Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 4
4 DAGUR D A G U R !| Ritstjóri: Haukur Snorrason. !; Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstneti 87 — Sími 166 !; Blaðið kemur út ;í hverjum miðvikudegi <! ■; Árgangurinn kostar kr. 25.00 \; Gjalddagi er 1. júlf. !; ;; l’RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. !; Gengi Alþýðuflokksins ÞEGAR ÞETTA ER RITAÐ hafa enn ekki boi - izt fregnir af því hingað norður hvernig Alþýðu- flokksforustan í Reykjavík hyggst snúast við hin- um miklu og válegu tíðindum, sem komið hafa hingað sunnan yfir sæ þessa síðustu daga. Senni- legast er, að annað tveggja hafa undur mikil gerzt i Alþýðuhúsinu í Reykjavík aðfaranótt mánudags- ins ,líkt og þegar kommúnistar breyttu eðli heims- styrjaldarinnar á einni morgunstund miðsumars 1941, eða flokksstjórnin hafi sannfærzt um, að að- eins hún allra jafnaðarmannaforkólfa í Norður- Evrópu viðhaldi enn hinni einu og sönnu sósíal- demkratísku línu, en á Norðurlöndum og í Bret- landi gerist menn nú reikulir í ráði og láti hafa sig til alls kyns óskynsamlegra ráðstafana, sem sízt beri vott um of mikla umhyggju flokkanna fyrir hinum blessuðu launþegum. Ekki þarf að rekja í löngu máli aðdraganda þessara stórtíðinda. Menn- irnir, sem Alþýðublaðið birtir myndir af nær því daglega, forustumenn á borð við Attlee, Cripps, Gerhardsen og sjálfan Hedtoft, hafa boðað og franikvæmt gengislækkun gjaldmiðilsins og fram- kvæmt aðgerðirnar í mikilli skyndingu, á ábyrgð ríkísstjórnanna, án sérstakra aukafunda í þjóð- þinginu og án þess að semja við stétta- og laun- þegasamtök um það, hvort ríkisvaldinu mætti leyfast að reyna slíkar aðgerðir í von um að rétta við efnahag og afkomu þjóðarbúskaparins í heild. Þeir, sem lesið hafa skrif Alþýðublaðsins undan- farnar vikur, vita þegar mæta vel, að slíkar að- gerðir eru í augum íslenzka Alþýðuflokksins hin- ar smánarlegustu árásir á lífskjör aimennings, enda lýsti flokkurinn því yfir í sömu vikunni og Sir Stafford Cripps birti boðskap sinn, að hann væri algerlega andvígur gengislækkun. Þessi yf- irlýsing í Alþýðublaðinu entist fram á mánudag- inn var, því að þá birti ríkisstjórn sú, sem Stefán Jóhann er kallaður veita forstöðu tilkynningu um 30% verðfall íslenzku krónunnar gagnvart dofllar og nokkrar aðrar breytingar á skráningu gjeldeyr- isins. Það er sitt hvað gæfa og gjörfileiki og það er stundum dálítið annað að þurfa að horfa á hag þjóðarheildarinnar og undirbúa framtíðaröryggi hehnar efnahagslega, heldur en viðhalda reikulu .flokksfylgi með gaspri um „kjarabætur11 og trygg- ingar. Atburðir þeir, sem gerzt hafa síðan Alþýðu- flokkurinn gekk enn einu sinni í lið með íhaldmu, er hann lýsti sig í fullri andstöðu við tillögur þær, sem Framsóknarmenn báru fram í ríkisstjóminni um ráðstafanir í efnahagsmálum landsmanna, hafa nú leitt til þess, að sízt mun öfmælt áð gengi Al- skattar, tollar, viðaukar og við- aukar við viðauka, sem þá voru lagðir á þjóðina. Þessar ráðstaf- anir urðu enn til þess aðrýraverð gildi peninganna í höndum al- mennings, vei'kuðu eins og geng- islækkun fyrir forgöngu þess flokks, sem nú galar hæst um skaðsemi þess að skrá gengið í samræmi við staðreyndimar. Á sama tíma og allar þessar álögur eru lögfestar, leggur flokkurinn ekki fram neinar tillögur um framtíðarlausn efnahagsvanda- málanna þrátt fyrir vaxandi dýr- tíð, sem m. a. leiðir áf þessum „bjargráða“ aðgerðum, og aukna erfiðleika útflutningsvérzlunar- innar. Fáránlegt gaspur um aukna skriffinnsku, fleiri em- landsverzlun og fyrirheit um bættismenn og hærri tolla, er skerfur Alþýðublaðsins til lausn- ar á hinum miklu efnahagsvanda- málum, sem bíða úrlausnar. Al- þýðublaðið birtir oft myndir af dúsbræðrum Stefáns Jóhanns. — Vel færi á því nú, að það birti orðrétta ræðu þá, sem Sir Staf- ford Cripps hélt sl. mánudags- kvöld, þar sem hann gerði brezku þjóðinni grein fyrir aðgerðum stjórnarinnar og rökstuddi nauð- syn þeirra, og mætti sleppa myndinni í þetta sinn. Ræðan — og aðgerðir annarra jafnaðar- mannastjórna í Evrópu — sýna það, sem myndimar í Alþýðu- blaðinu sýna ekki, að þeir eru næsta ólíkir jafnaðarmannaflokk- arnir í Bretlandi og Norðurlönd- um annars vegar, og hér á fs- landi hins vegar. Færi vel á því, að gengi Alþýðuflokksins og kommúnista hér á landi yrði skráð í samræmi við það í kosn- ingunum í haust. FOKDREIFAR FramkVæmdir eða skeggræður. VART ER NÚ meira um annað talað í heimsblöðunum né heldur manna á milli, bæði hér á landi og annars staðar, — en gengis- fellingu Breta á hinurn 'virðulega gjaldeyri sínum, og skortir ekki spádóma og ágizkanir í því sam- bandi, hvaðá afleiðingar slíkar ráðstafanir muni’ hafa, enda vit- að, að þær muni draga mikinn dilk á eftir sér með einum eða öðrum hætti. Ekki var það ann- ars méiningin að ræða þær af- leiðingar hér eða spá neinu í því efni, enda eru gengisbreytingar og afleiðingar þeirra svo flókið mál, að elcki er heiglum her.t að spá í þann kaffikorg eða setjast þar í dómarasess. En því er hér á þetta drepið, að það ér fullkomið íhugunarefni út af fyrif sig fyrir okkur íslendinga með hversu mikilli leynd var farið með allan undirbúning og framkvæmd þessa máls og hversu skjótt, ein- arðlega og vafningalaust var þar gengið til verks af brezku stjórn- inni, þegar henni fannst tími til þess kominn að hefjast handa um þessar þýðingarmiklu ráðstafan- ir. EF DÆMT SKYLDI eftir því, hversu undirbúningi og fram- kvæmd eignakönnunarinnar sælu var hagað hér á voru landi ís- landi, — svo að einstakt dsémi sé nefnt til samanburðar — má ætla, að frónskum stjórnarvöldúm hefði þóknast að haga vinnu- brögðum á allt annan veg en Bretar virðast hafa talið heil- brigðast og sæmilegast í sínu laridi, þegar um svo þýðingar- mikið stórmál var að raéða. Hætt er við, að engin íslenzk ríkis- stjóm hefði þorað að taka slíka ákvörðun algerlega á eigin abýrgð, heldur hefði málið verið fjárhagsvanda þjóðarheildariúnar eftir sem áður. LÝÐRÆÆÐI ER VISSULEGA gott og æskilegt í hvívetna, en það er leiður misskilningur, sem margir virðast þó haldnir af í því sambándi, að raunverulegt og æskilegt lýðræði sé eitthvað í ætt við stjórnleysi eða agaleysi. En stjórnleysi og agaleysi. hlýtur jafnan af því að spretta, ef þeir, sem fólkið hefir valið til þess að : stjórna sínum málum, þora aldrei að taka af ska’rið — taka sjálfir á sig ábyrgð og afléiðingar örlagaríkra ákvarðana, sem þeir telja nauðsynlegar, en óttast að reynast muni óvinsælar í bili, — heldur reyna þeir að skjóta sér undán vandanum með því að dreifa ábyrgðinni sem víðast, spyrja „háttvirta kjósendur“ ráða, unz hið rétta augnablik er liðið Trjá og of seint að hefjast handa um skjótar og áhrifaríkar ráðstafanir, sem einhverju hefðu getað bjar’gað, ef þær hefðu verið undirbúnar í kyrrþey og fram- kvæmdar einbeittlega og vafn- ingalaust, þegar sú rétta stund var runnin upp. „f einlægni talað“! ÍSLENDINGAR HAFA löng- um haft gaman af að lesa í Snorra Eddu um orðræður þeirra Ása- þórs og Útgarða-Loka og mann- jöfnuð þeirra á milli. Þegar Ása- þór -hafði lokið að lyfta Miðgarðs- orminum í kattarlíki frá jörðu, svo að hann gat ekki tyllt lengur í állár lappirnár, lauk Útgarða- Loki hóflegu lofsörði á íþrótt hans, en þó væri Þóf „lágur og lítill hjá stói-m.enni bví, sem hér er með oss.... og eigi sé ek þann mann'hér inni, er eigi mun lítil- ræði í þykkja at fásk við þik“, og sendi éftir kerlingunni fóstru sinni að ’kljást við Þór. þýðuflokksins hér hafi þessa síðustu daga fallið ekki minna en gengi krónunnar. Alþýða manna sér, áð það er reikult að eiga afkomú sína undir tækifærispólitík, sem metur meira vonina í nokkr- um átkvæðum hér og þar um lan'dið en stundal1- óvihsældir af djarfmannlegum og einarðlegum ráðstöfunum, sem miða að því að tryggja framtíð og öryggi þjóðarbúsins í heild. i RAUNAR HEFIR SKRAF Alþýðublaðsins um gengið verið næsta kátbroslegt. Alþjóð manna hlustaði á forsætisráðherrann lýsa því yfir í út- varpi um áramótin, að „úrræði“ Alþýðuflokksins í efnahagsmálunum þá, hafi verið hin svokölluðu lagt fyrir þingið, þvælt fram og aftur í nefndum og kannske bor- ið úndir þjóðaratkvæði. Afleið- ingin hefði svo auðvitað orðið sú, að alþjóð hefði vitað ut í æsar um allar slíkar ráðstafanií, sem væru á döfinni, og bæði einstaklingar, flokkar og stéttir hefðu íyrir löngú verið búnár að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til þess að velta öllurn þunga og ábyrgð hinnár nýju skipunar af sér yfir á ba kannarra einstaklinga, flokka eða stétta. Afleiðingin yrði svo auðvitað sú, að öll framkvæmd málsins myndi reynast marklaust og einskisnýtt kák og allt sæti GUNNARI búfræðikennara á Hvanneyri farast ekki ólíkt orð þessu úr' greinarstúf nokkrum, er hann ritár í Morgunblaðið"nú um síðustu helgi og nefnir ’„í ein^- lægni talað“. Ber hann þar Fiám- sóknarmönnum allgott orð að ýmsu leyti og segii í því sam- bandi: „Mér dettur ekki í hug að neita, að margir forustumenn Framsóknar eru hinir hæfustu og ágætustu menn, sem vilja allt gott láta af sér Ieiða fyrir sveit- ifnar og hafa gert það.“ En svo bætir þessi ágæti frambjóðandi því ósköp hógværlega við strax á dýrtíðarlög, sem þá voru sett ,og allir þeir nýju fullkomlega í sama farinu um (Framhald á 5,-síðu). Miðvikudaginn 21. setp. 1949 Nokkrir góðir réttir og ráð Á hvefjum degi þarf húsmóðirin að finna svar við spurningunni: „Hvað á eg að hafa í matinn í dag?“ Hin hyggna -húsmóðir stílar spurninguna svolítið öðruvísi, hún segir: „Hvað á eg að hafa í matinn á morgun?“ Stundum bætir hún meira að se’gja við: „Og hvað á eg að hafa hinn daginn?“ Sumar hús- mæður skipuleggja allar máltíðir vikunnar fyrir- fram. Ef það er gert, ætti húsmóðirin að halda þvf leyndu fyrir öðrum í fjölskyldunni, því að flestum þykir miklu betra og meira gaman að vita ekki, hvað er í matinn hverjú sinni, fyrr en þeir eru seztir að matarborðinu. Gaman getur þó verið að bregða út af þessu, og lofa manninum að hlakka til, þegar von er á eftirlætisrétti hans. En of mikið af föstum og fyrirfram ákveðnum brauðsúpudögum, fiski- bolludögum, kjötsúpudögum eða vellingsdögum, er ekki skemmtilegt. Að koma öillum á óvart með góð- an og skemmtilegan rétt er keppikefli allra góðra húsmæðra. OSTA-SÚPA (handa 6). 2 1. kjöt-, fisk- eða grænmetissoð. — 40 gr. smjör. — 40 gr. hveiti. — 1 laukur. — 150 gr. rifinn ost- ur. — 1 eggjarauða og 1 egg. — Salt. — 1. dl. rjómi. Súpan er bökuð upp. Saxaður laukurinn settur saman við. Eftir 10 mín. suðu er osturinn hrærður saman við. Eggin eru þeytt saman og hrærð út í. Að lokum er sett salt í eftir smekk og rjóminn. Með súpunni eru bornir ristaðir brauðteningar (ósætir). LAXA-KÓTELETTUR. 1 kg. lax. — Salt. — Egg, raspur, sall, pipar. — 50, gr. feitmeti. Laxinn er hreinsáður og skorinn frá beinunum. Fiskurinn gkorinn í sneiðar, sem eru saltaðar og velt upp úr eggi og rasp, blönduðu salti og pipar. Steiktur ljósbrúnn í feitinni. Soðnar kartöflur og köld remúlade-sósa borið.með . FYLLTUR ÞORSKUR. Því ekki breyta til einu sinni og „fylla“ þorskinn. í stað þess að sjóða hann? Góður, meðalstór þorskur er hreinsaður vel, salti stráð á hann og settur í steikara-skúffu. Hann er fylltur með sjóðheitum tómötum, sem áður hafa verið afhýddir og á þá stráð salti og pipar. Raspur og smá smjörslettur eru síðan sett á þorskinn hér og hvar, og skúffan látin inn í ofninn, þar sem þetta bakast við jafnan hita þar til þorskurinn er gegn- soðinn. KAFFFI-„FROMAGE“ (handa 6). 5 blöð matarlím. — 1 dl. sterkt kaffi. — 2 egg. —• 100 gr. sykur. — 4 dl. rjómi. Matarlímið er leyst upp. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum þar til þær eru’ hvítar. — Eggjahvíturnar og rjóminn eru stífþeytt, hvort fyrir sig. Þá er kaffinu hellt saman við eggjarauðurnar, og þar á eftir er matarlímið, sem nú er aðeins volgt, hrært saman við (hægt). Að síðustu eru eggjahvít- urnar og rjóminn (hvorttveggja stífþeytt) hrært út í. f öllu saman er hrært gætilega,. þangað til „fro- magen“ fer að stífna. Þá er honúm helit í skálar eða glös og látinn stífna til fulls. Skrey tt með þeytt- um rjóma. Einnig má bera rauða. ávaxtásósu með. R A Ð. Smjör, smjörlíki, feiti eða olía má aldrci standa ólokað. Feitmeti hvers konar er mjög móttækilegt fyrir alls konar lykt og eyðilegst fljótt af bakteríum loftsins ef það stcndur opið. Smjör á að geyma á kölduin og dimmum stað. Látið smjör aldrei sjóða, það tapar bragði við það. GOTT ER að hreinsa hakkavél með þvi að hakka hráar kartöflur að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.