Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 8
8 Bagitk Miðvikudagitin 10. ágúst 1049 Fór ufan með sauðaskipi 1910 - kom heim eftir 40 ára útivist Stutt samtal við Halldór Bjarnason frá Hliðarhaga I sl. viku kom hingað til bæjar- ins 66 ára gamall Eyfirðingur, í fyrstu heimsókn sína síðan 1910. Þetta er Halldór Bjarnason frá Hlíðarhaga í Eyjafirði. Hann fór utan héðan frá Akureyri, með sauðaskipi til Belgíu 1910, hélt síð'an til Danmerkur og þar hefir hann dvalið síðan, fyrst á Jót- landi, en síðan 1014 í bænum Horsens og þai- er heimili hans. Halldór hefir stundað ýms störf í Danmörku, m. a. landnám á Jótlandi, en er nú hættur störf- um fyrir aldurs sakir þótt hann sé kvikur á fæti og unglegur mjög, og lagði nú leið sína hingað heim til þess að eyða hér 2—3 mánuð- um og heimsækja ættingja og vini. Dagur ræddi stutta stund við Halldór nú á dögunum. Hann talar því sem næst lýtalausa ís- lenzku þrátt fyrir þessi löngu útivist og þykir nú gott að vera kominn heim til stuttrar dvalar, en hann kvað sem sér hefði þá fyrst fundizt hann vera kominn heim er hann kom hingað til Ak- ureyrar. Náttúran er hin sama, sagði hann, en bærinn sjálfur er orðinn nær því óþekkjanlegur. Heil stór bæjarhverfi hafa risið upp síðan sauðaskipið lagði hér úr höfninni, hin eiginlega Akur- eyri, sem þá var kölluð — inn- bærinn — er horfin í skuggann og nýr bær risinn upp á Torfunefi, Oddeyri og á brekkúnum. Hvernig atvikaðist það, að þú hvarfst af landi burt? Eg gekk á Hólaskóla árin 1905 —1906 og að því loknu langaði mig til frekara landbúnaðarnáms erlendis, helzt í Noregi. Þetta barst til eyrna Tuliniusi og svo samdist um með okkur, að eg færi á hans vegum með sauðaskipi til Belgíu haústið 1910. Var flutt fé á fæti héðan úr Eyjafirði og aust- an af landi. Frá Belgíu hélt eg til Danmerkur og það atvikaðist svo að eg réðist til landbúnaðarvinnu þar og að landnámi á Jótlandi. Svo kom stríðið 1914 og erfitt var um siglingar heim, það ár flúttist eg til Horsens og ílendizt svo þar og hefi átt þar heimili síðan. Og hefir líkað vistin þar vel. Hvernig finnst þér svo umhorfs hér heima eftir 40 ára fjarveru? Framfarirnar, dugnaðurinn og krafturinn í þjóðinni við upp- bygginguna, virðist mér undra- vert og eg undrast það því meira, sem eg hugsa meira um það. Mig undrar að þjóðin skuli hafa haft fjármagn og kraft til þess að afla sér allra þeirra nýju tækja og véla, sem maður sér hvarvetna og eg undrast vegakerfið. Við fyrstu sýn fannst mér það ófullkomið, en við nánari athugun sé eg hví- h'kt þrekvirki það hefir verið að koma þessu vegakerfi um þetta stóra og erfiða land. Túnin eru orðin margfallt stæni en áður var, ný hús eru risin af grunni á sveitabýlunum, þar er góður vélakostur o. s. frv. Breytingin er gífurleg. Og svo hefi eg séð öll þægindin, sem heimilin hafa yfir að ráða, t. d. til þess að létta störf húsmóðurinnar. Rafmagnstæki, sem þau er hér tíðkast, eru óal- geng meðal almennings í Dan- mörku. En hvað finnst þér þá helzt á skorta, hvað sérð þú, sem betur mætti fara? Um það mætti auðvitað margt segja líka, það sem eg t. d. rak augun í hér á Akureyri er það, að mér finnst áberandi að götur og hús bera svip hins hálfgerða, en ekki hins fullgerða og frágengna. Veit ekki af hverju það stafar, hvort það er af völdum efnis- skorts eða af því að hratt hefir verið unnið. En bær- inn mundi fallegri ef úr þessu yrði bætt. Halldór Bjarnason mun dvelja hér í bænúm og hjá ættingjum sínum hér i Eyjafirði nú næstu vikurnar. Þróttmikil flokksstarf- semi á Snæfellsnesi Nýlega var stofnað Félag ungra Framsóknarmanna á Snæfells- nesi. Voru stofnendur 160 talsins. Formaður félagsins er Alexander Stefánsson í Ólafsvík. Þá var og nýlega haldin flokkshótíð á Snæ- fellsnesi og sóttu hana um 500 manns. Ræðumenn þar voru m. a. Hermann Jónasson, formaður flokksins, og Lúðvík Kristjáns- son, ritstjóri, frambjóðandiFram- sóknarflokksins við næstu Al- þingiskosningar. - Mótið á Hrafnagili (Framhald af 1. síðu). með eftirhermum. Loks lék Lúðrasveit Akureyrar vinsæl lög undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. Um kvöldið var dansað í hinum stóra samkomuskála og var þar mikill mannfjöldi. Kvenfélagið í Öngulsstaða- hreppi hafði tekið að sér að sjá um kaffiveitingar og voru þær með miklum myndarbrag. Héraðsmót þetta fór í alla staði vel fram og varð til mikillar ánægju fyrir mótsgesti. Hin ágæta aðsókn í óhagstæðu veðri sýnir vaxandi áhuga fyrir starfi flokks- ins og aukinn þrótt í starfi Fram- sóknarfélaganna í sýslu og bæ. Fær meira fé til umráða Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú í vikunni 3600 milljón dollara framlag til Mars- hall-áætlunarinnar í Vestur-Ev- rópu Myndin er af Paul Hofman, framkvæmdastjóra Marshall- hjálparinnar. Hoffman mælti eindregið gegn niðurskurði á fjárframlögum. Kuldar og úrkomur síðustu vikurnar Síðan 24. júní má heita að stöð- ugir óþurrkar hafi verið hér um slóðír og hefir heyskapur gengið erfiðlega síðan. Síðustu dagana hefir verið mjög kalt og um sl. helgi snjóaði í fjöll. Voru vestur- fjöllin hér hvít niður í miðjar hlíðar á mánudagsmorguninn. Verður hætt að hafa dansskemmtanir í Samkomuhúsinu? Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5, sem haldið var hér í sumar, sendi bæjarstjórn erindi, þar sem skorað var á bæjaryfirvöldin að banna með öllu dansleiki í Sam- komuhúsinu nema settum skil- yrðum með eftirliti sé framfylgt. Á fundi sínum 14. júlí sl. sam- þykkti bæjarráð að verða við þessari áskorun og láta setja upp fasta bekki í sal hússins. Þessi samþykkt hefir orðið til þess að forráðamenn 23 félaga og félaga- samtaka í bænum, hafa sent bæj- arstjórn erindi, þar sem skorað er á bæjarstjórnina að setja eigi upp fasta bekki í húsinu og leyfa áfram danssamkomur í húsinu, enda séu þar um skýrar reglur og ölvaðir menn útilokaðir og beri félög þau, er húsið hefðu til af- nota ábyrgð á að sett skilyrði séu haldin. Er þessi beiðni félaganna rökstudd með ýtarlegri greinar- gerð. Mál þetta var til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi í gær. Skemmtileg ferð á vegum Ferðafélags Akureyrar Farið um Kjöl og Kaldadal Eins og undanfarin sumur hef- ir Ferðafélag Akureyrar haldið uppi hópferðum um byggðir og öræfi landsins. Fyrsta öræfaferðin var ekki farin fyrr en um helgina 31. júlí, en þá var ó áætlun félagsins hóp- ferð frá Akureyri um Blönduós, Kjalveg og að sæluhúsi F. F. í. við Hvítárvatn, en það er sunn- arlega á Kili, og átti að fara aust- an Blöndu um Skagafjörð til baka. Fregnir, sem bárust um Kjal- veg, áður en þesSi ferð var farin, voru allar á einn veg, að hann væri með öllu ófær sökum klaka í jörðu og vatnsaga. Hafði F. F. í. hætt við áætlunarferð sína upp að Hvítárvatni um þessa helgi, eftir að leiðin hafði verið könnuð. Hópurinn, sem lagði af stað frá Akureyri í þessa áætlunarferð F. F. A., laugardagsmorguninn 30. júlí, gerði því fastlega ráð fyr- ir að mega snúa við, ef Kjalveg- ur reyndist ófær. En sú varð raunin, að þessum leiðangri tókst að komast hringferð til -suður- lands, um Kjöl og Kaldadal á tæpum þrem sólarhringum. Ferðafélögum F. F. A. mun aldrei hafa gefizt tækifæri til að kanna fjölbreyttari og stór- 'fenglegari slóðir eða eins marga sögufræga staði eins og í þessari ferð. Og þrátt fyrir hraða ferð, vannst töluverður tími til þess að sjá og njóta þess, sem íyrir augu bar. Fararstjóri þessarar ferðar var Þorsteinn Þorsteinsson. Var haldið af stað frá Akureyri kl. 8 laugardagsmorguninn 30. júlí í bifreið F. F. A. og tveim jeppum. Ökuþórar vóru Stefán Sigurðs- son, Helgi Pálsson og Björn Guð- mundsson. — í hópnum voru einnig: Ólafur Jónsson ráðunaut- ur og Hjörtur Eldjárn, en þeir skildu við þennan leiðangur á Hveravöllum og munu hafa lagt leið sína yfir Langjökul til Kal- mannstungu efst í Borgarfirði. Frá Blönduósi var farið kl. 2 eftir hódegi, en þar bættist Pálmi Hannesson rektor við í hópinn með fararskjóta sinn og þótti öll- um það mikill fengur. Þaðan var haldið sem leið lá um Ása og Sléttárdal og upp að Fx-iðmundarvötnum. Voru þá fyrir stafni Krákur á Sandi, Kerlingai-fjöll og jöklarnir þrír, Hofsjökull, Langjökull og Eiríks- jökull. Má segja að fei-ðin hafi sótzt greiðlega utan að á þessum slóðum þurfti að draga vörubifreið upp úr svaði, sem stjóinendur hennar, laxveiði- menn úr Reykjavík, höfðu ekki verið nógu forsjálir til að sneiða hjá. Upp hjá Sandá ,sem er hliðar- kvísl Blöndu, sló yfir þoku og nokkru síðar myrkri og hélzt það til þess er komið var á Hvera- velli laust eftir miðnætti. Eftir að hafa gist i hinu ágæta sælú- húsi F. F. í. og skoðað hverirta og ból Eyvindar á Hvei'avöllum, var haldið suður til Hvítái-vatns nokkru fyrir hádegi daginn eftir. Létti þá þokunni og fékkst hið ákjósanlegasta skyggni. En á Kili er svo margt að sjá fyrir þá, sem vilja kynnast öræfunum, að ekki er gott að vita, hvar á að byi'ja og hvar á að enda. En við Hvítárvatn kom fararstjórinn með þá tillögu, að áætluninni yi-ði breytt og haldið suður af og fai'ið Kaldadal til baka. Var því tekið með hinum mesta fögnuði og var þá haldið um Bláfellsháls og niður að Gullfossi. Eftir að hafa skoðað hann var beygt upp í Haukadal að Geysi og að lokum tjaldað að Laugarvatni, en þá var liðið fast að miðnætti. — Klukkan níu morguninn eftir lá leiðin niður undir Þrastalund í Grímsnesi, en þaðan á Þingvöll. Var þingstaðurinn og vellii'nir skoðaðir í sólskini og bezta veði'i. Eftir tveggja til þriggjaklst. töf var svo lagt á Kaldadal, sem gefur Kili ekkert eftir um hx-ikaleik og liti. — Eftir að hafa dvalið nokkra stund í Reyk- holti lagði hópurinn inn á þjóð- brautin neðst í Norðurárdal, og til Akureyrar kom hann aftur kl. 4,30 á þriðjudagsnótt. — B. Akureyri leggur til laiifl undir flugvöll í Eyjafjarðarárhólmum Flugráð ríkisins, sem var hér á ferð fyrir nokkru, mætti á bæjar- í-áðsfundi 28. júlí sl. og ræddi flugvallarmál við bæjarráðs- menn. Á fundinum samþykkti bæjarráðið að Akureyrai'bær gefi ríkinu afsal fyrir landi undir og umhvei'fis væntanlegan flugvöll í Eyjafjarðarárhólmum og leyfði efnistöku til flugvallarins í landi bæjarins, án endui'gjalds. Fari svo, að ríkið noti ekki landið und- ir flugvöll .skuldbindi það sig til þess að afsala því aftur til bæjar- ins án endurgjalds. Þá lagði bæj- arráð til að Rafveita Akureyrar leggi fram 100 þús. kr. til bi'eyt- ingar á háspennulínu Laxáx'virkj- unar, vegna vallarins. Bæjarráð hefir samþykkt, að leggja til að öll vatnsgjöld sam- kvæmt reglugei'ð Vatnsveitu bæjarins hækki um 50% fi'á því sem nú er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.