Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. ágúst 1949 D A G U R 5 Alþýðusambandið vildi aS ríkissljórnin gerði ráðstafanir til á auka kaupmáfl peninganna En meiri hluti ríkisstjórnarinnar vildi ekki sinna þessum tillögum og varð það til þess að ný kauphækkunarskriða fór af stað Tillögur verkalýðsfélaganna svipaðar frumvörp- um Framsóknarmanna á síðasta þingi í seinasta tölublaði Vinnunnar, tímariti Alþýðusambands íslands, birtist bréf, sem stjórn sambandsins sendi félögunum í byrjun síðastl. mánaðar. í bréfi þessu er skýrt frá kröfum þeim, sem sambands- stjórnin gerði til ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, en hefði verið fallist á þær, myndu félögin hafa horfið frá kauphækk- un í vor. Meiri hluti ríkisstjómarinnar vildi hins vegar ekki fallast á kröfurnar og knúði þannig kauphækkunarbaráttuna fram. Hér fer á eftir megin hluti úr umræddu bréfi Alþýðusambands- stjórnarinnar, svo að menn eigi auðveldara með að kynna sér þessa málavexti. Þar sem þeim viðræðum er nú að.mestu lokið, er miðstjórn Al- þýðusambandsins hefir átt við ríkisstjórnina varðandi kaup- gjalds- cg dýrtíðarmálin, teljum við sjálfsagt að gefa skýrslu til sambandsfélaganna um hvað gerzt hefir í þessum málum. Eins og segir í bréfi sambands- iná til ykkár, dags. 22. febr. sl., átti miðstjórnin tal við ríkis- stjórnina tvisvar eftir áramótin, en þar sem lítið jákvætt fékkst út úr þeim viðræðufundum, beindi miðstjórnin þeim tilmælum til sambandsfélaganna, að þau segðu upp kaup- og kjarasamningum sínum jafnskjótt og uppsagnar- ák.væði leyfðu, með það í húga að fá hækkað grunnkaup sem dýr- tíðaraukningunni næmi, frá því sem dýrtíðin var, er kaupgjalds- vísitalan var bundin við 300 stig. í þeirri samþykkt er síðasta sambandsþing gerði í kaupgjalds- og dýrtíðarmálum, kom skýrt fram það álit þingsins, að bezta og ■ affærasælasta leiðin til bættra kjara fyrir alla launþega væri lækkun dýrtíðar og þar með auk- inn kaupmáttur launanna, en ef sú leið reyndist ekki fær, væri ekki um annað að ræða en hækk- un grunnkaups, sem dýrtíðar- aukningunni næmi og fól þingið sambandsstjórn að fara þá leið ef allt þryti. En þingið lýsti jafn- framt þeirri leið, sem algjörri nauðvöm verkalýðssamtakanna til vei-ndar hagsmunum launþeg- anna. Þein-i stefnu er sambandsþing- ið mai’kaði í þessum málum, hefir miðstjórnin talið sér bæði skylt og ljúft að halda og ekki farið leynt með. f bréfi sinu til ríkisstjórnarinn- ar, dags. 19. des. 1948, lýsti mið- stjórnin því yfir, að ef dýrtíðin héldi áfram að vaxa, myndu verkalýðsfélögin tilneydd að segja upp samningum sínum og hækka kaup, en jafnframt lýsti miðstjórnin sig reiðubúnaú til viðræðna við ríkisstjórnina, ef vejða mætti til þess að leiðir fyndust til lækkunar dýrtíðinni. Þó miðstjórnin hafi ekki bréf- lega látið uppi stefnu sína til fé- laganna um það, hvaða kröfur bæri að gera, hefir það verið gert í ’viðtölum frá skrifstofu sam- bandsins við einstaka forystu- menn þeirra félaga er sagt hafa upp samningum ,en stefna mið- stjórnarinnar var og er sú, að þau félög, er hafa haft hæst kaupgjald, stefndu að því að ná þeirri grunn- kaupshækkun, er dýrtíðaraukn- ingunni næmi, en þau félög, er verið hafa á eftir um kaupgjald, reyndu að ná sem beztum árangri til samræmis við þau félög, sem bezt væru á vegi stödd um kaup og kjör. Til að ná þessu, vildi miðstjóm- in beita þeim mætti, er samtökin hafa yfir að x-áða. Þegar verulega fór að gæta uppsagna félaganna á samningum og möi-g verkalýðsfélög höfðu fengið bætt kjör meðlima sinna, þau er hæst höfðu um 3—5%, en hin miklu meii-a er höfðu sér- staklega lágt kaupgjald fyrir, óskaði ríkisstjómin áframhald- andi viðræðna við stjói-n sam- bandsins. Viðræður hófust á ný um sum- armál og lauk um mánaðamótin maí—júní. Árangur þessara viðræðna vai-ð Örn á Steðja: Sagnablöð I—III. (Framhald af Skuggsjá 7—9). Akur- eyi-i, 1946—48. Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar. Ég hef lengi að undanförnu ætlað mér að geta um þessi kver. Þau hafa að geyma ýmsan þjóð- legan smá-fróðleik frá næstliðn- um öldum, og er aðalsafnandi til þeirra Jóhannes Om Jónsson skáld, bóndi á Steðja á Þelamörk, en höfundamafn hans er „Orn á Steðja“. — Jóhannes er gott al- þýðuskáld, hefur birt ljóðmæli sín á pi-enti, er heita „Burknar“, fyrir allmöi-gum árum, og auk þeirra töluvert af ljóðatagi í ýmsum blöðum og ritum. Mætti vel veita þeim manni meiri at- hygli en gert hefur verið, því að auk hæfileika síns til Ijóðagerðar er hann allmikill fræðimaður á innlend fræði. — Hann er nú kominn hátt á sextugsaldur, — fáskrúðugur maður og fátækur að veraldarauði. Þau þi-jú hefti rits þess, er hér um ræðir, eru alls tólf ai-kir, eða 64 blaðsíður hvert. Fyrsti þáttur hips fyrsta heftis er „Frá Símoni Dalaskáldi“ og tekur yfir meira minni en vonir stóðu til, en þó má ætla að einhver árangur verði til lækkunar á dýrtíð og þá um leið til aukinna kjai-abóta þó ekki komi strax í ljós. Þær kröfur, er miðstjórn sér- staklega gerði, voru þessar: 1. Húsnæði: a. Húsaleiga verði lækkuð um 20% með lögum, og þó eftir viss- um reglum. b. Leigugreiðsla fyrir íbúðar- húsnæði sé gerð fi’ádráttarhæf við skattafi-ámtal. c. Með aðstoð og fýrir atbeina ríkisstjórnarinnar verði víðs veg- ar um landið og þá helzt þar sem brýnust er þöi-fin, byggðar að minnsta kosti 180—200 hentugar og góðar íbúðir á ári næstu 5 árin og þeir vex-ði látnir sitja fyi-ir urn íbúðir, sem eru nú í heilsuspill- andi húsnæði eða búa við okur- leigu. Jafnframt þessu verði þeim ein- staklingum og félögum, er til þess hafa vilja og getu, leyft að byggja íbúðir, en þó af hæfilegri stærð. Til fjái-öflunar í þessu skyni og jafnframt til rýmkunar á húsnæði verði lagður á stóríbúðaskattur. d. Ríkisstjórnin hlutist til um, að þeir sem byggja vilja litlar íbúðir eða lítil einbýlishús, eigi þess kost, að fá nauðsynlegar byggingarteikningar slíkra húsa fyrir lítt eða ekkert gjald og þeim verði séð fyrir aðstoð sérfróðra manna til eftirlits við byggingu slíks húsnæðis, er yrði þeim ekki fjárhagslega ofviða að byggja. 2. Bættir verzlunarhættir. Til þess að tryggja að ýmsar nauðsynjavörur verði seldar eft- ir eðlilegum verzlunax-leiðum og útiloka þar með svartamax-kaðs- brask, verði séð fyrir nægum inn- flutningi á vefnaðarvörum, skó- fatnaði, búsáhöldum, hreinlætis- vörum og ýmsum öðrum vörum. Séð verði um að ávallt sé til í en helming þess heftis. Þátturinn er skráður af safnandanum sjálf- um, er var sveitungi og samtíðar- maður Símonar í æsku sinni, en í elli hans. Er þátturinn að öllu leyti vel og trúlegá gerður, enda er allt það bezta í þessum heftum skráð af safnandanum sjálfum. Er þó nokkur fengur í þessum þætti af Símoni fyrir þá, sem kynnu að vilja kynnast þessu einkennilega og fágæta farand- skáldi, — síðasta rímnaskáldi næstliðinnar aldar og þjóðkunn- um manni um allt ísland fyrir heimsóknir sínar á allflest íslenzk heimili og fljótgerðan og þjóðleg- an dægui-kveðskap, þar sem allt mögulegt vai-ð að yrkisefni. Á bls. 19. í 1. h. er sagt meðal annars um Símon: „Það er mér minnisstætt, þegar Símon vantaði eitthvað, t. d. vött eða sokk. Þá var nú líf í tuskunum! Hann geymdi plöggin undir sæng sinni, til fóta. Ef hann fann ekki strax það, sem hann leitaði að, umhvei-fðist hann, — þeytti öllu draslinu á gólfið og stökk fimlega í loft upp eins og strákur í hástökksæfingu — og landinu um 20—25% meira magn af þessum vörum en skömmtun- armiðar eru gefnir út fyrir, án þess þó að skömmtunin verði rýrð fi-á því, sem verið hefir. Jafnfi-amt verði tryggt, að néyt- endur eigi þess kost að kaupa í verzlunum ýmsar tegundir af vefnaðarvöru, sem venja hefir verið að sauma úr á heimilum, í stað þess að þurfa að kaupa allt tilbúið í sölubúðum og þá við uppspi-engdu verði. 3. Endurskoðun vei'ði látin fai-a fi-am á reglúm um álagningti almenrit, en þó sér- staklega á reglum þeim, sem nú er fylgt við álagningu á innlendri fi-amleiðslu og vinnu vei-kafólks við húsabyggingar, iðnað og iðju. 4. Verðlagsbrot. Viðui-lög við vei-ðlagsbrotum verði þyngd að miklum mun frá því, sem nú er og komið í veg fyr- ir að um mai-gfalda álagningu á sömu vöru sé að ræða. Stofnaður verði sérstakur dóm- stóll til þess að dæma í verðlags- brotamálum. 5. Eftirlit með verðlagi. Til þess að ti-yggja neytendum sem öruggast eftirlit með verð- lagsmálum, verði eftir tilnefningu Alþýðusambandsins skipaður annar verðlagsstjóri við hliðina á þeim, sem nú er, og-með jafn víð- tæku valdi. Einnig fái Alþýðu- sambandið fulltrúa í viðskipta- nefnd og fjárhagsráði. S 6. Skattamál. Tekjur lágt launaði-a fjöl- skyldumanna séu ekki skattlagð- ar og jafnframt sé athugað hvað algjört afnám skatta á lágum tekjum myndu nema fyi-ir ríkis- sjóð og einnig hvaða áhrif það myndi hafa á dýrtíðarvísitöluna lét þá jafnframt dæluna ganga. Var þá heldur óhægt að sefa hann, nema með því að finna það, sem hann leitaði að.“ Þessar setn- irigar sýna mætá vel — bæði einn aðalþáttinn í skapgerð Símonar — og stílleikni Jóhannesar á Steðja. Þá var ekki ónýtt að fá þessa kraftavísu Níelsar skálda, er hann á að hafa sáldrað á nafna sinn, Havsteen kaupmann á Hofsós, I, bls. 50): Hreyti úr nösum Hrungnir vinds hrími af flösum snjóa-kyns. Falli í kös að beðju Blinds bölvuð glösin kaupmannsins. Nú skulu talin nokkur atriði þessara þátta, þar sem mér þykir miður fara um fi-ásögn og rétt- hei-mi. Vel ég fyi-st og fremst þau ati-iðin, þar sem mér er frásagn- arefnið kunnugast: Sögui-nar Blákápa og Sigfús, (I, bls. 54), og Þokuflókinn í hlíð- inni, (I, bls. 56), munu vei-a upp- spuni einn eða eftirstæling þjóð- sagna. Samsetningur þessi er sagður prentaður eftir handriti Sig. Draumlands á Akureyri. og afkömu ríkissjóðs að tollar yrðu algjörlega afnumdir á öllum lífsnauðsynjum. Miðstjóx-nin lítur svo á, að eina leiðin til þess að lækka hina gíf- urlega háu húsaleigu sé að byggja nógu mikið af hentugum, góðum og ódýrum íbúðum, því meðan eftirspurn eftir leiguhús- næði er jafn mikil og raun ber vitni um verður ekki ráðið við svertamai-kaðsbrask í þeirri grein. Sama er að segja um vefnaðar- vöru og fleiri nauðsynjar, er nú ganga kaupum og sölum manna á milli fyrir óhæfilega hátt vei-ð, eina leiðín til að koma í veg fyrir þann ósóma er að auka innflutn- ing i eitt skipti fyi-ir öll það mikið, að eftirspurn verði fullnægt. Við þessum kröfum taldi ríkis- stjói-nin sem heild sig ekki geta orðið þó einstakir i-áðheri-ar væru þeim hlynntir og var því ekki um aðra leið að ræða fyrir verkalýðs- samtökin en þá að hækka kaupið sem dýrtíðaraukningunni næmi hjá þeim félögum, sem hæst höfðu kaup o ghækkun til samræmis hjá hinum, sem hafa verið á eftir með kaupgjald. Nú þegar flest verkalýðsfélögin hafa hækkað kaup sitt beint og óbeint fyrir atbeina miðstjórnar Alþýðusambandsins og sum með beinni aðstoð hennar hefir verið reynt að nota þetta einstæða tækifæri þegar um allsherjar- samningagerð var að ræða til þess að jafna það mikla misræmi, sem verið hefir á kaupi hinna ýmsu félaga og hafa flest félög sýnt fullan vilja til samvinnu í því efni og er það vel farið. Einstök félög hafa þó farið nokkru lengra um kauphækkanir en miðstjórnin gerði ráð fyrir að farið yrði að þessu sinni. Hverjar afleiðingar það hefir, er ekki gott að segja á þessu stigi málsins. Virðist hann annaðhvort eiga að vera til háðungar útgáfustarfsemi sagnaþátta eða þá spott og til- slettni til einstakra manna. Enda munu það fullkomin ósannindi, að fyrri sögnin sé rituð eftir Sig- urlínu Kristjánsdóttur á Þórðar- stöðum í Fnjóskadal. Þyrftu fræðasafnendur að gjalda var- huga við svo fáfengilegum rit- smíðum. í H. h. bls. 8 er lýst svipsýn nokkurri á Laugum (Lauga- skóla) í Reykjadal. Eftir þeirri lýsingu mundu ókunnugir fá þá hugmynd um Friðjón á Sandi (föður Sigurjóns og Guðmundar, skáldanna), að hann hefði verið „svartur á skegg“ og , snarlegur“. En hvorug sú einkunn getur átt við gamla þulinn á Sandi í end- urminning kunnugra. Við þáttinn Frá Jóni „hamma“, (II, bls. 97), verður þess að gæta, að hafi Jón þessi „hammi“ verið Jónsson, sem vel má vera, var hann ekki „faðir Einars í Glaum- bæjarseli", (föður Sigvalda á Fljótsbakka, föður Karls, sem nú býr á Fljótsbakka), eins og sagt er í þættinum. Einar var sonur Jóns á Hamri, Einarssonar í Belg, , (Framhald á 7. síðu). FRÁ 6ÓKÁMARKAÐINUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.