Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Altureyri, miðvikuadginn 21. september 1949. 38. tb). Hundrað þúsundasti farþeginn með flugvélum Flugfélags íslands kom hingað r 1 gær Brefar fella gengi pundsins um 30 prc. Félagsfimdur í Sókn, félagi Framsóknar- kvenna Almennur félagsfundur í hinu nýstofnaða félagi verður haldinn að „Rotarysal“ KEA fimmtudaginn 22. sept. kl. 8.30 e. h. — Fundarcfni er að ræða um vetrarstarfsemina og kosn- ingarnar. Skorað er á félags- konur að fylgja nú eftir hinni glæsilegu félagsstofnun og sækja fundinn og taka með sér nýja félaga. Hafið handavinnu með. -----------------------* Mikil aðsókn að sýning- um „Bláu stjörnunnar44 Leikfélagið Bláa stjarnan úr Reykjavík hafði frumsýningu á skemmtiþáttunum Svífur að hausti á fimmtudagskvöldið og síðan á hverju kvöldi til sunnu- dags og tvær sýningar þann dag. Aðsókn var mikil alla dagana. — Skemmtun þessi var um margt nýstárleg, en skemmtiatriði mis- jöfn og lítið samstæð. Nokkur atriði ágæt. Eigi er ástæða til þess að rekja hér sýningu þessa í löngu máli, en flestum bæjar- mönnum mun hafa þótt tilbreyt- ing í þessari reykvísku heimsókn og kunna gestunum þökk fyrir komuna. +■-----------—----------- í gær flutti ein af flugvélum Flugfélags íslands hundrað þúsund- asta farþegann, sem ferðast hefir með flugvélum fél. frá stofnun þess, talið frá þeim tíma, sem fyrirrennari félagsins, Flugfélag Akureyrar hóf farþegaflug með l-hreyfils Waco-sjóflugvélinni, sem flestir Ak- ureyringar miuia. Farþeginn er Jófríður Halldórsdóttir, frá Dalvík, hjúkrunarkona í Reykjavík, en flugvélin var Douglasvélin Glitfaxi Kom hún hingað á Melgerðisflugvöll um hádegið í gær. Forvígis- mcnn Flugfélagsins tilkynntu frú Jófríði við komuna á Reykjavík- urflugvöll, að hún væri 100.000. farþeginn og bauð henni ókeypis far hingað til Akureyrar og heim aftur, og síðan í för til útlanda og heim aftur með Gullfaxa, Skymasterflugvél félagsins. Til gamans má geta þess, að 99.999. farþeginn var Ottó Jónsson menntaskóla- kennari hér í bæ, en sá 100.001. Jónas Þór verksmiðjustjóri. Flugfélag íslands á nú 10 flugvélar, sem geta flutt samtals 186 far- þega. Myndirnar hér að ofan tók Edvard Sigurgeirsson ljósmyndari á Melgerðisflugvelli í gær, er Glitfaxi var lentur. Efri myndin er af frú Jófríði Halldórsdóttur, er hún stígur út úr flugvélinni, en neðri myndin af áhöfn Glitfaxa í þessari ferð. Talið frá hægri: Gunnar Frederiksson flugstjóri, Sólveig Jónsdóttir flugþerna og Karl Ei- ríksson flugmaður. Kosningaskrifstofa Framsóknar- flokksins Nú Jíður óðum að kosning- um, aðeins mánuður og tveir dagar til kjördags. Er því áríð- j andi, að þeir, sem styðja j Framsóknarfl. í þessum kosn- S inguni, líti inn á skrifstofuna ! og gefi allar þær upplýsingar, !sem að gagni geta komið. Sér- staklega er rétt að athuga, að þeir, sem vilja neyta kosninga- réttar utan kjörfundar, eiga rétt á að greiða atkvæði úr því að 4 vikur eða styttri tími er til kjördags. Frá og með 23. sept. eiga þeir því þcnnan rétt. Eru það bæði þeir, sem eru á kjörskrá á Akureyri eða í sýsl- unni, en eru fjarverandi, og svo þeir, sem staddir eru á öðrum hvorum staðnum 25. sept., en fara síðan burtu. Þeir geta kosið hjá bæjarfógeta eða viðkomandi hrcppstjóra áður en þeir fara. Nauðsynlegar eru upplýsingar um þá, sem eru fjarverandi, bæði innan lands og utan. Munið, að almennt er nú talið, að möguleikar Fram- sóknarflokksins, bæði í sýslu og bæ, til að vinna tvö ný þingsæti séu miklir, ef vel er unnið. íslenzka krónan felld um 30 prc. á móti dollar Sir Stafford Cripps íjármálaráðherra Breta tilkynnti í útvarps- ræðu á sunnudagskvöldið, að brezka stjórnin hefði ákveðið að fella gengi sterlingspundsins uin 30%. Cripps lagði, áhcrzlu á það í ræðu sinni, að stjómin hcfði tckið þessa ákvörðun áður en fulltrúar henn- ar fóru á þríveldaráðstefnuna í Washington, og hcföi alþjóðagjald- eyrissjóðnum þá þegar verið send beiðni um það. Flest ríki í Vestur- Evrópu hafa þegar farið að dæmi Breta og skráð gengi sitt í sama hlutfalli við pundið og áður. Belgía og Sviss hafa þó ákveðið að fella ekki gengið. Nauðsynlegt bjargráð. Cripps gat þess í upphafi ræðu sinnar ,að allar fyrri ráðstafanir stjórnarinnar til efnahagslegrar viðreisnar og hagstæðs verzlun- arjöfnuðs við dollaralöndin hefðu ekki komið að nægilegu haldi, og þess vegna hefði gengisfelling pundsins verið óumflýjanleg til þess að bjarga við utanríkisverzl- uninni og koma í veg fyrir hrun og atvinnuleysi i landinu. Unnið gcgn verðhækkunum og og launahækkunum. Þá sagði Cripps, að stjórnin mundi vinna af alefli gegn öll- um verðhækkunum neyzluvara og etnnig beita sér gegn kaup- hækkunum, þar sem þær gætu rýrt mjög þann árangur, sem vonast væri til að gengisfell- ingin hefði. Hann kvaðst því vona, að þessar ráðstafanir hefðu Iítil áhrif til hækkunar framfærslukostnaði, og hann varaði menn við því að reyna að færa sér gengisfellinguna í nyt í fjárgróðaskyni, því stjóm- in væri staðráöin í þvi að taka mjög hart á öllum slíkum til- Kornvörur hækka. Cripps lét einnig svo um mælt, að ekki yrði hjá því komizt að braúð og kornvörur frá Banda- ríkjunum og Kanada hækkuðu eitthvað í verði, enda hefði stjórnin ákveðið að auka ekki niðurgreiðslur á þessum vörum. Sparnaður í ríkisrekstri. Cripps sagði, að stjórnin mundi ekki auka niðurgreiðslur á neinum vörum vegna þessara ráðstafana en heldur reyna að di-aga úr þeim, ef fært þætti. Hins vegar mundi samfara þessu verða gert sérstakt átak til ,að minnka reksturskostnað ríkisins. Mörg lönd fylgja á eftir. Þótt ekki yrði reynt á neinn hátt að hafa áhrif á gengi ann- arra Evrópulanda eftir gengisfall pundsins, þótti sýnt að mörg Ev- rópulönd mundu fylgja á eftir. Fyrsta landið, sem tilkynnti gengisfall, var Ástralía, og í gær- ky.ldi höfðu að minnsta kosti 20 lönd tilkynnt, að þau hefðu skráð gengi sitt í samræmi við pundið. Gengisskráning ísl. krónunnar fylgir pundinu Á mánudaginn gaf ríkisstjórn íslands út svohljóðandi tilkynn- ingu: „Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að gengi. íslenzkrar krónu gagn- vart sterlingspundi skuli vera óbreytt eins og verið hefir, 26,22 íslenzkar krónur í sterlingspundi, sölugengi, og annarrar erlendrar myntar í samræmi við það. Frá 1926 var gengi íslenzkrar kiónu bundið sterlingspundi og hélzt svo fram á árið 1939. Vegna óstöðugs gengis á sterlingspundi þá og breytingar á viðskiptum landsins út á við á styrjaldarár- unum, þótti heppilegra að tengja íslenzku krónuna að liokkru leyti dollaragenginu líka, 'og hefir staðið við svo búið síðan. Nú er ástandið aftur orðið þannig, að megnið af útflutnings- afurðum landsins er selt til Bret- lands og annarra landa er miða sitt gengi við sterlignspund, svo að hækkun á gengi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi mundi hafa í för með sér tilsvar- andi lækkun í íslenzkum krónum á þessum útflutningsvörum, sem aftur myndi leiða af sér stöðvun útflutningsins og atvinnuleysi. Til þess að koma í veg fyrir þetta, hefir ríkisstjórnin ákveðið að binda skráningu íslenzku krónunnar sterlingspundi eins og var fyrir 1939 og halda genginu á því óbreyttu, eins og það hefir verið nú um skeið, ísl. kr. 26,22, sem sölugengi á einu sterlings- pundi. Verða nú gefin út um þetta bráðabirgðalög að fenginni staðfestingu alþjóðagjaldeyris- sjóðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.