Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 10. ágúst 1949 t HVERFLYND ER VERÖLDIN 5 Saga eftir Charles Morgan 30. dagur. (Framhald). „Hvers vegna þagði Frewer um þetta svo lengi?“ Sturgess yppti öxlum. „Eg get raunar skilið það,“ sagði hann. „Hann leit á þetta sem trúnaðar- mál milli tveggja Englendinga." „En seinna bréfið? Bréfið, sem Hegrinn ætlaði að senda frá Blaise?“ „Eg veit ekki, hvað í því stóð,“ svaraði Sturgess. „Eg hefi ekki rætt það mál við Maríu. Allt, sem eg veit, er það lítið, sem Julian hefir sagt mér. Hún segir aftur á móti, að bréfið hafi virzt vera saklaust, var skrifað til konu um bróður hennar. Hún segir enn- fremur, að bréfið hafi verið grandskoðað af dulmálssérfræð- ingum og ekkert athugavert hafi fundizt. En lengra hefir málið ekki verið rakið. E. t. v. kærir María sig ekki um það. Hún var sjálf handtekin litlu seinna.“ Seinna snerist samtalið að ánægjulegri efnum. í miðju sam- talinu greip hún leðurveski úr tösku sinni, dró upp mynd og rétti honum. „Þetta var bróðir minn,“ sagði hún blátt áfram, en leit jafnframt undan. —o— Sturgess lék aðallega forvitni á að vita, hvort nokkur svipur væri með bróður og systur, og hann greip myndina feginshendi. En myndin, sem blasti við augum hans, var af Hegranum. Ef Valeríá hefði horft á svip hans á þessu augnabliki, hefði hún hlotið að sjá geðshræringu hans, en nú gafst honum ofurlítill tími til að jafna sig. „Hvað hét hann?“ spurði hann. „John. John Lang. Eg var búin að segja þér áður, að hann hefði verið hálfbróðir minn.“ Hann hélt áfram að spyrja um ýmislegt, til þess að fá meiri tíma til þess að jafna sig og hugsa ráð sitt. Hvaða einkennisbúningur var það, sem hann var í á mynd- inni? Hvað hafði hann verið gamall? Jafnótt og hún svaraði, áttaði hann sig æ betur á því, að þama var ekki um missýningu að ræða, heldur var Hegrinn bróðir hennar ,og jafnframt skaut upp í huga hans ægilegum grun — og síðar vissu — um sakleysi hans. Bréfin höfðu, eins og hann hafði sagt, verið skrifuð fyrir samfanga hans í Þýzkalandi. „Philip, hvað er að þér, vinur- ur?“ spurði hún. „Ekkert,“ svaraði hann. „Jú, víst er eitthvað að?“ „Nei.“ En hann gat ekki leynt geðs- hræringu sinni. „Þú lítur út eins og þú hefðir séð afturgöngu. Hvers vegna? Hvað hefir komið fyrir?“ Hún ætlaði að grípa hönd hans, en hann varnaði því með því að 1'étta henni myndina aftur. Hann gat ekki útskýrt fyrir henni tilfinningar sínar. Honum fannst þau fjarlægjast hvort ann- að æ meir. Hann reis allt í einu á fætui' og gekk niður að bátnum. „Eg held við ættum að halda af stað heim,“ sagði hann, og reyndi að sýnast algjörlega rólegur. „Viltu reyna að fyrirgefa mér?“ Þau reru undan straum niður ána og mæltu varla orð. Þegar báturinn strandaði á grynningun- um, reyndi að gera að gamni sínu eins og á uppeftirleiðinni, en það mistókst. Augu þeirra mættust hvað eftir annað meðan hann reri og hann las þar undrun hennar, alveg eins og í augum Hegrans, þegar hann tók síðustu andköfin. „Eitthvað hefir komið fyrir," sagði hún. „Eg vildi óska að þú vildir segja mér, hvað það er.“ En hann vildi ekki viðurkenna fyrir henni, að nokkuð hefði komið fyx-ir. Og hún gekk ekki eftir frekari svörum. Honum fannst hann hafa sært hana og enn breikkað bili í milli þeii-ra. Ein spurning lá honum þó á hjarta og hann gat ekki skilið við hana nú án þess að fá svár við henni. „Er ákveðið, að þú leggir af stað á sunnudaginn?" spui'ði hann. „Já.“ „Og þá er þetta — nema eitt- hvað sérstakt komi fyrir — síðasti fundur okkar?“ Hún svaraði þessu ekki og var þögul góða stund. En svo svaraði hún og þá heyrði hann, hversu rödd hennar líktist rödd Hegrans: „Já, vertu sæll, kæi'i vinur og megi gæfan fylgja þér á öllum j.ínum vegum.“ Hann langaði mest til að sleppa ái unum og grípa hana í faðm sér, en gat það ekki, þegar til kom, og hélt áfi'am að róa, þögull og hugs- andi. (Framhald). Ung kýr í góðri nyt er til sölu. — Fóður getur fylgt. A. v. á. Kenni ÞÝZKU, FRÖNSKU og ENSKU. Balclur Ingólfsson Brekkugötu 39 (Sími 482) Radió grammóf ónn ásamt ca. 100 plötum, er til sölu. — Ennfremur sænsk Hnappaharmonika. A. v. á. TÓMAS ÁRNASON lögfræðiski-ifstofa Hafnarstr. 93 (Jerúsalcm) 4. hæð. Gista Norðurland um Angantýr Arngrímsson, fyi'rum útgerðax’maður á Dalvík, kona hans, fi'ú Elín Tómasdóttir og systir hennar, frú Dýrleif, ekkja Jóns Bjöi-nssonar í'ithöfundar, eru hér á ferð í boði gamalla ungmennafélaga í Svai'faðardal og annaiTa sveitunga þein-a. Hafa þau hjón, Angantýr og Elín, ekki séð Norðurland í 27 ár, en hafa dvalið á Þingeyri við Dýrafjörð, og munu hverfa þang- að aftur að þessai’i heimsókn lok- inni. Angantýr er sonur Arngríms sál. Gíslasonar málai'a og Þór- unnar Hjöi'leifsdóttur prests að Skinnastað og Völlurn, en þær systur dætur sr. Tómasar Hall- grímssonar að Völlum og Val- gerðar Jónsdóttur prests frá Steinnesi. Var Angantýr lengi hinn athafnamesti og félagslynd- asti maðui' á Dalvík, og þau hjón með afbrigðum gestrisin og vin- sæl, og þótti öllum mikill sjónar- sviptir að, þá er þau fluttu úr sveitinni, enda mun þeim nú fagnað af heilum hug af öllum eldri Svarfdælingum. Hafa þessir vinsælu gestir ferðast mikið um þriggja vikna tíma fornar stöðvar, og 31. f. m. fór 50 manna hópur með þá austur um sveitir. Sl. laugardagskvöld var þeim svo að lokum haldið veglegt og fjölmennt skilnaðai'hóf á Dal- vík. Var þar mikið um ræðuhöld og söng, og hinum vinsælu heið- ui'sgestum afhent að gjöf 2 mál- vei’k úr Svarfaðardal, gerð af Svai-fdælingi, Steingrími Þor- steinssyni. Angantýr Amgrímsson, sem nú er sjötugur að aldri, var mjög kunnur maður hér við Eyjafjörð á sinni tíð, sem athafnamaður og di'engskapai'maður, enda vinsæll svo að af bai'. Og svo vel hefir hann og þau hjón kynnt sig vestra, að þeirra myndi eigi minna saknað ef þau fæi'U þaðan, en gert var þá er þau fluttu úr Svarfaðardal á sinni tíð. Og vissulega hefir möi'gum Noi'ð- lendingnum verið fagnað á heim- ili þeii'ra á Þingeyi'i, hafi þá boi'ið þar að garði. Nú fylgja þeim öll- um þremur blessunaróskir Norð- urlands og allra þeirra mörgu Norðlendinga, er hafa haft af þeim einhver kynni, er þau nú hverfa aftur héðan af fornum heimaslóðum. Olíulampar Olíulugtir Olíuofnar Olíuvélar Oliuvélaliveikir. lampa- kveiliir, lampaglös, glös á gaslugtir. Verzl. Eyjafjörður h.f. Vantar VETRARSTÚLKU frá 15. sept. eða 1. okt. Guðrún Björnsdóttir Hafarstræti 86. (Verzl. Eyjafjörður.) Þakpappi Afgreiðum gegn póstkröfu. Verzl. Eyjafjörður h.f. Til sölu nú Jregar, 3—4 KÝR og 50 HESTAR AF TÖÐU. Ennfremur MJALTAVÉL. A. v. á Blá slæða með áteiknuðum Walt Dis- ney myndum, tapaðist í sl. viku. Finnandi vinsamlega geri aðvart á afgr. blaðsins. Fiskbollur Fiskbúðingur Sardínur Gaffalbitar Kindakæfa Pickles Nýlenduvörudéildtn og utibú. Nýmjólkurduft og undanrennuduft afgreiðum vér í heild- sölu og smásölu. Ný lend uvöru deildin. Kvenarmbandsúr tapaðist s. 1. sunnudags- kvöld, sennilega nálægt Hótel KEA. Skilist vinsam- lega gegn fundarlaunum til Gunnlaugs Marliússonar. Munkaþverárstr. 12 1 Allar venjulegar tegundir af ESSO BIFREIÐAOLÍUM | ESSO saumavélaolíum ESSO ryðvarnarolíu | ESSO bremsuvökva | j Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. j riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiMimiiiiiiiiiMiii? [miiimiiiimimimmimmimiimIimiiiiiimmmmiimimmmmimimmmimmmmiiiiimmmimmmiimiimmimmiiimiimiiiiiiimmmii Bréfaskólinn NÁMSGREINAR: I íslenzk réttritun [ Enska { { Bókfærsla i j Reikningur { Búreikningar j Skipulag og starfshættir samvinnufélaga Fundarstjóm og fundarreglur z m z Skólinn starfar allt árið. — Veitum fúslega j j allar upplýsingar. j Ennfremur er nú hafin kennsla í { siglingaf ræði Bréfaskóli S. í. S. | j Reykjavík & i riilirflHliatMMIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIMIMIIIIflllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIMIIIMIIIMIIIMIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIII.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.