Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. ágúst 1949 D A G U R 7 - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). yrt um það að sinni, hvaða álykt- anir má af þessu draga, og von- andi verður þátttakan almennari og glæsilegri næst, þegar þetta fjölmenna og virðulega félag vel- viljaðra borgara sker upp herör málefnum sínum til styrktar og liðsinnis, því að annars er hætt við, að starf þess borgi naumast auglýsingakostnaðinn, hvað þá annan herkostnað hinnar vígreifu sveitar. VÍST VÆRI ÞAÐ illt og ómak- legt, ef svo góður málstaður og viðleitni þyrfti að renna alveg út í sandinn, sökum áhugaleysis og tómlætis borgaranna. En það er fyrirfram vitað, að Fegrunarfé- lagið nær aldrei takmarkinu, en kafnar aðeins með háðung undir hinu veglega nafni sínu, ef þorri félagsmanna þess ætlar sér ekki annað starf en það eitt að skrafa og skeggræða um fegrun bæjar- ins yfir kaffibollum, eða sitja á fundum, halda laglegar ræður og samþykkja fallegar tillögur og áætlanir, en þó fyrst og fremst áskoranir á hendur öðrum mönn- um og stofnunum. En dæmalaus væri sú saga þó ekki. Er þess t. d. skemmst að minnast, að velmet- inn æskulýðsfélagsskapur fékk sér afmarkaðan fallegan blett á góðum stað í bænum, er hann hugðist breyta í skrúðgarð og kenndi við nafn fplagsskapar þessa, sem kunnugt el’ óg Velmet- ið um allan heim. Unglingarnir heimtuðu þegar af bæjaryfirvöld- unum girðingu um blettinn, en síðan ekki söguna meir. Svo ár- um skipti var þar ekkert gert að gagni, og enn eru ekki fram- kvæmdirnar slíkar á þeim stað, að það sé félagsskapnum vegsauki að hafa tengt nafn sitt og starf- semi við hann — heldur miklu fremur hið gagnstæða. Vonandi fer ekki eins fyrir Fegrunarfélag- inu okkar. Bletturinn, sem það hefir sérstaklega helgað sér, sem prófstein á starf sitt og viðleitni, er vissulega vel valinn — eitt- hvert tilvaldasta svæði í öllum bænum til þess að breyta í skemmtigarð til yndis og ánægju fyrir bæjarbúa og prýðis fyrir allan bæinn. Víst sást furðulega mikil breyting á þeim berangri eftir það starf, sem þar var unn- ið á föstudagskvöldið — að til- tölu við tíma þann, sem til þess var varið, og mannaflann, sem var þar að verki. En betur má, ef duga skal, og fjölmörg handtök bíða þar enn fórnfúsra handa, áð- ur en svæðið færist í það horf, að það sé bænum til prýði, borgur- unum til yndisauka og Fegrunar- félaginu til verðugs sóma og frægðar að hafa tekið staðinn sér- staklega að sér og tengt hann nafni sínu og heiðri. Kurlaðir hafrar soyjabáunir nýkomið í Verzl. BJÖRK Herbergi til leigu nú þegar í Hafnar- stræti 47. •— Frá bókamarkaðnum (Framhald af 5. síðu). Vigfússonar á Geiteyjarströnd, Ingjaldssonar á Kálfaströnd. Við- urnefnið „hammi“ hef ég ekki heyrt fyrri. En einhver Jón Jóns- son bjó á Hamri á undan Jóni Einarssyni, og kann vel að vera, að hann hafi verið svo kallaður. En ekki veit ég um endalok hans. Þátturinn Frá Davíð skramba (II, bls. 30) er þó nokkuð athug- unar verður. Davíð er talinn fæddur í Parti í Reykjadal um 1845. Þetta er afleit tímaskekkja. Eftir manntölum margra ára, sem mér eru vel kunn, er Davíð fædd- ur á árunum 1826—28, en ekki veit ég hvar. Hann er ekki talinn meðal fæddra í Helgastða-kirkju- bók, hvorki um 1845 né um 20 ár- um áður, — og hvorki í Parti né annars staðar í sókninni. — Bald- vin heitinn Jónatansson skáldi hefur skráð þennan þátt og fæst hann mjög um spott og aðhlátur, er Davíð hafi orðið fyrir í sveit sinni, en eigi að síður virðist Baldvin sjálfur hafa býsna gaman af að birta almenningi ýmis bros- legustu glapyrði Davíðs og bregða honum um mont. Einnig fæst Baldvin mjög um uppeldis- vanrækslu Reykdæla á uppvaxt- arskeiði Davíðs. Baldvin var sjálfur alinn upp á ríflegu sveit- arframfæri Reykdæla, og þóttu mér ummæli hans koma úr hörð- ustu átt, er hann ritar: „Einkum var uppeldi barna vanrækt mjög -------Einkum kom þetta harð- ast niður á öllu fátækasta fólki, munaðarleysingjum og sveitar- limum, sem kallaðir voru í óvirð- ingarskyni. Var siður þeii-ra, sem betur gekk, efnalega, að líta slíka aumingja aldrei réttu auga — þessi afhrök veraldár — sem vandalaust var að stjórna eftir geðþótta, sletta vanæti í þá með eftirtölum og argaþrasi. En þó var ætíð gott að nota bjálfa þessa sem vinnuhjú til stuðnings bún- aðinum, því að víða var álitið vandalaust með hreppsómaga að fara, enda sýna það og sanna hin mörgu óviðurnöfn, sem þjóðin yf- irleitt valdi þurfamönnum." Þegar ég las þetta, virtist mér hætt við, að hér væri ekki sann- gjarnlega með mól farið af syni Jónatans Eiríkssonar á Bergs- stöðum. Fletti ég upp í hreppsbók Helgastaðahrepps, er eg hafði af tilviljun undir höndum, og við athugun sveitarreikningsins verður lesandanum ljóst, að á árunum í kringum 1865 hefur börnum Jónatans Eiríkssonar, 9 að tölu, Baldvin og systkinum hans, verið lagðir árlega 1600— 1800 fiskar á landsvísu úr sveit- arsjóði Helgastaðahrepps. Eru það um 7 kýrverð á ári — auk allra tillagna til annarra þurfa- manna hreppsins. Hvergi hef ég séð né heyrt, að þetta hafi verið þakkað. Ætli Jakob gamli Pét- ursson, umboðsmaður og hrepp- stjóri á Breiðumýri, hefði ekki sagt, ef hann hefði mátt lesa um- mæli Baldvins: Áttirðu meira skilið, „kallinn minn?“ (Það var máltæki hans). Á þessu vildi ég vekja athygli, af því að svo víða hefur kveðið við um slík mál vanþakklæti skammsýnna manna, og af því að ég er niðji nokkurra þeirra manna, er hafa um þessar mundir orðið að leggja hart að sér til að inna gjöld sín af höndum til Helgastaðahrepps. í þessum Davíðs-þætti er farið rangt með tvö staðarheiti í Þing- eyjarsýslu. Þar er bær nefndur Yngveldarstaðir og dalur nokkur nefndur Seljárdalur. Nöfn þessi eiga að vera: Ingjaldsstaðir og Seljadalur. Get eg varla búizt við, að þau mishermi séu Baldvin skálda að kenna. Það er góðra gjalda vert, að gefnir séu út fróðlegir söguþættir, íslenzkir, frá síðustu öldum, — og pó að nokkuð þjóðsagnalegir séu. En ef slíkir þættir eiga að geta metizt sem heimildarit, þá verður að leggja ártöl, mannanöfn o. fl., er þau flytja, undir dómsúrskurð sögufróðra manna. Annars missa rau gildi sitt í augum beztu kaup- endanna, — allra glöggra og Djóðlegra íslendinga. — Þar er óhjákvæmileg réttmæt ritskoðun, áður en prentað er. Kristínar-dag á miðsumri 1949. Konráð Vilhjálnisson. Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar 55. ár. Winni- peg 1949. Almanak Ólafs S. Thorgeirs- sonar fyrir árið 1949 hefir nýlega borizt mér í hendur, skemmtilegt og fróðlegt að venju. Hefir það fyrst að flytja minningargrein um Magnús skáld Markússon, eftir ritstjórann, dr. Richard Beck, ásamt mynd af honum. Magnús Markússon var Skag- firðingur að ætt, dóttursonur séra Hannesar Bjarnasonar á Ríp, hins alkunna skáldprests. Hann var fæddur á Hafsteinsstöðum í Skagafirði 27. nóv. 1858, flutti vestur um haf 1886 og dvaldi lengst ævi sinnar í Winnipeg. Komu tvær ljóðabækur út eftir hann: Ljóðmæli 1907 og Hljóm- brot 1924, er báru vitni um lipra skáldgáfu. Hann andaðist 20. okt. 1948, tæpt níræður. Þá er í Almanakinu greinin: Frá Vopna- firði til Winnipeg, eftir Svein Árnason, en það er skilmerkilega rituð dagbók yfir ferð hans frá íslandi til Ameríku í júní og júlí 1889, og gefur glögga lýsing á ferðalaginu, eins og það hefir oft og einatt verið á þessum árum. Sr. Sigurður Ólafsson skrifar um Pál Jónsson,' landnámsmann að Kjarna í Geysisbyggð, sem varð hundrað ára gamall 20. ág. 1948, Hann var fæddur að Álfgeirsvöll- um í Skagafirði og flutli til Vest- urheims 1883, kvæntur Sigríði Lárusdóttur bónda á Steinsstöð- um. En hún var í móðurætt kom- in af svonefndri Kjarnaætt í Eyjafirði, og nefndu þau því bú- stað í Nýja-íslandi þessu nafni, þar sem þau bjuggu með miklum myndarbrag meir en hálfa öld. Enn er í Almanakinu minning- argreinar um Oddnýju Magnús- dóttur Bjarnason, eftir sr. Sigurð S. Kristófersson, Ólaf Guð- mundsson Nordal og Margréti Ólafsdóttur Nordal frumbyggja í Selkirk, Man., eftir sr. Sigurð 1 Ólafsson, grein um sr. Sigurð Ólafsson eftir G. I. Oleson og margt fleira læsilegt, auk venju- legrar skrár yfir helztu viðburði og mannalát vestra. Almanak Ólafs S. Thorgeirs- •sonar er aufúsugestur til allra, sem áhuga hafa fyrir að fylgjast með lífi og örlögum landa vorra í Vesturheimi, enda hefir það frá upphafi verið undirstöðurit um heimildir að sögu þeirra. Guttormur J. Guttorms- son, skáld, eftir Richard Beck. Winnipeg 1949. Þessi ritgerð, sem er 24 bls. í stóru áttablaðabroti, er gefin út í tilefni af sjötíu ára afmæli skáldsins. Én það hefir nýlega uppgötvast, að Guttormur er fæddur 21. nóvember 1878, og vissi enginn um þetta til síðustu tíma, nema sr. Jón Bjarnason, sem fyrir löngu er kominn til himnaríkis. Ritgerðin eftir dr. Beck er sem vænta má hin prýðilegasta, og er einhver ýtarlegasta og skilmerki- legasta greinargerð um ævi og skáldskap Guttorms, sem enn hefir birt verið, en Guttormur er vafalaust mestur allra íslenzkra skálda, þeirra sem fæddir eru vestan hafs og mun ávallt skipa veglegan sess í íslenzkpm bók- menntum. Benjamín Kristjánsson. Kvenkápa nr. 42, til sölu miðalaust. A. v. á. Nokkrar s t íi 1 k u r vantar á saumastofu Pdls Lútlierssonar Hafnarstræ.ti 86A íðnnemi óskast Ungur, reglusamur maður getur komizt að sem iðn- nemi við létta og hreinlega iðn. Uppl. í síma 408. Vegglampar (flatbrennarar) Járn &igíerv.d. Gluggajára Skrár og liandföng fyrir innri luirðir. Járn & glerv.d. Tomatsósa i glösúrh Tomatpuree Nýlenduvörudeilc og útibú Úr bæ 02 byggð □ Rún.: 59498107 — Kjörf. Messað í Glæsibæ sunnud. 21. ágúst kl. 1 e. h. Vinnusíofusjóði Kristncshælis hafa borizt þessar gjafir: Frá N. N. kr. 100.00. — Frá K. R. kr. 50.00. Beztu þakkir. Jónas Rafnar. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Ási á Þela- mörk frú Sigrún Jensdóttir frá Stærra-Árskógi og Rósant Sig- valdason bóndi í Ási. Skemmtiferðir. Um helgina mun Ferðaskrifstofan efna til tveggja ferða. Önnur verður austur að Dettifossi, með við- komu í Mývatnsveit, Ásbyrgi, Hveravöllum, Laxárvirkjun og Goðafossi. Hin verður til Sig'u- íjarðar, með viðkomu á Hólum. I.agt verður af stað í þessar ferðir kl. 2 e. h. á laugardag. Fargjald í bvora ferð er kr. 100.00. Þátttaka tjlkynnist fyrir kl. 8 á föstudags- kvöld. Hjúskapur. Laugardaginn 30. júlúí sl. voru gefin saman í hjónn- band af sóknarprestinum í Grundarþingum: Ungfrú Kelga Hermannsdóttir, Leyningi, og Kristján Óskarsson, Hólakoti. — Laugardaginn 6. ágúst: Ungfrú Vildís Jónsdóttir frá Hrafnagili Sigfússonar, og Steinberg Ing- plfsson, Akureyri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Anna Sveinbjarnardóttir, Gi ánufélags- götu 1, Akureyri, og Tómas Guð- mundsson, Stóru-Skógum, Borg- arfirði. Ruslakörfur. Fyrir nokkru var bent á naúðsyn þess hér í blaðinu að koma upp ruslakörfum við aðalgötur bæj- arins og vinna þannig að auknum þrifnaði. Bæjarstjórnin hefir nú samþykkt, að tillögu heilbrigðis- nefndar að láta smíða 10 rusla- körfur og koma þeim upp við Ráðhústorg og nágrenni. Bókasafnsnefnd hefir lagt til að Sigurlaugi Brynleifssyni verði falið að skrásetja Amtsbókasafnið hér. Sigurlaugur hefir nýlega lokið' nómi í bókasafnsfræðum í Ziirich í Svisslandi. Landsbankahúsið nýja. Lokið er við að rífa húseignina Strand- gata 1, þar sem nýbyggmg Lands- banka íslands á að standa. Er undirbúningur við nýbyggingu á lóðinni þegar hafinn. Á þarna að rísa stórhýsi fyrir starfsemi bank- ans. Nokkuð skiptar skoðanir munu um það í bænurn, hvort rétt sé að húsið standi eins vestarlega við Brekkugötu og ráðgert er. Einhleypur maður óskar eftir góðu herbergi á Oddeyri íyrir næstu mán- aðamcit. A. v. á. Steinmálnmg grá í 50 kgr. dunkum. Verzl. Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.