina van- illustöng með. Síðan síað og látið á glös. Hægt er að komast af með 400 gr. sykur, en þá verður að sjóða lengur og nota 1 teskeið af benzosýru eftir að suð- unni er lokið. En aumast verður það eins góð sulta og hin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.